147. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 11. apríl 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 135. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Varðandi 5. dagskrárlið fundargerðar þá staðfestir sveitarstjórn samhljóða afstöðu byggðaráðs til auglýsingarinnar um friðland í Þjórsárverum og friðlýsingarskilmála.  Jafnframt felur sveitarstjórn Valtý Valtýssyni undirritun fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Að öðru leyti er fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    57. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 28. febrúar til 19. mars 2013.

 

Mál nr. 1: Fyrirspurn_Miðdalur D-gata 1 lnr. 168008.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar beiðni um heimild til að fara út fyrir byggingarreit lóðar við D götu 1 í Miðdal.

 

Mál nr. 2: Fyrirspurn_Sólbraut 3, Reykholti – viðbygging.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að um sé svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslu byggingarfulltrúa fram til 19. mars 2013.

 

Mál nr. 9: Vallarholt 2.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að fresta afgreiðslu málsins.

 

Mál nr. 10: Vallarholt 2a.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að fresta afgreiðslu málsins.

 

Mál nr. 18: Dskbr. Kjarnholt I lóð 3 lnr. 209270.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða þar sem verið er að breyta landnotkun svæðisins til samræmis við landnotkun aðliggjandi svæðis. Breyting á aðalskipulagi samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn breytingu á deiliskipulagi samhliða skv.  1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forsenda þessarar afgreiðslu er að landeigandi sæki um stofnun lögbýlis á landinu, en það er forsenda þess að heimild fáist fyrir íbúðarhúsi á landbúnaðarlandi skv. gildandi aðalskipulagi.

 

Mál nr. 19: Endursk. Ask Reykjavíkur.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi verkefnalýsingu endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur.

 

 

Mál nr. 20: Gröf – 3 frístundahúsalóðir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi 3 frístundahúsalóða úr landi Grafar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 21: Miðfell_V-gata 16 og 18 – sameining lóða.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar beiðni um sameiningu lóða nr. 16 og 18 við V-götu í landi Miðfells.

 

1.3.    10. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.

Varðandi 1. dagskrárlið þá samþykkir sveitarstjórn að menningarmálanefnd sæki um styrk til að setja upp upplýsingaskilti við vörðuna á Bláfellshálsi.
Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn fundargerð samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    Aðalfundur veiðifélagsins Faxa, dags. 22. mars 2012, ásamt ársreikningi 2012.

 

 1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2012 ásamt skýrslu endurskoðenda (fyrri umræða).
  Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi hjá KPMG, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2012, sem undirritaður hefur verið af sveitarstjóra og byggðaráði Bláskógabyggðar.  Jafnframt er lögð fram endurskoðunarskýrsla sem unnin hefur verið af KPMG.  Einar Sveinbjörnsson og sveitarstjóri kynntu ársreikninginn og helstu niðurstöður og lykiltölur. Umræða varð um framlagðan ársreikning og honum vísað til síðari umræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

 1. Verkefnistillaga um blágrænar ofanvatnslausnir á Laugarvatni.
  Vísað til 5. dagskrárliðar á 146. fundi sveitarstjórnar og þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum, en þá var málinu frestað til þessa fundar. Kristinn J. Gíslason, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs, mætti undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir verkefninu.  Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fresta málinu að sinni og forvinna málið betur.

 

 1. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl 2013.

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl 2013 lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá og felur sveitarstjóra að árita hana fyrir framlagningu þann 17. apríl n.k.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita sveitarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna kosninga til Alþingis 27. apríl 2013 í samræmi við 27. gr. langa um kosningar til Alþingis.

 

 1. Aratunga – dansleikir.

Umræða varð um almenna dansleiki í Aratungu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að slíkir dansleikir verði ekki haldnir í Aratungu framvegis fyrir utan hinar hefðbundnu samkomur s.s. þorrablót, réttarball, árshátíðir eða aðrar hátíðarsamkomur félaga innan Bláskógabyggðar. Sveitarstjóra falið að kynna húsverði niðurstöðuna í samræmi við umræðu fundarins.

 

 1. Innsend erindi:

7.1.    Tölvuskeyti frá nemendum í 4. bekk Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 9. apríl 2013; beiðni um styrk vegna áheitahlaups.

Lagt fram tölvuskeyti frá nemendum í 4. bekk Menntaskólans að Laugarvatni þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna áheitahlaups.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 25.000 og  fá lítið merki Bláskógabyggðar á hlaupavesti.

 

7.2.    Bréf Samkeppnisstofnunar, dags. 3. apríl 2013; erindi Gámaþjónustunnar hf. 1. mars 2013.

Lagt fram bréf Samkeppnisstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um kvörtun Gámaþjónustunnar yfir framkvæmd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, í Rangárvallasýslu og Árborg við innleiðingu á bláum endurvinnslutunnum í samstarfi við SORPU bs. og eftir atvikum Sorpstöð Suðurlands bs.

Sveitarstjórn hefur engar athugasemdir á þessu stigi málsins en áskilur sér rétt til að koma skoðunum sínum á framfæri síðar ef þurfa þykir.

 

7.3.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 9. apríl 2013; beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna umsóknar Veitingabúðarinnar ehf. kt. 600300-2070, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I í Fagralundi, Skólabraut 1, Reykholti.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda samrýmist það gildandi skipulagi.

 

 1. Efni til kynningar:

8.1.    Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 2. apríl 2013; ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

8.2.    Bréf Landsnets, dags. 4. apríl 2013; Kerfisáætlun ársins 2013.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:30.