149. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. júní 2014 kl. 9:30.
Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Formaður lagði til dagskrárbreytingu að inn komi nýr dagskrárliður, nr. 5. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
1.1. Fundur um skipulagsvinnu og framkvæmdir á Geysissvæðinu, dags. 18. júní 2014.
1.2. 157. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
1.3. 480. fundur stjórnar SASS.
- Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalbraut 10, Laugarvatni.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugarvatns, sem lýtur að Dalbraut 10 og aðliggjandi lóðum. Tillagan er unnin af Landform, dagsett 5. júní 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsráðgjafa um tillöguna, dags. 15. maí 2014.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að tillagan verði kynnt samkvæmt 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur byggðaráð áherslu á niðurstaða bókunar byggðaráðs frá 144. fundi, dagskrárliður 6.2 liggi fyrir á næsta fundi byggðaráðs.
- Innsend erindi:
3.1. Tölvuskeyti Andrésar M. Heiðarssonar, dags. 19. júní 2014; vegur að Miðhúsaskógi.
Lagt fram tölvuskeyti Andrésar M. Heiðarssonar, sem er ábúandi að Rauðaskógi, þar sem verið er að kanna hvort sveitarfélagið geti eitthvað gert varðandi aksturshraða og rykmengun frá vegi sem liggur upp í Miðhúsaskóg.
Byggðaráð bendir á að umræddur vegur er einkavegur og því ekki á ábyrgð eða í umsjón sveitarfélagsins eða Vegagerðarinnar. Bréfritara er bent á að hafa samband við eigendur og ábúendur Miðhúsa og óska eftir því hvort ekki sé hægt að bregðast við þessum aðstæðum, þá bæði að lækka umferðarhraða og hefta rykmengun.
Umræddur vegur hefur verið þarna um langan tíma og eflaust fengið leyfi Vegagerðarinnar á sínum tíma til tengingar við Laugardalsveg. Vegstæði er á einkalandi jarðarinnar Miðhúsa.
3.2. Tölvuskeyti Peik M. Bjarnasonar, dags. 17. júní 2014; skógarkerfill.
Lagt fram tölvuskeyti Peik M. Bjarnasonar þar sem bent er á vöxt á skógarkerfli meðfram vegum. Telur bréfritari nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til að hefta útbreiðslu kerfilsins á meðan hægt er.
Byggðaráð bendir á að sambærilegt erindi var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 16. júní s.l. og ítrekar þá bókun og afgreiðslu.
Jafnframt hvetur byggðaráð Vegagerðina til að bregðast við þessu vandamáli meðfram vegum í þeirra umsjá.
3.3. Bréf Skákfélagsins Hróksins, dags. 11. júní 2014; beiðni um stuðning.
Lagt fram bréf Skákfélagsins Hróksins þar sem óskað er eftir stuðningi við starf Hróksins með fjárframlagi.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu.
3.4. Bréf Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 11. júní 2014; ósk um fjölgun kennslustunda.
Lagt fram bréf Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir fjölgun kennslustunda í Bláskógabyggð skólaárið 2014-2015, til að bregðast við þeim biðlista sem myndast hefur. Í dag eru 11 nöfn á biðlista eða sem nemur 6 klukkustundum.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
3.5. Tölvuskeyti Bandalags íslenskra skáta, dags. 24. júní 2014; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti og bréf Bandalags íslenskra skáta þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna Landsmóts skáta.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.
3.6. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 24. júní 2014; beiðni um umsögn.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Ragnars Arnars Steinssonar f.h. Fagra Íslands ehf, kt. 690813-0410, um leyfi til rekstur gististaðar í flokki II í sumarhúsinu Fuglakoti, Útey 1.
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.
Byggðaráð beinir þeim tilmælum til byggingarfulltrúa að tryggja það að skráning eignarinnar í fasteignamati verði í samræmi við þann rekstur sem fram fer í umræddu sumarhúsi.
- Efni til kynningar:
4.1. Bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 13. júní 2014; fasteignamat 2015.
4.2. Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 12. júní 2014; fjármálastjórn sveitarfélaga.
4.3. Bréf SASS, dags. 16. júní 2014; aukaaðalfundur SASS 2. júlí 2014.
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45.