148. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 2. maí 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Pálmi Hilmarsson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 136. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    58. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 20. mars til 22. apríl 2013.
Mál nr. 8: V-Gata 24-Hækkun á þaki og stækkun.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að fyrirhuguð breyting á sumarhúsi verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

Mál nr. 9: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. mars til 19. apríl 2013.

 

Mál nr. 13: Þjóðlendur_Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að þjóðlendurnar Biskupstungnaafréttur-Framafréttur, Biskupstungnaafréttur-afréttur norðan vatna, Biskupstungnaafréttur-land kring um Hagafell, Laugardalsafréttur, Landssvæði norðan Þingvallakirkjulands og Norðanvert Þingvallakirkjuland verði stofnaðar sbr. beiðni Forsætisráðuneytisins dags. 5. október 2012.

 

Mál nr. 20: Skálabrekka C,c,c1.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að vísa afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 31: Dsk friðlandið við Gullfoss – lýsing og matslýsing.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna og skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

 

Mál nr. 32: Dskbr. Hakið – fræðslumiðstöð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum með minniháttar lagfæringum á gögnum til að koma til móts við umsagnir, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar Íslands.

 

Mál nr. 33: Dskbr. Miðhús – spilda við Hrútá.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. laganna.

 

Mál nr. 34: Heiðarbær – Deiliskipulag.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa deiliskipulagið að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 35: Laugarás_Klettaborg lnr. 167400 – skipting lóðar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 36: Markholt – deiliskipulag lögbýla úr landi Einiholts.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulagið verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

Mál nr. 37: Miðfell_V-gata 16 og 18 – sameining.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar beiðni um sameiningu lóðanna.

 

Mál nr. 38: Skálabrekka_Lindarbrekku-, Unnar- og Guðrúnargata – deiliskipulag.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulagið verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 39: Úthlíð 2-Breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. laganna.

 

1.3.    25. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.4.    15. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.
Varðandi 1. dagskrárlið fundargerðar, þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar fyrir sitt leyti að auka framlag sitt til Almannavarna Árnessýslu um kr. 128.462, sem nýttar verði til tækjavæðingar hjá björgunarsveitum í sýslunni.  Fjárveiting til Almannavarna Árnessýslu verði aukin sem þessari upphæð nemur og gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins.

 

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    Aðalfundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 23. apríl 2013 ásamt ársskýrslu 2012.

2.2.    446. fundur stjórnar SASS ásamt tillögu að skipuriti, niðurstöðum úr stefnumótunarverkefni í mars 2013 og drögum að aðgerðaráætlun fyrir 2013.

2.3.    805. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2012 ásamt skýrslu endurskoðenda (síðari umræða).
  Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar 2012 ásamt skýrslu endurskoðenda til annarrar og lokaumræðu hjá sveitarstjórn. Helstu lykiltölur ársreiknings samstæðu eru eftirfarandi í þúsundum króna:

 

 

 

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur:                                                               839.158

Rekstrargjöld:                                                               -752.293

Fjármagnsgjöld:                                                             -46.936

Tekjuskattur:                                                                     -3.554

Rekstrarniðurstaða:                                                       36.375

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir:                                                              977.915

Veltufjármunir:                                                               122.058

Eignir samtals:                                                          1.099.972

 

Skuldir og eigið fé:

Eiginfjárreikningur:                                                       346.203

Langtímaskuldir:                                                           604.626

Skammtímaskuldir:                                                     149.143

Skuldir og skuldbindingar alls:                                 753.769

Eigið fé og skuldir samtals:                                   1.099.972

 

Samkvæmt yfirliti yfir sjóðstreymi fyrir árið 2012 nemur veltufé frá rekstri 100,2 milljónum króna og handbært fé frá rekstri 105,1 milljónir króna.  Handbært fé í árslok 9,7 milljónir króna.

Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2012 samþykktur samhljóða og áritaður.

 

 1. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar.
  Lögð fram drög að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar. Umræða varð um fyrirliggjandi drög.  Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa drögum að samþykktum til lokaumræðu og afgreiðslu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

 1. Fjarskiptamál í Uppsveitum Árnessýslu.
  Umræða varð um fjarskiptamál og lausnir í nettengingum í Uppsveitum Árnessýslu og dreifbýli landsins almennt.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að skoðaðar verði lausnir í fjarskiptamálum í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

 

 1. Innsend erindi:

6.1.    Bréf Leikskólans Álfaborgar, dags. 24. apríl 2013; beiðni um hækkun fjárhagsramma skólans.
Lagt fram bréf Leikskólans Álfaborgar þar sem óskað er eftir hækkun á launalið fjárhagsáætlunar leikskólans vegna sérstuðnings við barn.  Óskað er eftir fjárauka sem nemur fjórum klukkustundum á dag.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hækkun launaliðar sem þessu nemur og felur skólastjóra að útfæra betur hversu mikla fjárveitingu þurfi að bæta við samþykkta fjárhagsáætlun og verði því vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun síðar á þessu ári. Skólastjóri sendi útfærða greinargerð til sveitarstjóra við fyrstu hentugleika.

 

6.2.    Bréf Sigurvins B. Hafsteinssonar og Sunnevu H. Sigurvinsdóttur, dags. 29. apríl 2013; beiðni um styrk eða velvild vegna kostnaðar við íþróttaiðkun.
Lagt fram bréf Sigurvins B. Hafsteinssonar og Sunnevu H. Sigurvinsdóttur þar sem óskað er eftir styrk eða velvild vegna kostnaðar hjá Sunnevu við íþróttaiðkun og keppnisferðar til Bandaríkjanna.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur sér ekki fært um að veita umbeðin styrk.

 

6.3.    Bréf Smára Stefánssonar, dags. 24. apríl 2013; beiðni um lausn frá störfum og skyldum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar út kjörtímabilið.
Lagt fram bréf Smára Stefánssonar þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum og skyldum gagnvart sveitarstjórn Bláskógabyggðar út kjörtímabilið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar  Smára Stefánsyni fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og samþykkir samhljóða að veita honum lausn frá störfum. Munu varamenn hans í sveitarstjórn og starfsnefndum sveitarfélagsins taka sæti hans sem aðalmenn.  Endurskoðun varamanna í starfsnefndum sem Smári átti sæti í verði gerð á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

6.4.    Minnismiði Brunavarna Árnessýslu, dags. 18. apríl 2013; húsnæðismál.
Lagður fram minnismiði Brunavarna Árnessýslu, þar sem fram kemur að BÁ óskar eftir tilflutningi á aðstöðu sinni innan núverandi byggingar.  Óskað er eftir því að núverandi húsnæði áhaldahúss sveitarfélagsins verði aðstaða BÁ.  Einnig fái slökkvistöðin aðgengi að salernisaðstöðu og fundarherbergi áhaldahússins.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita BÁ þá aðstöðu sem óskað er eftir.  Sá hluti hússins sem í dag hýsir slökkvistöð verður aðstaða áhaldahússins eftir að skipti hafa átt sér stað.
Með þessari ákvörðun er starfsemi slökkvistöðvar í Reykholti tryggð til framtíðar og uppbygging stöðvarinnar gefið aukið svigrúm.  Fagráð BÁ hefur lýst því yfir að áfram verði unnið að því að BÁ kaupi slökkvistöðvarnar tvær í Bláskógabyggð. Þegar BÁ hefur gengið frá kaupum á aðstöðu sinni í Bláskógabyggð þá fellur sveitarstjórn Bláskógabyggðar frá fyrri fyrirvörum sínum gagnvart kaupum BÁ á hluta húsnæðisins að Árvegi 1, Selfossi.

Æskilegt er að niðurstaða verði komin í málið fyrir næsta fund sveitarstjórnar þann

 1.   júní nk.

 

6.5.    Tölvuskeyti Karlakórs Hreppamanna, dags. 30. apríl 2013; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Karlakórs Hreppamanna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna tónleika sem haldnir verða í Aratungu þann 8. maí n.k.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veittur verði styrkur sem gengur á móti húsaleigu Aratungu vegna þessa viðburðar.

 

 1. Efni til kynningar:

7.1.    Afrit af bréfi Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 15. mars 2013; staðsetning húss á lóðinni Hlíðarholt 5, Bláskógabyggð.

7.2.    Boð á kynningu á starfsemi Geysissvæðisins.

 

Fundi slitið kl. 17:20.