147. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. apríl 2014 kl. 14:50.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til samþykktar:

1.1.       Fundur fjallskilanefndar Laugardals, dags. 28. ágúst 2013.
Bláskógabyggð seldi Ferðafélagi Íslands Hlöðuvallaskála við Hlöðufell í nóvember 2009.  Í samningnum er kveðið á um að Ferðafélagið muni sjá til þess að aðstaða fyrir hestamenn verði við skálann, þ.e. hesthús, gerði eða önnur aðstaða sem þarf.  Nauðsynlegt er að haft verði samráð við Ferðafélagið um endurnýjun eða byggingu nýs hesthús á skálasvæðinu.

Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.      Vorfundur þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, dags. 2. apríl 2014.

2.2.      Fundur samráðshóps Matarsmiðjunnar, dags. 11. apríl 2014.

2.3.      16. stjórnarfundur Samtaka orkusveitarfélaga ásamt ársreikningi 2013.

2.4.      815. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

3.1.      Frumvarp til laga um örnefni (þingmál 481).
Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 11. apríl 2014, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um örnefni.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

3.2.      Frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun (þingmál 488).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 15. apríl 2014, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

3.3.      Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun (þingmál 495).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 15. apríl 2014, þar sem sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgöngáætlun.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagða þingsályktun.

 

3.4.      Frumvarp til laga um skipulagslög, bótaákvæði (þingmál 512).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 15. apríl 2014, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög, bótaákvæði.  Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga verið ekki skert við gerð aðalskipulagslaga sem hugsanlega samræmist ekki svæðiskipulagi miðhálendisins. Hægt verði að gera breytingu á landnotkun innan svæðiskipulags miðhálendisins ef gild rök eru fyrir slíkri breytingu.

 

  1. Áætlun til þriggja ára um refaveiðar; drög til umsagnar.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 14. apríl 2014 þar sem kynnt er og óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um áætlun til þriggja ára um refaveiðar.  Ríkið hefur ákveðið að verja 30 milljónum króna á ári til þessa verkefnis til þriggja ára.  Forsenda þess að sveitarfélögin fái allt að þriðjung kostnaðar endurgreiddan frá ríkinu, er að gerðir verði samningar á grundvelli „Áætlunar til þriggja ára um refaveiðar“.

Byggðaráð Bláskógabyggðar fagnar því að ríkið muni verja fjármunum til þessa verkefnis á komandi árum og gerir ekki athugasemdir við framlagða áætlun.

 

  1. Innsend erindi:

5.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 25. apríl 2014; umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki I „The Old house Guesthouse“ Fellskoti.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I.  Umsækjandi er Fellskotshestar ehf, kennitala 650507-1260.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfssemi gildandi skipulagi.

 

5.2.      Bréf Kvenfélags Laugdæla, móttekið 15. apríl 2014; bygging hjúkrunarheimilis í Laugarási.

Lagt fram bréf Kvenfélags Laugdæla þar sem fram kemur ályktun um byggingu hjúkrunarheimilis í Laugarási.

Byggðaráð Bláskógabyggðar þakkar Kvenfélagi Laugdæla fyrir þessa ályktun og tekur undir þau sjónarmið sem þar kemur fram varðandi aðstæður þeirra sem á slíkri þjónustu þurfa á að halda ásamt aðstandendum þeirra.  Byggðaráð vísar til bókunar á 145. fundi byggðaráðs, dagskrárlið 7.2, um sama málefni en þar samþykkti byggðaráð samhljóða að vísa þessari ályktun til oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu til skoðunar og til að kalla fram afstöðu annarra sveitarfélaga.

 

5.3.      Bréf unglingadeildarinnar Vinds, dags. 21. apríl 2014; landshlutamót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Lagt fram bréf unglingadeildarinnar Vinds þar sem kynnt er að þann 27. – 29. júní n.k. verður haldið landshlutamót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Álfaskeiði í Hrunamannahreppi.  Af því tilefni er óskað eftir því að þátttakendum mótsins verði veittur frír aðgangur að sundlauginni í Reykholti þessa helgi.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umrædda beiðni og veitir þátttakendum frían aðgang að sundlauginni í Reykholti umrædda helgi.

 

5.4.      Bréf Fontana, dags. 25. apríl 2014; göngustígur og göngubrú í kringum hverinn við Laugarvatn.

Lagt fram bréf Fontana þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna framkvæmda við göngustíg og göngubrú í kringum hverinn á Laugarvatni.  Um er að ræða framkvæmdir sem samþykktar voru á 158. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, dagskrárliður 1.2, mál nr. 1.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins.  Fjárveiting bókast á 10-411 viðhald gangbrauta og stíga.

 

5.5.      Bréf Landssambands lögreglumanna, móttekið 23. apríl 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Landssambands lögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk í formi kveðju í blaðinu Lögreglumaðurinn.  Erindinu hafnað.

 

5.6.      Bréf Samkórs Uppsveita Árnessýslu, dags. apríl 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Samkórs Uppsveita Árnessýslu þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna söngferðalags á Íslendingaslóðir í Vesturheimi nú í sumar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 50.000.

 

5.7.      Tölvuskeyti Barnaheilla, dags. 11. apríl 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Barnaheilla þar sem óskað er eftir fjárstyrk í formi styrktarlínu vegna útgáfu afmælisblaðs Barnaheilla.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.      Kröfulýsing til óbyggðanefndar vegna Langjökuls, innan marka Bláskógabyggðar, dags. 15. apríl 2014.

6.2.      Ályktanir frá ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“, móttekið 15. apríl 2014.

6.3.      Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands ses 2013 ásamt ársreikningi 2013.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.