148. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. maí 2014 kl. 9:00.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til samþykktar:

1.1.       33. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Meðfylgjandi eru reglur fyrir leikskóla í Bláskógabyggð.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.       Oddvitafundur Uppsveitanna og Flóahrepps, dags. 22. maí 2014.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.      Aðalfundur embættis skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. dags. 7. maí 2014.

2.2.      156. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.      479. fundur stjórnar SASS.

2.4.      816. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.5.      3. fundur Skóla og velferðarnefndar Árnesþings.

2.6.      4. fundur Skóla og velferðarnefndar Árnesþings.

 

  1. Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014; kjörskrá.

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí n.k. hefur legið frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar síðan 21. maí s.l.  Skrifstofu hefur borist ábendingar um leiðréttingu kjörskrár frá Þjóðskrá Íslands.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að Anna Steinunn Þrastardóttir Briem, kt. 050391-2729, Vesturbyggð 10a verði bætt við á kjörskrá Bláskógabyggðar.  Jafnframt er Einar Örn Þórðarson, kt. 280385-2559 fluttur frá Kistuholti 15 í Vesturbyggð 10a.  Einar Örn var á kjörskrá kjördeildar Biskupstungna og er þar áfram en með annað heimilisfang.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.      Frumvarp til laga um opinber fjármál (þingmál 508).

Lagt fram frumvarp til laga um opinber fjármál sem sent var frá fjárlaganefnd Alþingis þann 13. maí 2014.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

  1. Starfsmannamál; umsóknir um starf matráðs Aratungu.

Lagðar fram umsóknir um auglýst starf matráðs Aratungu.  Fjórir sóttu um stöðuna.  Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að ljúka við ráðningu í stöðu matráðs.

 

  1. Skipan skóla í Bláskógabyggð; tillögur og álit til skoðunar.

Lögð fram álitsgerð Ingvars Sigurgeirssonar, Skipan skóla í Bláskógabyggð, tillögur og álit til skoðunar, dags. 18. maí 2014.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að auglýst verði laust starf leikskólastjóra hjá leikskólanum Álfaborg.

Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða að vísa framlagðri álitsgerð til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, en næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 12. júní n.k.

 

  1. Innsend erindi:

7.1.      Bréf Landsnets, dags. 12. maí 2014;  drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023.
Lagt fram bréf Landsnets þar sem kynnt eru drög að umhverfisskýrslu kerfistáætlunar 2014 – 2023.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við við kynnta umhverfisskýrslu.

 

7.2.      Bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. maí 2014; beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðra lagfæringa á gatnamótum Haksvegar og Þingvallavegar.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um fyrirhugaðar lagfæringar á gatnamótum Haksvegar og Þingvallavegar.  Umsögnin varðar hvort og þá á hvaða forsendum umrædd framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum sbr. lög 106/2000.

Byggðaráðs Bláskógabyggðar telur að umrædd framkvæmd skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.

 

7.3.      Erindi frá UMF Biskupstungna; beiðni um þátttöku í kostnaði við gerð upplýsingaskiltis við Faxa.

Kynnt er tillaga að upplýsingaskilti sem fyrirhugað er að setja upp við fossinn Faxa.  Þetta verkefni hefur verið unnið af Ungmennafélagi Biskupstungna og Vinum Tungnarétta.  Óskað er eftir stuðningi Bláskógabyggðar við verkefnið.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu með þeim hætti að veita fjárstyrk sem nemur prentkostnaði skiltsins.

 

7.4.      Bréf Bonafide lögmanna, dags. 23. maí 2014;  sorphirða í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf Bonafide lögmanna, sem ritað er fyrir hönd Félags sumarbústaðaeigenda Stekkjarlundar og Félags sumarbúsaðaeigenda við Sandskeið.  Efni bréfsins varðar kröfu umræddra félaga um breytingu á fyrirkomulagi sorphirðu við Miðfell í Þingvallasveit.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara umræddu bréfi í samráði við sveitarstjóra og sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasvið Bláskógabyggðar.

 

7.5.      Tölvuskeyti frá Esther Guðjónsdóttur dags. 19. maí 2014; Veiðifélag Árnesinga – skólp Selfoss í Ölfusá.

Lagt fram tölvuskeyti Estherar Guðjónsdóttur þar sem hún er að óska eftir aðkomu fleiri aðila að baráttu gegn losun skolps í Ölfusá.

Byggðaráð Bláskógabyggðar hvetur alla hlutaðeigandi aðila að standa vel að fráveitumálum innan vatnasviðs Ölfusár.

 

7.6.      Tölvuskeyti Júlíönu Magnúsdóttur, dags. 26. maí 2014; geymslupláss.
Lagt fram tölvuskeyti Júlíönu Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir að fá að nýta þvottaherbergið í Kistuholti sem geymslu, þar sem hún er í vandræðum með hluta búslóðar sinnar eftir að hún flutti í íbúð sem hún fékk úthlutað í Kistuholti.

Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að þvottahúsið er sameiginlegt rými allra íbúa hússins og því ekki hægt að ráðstafa því til eins aðila.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.      Bréf Lionsklúbbsins Geysis, dags. 22. maí 2014; ályktanir aðalfundar.

8.2.      Ársskýrsla Ungmennafélags Laugdæla fyrir árið 2013.

8.3.      Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2013.

8.4.      Ársreikningur Laugaráslæknishéraðs 2013.

8.5.      Afrit af bréfi forsætisráðuneytis til Vegagerðarinnar, dags. 22.maí 2014; Kjalvegur.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.