150. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 12. september 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Umræða um ferðaþjónustu í Bláskógabyggð.

Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, mætti á fundinn undir þessum lið.  Umræða var um þróun ferðaþjónustunnar í Uppsveitum Árnessýslu.  Ásborg benti á hve ferðaþjónustan hafi vaxið ört og er í dag orðin stærsta atvinnugreinin hér í Uppsveitum, enda fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins.  Miklar breytingar hafa orðið á undanförnum misserum, ferðamönnum fjölgað og ferðamannatímabilið lengst. Mikilvægt er að huga vel að ímynd svæðisins og taka virkan þátt í umræðunni um þróun innan greinarinnar. Sveitarfélög eru hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og þeirra hlutverk er að undirbúa jarðveginn sem ferðaþjónustan dafnar í.  Samgöngur, skipulagsmál, leyfisveitingar og gæðamál eru mikilvægir málaflokkar sem snúa beint að hagsmunum  ferðaþjónustunnar.  Þessa mikilvægu atvinnugrein þurfa sveitarfélög að hafa í huga við stefnumótunarvinnu og áætlanagerðir sveitarfélaga. Við erum öll í ferðaþjónustu beint eða óbeint.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1     Fundargerð 138. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

2.2.    Fundargerð 139. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

2.3.    Fundargerð 140. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

2.4.    62. fundur skipulagsnefndar Uppsveita  bs, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 20. júlí til 21. ágúst 2013.
Mál nr. 3: Þingvellir, Stekkjargjá við Öxarárfoss.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að vísa beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir útsýnispalli við Öxarárfoss til afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa. Leitað verður umsagnar Umhverfisstofnunar og áhersla lögð á að framkvæmdin uppfylli ákvæði gildandi reglugerðar sem um mannvirkið kunna að gilda s.s. byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

Mál nr. 4: Þingvellir-þjóðgarður-Hakið-göngupallar og brýr-tenging útsýnispalls við göngubrú í Kárastaðastíg.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að vísa beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir göngupalli og brú við Hakið til afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa. Leitað verður umsagnar Umhverfisstofnunar og áhersla lögð á að framkvæmdin uppfylli ákvæði gildandi reglugerðar sem um mannvirkið kunna að gilda s.s. byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

Mál nr. 6: Afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 21. ágúst 2013.

 

Mál nr. 9: LB_Eyvindartunga lnr. 167632 – 2 spennistöðvar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun lóða undir 2 spennistöðvar í landi Eyvindartungu með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 10: LB_Iða 1 lnr. 167123.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun lóða úr landi Iðu 1 lnr. 167123 og breytingu á stærð og hnitsettri afmörkun lóða sem áður hafa verið stofnaðar úr landi Iðu 1  með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 11. LB_Laugarás_Ferjuvegur 9 – ný spennistöðvarlóð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Laugaráss skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem felst í að gert er ráð fyrir 56 fm lóð undir spennistöð við Ferjuveg 9. Grenndarkynning fellur niður.

 

Mál nr. 23: Deiliskipulag fyrir Hlöðuvelli.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlöðuvelli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verður umsagnar Forsætisráðuneytisins.

 

Mál nr. 24: Dsk Bergstaðir lnr. 189401.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að fresta umfjöllun um tillögu að deiliskipulagi í landi Bergsstaða þar sem ekki er um heildstætt svæði að ræða.

 

Mál nr. 25: Dsk Iða II – frístundabyggð við gamla Skálholtsveg.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Iðu II milli núverandi þjóðvegar og gamla Skálholtsvegar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 26: Dsk Skálholt – heildarskipulag.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsingu deiliskipulags fyrir Skálholtsjörðina skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.

 

Mál nr. 27: Dsk við Hagavatn – skálasvæði FÍ.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Hagavatn skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verður umsagnar Forsætisráðuneytisins.

 

Mál nr. 29: Fyrirspurn_Kjóastaðir 1 lnr. 167131.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að breyta þurfi aðalskipulagi svæðisins áður en hægt verður að skipuleggja svæði fyrir ferðaþjónustu á lóðinni Kjóastaðir 1 land 2 (lnr. 220934).

 

 

 

Mál nr. 34: Breyting á skipulagslögum, ósk um umsögn.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu að breytingu á skipulagslögum. Tekið er undir athugasemd um að nauðsynlegt sé að koma á fót svæðisskipulagsnefnd fyrir Miðhálendið að nýju þar til landsskipulagsstefna hefur tekið gildi.

 

2.5.    7. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

2.6.    8. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Sameiginlegt tæknisvið í Uppsveitum; endurskoðun samnings.

Samkvæmt samningi sveitarfélaganna Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps, um sameiginlegt tæknisvið, þá skal lokið endurskoðun samnings fyrir 15. september 2013.  Þá skal jafnframt taka ákvörðun um framhald þessa verkefnis.  Fulltrúar sveitarfélaganna hafa fundað um samninginn og þessa þjónustu og er lagt til að haldið verði áfram með þetta verkefni enda mörg verkefni sem liggja fyrir til úrlausnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að halda þessu verkefni áfram og efla það með auknu vinnuframlagi.  Ljóst er að ekki hefur náðst að koma skráningu skipulagsteikninga eða lagna inn í Granna og leggur sveitarstjórn Bláskógabyggðar mikla áherslu á að úr því verði bætt.

Nýr og endurskoðaður samningur um tæknisvið verður lagður fyrir sveitarstjórn til formlegrar afgreiðslu fyrir lok þessa árs.

 

  1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030; bréf Reykjavíkurborgar dags. 8. ágúst 2013.

Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar þar sem kynnt er aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir óánægju sinni með þau áform Reykjavíkurborgar að flytja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hér sé um að ræða mikið hagsmunamál íslensku þjóðarinnar en ekki einvörðungu hagsmunamál íbúa Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur miklar skyldur gagnvart landsbyggðinni þar sem um er að ræða höfuðborg landsins.  Þar hefur mikil uppbygging átt sér stað á þjóðargrundvelli s.s. heilbrigðisþjónusta, þar sem nýtt hefur verið fjármagn allrar þjóðarinnar.  Rétt er að benda á að fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa haft tryggan aðgang að öðrum skipulagsákvörðunum á landsvísu, s.s. Miðhálendi Íslands, þó það svæði falli ekki innan stjórnsýslumarka Reykjavíkurborgar.  Það er því skýlaus krafa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að tekið verði tillit til hagsmuna og sjónarmiða annarra sveitarfélaga þegar um er að ræða slík grundvallarmál í þjónustu við landsmenn alla.  Skipulagsmál höfuðborgar Íslands er ekki einkamál íbúa Reykjavíkur eða kjörinna sveitarstjórnarmanna borgarinnar, heldur þjóðarinnar allrar.

Að öðru leyti vísar sveitarstjórn Bláskógabyggðar umsögn um aðalskipulagstillögu Reykjavíkur 2010 – 2030 til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa og felur þeim að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

  1. Tungnaréttir.

Umræða varð um Tungnaréttir þar sem framkvæmdum við endurnýjun réttanna er að stærstum hluta lokið.  Mikið og óeigingjarnt starf hefur verið unnið og fyrir það vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakka af heilum hug.

Stefnt verður að formlegri vígslu réttanna sumarið 2014 og lýsir sveitarstjórn yfir vilja til að koma að þeirri athöfn í samstarfi við Vini Tungnarétta.

 

  1. Innsend erindi:

6.1.    Bréf Æskulýðsvettvangsins, dags. 5. september 2013;  Námskeiðið „Verndum þau“.
Lagt fram bréf Æskulýðsvettvangsins þar sem Bláskógabyggð er boðið að kaupa námskeiðið „Verndum þau“.  Um er að ræða þriggja tíma námskeið sem kostar kr. 80.000 fyrir utan húsnæðiskostnað og veitingar fyrir þátttakendur.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til fræðslunefndar.

 

6.2.    Tölvuskeyti sjálfseignarstofnunarinnar Íbúar ses, dags. 6. september 2013; Íbúalýðræði.

Lagt fram tölvuskeyti Íbúa ses, þar sem Bláskógabyggð er boðið að nýta lýðræðisvef á vefnum Betra Ísland.  Jafnframt stendur til boða ráðgjöf og þjónusta þessu tengt eftir þörfum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna boðinu.

 

6.3.    Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. september 2013; fjármálaráðstefna.

Lagt fram tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaga mun verða haldinn 3. – 4. október n.k.

 

6.4.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 3. september 2013; umsögn um leyfi til rekstur veitingastaðar í flokki III, – Réttin, Úthlíð.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III í Réttinni, Úthlíð.  Umsækjandi er Ólafur Björnsson f.h. Ferðaþjónustunnar Úthlíðar ehf, kt. 680591-1569.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfssemi gildandi skipulagi svæðisins.

 

6.5.    Undirskriftarlisti íbúa í Kistuholti og Miðholti, Reykholti; sláttur í vesturhluta Reykholts með vegköntum m.m.

Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum í Kistuholti og Miðholti, þar sem farið er fram á auknum slætti á opnum svæðum og óbyggðum lóðum í hverfinu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur vel í erindið og felur Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs, að koma með tillögu að breytingu á afmörkun svæða í Reykholti sem slegin eru reglubundið á sumrin.   Samið verði um viðbætur við verktaka fyrir næsta sumar.

 

Fundi slitið kl. 16:45.