151. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 10. október 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 141. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    63. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 22. ágúst til 18. september 2013.

 

Mál nr. 4:   Fyrirspurn _Dalbraut 10 farfuglaheimili.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að hafna erindinu þar sem fyrirhuguð bygging er í ósamræmi við skilmála gildandi deiliskipulags.

 

Mál nr. 5:   Fyrirspurn_Laugarvatn – skilti.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar á erindinu.

 

Mál nr. 8:   Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 18. september 2013.

 

Mál nr. 13: LB_ Reykholt – Dalbraut 10.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulagsnefndar og telur að um óverulega breytingu sé að ræða.  Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda verði breytingin grenndarkynnt fyrir lóðarhafa Dalbrautar 10.

 

Mál nr. 17: Heiðarbær lóð 170224.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar um stækkun sumarhúss og skal grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 22: Askbr. Miðdalskot – breytt notkun.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Miðdalskots.  Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Breytingin er óveruleg og skal bæði auglýst og kynnt fyrir aðliggjandi hagsmunaaðilum.

 

Mál nr. 23: Brennimelslína – breyting á aðalskipulagi.

Um er að ræða tillögu að breyting á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004 -2016 er varðar endurbyggingu á Brennimelslínu 1, þ.e. vegna stækkunar úr 220 kV í 400 kV.  Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

 

Mál nr. 24: Dskbr. Kjarnholt 1 lóð 3 lnr. 209270.

Um er að ræða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, að 14 ha spilda úr landi Kjarnholts breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.  Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 25: Efri-Reykir – Deiliskipulag.

Um er að ræða lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags fyrir nýtt lögbýli á lóðinni Efri-Reykir lóð 2.  Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar.

 

Mál nr. 26: Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

Mál nr. 27: Kjóastaðir 1 – Breyting á aðalskipulagi.

Um er að ræða beiðni um breytingu á aðalskipulagi er varðar landnotkun landspildunnar Kjóastaðri 1 land 2 (lnr. 220934), að henni verði breytt úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun og þjónustu.  Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og lítur á þessa breytingu sem óverulega.  Sveitarstjórn samþykkir að breyta aðalskipulaginu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 28: Kjóastaðir 1 – Deiliskipulag.

Um er að ræða beiðni um að fá heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag landspildunnar Kjóastaðir 1 land 2 (lnr. 220934).  Fyrir liggur lýsing skipulagsáætlunar skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar.

 

1.3.    27. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.4.    Fundargerð vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulaga Bláskógabyggðar, 23. sept. 2013.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    164. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.2.    18. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

2.3.    19. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

2.4.    20. fundur velferðarnefndar Árnesþings ásamt greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2014.

2.5.    228. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.    229. fundur stjórnar Sorpstöðvar suðurlands.

2.7.    151. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

 

 

  1. Skipulagsmál:

3.1.    Svæðisskipulag Uppsveita.

Oddviti kynnti stöðu mála verkefnisins um svæðisskipulag Uppsveita.  Umræða varð um verkefnið og er sveitarstjórn sammála um nauðsyn þessarar samstarfsvinnu að skipulagsmálum Uppsveitanna.

 

3.2.    Lóð fyrir spennistöð í landi Úteyjar.

Lagt fram lóðablað yfir 48 fm lóð úr landi Úteyjar 1 lnr. 167647 fyrir spennistöð RARIK.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir heldur ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir aðliggjandi lóðarhafa.

 

  1. Félagsmiðstöð.

Lagt fram minnisblað frá vinnuhópi um félagsmiðstöð, dags. 8. október 2013.  Vinnuhópurinn leggur þar fram tillögu um að starfsemi félagsmiðstöðvar í Bláskógabyggð verði í samstarfi við félagsmiðstöð Grímsnes- og Grafningshrepps.  Bláskógabyggð ráði starfsmann sem starfi með starfsmanni félagsmiðstöðvar Grímsnes- og Grafningshrepps.  Í minnisblaði kemur fram auglýsing um fyrrgreint starf með umsóknarfresti til 21. október n.k. sem birtist í Bláskógafréttum.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þessa tilhögun á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

 

  1. Innsend erindi:

5.1.    Bréf velferðarráðuneytis, dags. 25. september 2013; áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.
Lagt fram bréf velferðarráðuneytis þar sem kynnt eru áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma landsins.  Á Suðurlandi er stefnt að sameiningu þriggja heilbrigðisstofnana, þ.e. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við sameiningu þessara þriggja heilbrigðisstofnana en leggur áherslu á mikilvægi þess að ekki verði skert þjónusta heilsugæslustöðva.  Starfssemi heilsugæslustöðva s.s. í Laugarási er mikið hagsmunamál íbúa og gesti svæðisins og leggja verður rækt við að standa vel að rekstri heilsugæslustöðvanna sem starfræktar eru í nærumhverfi hinna dreifðari byggða.

 

5.2.    Bréf Alþingis, dags. 26. september 2013; fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013.
Lagt fram bréf Alþingis þar sem sveitarstjórnum er boðið að eiga fund með fjárlaganefnd Alþingis dagana 28. október til 1. nóvember 2013.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur oddvita að hafa samráð við önnur nágrannasveitarfélög um bókun fundar við fjárlaganefnd vegna sameiginlegra verkefna og hagsmuna sveitarfélagsins sem snerta málefnasvið fjárlaganefndar Alþingis.

 

5.3.    Bréf Sigurlínu Kristinsdóttur, dags. 1. október 2013; ósk um lausn frá störfum í sveitarstjórn.
Lagt fram bréf Sigurlínu Kristinsdóttur þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Bláskógabyggðar frá 1.nóvember 2013 og út kjörtímabilið.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að verða við þessari beiðni Sigurlínu Kristinsdóttur og mun varamaður hennar, Kristín I. Haraldsdóttir, taka sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn Bláskógabyggðar frá 1. nóvember 2013.  Sigurlínu er þakkað gott og ánægjulegt samstarf í sveitarstjórn.

 

5.4.    Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 19. september 2013; Gýgjarfossvirkjun, fyrirhuguð friðlýsing skv. rammaáætlun.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem kynnt er fyrirhuguð friðlýsing skv. rammaáætlun.  Um er að ræða friðlýsingu sem mun ná til þess landsvæðis í Bláskógabyggð sem kennt er við Gýgjarfossvirkjun og Bláfellsvirkjun.  Umhverfisstofnun óskar eftir samvinnu við Bláskógabyggð varðandi friðlýsingarferlið.  Fulltrúar umhverfisstofnunar funduðu með oddvita, sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa síðast liðinn mánudag og kynntu þetta friðlýsingarverkefni.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að koma að undirbúningsvinnu vegna hugsanlegrar friðlýsingar umræddra landsvæða.  Jafnframt hvetur sveitarstjórn til breiðari samstarfsvettvangs með nágrannasveitarfélögum þar sem hagsmunir eru sameiginlegir og sambærileg svæði nærliggjandi.

 

5.5.    Bréf Ljóssins, móttekið 1. október 2013;  beiðni um fjárstyrk.

Lagt fram bréf Ljóssins þar sem óskað er eftir fjárstyrk við útgáfu fréttablaðs.  Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja Ljósið um kr. 10.000.

 

5.6.    Bréf frá Landsbyggðin lifi, dags. 2. október 2013;  styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá Landsbyggðin lifi þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna. Erindinu hafnað.

 

5.7.    Bréf fræðslusviðs Árborgar, dags. 2. október 2013; umsókn um námsvist.
Lagt fram bréf fræðslusviðs Árborgar þar sem sótt er um námsvist fyrir nemanda í Bláskógaskóla.  Fyrir liggur samþykki skjólastjóra Bláskógaskóla og samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar fyrirliggjandi umsóknin enda greiði Árborg fyrir skólavist nemandans skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

5.8.    Bréf stjórnar UMF Biskupstungna, dags. 8. október 2013; söguskilti.
Lagt fram bréf stjórnar UMF Biskupstungna þar sem óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til að setja niður tvö söguskilti við Aratungu.  Skiltin tvö eiga að segja sögu félagsins og Aratungu. UMF Biskupstungna mun bera allan kostnað af uppsetningu skiltanna.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila UMF Biskupstungna að setja upp umrædd skilti við Aratungu og þakkar fyrir gott frumkvæði.

 

5.9.    Tölvuskeyti Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, dags. 8. október 2013; rallýkeppni – Tröllháls.
Lagt fram tölvuskeyti Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur þar sem óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar til fá að nýta gamla Tröllhálsveginn fyrir rallýkeppni þann 19. október n.k.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umrædda beiðni, en með sama hætti og undanfarin ár þá gerir sveitarstjórn þá kröfu að gætt verði vel að öllum öryggisþáttum, með tilkynningu og skiltauppsetningu o.þ.h. svo tryggt sé að allur almenningur viti að þessi keppni fari fram þarna á þessum tíma.  Jafnframt að vegurinn verði  ekki í verra ástandi að lokinni keppni en hann er fyrir hana.

 

 

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Bréf SASS, dags. 27. september 2013;  Ársþing SASS 2013.

6.2.    Bréf Markaðsstofu Suðurlands, mótt. 1. október 2013; Uppskeruhátíð 21. nóvember 2013.

6.3.    Bréf innanríkisráðuneytis, dags. 18. september 2013; Vitundarvakning – fræðsluþing.

 

Fundi slitið kl. 16:45