153. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 5. desember 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 143. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

1.2.    65. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 30. október til 20. nóvember 2013.

 

Mál nr. 1; Reykjavellir – uppsetning hliðs.

Beiðni sumarhúsafélagsins Reykjavöllum þar sem óskað er eftir leyfi til setja upp hlið á einkaveg sem tengir sumarhúsabyggðina við vegakerfi Vegagerðarinnar.   Umræddur vegur liggur einnig að lögbýlinu Goðatún.  Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar að hafna beiðninni þar sem ekki er æskilegt að vera með hlið á vegi að lögbýli þar sem það getur hindrað lögbundna þjónustu.

 

Mál nr. 2; Miðfell 170160 – ástand mannvirkja.

Öllum eigendum jarðarinnar hefur verið sent bréf þar sem skorað er á eigendur að búa svo um að ekki stafi hætta af mannvirkjum á jörðinni.  Ef um niðurrif á íbúðarhúsi jarðarinnar er að ræða þá þarf að leita umsagnar Minjastofnunar þar sem húsið fellur undir lög um menningarminjar nr. 80/2012.

 

Mál nr. 3; Vað 3 í landi Brúar.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

 

Mál nr. 4;  Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar ram afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. október til 20. nóvember 2013 og samþykkir sveitarstjórn afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

Mál nr. 5;  Ketilvellir lóð 167816.

Óskað er eftir að byggja 20 fm gestahús á lóðinni, sem er úr landi Hjálmstaða.  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.  Erindið er samþykkt skv. 44. gr. skipulagslanga nr. 123/2010 þar sem aðliggjandi lóðarhafar gera ekki athugsemdir  við tillöguna.  Málinu vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 12; Bergstaðir – Einar.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi 5 frístundahúsalóða úr landi Bergsstaða lnr. 167202. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var auglýst árið 2007 og samþykkt í lok þess árs með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.  Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 23. nóvember 2007 kemur fram að gera þurfi ráð fyrir sameiginlegri fráveitu og farið fram á frekari útfærslu á fráveitukerfi.  Deiliskipulagið tók ekki gildi á sínum tíma vegna áður nefndrar umsagnar.   Nú er deiliskipulagið lagt fram með óbreyttu fyrirkomulagi á fráveitum með þeim rökstuðningi að kostnaðarsamt sé að koma upp sameiginlegu kerfi auk þess sem uppbygging lóða mun eiga sér stað með löngu millibili.   Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna að nýju skv. 1. mgr. 4211. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að jafnframt verði leitað umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

Mál nr. 13; Dsk Bergstaðir lnr. 189401.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fjögurra  frístundalóða í landi Bergsstaða lnr. 189401 þar sem heimilt er að reisa eitt frístundahús ásamt allt að 25 fm aukahúsi á hverri lóð. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 0,03.  Tillagan er öðruvísi á þann hátt að skipulagssvæðið hefur stækkað lítillega þannig að svæðið er heildstæðara.  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu og samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Leita skal umsagnar Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

Mál nr. 14; Dsk friðlandið við Gullfoss – lýsing og matslýsing.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi friðlands við Gullfoss og næsta nágrenni.  Lýsing skipulagsverkefnisins var kynnt með auglýsingu dags. 16. maí 2013 auk þess sem hún var send til umsagnar Skipulagsstofnunar og fleiri aðila.  Fyrir liggur athugasemd / ábending Magnúsar Magnússonar dags. 6. júní 2013 f.h. landeigenda Jaðars í Hrunamannahreppi auk umsagnar Skipulagsstofnunar, Veðurstofu Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.  Einnig liggur fyrir fornleifakönnun sem gerð er af Náttúrustofu Vestfjarða dags. október 2013.   Deiliskipulagið er sett fram í greinargerð dags. 19. nóvember 2013 auk uppdrátta.  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemd við að tillaga að deiliskipulagi fyrir friðland Gullfoss verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að ekki verði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir rútur á neðra plani og gert ráð fyrir fleiri bílastæðum á efrastæði við þjónustumiðstöð.  Einnig telur sveitarstjórn vafasamt að gera ráð fyrir göngustíg að gljúfri (merktur a3 á uppdrætti) án þess að sú hugmynd verði útfærð með nákvæmari hætti vegna öryggissjónarmiða.

 

Mál nr. 15; Dsk Miðdalskot.

Lögð fram lýsing fyrir deiliskipulag fyrirhugaðs landbúnaðarsvæðis í landi Miðdalskots lnr. 167643.  Skipulagssvæðið er um 13 ha að stærð og nær yfir núverandi bæjartorfu auk svæðis til norðvesturs af henni.  Gert er ráð fyrir að byggt verði nýtt íbúðarhús, nýtt útihús auk þess sem heimilt verður að stækka þau hús sem þegar eru til staðar.  Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu útleiguhúsa „ferðaþjónustu bænda“.  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna málið skv. 3. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

Mál nr. 16;  Dskbr. Brekkuskógur – Orlofssvæði BHM.

Lögð fram tillaga að breyting á deiliskipulagi orlofssvæðis BHM í Brekkuskógi.  Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir allt að 250 fm áhaldahúsi rétt austan við bifreiðastæði andspænis núverandi þjónustumiðstöð.  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og telur að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum og lóðarhöfum Brekkuheiðar 21 og 23.

 

 

 

Mál nr. 17;  Dskbr. Heiði.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Heiðar.  Í breytingunni felst að leikvöllur sem gert er ráð fyrir á lóð nr. 9 breytist í frístundalóð.  Lóðin er 3.500 fm og gert er ráð fyrir að byggingarreitur lóðarinnar verði 50 m frá þjóðvegi.  Fram kemur í erindinu að lóðin hafi aldrei verið notuð sem leiksvæði heldur hafi verið á henni hjólhýsi.  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og telur að um óverulega breytingu sé að ræða.  Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að undanþága fáist frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægð mannvirkja frá stofn- og tengivegum.

 

Mál nr. 18;  Dskbr. Iða II_lóð nr. 8 – breytt mænisstefna.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 í landi Iðu 2. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í sveitarstjórn 6. september 2012 og síðan grenndarkynnt án athugasemda frá 8. janúar 2013 til 7. febrúar 2013.  Þar sem meira en 3 mánuðir  liðu frá samþykkt sveitarstjórnar og þar til auglýsing um gildistöku birtist í B-deild Stjórnartíðinda þarf að taka málið fyrir að nýju.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Sveitarstjórn telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin hefur þegar verið kynnt án athugasemda og ekki hafa orðið breytingar á forsendum né nýir hagsmunaaðilar komið á svæðið.

 

Mál nr. 19; Dskbr. Reykholt – Sólvangur og Bjarkarbraut.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykholts.  Í breytingunni felst að núverandi innkeyrsla á lóð nr. 21 (Sólvangur) færist um 60 m til suðvesturs og verði í beinu framhaldi af Bjarkarbraut og verði sameiginleg aðkoma inn á lóð nr. 32 við Bjarkarbraut.  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og telur að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum Bjarkarbrautar 19 og 30.

 

Mál nr. 20;  Kjóastaðir 1 – Breyting á aðalskipulagi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. október 2013 varðandi breytingu á aðalskipulagi við Kjóastaði, þar sem ekki er fallist á að breytingin sé óveruleg.  Í ljósi niðurstöðu Skipulagsstofnunar samþykkir sveitarstjórn samhljóða lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna, ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 30 gr. laganna.

 

1.3.    8. fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

1.4.    29. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.5.    Fundur NOS haldinn 29. nóvember 2013.
Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    Fundur um málefni vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns, dags. 2. desember 2013.

2.2.    158. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.3.    153. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.4.    474. fundur stjórnar SASS.

2.5.    810. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Ákvörðun um álagningu gjalda 2014:

3.1.    Álagningarhlutfall útsvars 2014.
Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum þann 7. nóvember 2013 að útsvarshlutfall árið 2014 verði óbreytt, þ.e. 14,48%.  Í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að hámarksútsvar 2014 hækki um 0,04% og að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall.  Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða hækkun útsvarshlutfalls í 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.

 

3.2.    Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts 2014.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi álagningarprósentu fasteignaskatts 2014:

A     0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B     1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara að reglugerð verði ekki breytt).

C     1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. desember 2007 og samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

 

3.3.    Ákvörðun um gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu.  Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr. ákv. 5., 6. og 7. gr. laga nr. 32/2004.

Hámarksálagning verði kr. 25.865.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.  Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 11.400, og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá kaldavatnsveitu og felur sveitarstjóra að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

3.4.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing, verði óbreytt frá síðasta ári og verður gjaldskrá 1277/2012 gildandi fyrir árið 2014.

Í gjaldskránni kemur fram innheimt skuli:

Sorphirðugjald:

Ílátastærð                    Grátunna                     Blátunna

240 l ílát                       13.710 kr.                       5.946 kr.

660 l ílát                       39.560 kr.                     18.203 kr.

1.100 l ílát                    65.018 kr.                     29.424 kr.

Grátunna: söfnun á 14 daga fresti.

Blátunna:  söfnun á 42 daga fresti.

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði              17.744 kr.

Frístundahúsnæði         13.970 kr.

Lögbýli                           10.870 kr.

Smærri fyrirtæki           16.184 kr.

Stærri fyrirtæki             16.184 kr.

Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3m3 vikulega.  Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðað við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er.  Allur úrgangur er gjaldskyldur  við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3:  4.000 kr.

 

3.5.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð verði óbreytt og verður gjaldskrá nr. 1276/2012, dags. 20. desember 2012 gildandi fyrir árið 2014.

Í gjaldskránni kemur fram:

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera 30.000 kr.

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins. Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,25% af álagningarstofni.

Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár skal vera eftirfarandi:

Rotþró 0 – 6000 lítra                            kr.        6.971

Rotþró 6001 lítra og stærri                   kr.        1.881 pr./m3

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað annað hvert ár skal vera eftirfarandi:

Rotþró 0 – 6000 lítra                            kr.        10.460

Rotþró 6001 lítra og stærri                   kr.        2.821 pr./m3

Fyrir aukalosun, að beiðni eiganda, skal innheimta gjald kr. 21.000 fyrir hverja losun.

Afsláttur af fráveitugjaldi til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

 

3.6.    Ákvörðun um lóðarleigu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðarleiga 2014 verði 0,7% af lóðarmati.

 

3.7.    Ákvörðun um gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu og útleigu á Aratungu og Bergholti.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu verði óbreytt fyrir rekstrarárið 2014. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir útleigu á Aratungu og Bergholti, þar sem gert er ráð fyrir 3,5% hækkun gjaldskrárinnar sem taki gildi um næstu áramót.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

3.8.    Ákvörðun um gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss í Reykholti.

Lögð fram tillaga um gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.  Hvað varðar gjaldskrá vegna innri leigu milli stofnana þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gjaldið hækki um 3,5% um næstu áramót.

Hvað varðar almenna notkun íþróttamiðstöðvarinnar þá samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir rekstrarárið 2014.

 

3.9.    Ákvörðun um gjaldskrá leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrá leikskóla haldist óbreytt næsta rekstrarár, 2014.

 

Með þessari samþykkt vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar  leggja sitt á vogaskálarnar til að verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands náist til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Jafnframt að þetta stuðli að sátt meðal aðila vinnumarkaðarins til að ná sömu markmiðum.

 

3.10.  Ákvörðun um gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit, 990/2012, haldist óbreytt næsta rekstrarár, 2014.

 

Gjöld liða 3.2, 3.3, 3.4, 3.5 og 3.6 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2014. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.  Greiðsluseðlar verða sendir út rafrænt ásamt álagningaseðli. Ekki verða sendir útprentaðir greiðsluseðlar eða álagningaseðlar nema gjaldendur óski sérstaklega eftir því.

 

 1. Ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta 2014.

Lögð fram tillaga um auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð 2014. Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð innanríkisráðuneytis.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2014 – 2017 (síðari umræða).

Lögð fram til annarrar umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2014 til 2017.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og skýrði ýmsa liði.  Helstu kennitölur áætlunarinnar eru:

 

Samstæða (A- og B-hluti) 2014 2015 2016 2017
Rekstrarreikningur        
Tekjur 923.785 957.389 985.905 1.017.039
Gjöld 846.084 863.766 886.792 911.583
Niðurstaða án fjármagnsliða 77.701 93.623 99.113 105.456
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (     38.333) (      43.049 ) (      39.851 ) (      36.563 )
Rekstrarniðurstaða 39.368 50.574 59.262 68.893
Efnahagsreikningur 2014 2015 2016 2017
     
Eignir
Fastafjármunir 953.681 947.887 940.113 932.836
Veltufjármunir 156.181 166.362 187.989 219.145
Eignir samtals 1.109.863 1.114.249 1.128.102 1.151.981
31. desember 2014 2015 2016 2017
     
Eigið fé og skuldir
Eigið fé 421.013 471.588 530.850 599.743
Langtímaskuldir 539.536 495.632 452.138 404.993
Skammtímaskuldir 149.313 147.029 145.114 147.246
Skuldir og skuldbindingar samtals 688.849 642.661 597.253 552.238
Eigið fé og skuldir samtals 1.109.863 1.114.249 1.128.102 1.151.981

 

Gert er ráð fyrir nettófjárfestingu sem hér segir í þúsundum króna:

 

2014              2015              2016              2017

Eignasjóður                                                12.000            15.000            17.000            23.000

Bláskógaveita                                            15.000            20.000            15.000            10.000

Samtals fjárfesting nettó                         27.000            35.000            32.000            33.000

 

Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2014 – 2017 til samþykktar. Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda endurskoðendum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytinu afrit af samþykktri áætlun.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar.

 

 1. Samningar:

6.1.    Samstarfssamningur um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu.
Lagður fram samstarfssamningur um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

6.2.    Samstarfssamningur um skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

Lagður fram og samstarfssamningur um skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Bláskógabyggðar. (Síðari umræða)

Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Bláskógabyggðar til síðari umræðu:

 

Í 48. gr. samþykkta Bláskógabyggðar nr. 592/2013 breytast nokkrar greinar að hluta með eftirfarandi hætti undir kaflanum „B.  Stjórnir og samstarfsnefndir“, töluliðir 7 og 8.

 

Var:

„7.  Yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu og Velferðarnefnd Árnesþings.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kýs einn fulltrúa til setu í yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu sjö sveitarfélaga í Árnessýslu (NOS), samkvæmt samningi þar að lútandi. Fulltrúi Bláskógabyggðar í yfirstjórn (NOS) hefur umboð til að taka þátt í skipun tveggja fulltrúa af starfssvæði sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóa í eina sameiginlega velferðarnefnd á starfssvæði félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.  Félagsþjónustusvæðið heitir Velferðarþjónusta Árnesþings, nefndin Velferðarnefnd Árnesings.

Fulltrúar í Velferðarnefnd Árnesþings eru fimm auk jafnmargra varamanna og koma þrír af starfssvæði Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar og tveir af starfssvæði sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Velferðarnefnd Árnesþings fer með stjórn félagsþjónustu sveitarfélagsins skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, málefni aldraðra skv. lögum nr. 125/1999 og málefni fatlaðra skv. lögum nr. 59/1992.  Þá skipar nefndin fulltrúa í þjónustuhóp um málefni aldraða skv. 7. gr. laga nr. 125/1999 sem verður fulltrúi allra sveitarfélaganna sem að nefndinni standa.  Nefndin fer með jafnréttismál skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008, áfengisvarnir skv. lögum nr. 75/1998 og barnaverndarmál skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002. Nefndin fer með önnur málefni skv.  erindisbréfi sem henni er sett.“

 

Verður:

„7.  Yfirstjórn sameiginlegrar skóla- og velferðarþjónustu og Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kýs einn fulltrúa og annan til vara til setu í yfirstjórn sameiginlegrar skóla- og velferðarþjónustu sjö sveitarfélaga í Árnessýslu (NOS), samkvæmt samningi þar að lútandi.

   Fulltrúi Bláskógabyggðar í yfirstjórn (NOS) hefur umboð til að taka þátt í skipun í sjö manna sameiginlega skólaþjónustu- og velferðarnefnd á starfssvæði skóla- og félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 7. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, 21. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og 40. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.  Skóla- og velferðarþjónustusvæðið heitir Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings og nefndin Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.

   Fulltrúar í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings eru sjö auk jafnmargra varamanna og koma þeir úr Sveitarfélaginu Ölfuss, Hveragerðisbæ, Hrunamannhrepp, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshreppi og Flóahreppi.

   Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings fer með stjórn sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og félagsþjónustu sveitarfélagsins skv. lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr. 91/2008, félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, málefni aldraðra skv. lögum nr. 125/1999 og málefni fatlaðra skv. lögum nr. 59/1992.  Þá skipar nefndin fulltrúa í þjónustuhóp um málefni aldraða skv. 7. gr. laga nr. 125/1999 sem verður fulltrúi allra sveitarfélaganna sem að nefndinni standa, fer með áfengisvarnir skv. lögum nr. 75/1998 og barnaverndarmál skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002. Nefndin fer með önnur málefni skv. erindisbréfi sem henni er sett.“

 

 

Var:

„8.  Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi mynda sameiginlegt þjónustusvæði á Suðurlandi um þjónustu við fatlaða í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólk, sem starfar skv. sérstöku samkomulagi. Stjórn þjónustusvæðisins er skipað þremur fulltrúum frá hverju félagsþjónustusvæði. Yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu (NOS) skipar einn fulltrúa í  stjórn þjónustusvæðisins. Framkvæmd þjónustusamningsins er í höndum þriggja manna þjónusturáðs og skipar NOS einn fulltrúa í þjónusturáðið sem skal vera félagsmálastjóri Velferðarþjónustu Árnesþings.“

 

Verður:

„8. Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi mynda sameiginlegt þjónustusvæði á Suðurlandi um þjónustu við fatlaða í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólk, sem starfar skv. sérstöku samkomulagi.  Stjórn þjónustusvæðisins er skipuð þremur fulltrúum, þ.e. einum frá hverju félagsþjónustusvæði.  Yfirstjórn sameiginlegrar skóla- og félagsþjónustu (NOS) skipar einn fulltrúa í stjórn þjónustusvæðisins.    Framkvæmd þjónustusamningsins er í höndum þriggja manna þjónusturáðs og skipar NOS einn fulltrúa í þjónusturáðið sem skal vera forstöðumaður skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.“

 

Þessi grein fellur niður:

 

„12.  Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands. Þrír fulltrúar og þrír til vara.“

 

Númer á liðum 13 og 14 breytast við brottfall 12. greinar og verða þeir liðir númer 12 og 13.

Ný grein bætist við 48. gr. samþykktanna undir kaflanum „A. Fastanefndir Bláskógabyggðar“:

 

„11.  Jafnréttisnefnd.  Sveitarstjórn  fer með jafnréttismál skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008.“

 

Tillagan samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda tillöguna til staðfestingar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda hjá innanríkisráðuneytinu.

 

 1. Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar; tilboð skipulagsráðgjafa.

          Sveitarstjórn Bláskógabyggðar  ákvað að leita tilboða hjá völdum skipulagsráðgjöfum til að aðstoða sveitarstjórn við þá vinnu sem felst í endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.  Verkefnið var ekki metið að þeirri stærðargráðu skv. innkaupareglum sveitarfélagsins að verkið þyrfti að fara í almennt útboð.  Einnig hafa þau tilboð sem bárust staðfest það mat og eru undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem innkaupareglurnar setja.

Lögð voru fram innsend tilboð skipulagsráðgjafa og þau yfirfarin.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að semja við Steinsholt sf á grundvelli tilboðs þeirra og í samræmi við þá umræðu sem fram fór hjá sveitarstjórn.

 

 1. Innsend erindi:

9.1.    Bréf Verkfræðistofu Suðurlands dags. 24. október 2013; framkvæmdaleyfi til að leggja aðkomuveg að nýjum lóðum Eflingar í Reykholti.

Lagt fram bréf Verkfræðistofu Suðurlands þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að leggja aðkomuveg að nýjum lóðum Eflingar í Reykholti.  Lega vegarins er samkvæmt gildandi deiliskipulagi Reykholts um núverandi veg að Gufuhlíð og Reykholtshver.  Nauðsynlegt er að lagfæra þennan veg, þ.e. breikka hann lítillega og byggja upp þannig að jafn halli náist á veginn. Erindinu fylgir kostnaðaráætlun fyrir verkið og óskar Efling eftir að Bláskógabyggð beri kostnað að 27% framkvæmdarinnar sem er áætluð um 2,5 milljón króna.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að semja við Eflingu um kostnaðarþátttöku í verkefninu í takt við umræðu sem átti sér stað á fundi sveitarstjórnar.

 

9.2.    Tölvuskeyti Brunavarna Árnessýslu, dags. 2. desember og 15. nóvember 2013; lán

BÁ hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga.

Bláskógabyggð samþykkir hér með að veita Brunavörnum Árnessýslu, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar 2013 í Brunavörnum Árnessýslu vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna höfuðstöðvar félagsins, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Brunavarna Árnessýslu til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Bláskógabyggð selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Bláskógabyggð sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Valtý Valtýssyni, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, kt. 221060-2379, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Bláskógabyggðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.

 

Tillagan borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum (DK, HK, VS og JS)

en þrír sátu hjá( MI, KIH og ÞÞ).

 

9.3.    Bréf KPMG endurskoðunar hf. dags. 24. október 2013; endurskoðun hjá Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf KPMG endurskoðunar hf þar sem fram kemur lýsing á því sem þjónusta KPMG felur í sér og skilgreiningar á ábyrgð KPMG annars vegar og stjórnenda sveitarfélagsins hins vegar.

Sveitarstjórn staðfestir sameiginlegan skilning á þjónustu KPMG við endurskoðun hjá Bláskógabyggð og stofnunum sveitarfélagsins sem eru hluti af samstæðureikningi sveitarfélagsins.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að staðfesta þetta bréf með undirritun sinni fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Efni til kynningar:

10.1.  Afrit af bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til endurskoðenda sveitarfélaga, dags. 21. nóvember 2013.

10.2.  Afrit af bréfi Vegagerðarinnar, dags. 28. nóvember 2013; fyrirhuguð niðurfelling Skálabrekkuvegar af vegaskrá.

 

 

Fundi slitið kl. 18:40.