149. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 6. júní 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 137. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    59. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 23. apríl til 24. maí 2013.

 

Mál nr. 2: Fyrirspurn_Laugarvatn – reiðvegur, göngustígur og girðing.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að skoða möguleikann á að færa reiðveg í gegnum Laugarvatn með aðkomu Vegagerðarinnar og Skógræktar ríkisins.

 

Mál nr. 3: Fyrirspurn_Laugarvatn – strandblakvöllur.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir tillögu að staðsetningu strandblakvallar með fyrirvara um samþykki landeigenda. Ekki er talin þörf á að breyta deiliskipulagi en skipulagsfulltrúa þó falið að grenndarkynna framkvæmdina.

 

Mál nr. 4 : Fyrirspurn_Myrkholt lóð 4 lnr. 174177.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við að samþykkt verði aðstöðuhús á lóðinni.

 

Mál nr. 7: Stíflisdalur 2.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við að núverandi íbúðarhús verði skráð sem sumarhús.

 

Mál nr. 8: Afgreiðslur byggingafulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. apríl til 24. maí 2013.

 

Mál nr. 14: Efri-Reykir lóð 2.

Fyrir liggur beiðni um stofnun lögbýlis á umræddri lóð þar sem lóðarhafi hyggst reisa heilsárshús auk möguleika á gróðurhúsi og skýli.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að lögbýli verði stofnað á lóðinni.

 

Mál nr. 15: Lóð fyrir golfskála/íbúðarhús úr landi Haukadals.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun lóðar utan um íbúðarhús/golfvallarhús úr landi Haukadals 3 lnr. 167099. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 30: ASKBR Reykholt: Vegtenging Lyngbraut – Biskupstungnabraut.

Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Þéttbýlisins í Reykholti, varðandi tengingu Lyngbrautar við Biskupstungnabraut.  Breytingartillagan gerir ráð fyrir að opna Lyngbrautina fyrir allri umferð ís stað þess að gera ráð fyrir lokun hennar um 200-250 m frá þjóðvegi.  Vegagerðin gerir athugasemdir við opnun Lyngbrautar, tölvuskeyti dagsett 5. mars 2013.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa þriggja manna vinnuhóp til að fara yfir skipulag samgöngukerfis innan Reykholts. Horft verði til umferðaröryggis, tengingu milli hverfa og fleiri þátta. Nefndin komi með tillögu til sveitarstjórnar á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar. Nefndina skipa Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson og Pétur Ingi Haraldsson.

 

Mál nr. 31: Deiliskipulag fyrir Hlöðuvelli.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagstillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að heimilt verði að stækka hesthús upp í 100 fm.

 

Mál nr. 32: Dsk Goðatún.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir 25 fm frístundahúsi til útleigu á grundvelli fyrirliggjandi umsóknar.

 

Mál nr. 33: DSK við Hagavatn og Hlöðufell – skálasvæði FÍ.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagstillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 34: Dskbr. Snorrastaðir 2 – Stekkur.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á skilmálum deiliskipulagsins á þann veg að hámarks byggingarmagn miðist við nýtingarhlutfallið 0,03. Breytingin er óveruleg og er hún samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

Mál nr. 38: Svæðisskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir að stofnuð verði svæðisskipulagsnefnd  sem vinni að undirbúningi svæðisskipulags fyrir aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins. Samþykkt er að skipa Drífu Kristjánsdóttur, oddvita, sem fulltrúa Bláskógabyggðar og Helgi Kjartansson til vara.

 

1.3.    12. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    467. fundur stjórnar SASS.

2.2.    150. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.    7. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

2.4.    226. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.    149. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

 1. Kosningar:

3.1.         Kosning oddvita og varaoddvita.
Oddviti:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varaoddviti:     Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum (DK, HK, VS, KL) og 3 sátu hjá (MI, SK, ÞÞ)

 

3.2.         Kosning í byggðaráð Bláskógabyggðar; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, formaður, Dalbraut 2.

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Samþykkt samhljóða.

 

3.3.         Kosning í yfirkjörstjórn; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.

Hilmar Einarsson, Torfholti 12.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.

Varamenn:        Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ 2.

Samþykkt samhljóða.

 

3.4.         Kosning í undirkjörstjórn Biskupstungur; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.

Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.

Ólafur Einarsson Torfastöðum.

Varamenn:        Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.

Geirþrúður Sighvatsdóttir, Miðhúsum.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12.

Samþykkt samhljóða.

 

3.5.         Kosning í undirkjörstjórn Laugardal og Þingvallasveit; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Elsa Pétursdóttir, formaður, Útey I.

Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.

Pétur Ingi Haraldsson, Torfholti 2.

Varamenn:        Karl Eiríksson, Miðdalskoti.

Ólöf Björg Einarsdóttir Heiðarbæ

Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal 1.

Samþykkt samhljóða.

 

3.6.         Aðalfundur SASS; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Samþykkt samhljóða.

 

3.7.         Aðalfundur HES; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

3.8.         Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands; 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður:       Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:       Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og KL) og 3 sátu hjá(MI,SK og  ÞÞ).

 

3.9.         Aðalfundur EFS; 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður:       Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:       Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og KL) og 3 sátu hjá(MI,SK og  ÞÞ).

 

3.10.       Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Samþykkt samhljóða.

 

3.11.  Skipun áheyrnarfulltrúa í Héraðsnefnd Árnesinga, 1 fulltrúi og annar til vara.

Tillaga gerð um:

Aðalmaður:            Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamaður:           Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Samþykkt samhljóða.

 

3.12.  Æskulýðsnefnd, 1 aðalmaður í stað Smára Stefánssonar.

Tillaga gerð um:

Aðalmaður:            Kristín I. Haraldsdóttir, Hrísholti 10.

Samþykkt samhljóða.

 

3.13.  Fræðslunefnd, 1 varamaður í stað Smára Stefánssonar.

Tillaga gerð um:

Varamaður:           Kristín I. Haraldsdóttir, Hrísholti 10.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fyrirkomulag sumarleyfa m.m:

4.1.    Sumarleyfislokun skrifstofu Bláskógabyggðar.

Lagt fram minnisblað og sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar, en lagt er til að hún verði lokuð frá 8. júlí til og með 2. ágúst n.k.  Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til.

Samþykkt samhljóða.

 

4.2.    Sumarleyfi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Lagt fram minnisblað og tillaga um að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða.

 

4.3.    Heimild byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu skipulags- og byggingarmála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Lagt er til að sveitarstjórn samþykki að heimila byggðaráði Bláskógabyggðar fullnaðarafgreiðslu á byggingar– og skipulagstillögum í Bláskógabyggð í sumarleyfi sveitarstjórnar 2013.

Þegar nýjar samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar hafa verið staðfestar og auglýstar þá mun ákvæði samþykkta gilda um valdheimildir byggðaráðs á þeim tíma sem sveitarstjórn er í sumarleyfi.  Þessi afgreiðsla hér á undan verður því í gildi frá 1. júlí fram til þess tíma þegar ný samþykkt hefur verið staðfest af ráðuneyti og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar (lokaumræða).

Lögð fram til loka umræðu drög að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög og samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að senda samþykktina eins og hún liggur nú fyrir til staðfestingar hjá innanríkisráðuneytinu og auglýsingar hjá B-deild Stjórnartíðinda.

 

 1. Ályktun fundar fulltrúa aðildarsveitarfélaga Skólaskrifstofu Suðurlands utan Árborgar haldinn á Hvolsvelli þann 29. maí 2013.

Lögð fram ályktun fundar fulltrúa aðildarsveitarfélaga Skólaskrifstofu Suðurlands utan Árborgar þess efnis að þeim tilmælum er beint til umræddra aðildarsveitarfélaga að þau fari að fordæmi Árborgar og segi sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands.  Jafnframt er talið að ekki sé annar kostur í stöðunni en að hefja nú þegar vinnu við samþættingu sérfræðiþjónustu á sviði fræðslu- og skólamála við velferðarþjónustuna.

Lögð fram tillaga um að sveitarstjórn samþykki að Bláskógabyggð segi sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands og feli jafnframt NOS að kanna hvort forsendur séu fyrir hendi að samþætta fræðslu- og skólamál Velferðarþjónustu Árnesþings.  Ef full samstaða er um verkefnið meðal allra sveitarfélaga innan Velferðarþjónustu Árnesþings þá er NOS jafnframt falið að vinna nauðsynlega undirbúnings- og skipulagsvinnu við samþættingu þjónustunnar.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum (DK, HK,VS,KL,SK og ÞÞ) einn situr hjá (MI)

 

Margeir lagði fram eftirfarandi bókun

Ég  harma það að úrsögn Sveitarfélagsins Árborgar úr Skólaskrifstofu Suðurlands sé að orsaka það að Skólaskrifstofan verði lögð niður. Skólaskrifstofa Suðurlands hefur á undanförnum áratugum verið samstarfsverkefni flestra sveitarfélaga á Suðurlandi. Skólaskrifstofan  hefur á  að skipa mjög hæfu starfsfólki sem hefur þjónustað leik- og  grunnskóla svæðisins mjög vel, reyndar það vel að hún hefur verið fyrirmynd annarra sambærilegra stofnana á landinu. Það að Sveitarfélagið Árborg hefði sagt sig úr samstarfinu þurfti alls ekki að leiða til þess að Skólaskrifstofan yrði lögð niður, heldur opnaði það möguleikana á því að þau sveitarfélög sem eftir væru gætu eflt sitt samstarf  enn frekar t.d. með því að vera með sameiginlegt velferðarsvið og taka þar fleiri þjónustuþætti undir. Svo virðist þó ekki ætla að verða raunin, heldur er stefnan að minnka samstarf sveitarfélaga og dreifa þjónustunni sem að mínu mati verður til þess að þjónustan mun skerðast og kostnaður aukast. Ég tel þetta mikla afturför og það sem hingað til hefur af sumum verið kallað Árborgar“syndromið“ virðist hafa blossað upp hjá ýmsum sveitarfélögum í umræðunni um framtíðarskipan skólaþjónustunnar. Ég tel augljóst að heildarhagsmunir svæðisins eða gæði skólaþjónustunnar séu ekki höfð að leiðarljósi  í umræðunni  nú, heldur ýmis „annarleg“ sjónarmið einstakra sveitarfélaga.

 

 1. Kaup Brunavarna Árnessýslu á hluta björgunarmiðstöðvar að Árvegi 1, Selfossi.

Komið hefur fram ósk frá BÁ þess efnis að sveitarstjórn Bláskógabyggðar taki til endurskoðunar þá fyrirvara sem gerðir hafa verið af hálfu Bláskógabyggðar varðandi kaup á hluta björgunarmiðstöðvar að Árvegi 1, Selfossi.  Öll sveitarfélög á starfssvæði BÁ hafa samþykkt umrædd kaup utan Bláskógabyggðar sem hefur sett fyrirvara um umrædd kaup. Lagt er til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki að falla frá fyrirvara um kaup á aðstöðu BÁ í Björgunarmiðstöðinni að Árvegi 1, Selfossi í trausti þess að byggðar verði upp öflugar slökkvistöðvar í Reykholti og á Laugarvatni.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK, HK,VS og KL) og 3 sátu hjá (MI,SK og  ÞÞ).

 

 

 1. Ákvörðun um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 30.000.000 kr.  til 11 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna gatnagerð og hitaveitudæluhús, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Valtý Valtýssyni, kt. 221060-2379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

 1. Samgöngumál:

9.1.    Endurbætur á Kjalvegi.

Lagt fram afrit af bréfi SAF til innanríkisráðherra, dags. 30. maí 2013, sem fjallar um nauðsynlegar endurbætur á Kjalvegi.

 

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

Ferðaþjónustuaðilar á Miðhálendinu hafa fundað tvisvar á þessu ári með Vegagerðinni til að reyna að fá lagfæringu á Kjalvegi og knýja á um uppbyggingu vegarins eða vegslóðans á Kili.

Fjölmennt málþing ferðaþjónustuaðila og Vegagerðarinnar var haldið um Kjalveg þann 23. maí 2013 og kom þar fram að mjög öflug afþreyingarferðaþjónusta hefur verið rekin af fyrirtækjum í allan vetur og undanfarin ár.  Í vetur hefur aldrei fallið úr dagur hjá ferðaþjónustunni og mikill fjöldi gesta notið sleðaferða frá Geldingarfelli þrátt fyrir að vegurinn upp Bláfellsháls hafi verið illfær og hann ekkert þjónustaður.  Niðurstaða málþingsins var  að nauðsynlegt sé að bregðast strax við mikilli ferðamennsku og umferð um Kjöl.  

Ríkisstjórnin fór í átak til eflingar og aukningar ferðamanna til Íslands allt árið, sem tókst mjög vel.  Fyrirtækin sem hafa svarað kallinu og byggt upp ferðaþjónustu í afþreyingu og upplifun fyrir ferðamenn verða því að komast um landið.  Samgöngukerfið verður að vera í lagi.  Góð vegtenging milli Norður- og Suðurlands er mjög mikilvægt fyrir alla landsmenn.

Ekkert fjármagn hefur verið sett í uppbyggingu Kjalvegar í tugi ára, þrátt fyrir að tekjur ríkisins af ferðaþjónustu þar, hafi margfaldast undanfarin ár.  Uppbygging Kjalvegar getur ekki beðið, hefjast verður handa strax. Tekjurnar ríkisins eru fyrir hendi af ferðamönnunum og þeim verður að verja í uppbyggingu Kjalvegar, svo fyrirtækin þar geti haldið áfram að eflast en gefist ekki upp vegna þess hve dýrt er fyrir þau að aka um á ónýtum vegslóðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

9.2.    Einholtsvegur (358) og Skeiða- og Hrunamannavegur (30) frá Biskupstungnavegi að Brúarhlöðum; ástand og nauðsyn á úrbótum.

Ástand veganna, Einholtsvegur (358) og Skeiða- og Hrunamannavegur (30) frá Biskupstungnavegi að Brúarhlöðum þar sem bundið slitlag endar er algerlega óviðunandi.

Þessir vegir eru oftast illfærir og mörg óhöpp og skemmdir á bifreiðum má rekja beint til ástands veganna.  Skólabifreiðar í þjónustu við sveitarfélagið aka um þá daglega og því hlýtur það að vera skylda Vegagerðarinnar að vegirnir séu ávallt vel akfærir, annað er ábyrgðarleysi.  Sveitarstjórn beinir því til Vegagerðarinnar að nú þegar verði úr bætt. Skeiða-og Hrunamannavegur er mikill ferðamannavegur að Geysi og Gullfossi,  því verður að ráðast strax í nauðsynlegar framkvæmdir. Koma þarf veginum á vegaáætlun svo hægt sé að ljúka uppbyggingu vegarins með bundnu slitlagi.  Einnig er afar brýnt að hefja strax lagfæringar á Einholtsvegi (358) og honum komið á vegaáætlun sem fyrst með það að markmiði að byggja veginn upp og setja á hann bundið slitlag.

 

 1. Mál tengd Þingvallavatni:

10.1.  Skýrsla um úttekt á neysluvatni og fráveitum innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um fráveitu- og neysluvatnsmál innan verndarsvæðis Þingvallavatns.  Skýrslan gerir grein fyrir könnun á ástandi fráveitna og fyrirkomulag neysluvatnsöflunar við sumarhús innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.  Verkefnið er samvinnuverkefni Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Niðurstaða þessa verkefnis er að ástand fráveitumála á svæðinu er óviðunandi.  Settur hefur verið vinnuhópur til að vinna áfram að tillögum um úrbætur þessara mála á öllu verndarsvæði Þingvallavatns.  Úrbætur og farsæl lausn þessara mála er forsenda þess að geta tryggt heilnæmara neysluvatn og vernda Þingvallavatn fyrir óþarfa mengun af mannavöldum.

 

10.2.  Minkavinnsla við Þingvallavatn.

Borist hefur munnleg beiðni frá Reyni Bergsveinssyni þess efnis að Bláskógabyggð geri samkomulag við sig um eftirlit og umhirðu með minkasíum sem hann hefur sett niður við Þingvallavatn.  Telur hann að mikill árangur hafi náðst með þessu verkefni sínu sem staðið hefur undanfarin ár.  Árangur starfsins megi m.a. sjá í fækkun veiddra minka kringum Þingvallavatn. Reynir hefur til þessa fengið greidd verðlaun fyrir veidda minka, en þar sem veiddum minkum hefur fækkað til muna eru forsendur brostnar fyrir því að halda vinnu við eftirlit og umhirðu á síunum nema að um fasta árlega greiðslu sé að ræða.  Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur gert slíkt samkomulag við Reyni og nú óskar hann eftir sambærilegu samkomulagi við sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp svo hægt verði að halda þessu starfi áfram.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að Reynir fái greidda 100 vinnustundir árið 2013 eða kr. 150.000 og akstursstyrk fyrir 400 km akstri eða kr. 46.800, í stað greiddra verðlauna fyrir veidd dýr.

 

 1. Skipulagsmál:

11.1.  Afmörkun fimm landspildna sveitarfélagsins Bláskógabyggðar í kringum skólasvæðið í Reykholti og næsta nágrenni, og ákvörðun um að sameina þær í eina landspildu.

Lagður fram uppdráttur þar sem afmarkaðar eru landsspildur sveitarfélagsins í kringum skólasvæðið og næsta nágrenni. Samkvæmt skráningu í landskrá fasteigna skiptist landið í 5 spildur, þ.e. Reykholtsskóli 167198, Sundlaugin Reykholti 167194, Aratunga 167193,  Brautarhóll land 189999, Brautarhóll 19000. Að auki er sýnd afmörkuð spilda í kringum Reykholtshver sem sveitarfélagið keypti árið 1996 en var ekki þinglýst formlega.

Sveitarstjórn samþykkir að allar ofangreindar spildur verði sameinaðar í eitt land sem mun fá nafnið …Reykholt…  Áður en spildurnar verði sameinaðar verði leitað eftir samþykki aðliggjandi landeigenda og skipulagsfulltrúa falið að klára málið.

 

11.2.  Bréf Reykjavíkurborgar, dags. 2. maí 2013;  Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030.

Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar þar sem kynnt er tillaga að nýju Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 – 2030.
Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsfulltrúa Uppsveita að yfirfara umrædda tillögu og svara erindinu fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

 1. Áheyrnarfulltrúi sveitarstjórnar í Héraðsnefnd Árnesinga.

 

Þ-listinn lagði fram eftirfarandi bókun:

Á síðustu kjörtímabilum lagði núverandi meirihluti sveitarstjórnar Bláskógabyggðar  mikla áherslu á aukinn réttindi minnihlutans og lagði reyndar ítrekað fram tillögur í sveitarstjórn þess efnis. Þessar áherslur voru síðan snarlega lagðar til hliðar eftir síðustu kosningar þegar T-listinn komst í meirihluta í sveitarstjórninni og sá T-listinn þá enga ástæðu til þess að endurvekja þessar tillögur sínar og hvað þá starfa í anda þeirra. Í upphafi þessa kjörtímabils gerði T-listinn síðan ítrekaðar tilraunir til þess að taka sér meiri völd við stjórn sveitarfélagsins en niðurstöður kosninga höfðu gefið þeim. Þessi  þörf meirihlutans til þess að valta yfir minnihlutann virðist enn vera til staðar og birtist núna þannig að oddviti sveitarstjórnar ákvað að taka varaoddvitann sinn með sér á fund Héraðsnefndar Árnesinga semáheyrnarfulltrúa minnihlutans. Það er ný til komið að sveitarfélögum sé boðið upp á að senda áheyrnarfulltrúa á fundi Héraðsnefndarinnar, en ákveðið var að bjóða upp á það til þess að minnihlutar sveitarstjórna á svæðinu hefðu tækifæri til að koma að starfi nefndarinnar og þá sérstaklega vegna þess að Héraðsnefndin hefur verið að fá aukin verkefni. Í ljósi þessa er sú ákvörðun oddvitans að taka varaoddvitann með sér sem áheyrnarfulltrúa minnihlutans  með öllu óskiljanleg, þó ekki sé meira sagt. Hvað hefði T-listinn sagt á síðasta kjörtímabili ef þáverandi meirihluti hefði hagað sér svona?

 

Bókun oddvita:

Oddviti sendi rafskeyti til allra sveitarstjórnarmanna þann 7. maí kl. 10:23 þar sem fram kom að henni hefði verið bent á að samþykktir Héraðsnefndarinnar heimiliðu áheyrnarfulltrúa á fundi nefndarinnar sem halda átti daginn eftir.   Sveitarstjórn hafði ekki kosið áheyrnarfulltrúann en oddviti taldi sig vera að gera aðilum jafnhátt undir höfði með því að kasta boltanum upp og gefa sveitarstjórnamönnum tækifæri á að nota heimildina í samþykktum Héraðsnefndarinnar til að vera áheyrnarfulltrúi á fundinum.  Tíminn var mjög naumur ekki nema sólarhringur í fundinn.  Oddviti óskaði  eftir því í skeyti sínu að  sveitarstjórnarmenn gerðu athugasemdir við þennan framgangsmáta hennar, ef þeim þætti þessi vinnubrögð ekki við hæfi.  Helgi formaður byggðaráðs kom og tjáði áhuga sinn á að sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúi.  Engin annar sveitarstjórnarmaður sýndi viðbrögð við skeyti oddvita.  Enginn sendi svar um áhuga á að fá að vera áheyrnarfulltrúi og enginn gerði athugasemd varðandi vinnubrögð oddvita, en hún tók fram í skeyti sínu að ekki væri verið að fara eftir reglum og óskaði eftir athugsemdum ef einhverjar væru,  varðandi fyrirkomulag mála að þessu sinni.  Nú hefur formlega verið skipaður áheyrnarfulltrúi og þessum þætti komið í fastar skorður. 

 

 

 

 1. Innsend erindi:

13.1.  Minnisblað Velferðarþjónustu Árnesþings dags. 16. maí 2013; gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu.

Lagt fram minnisblað Velferðarþjónustu Árnesþings þar sem fram kemur að velferðarnefnd Árnesþings hefur unnið að samræmingu reglna og gjaldskrá hjá aðildarsveitarfélögum.  Í dag gilda sömu reglur um félagslega heimaþjónustu hjá öllum aðildarsveitarfélögum ein gjaldskrá vegna þjónustunnar hefur einungis verið samþykkt hjá Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ.  Það er mat velferðarnefndar að æskilegt sé að gjaldskráin gildi fyrir öll aðildarsveitarfélögin.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að sú gjaldskrá sem er í gildi fyrir félagslega heimaþjónustu í Ölfusi og Hveragerðisbæ taki einnig gildi hjá Bláskógabyggð frá 1. september 2013. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur áherslu á að Velferðarþjónustan kynni breytingarnar vel fyrir þjónustuþegum.

 

13.2.  Tölvuskeyti Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 28. maí 2013; Stefnumörkun samtakanna.

Lagt fram tölvuskeyti Samtaka orkusveitarfélaga ásamt drögum að stefnumörkun stjórnar samtakanna.

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við framlögð drög að stefnumörkun og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

 

13.3.  Tölvuskeyti Fræðslunets Suðurlands, dags. 3. júní 2013; styrkur vegna námsvísis 2013.

Lagt fram tölvuskeyti Fræðslunets Suðurlands þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útgáfu námsvísis 2013.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 15.000.

 

 1. Efni til kynningar:

14.1.  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. maí 2013;  Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.

14.2.  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. maí 2013; leiðbeiningar við gerð viðauka við fjárhagsáætlun.

 

Fundi slitið kl. 18:35.