152. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. ágúst 2014 kl. 16:00.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    1. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, dags. 24. júlí 2014.
Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    Fundur fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 17. ágúst 2014, ásamt fjallskilaseðli 2014.

Samþykkt samhljóða.

 

1.3.    Fundur fjallskilanefndar Laugardals, dags. 20. ágúst 2014, ásamt fjallskilaseðli 2014.

Byggðaráð tekur undir áskoranir fjallskilanefndar og mun koma þeim á framfæri við umrædda aðila.  Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi:

2.1.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 17. júlí 2014; beiðni um umsögn.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Snætinds ehf., kt. 490709-0450, um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III í Volcano restaurant, Dalbraut 6, Laugarvatni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samrýmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

2.2.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 25. ágúst 2014; beiðni um umsögn.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Skjóts ehf., kt. 410206-0210, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II í Skjóli, Kjóastöðum, 801 Selfossi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samrýmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

  1. Innsend erindi:

3.1.    Bréf fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 17. ágúst 2014; fjárveiting til viðhalds afréttargirðingu.

Lagt fram bréf fjallskilanefndar Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárveitingu til endurnýjunar á afréttargirðingu.  Óskað er eftir fjárveitingu árið 2015 til að endurnýja 2 km langan kafla á móti Kjóastöðum, og árið 2016 vegna endurnýjunar frá hliði á Kjalvegi að Hvítá.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2015 -2018.

 

3.2.    Bréf Vottunarstofunnar Túns, dags. 18. ágúst 2014; aðalfundarboð.

Lagt fram bréf Vottunarstofunnar Túns þar sem boðaður er aðalfundur félagsins sem haldinn verður 29. ágúst 2014, klukkan 15:00.

 

3.3.    Beiðni Reynis Bergsveinssonar um greiðslur vegna minnkavinnslu við Þingvallavatn.

Lögð fram beiðni Reynis Bergsveinssonar um greiðslu fyrir vinnu við eyðingu minks við Þingvallavatn ásamt verðlauna fyrir unnin dýr.  Einnig voru lagðar fram skýrslur Reynis um veiði á tímabilinu 9. ágúst 2013 til 17. ágúst 2014.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að Reyni verði greitt  kr. 249.745 (m/vsk) fyrir vinnu og verðlaun fyrir umrætt tímabil.

 

3.4.    Bréf Vegagerðarinnar, dags. 22. júlí 2014; fyrirhuguð niðurfelling Helludalsvegar af vegaskrá.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem kynnt er fyrirhuguð niðurfelling Helludalsvegar af vegaskrá.  Bláskógabyggð er gefin kostur á að koma fram með athugasemdir fyrir 1. september 2014.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir athugasemdir við að þessi vegur verði felldur niður af vegaskrá.  Ástæða þess er ákvæði c. liðar 2. mgr. 8. gr vegalaga nr. 80/2007 tilgreinir að „Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi …“  Að Helludal er rekið alifuglabú þar sem mikil framleiðsla kalkúna á sér stað.  Vegna þess rekstrar sem þarna er til staðar þá mótmælir byggðaráð að umræddur vegur verði felldur niður af vegaskrá.

 

3.5.    Bréf Megin Stoðar, móttekið 18. ágúst 2014; styrkbeiðni

Lagt fram bréf frá Megin Stoð þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna starfsemi félagsins. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

3.6.    Bréf Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 25. ágúst 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Íþróttasambands lögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk við útgáfu og dreifingu bæklingsins „Í umferðinni“ sem dreift verður til allra sex ára barna í skólum landsins.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 10.000.

 

3.7.    Bréf skólastjóra Bláskógaskóla, dags. 22. ágúst 2014; beiðni um fjölgun stöðugilda vegna þroskaþjálfa.

Lagt fram bréf skólastjóra Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir fjölgun stöðugilda, þ.e. ráðning þroskaþjálfa sem brýn þörf er fyrir.  Í bréfinu kemur fram kostnaðarmat.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að heimila aukningu stöðugilda fyrir þroskaþjálfa í fullt starf.  Jafnframt samþykkir byggðaráð að veittur verði fjárauki á þessu ári til skólans sem nemur kostnaði vegna þessa stöðugildis.  Jafnframt samþykkir byggðaráð að tekið verði tillit til þessarar stöðugildisaukningar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.  Fjárútlátum verði mætt með lækkun á rekstrarafgangi aðalsjóðs.

 

3.8.    Tölvuskeyti Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 25. ágúst 2014; beiðni um auka kennslukvóta.

Lagt fram tölvuskeyti frá Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir heimild til að auka kennslukvóta hjá Bláskógabyggð um 1,5 klukkustundir næsta skólaár.  Kostnaður vegna þessarar aukningar er áætlaður kr. 270.000 á þessu ári (m.v. 4 mánuði)

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að heimila aukningu á kennslukvóta hjá Bláskógabyggð og veitir fjárauka vegna þessa um kr. 270.000 á þessu ári.  Taka skal tillit til aukningar á kvóta við gerð fjárhagsáætlunar 2015.  Fjárútlátum verði mætt með lækkun á rekstrarafgangi aðalsjóðs.

 

 

  1. Efni til kynningar:

4.1.    Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 25. júlí 2014; friðlýsing Kárastaða.

4.2.    Drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi um breytingar á raforkulögum.

4.3.    Afrit af bréfi Orkustofnunar til Melmis ehf, dags. 14. ágúst 2014; framlenging á leyfi.

4.4.    Samantekt ábendinga úr umræðum á kynningar- og samráðsfundi um greiningu valkosta og umhverfismat.  Landsskipulagsstefna 2015 – 2026.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.