15. fundur

15. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn mánudaginn 17. febrúar 2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu.

Mættir voru:

byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir, Bjarni Þorkelsson  og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

  

1.      Fundargerð oddvitaráðsfundar frá 6. febrúar 2003.  Kynnt og samþykkt.

2.      Bréf frá Birgitte Steen dags. 23. janúar 2003 um vinabæjartengsl við Holbæk í Danmörku.  Kynnt og samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna nánar í málinu með ungmennaskipti í huga.

3.      Svar Skipulagsstofnunar frá 13. febrúar 2003 við aðalskipulagsbreytingu í landi Grafar, Laugardal.  Þar er auglýsingu á aðalskipulagstillögu hafnað nema á undan fari kynning á markmiðum og forsendum breytinganna fyrir hagsmunaaðilum.

4.      Bréf frá Hreiðari Þórðarsyni frá 13. janúar 2003 vegna efnistöku úr námu í landi Grafar.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við aðalskipulag Laugardalshrepps,  fyrri samþykktir sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og  ábendingar Skipulagsstofnunar.

5.      Erindi til Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 3. janúar 2003 varðandi Ljósafossskóla.  Kynnt.

6.      Samningur Bláskógabyggðar við Laugaráshérað um leiguverð á jarðhita.  Kynnt og lagt til að sveitarstjórn staðfesti samninginn.

7.      Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar frá 13. janúar 2003.  Vegna 2. töluliðar er því máli vísað til síðari afgreiðslu byggðaráðs að öðru leyti    kynnt og samþykkt.

8.      Fjárhagsáætlun 2003.  Unnið áfram með drög að fjárhagsáætlun og greinargerð sem mun fylgja með fjárhagsáætluninni.  

9.      Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:

a.       Afrit af beiðni Bláskógabyggðar um gjafsókn vegna málareksturs Þjóðlendumála fyrir dómstólum.

b.      Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 22. janúar 2003 þar sem Bláskógabyggð er veittur frestur til  25. febrúar 2003 til að skila fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til ráðuneytisins.

c.       Gjaldskrá byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu 2003.

d.      Lokaskýrsla um gerð skógarstíga fyrir hreyfihamlaða í Haukadalsskógi.

e.       Fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. janúar 2003.

f.        Bréf frá Stúdentaráði KHÍ dags. 4. febrúar 2003 þar sem varað er við hugsanlegum breytingum á skólahaldi á leikskóla- og grunnskólastigi.

g.       Bréf frá framkvæmdastjórn Bandalags íslenskra sérskólanema dags. 4. febrúar 2003 þar sem varað er við hugsanlegum breytingum á skólahaldi á leikskóla- og grunnskólastigi.

h.       Bréf frá Fræðsluneti Suðurlands dags. 3. febrúar 2003 þar sem boðið er til ráðstefnu um „uppbyggingu hátæknisamfélags á landsbyggðinni – á leið til nýsköpunar“.

i.         Kynning á ráðstefnu sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri 26. og 27. febrúar auk námstefnu sem haldin verður þar 28. febrúar 2003.

j.        Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 8. janúar 2003 og bréf sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar sendi sjóðnum í framhaldi af því.

k.      Fundargerð 51. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 5. febrúar 2003.

l.         Fundargerð 362. fundar stjórnar SASS frá 5. febrúar 2003.

m.     Bréf frá Héraðsnefnd Árnessýslu dags. 1. febrúar 2003 um  fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu búfjáreftirlits.

  

Fundi slitið kl. 18:00