150. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. júlí 2014 kl. 9:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    Fundur um deiliskipulagsvinnu á Geysissvæðinu, dags. 25. júní 2014.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    1. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    481. fundur stjórnar SASS.

2.2.    Fundargerð aukaaðalfundar SASS, haldinn 2. júlí 2014.

2.3.    817. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.4.    Fundur í fagráði Sérdeildar Suðurlands, haldinn 22. apríl 2014.  Meðfylgjandi starfsreglur Sérdeildar Suðurlands og þjónustusamningur um Sérdeild Suðurlands.

2.5.    1. fundur NOS, dags. 30. júní 2014.

 

  1. Skipulagsmál fyrir Geysissvæðið.

3.1.    Drög að lýsing á skipulagsverkefninu „Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið“.

Lögð fram drög að lýsingu á skipulagsverkefninu „Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið“ sem unnin hefur verið af Landmótun sf.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessum drögum að skipulagsverkefninu til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa og einnig fulltrúa Bláskógabyggðar í vinnu við skipulagsmál Geysissvæðisins.  Byggðaráð óskar eftir að afgreiðsla skipulagsnefndar liggi fyrir sem fyrst þannig að hægt verði að taka formlega afstöðu til lýsingarinnar á næsta fundi byggðaráðs.

 

3.2.    Drög að samningi um gerð deiliskipulags fyrir Geysissvæðið.

Lögð fram drög að samningi við Landmótun sf við gerð deiliskipulags fyrir Geysissvæðið.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að ganga frá og undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar að höfðu samráði við fulltrúa sveitarstjórnar í vinnu við skipulagsmál Geysissvæðisins.

 

  1. Staða framkvæmda og viðhaldsmála hjá Bláskógabyggð.

Lögð var fram samþykkt áætlun ársins 2014 um nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni.  Jafnframt var lögð fram kostnaðaráætlun um breytingar á húsrými sem áður hýsti útibú Landsbankans í sundlaugarhúsinu í Reykholti.  Til stendur að koma þar upp æfingarsal.  Kostnaður við verkið er áætlaður rúmlega 2,4 milljónir króna.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að umræddar breytingar verði gerðar á þessu ári. Tekið verði tillit til þessa kostnaðar við gerð fjárauka á haustmánuðum.

 

  1. Þjónustusamningur um Sérdeild Suðurlands.

Lagður fram þjónustusamningur um Sérdeild Suðurlands, Setrinu í Sunnulækjarskóla.  Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning.

 

 

 

  1. Kosning í fjallskilanefnd Laugardals.

Helgi Kjartansson og Óttar Bragi Þráinsson áttu fund með sauðfjárbændum í Laugardal, meðal annars um kosningu í fjallskilanefnd Laugardals þann 2. júlí s.l.  Það varð að samkomulagi á þeim fundi að 7 aðilar yrðu kosnir í fjallskilanefnd.  Allir aðilar eru aðalmenn í nefndinni og enginn varamaður skipaður. Er þetta sambærilegt fyrirkomulag og verið hefur í Þingvallasveit.  Þetta fyrirkomulag er samþykkt fyrir kjörtímabilið 2014 – 2018.  Byggðaráð lítur ekki svo á að þetta fyrirkomulag næstu fjögur árin kalli á breytingu samþykkta Bláskógabyggðar þar sem um tímabundna breytingu er að ræða.

Eftir taldir aðilar eru kosnir sem fulltrúar í fjallskilanefnd Laugardals:

Kjartan Lárusson, formaður

Snæbjörn Þorkelsson

Jóhann Gunnar Friðgeirsson

Gróa Grímsdóttir

Sveinbjörn Jóhannsson

Jón Þór Ragnarsson

Bjarni Daníelsson

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Innsend erindi:

7.1.    Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 16. júlí 2014; gerð landbótaáætlunar.

Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn hlutist til um að vinna við endurskoðun gildandi landbótaáætlana á afréttum sveitarfélagsins verði lokið fyrir árslok 2014.  Þessi endurskoðun og uppfærsla á landbótaáætlunum er í samræmi við ákvæði nýrrar reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 1160/2013.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að boða til fundar með formönnum fjallskilanefnda í haust eftir að réttum er aflokið.

 

7.2.    Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 30. júní 2014; lífríki og vatnsgæði Þingvallavatns.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem sveitarfélögunum Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi er boðin aðkoma að vöktunarverkefni um lífríki og vatnsgæði Þingvallavatns. Umrætt verkefni hófst árið 2007 og þeir sem staðið hafa að verkefninu eru Umhverfisstofnun, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun.  Við þátttöku í verkefninu munu sveitarfélögin verða að taka þátt í fjármögnun verkefnisins og þátttöku í verkefnastjórn.

Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur jákvætt í erindið og óskar jafnframt eftir frekari útlistun á hugmyndum um fjárframlög til verkefnisins.

 

7.3.    Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 10. júlí 2014; endurgreiðsla vegna refaveiða.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða. Meðfylgjandi þessu bréfi er samningur milli Umhverfisstofnunar og Bláskógabyggðar um refaveiðar árin 2014 – 2016.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita saminginn fyrir hönd sveitarfélagsins.  Jafnframt samþykkir byggðaráð að haldinn verði fundur með þeim veiðimönnum sem sinnt hafa refaveiðum fyrir sveitarfélagið þar sem kynntur verður samningurinn og það verklag sem skal viðhaft við skráningu veiða.  Mikilvægt er að veiðimenn hagi gerð veiðiskýrslna í takt við ákvæði samningsins.

 

 

 

7.4.    Tölvuskeyti frá Virðingu dags. 10. júlí 2014; hlutabréf Bláskógabyggðar í SS.

Lagt fram tölvuskeyti frá Virðingu þar sem gert er tilboð í hlutabréfaeign Bláskógabyggðar í Sláturfélagi Suðurlands.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að selja hlutabréfaeign Bláskógabyggðar í SS í takt við upplýsingar sem fram koma í skeyti Virðingar.

 

7.5.    Minnisblað Tæknisviðs Uppsveita, dags. 9. júlí 2014; Granni.

Lagt fram minnisblað Tæknisviðs Uppsveita þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála varðandi nýtingu Granna við tæmingu rotþróa hjá sveitarfélögunum.  Jafnframt er greint frá nýju kerfi sem Jón Ágúst Reynisson hefur hannað, sem hefur verið tekið í notkun hjá Borgarbyggð.

Ákveðin vandamál hafa verið í gangi með Granna sem hafa því miður verið viðvarandi við skráningu og vinnu við tæmingu rotþróa.  Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir áhuga sínum við að þessir valkostir verði skoðaðir af alvöru fyrir næsta ár og ákvörðun um val á kerfi fyrir verkefnið verði tekið strax eftir næstu áramót.

 

7.6.    Minnisblað Tæknisviðs Uppsveita, dags. 9. júlí 2014; endurvinnsla á seyru.

Lagt fram minnisblað Tæknisviðs Uppsveita um endurvinnslu seyru með kölkun. Hugmyndavinna hefur verið í gangi á þessu ári og í góðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.  Unnin hafa verið drög að starfsskilyrðum um meðhöndlun á seyru og voru þau jafnframt lögð fram.

Byggðaráð Bláskógabyggðar fagnar þessari vinnu og hvetur til þess að haldið verði áfram með þessa hana.  Nauðsynlegt er að ljúka kostnaðarmati við uppsetningu búnaðar og jafnframt kostnaði við dreifingu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um framhald verkefnisins. Byggðaráð hvetur til þess að þessari vinnu verði flýtt sem nokkur kostur er þannig að allar forsendur liggi fyrir þegar vinna við gerð fjárhagsáætlunar hefst á komandi hausti.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.    Tölvuskeyti frá skiptastjórn SKS, dags. 17. júlí 2014; upplýsingar um stöðu mála.

8.2.    Bréf sveitarfélagsins Árborgar, dags. 26. júní 2014; niðurstaða skoðanakönnunar.

8.3.    Afrit af bréfi Bleikjubæjar til Skipulagsstofnunar dags. 8. júlí 2014.

8.4.    Tölvuskeyti hestamannafélagsins Trausta, dags. 17. júlí 2014; vígsla reiðvallar.

8.5.    Bréf unglingadeildar Vinds og Björgunarfélagsins Eyvindar; þakkarbréf.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.