154. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 9. janúar 2014, kl 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu að inn komi tveir nýir dagskrárliðir, 1.4 og 2.6.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     66. fundur skipulagsnefndar Uppsveita, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 20. nóvember  til 27. desember 2013.

 

Mál nr. 1; Frkvl. Bláfell – smávirkjun.

Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. desember 2013 þar sem fram kemur að stofnunin telji nauðsynlegt að gera deiliskipulag vegna framkvæmdanna.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gögn sem lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna málið skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 3; afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. nóvember til 27. desember 2013 lagðar til kynningar og samþykktar.

 

Mál nr. 17; Deiliskipulag fyrir Hlöðuvelli.

Lögð fram að lokinn auglýsingu skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga Landforms f.h. Ferðafélags Íslands, að deiliskipulagi fyrir fjallaselið Hlöðuvelli í Bláskógabyggð. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að innan skipulagssvæðis verði 3.640 fm lóð með tveimur byggingarreitum.  Á öðrum þeirra er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja við eða endurnýja núverandi gistiskála þannig að hann verði 70 fm að hámarki og stækka / endurnýja hesthús þannig að það verði 100 fm að hámarki.  Þá er á hinum reitnum gert ráð fyrir allt að 20 fm salernishúsi og 5 fm vetrarkamri.  Engar athugasemdir bárust.  Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.  Þá liggur einnig fyrir tölvupóstur dags. 28. nóvember 2013 frá forsætisráðuneytinu þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagið.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 18; Dsk við Hagavatn – skálavæði FÍ.

Lögð fram að lokinn auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga Landforms, f.h. Ferðafélags Íslands, að deiliskipulagi fyrir Hagavatnsskála í Bláskógabyggð, uppdráttur og greinargerð dags. 17. maí 2013.  Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að innan skipulagssvæðis verði 3.172 fm lóð með tveimur byggingarreitum.  Á öðrum þeirra er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja nýjan 60 fm gistiskála og á hinum 20 fm salernishús og 5 fm vetrarkamar.  Að auki er gert ráð fyrir að heimilt verði að halda við núverandi skála.  Engar athugasemdir bárust.  Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.  Þá liggur einnig fyrir tölvupóstur dags. 28. nóvember frá forsætisráðuneytinu þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagið.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða deiliskipulagið ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 19; Efri-Reykir – Deiliskipulag.

Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands um lýsingu deiliskipulags fyrir nýtt lögbýli úr landi Efri-Reykja við Brúará. Í umsögn Umhverfisstofnunar er lagst gegn svona mikilli uppbyggingu innan svæðis á náttúruminjaskrá þar sem það mun rýra útivistar- og verndargildi svæðisins.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar getur ekki fallist á rök Umhverfisstofnunar þar sem um þegar raskað svæði er að ræða (tún, efnistökusvæði).  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að tillaga að deiliskipulagi verði unnin áfram í samræmi við fyrirliggjandi lýsingu.

 

1.2.    12. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar, ásamt forvarnarstefnu Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.3.    Fundur NOS haldinn 18. desember 2013.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.4.    61. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    Hluthafafundur Háskólafélags Suðurlands, dags. 30. desember 2013.

2.2.    159. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.3.    232. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands b.s.

2.4.    2. fundur Héraðsnefndar Árnesinga b.s.

2.5.    811. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.6.    16. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita b.s.

 

  1. Matarsmiðjan á Flúðum; drög að samningi.

Lögð fram drög að samningi um stuðning við Matarsmiðjuna á Flúðum.  Um er að ræða sambærilegan samning og þann sem lauk í lok síðasta árs, nema gildistími þessa samnings er eitt ár.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um fjárhagslegan stuðning við Matarsmiðjuna á Flúðum.  Drífu Kristjánsdóttur, oddvita, falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.    Þingmál 215; frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 9. desember 2013, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.  Jafnframt eru lögð fram drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingmálið.

Sveitarstjórn tekur undir þær ábendingar og athugasemdir sem fram koma í drögum að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

4.2.    Þingmál 202; tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra.
Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 6. janúar 2014, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 202.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugsemdir við umrætt þingmál.

 

4.3.    Þingmál 169; tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 6. janúar 2014, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 169.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við umrætt þingmál.

 

  1. Innsend erindi:

5.1.    Bréf Ásborgar Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa dags. 3. janúar 2014; hálkuvarnir.

Lagt fram bréf Ásborgar Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa, þar sem hún beinir athygli að óviðunandi aðstæðum göngustíga á fjölsóttum ferðamannastöðum s.s. við Gullfoss. Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn.  Mikil fjölgun ferðamanna hefur átt sér stað og þá sérstaklega yfir vetrartímann.  Sem dæmi má nefna að ferðamönnum hefur fjölgað um 40% í desember s.l. ef borið er saman við desember 2012.  Þetta eru gjörbreyttar aðstæður sem verður að bregðast við.

Drífa Kristjánsdóttir hefur átt fund með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss. Jafnframt hefur Vegagerðin komið á fund með oddvita, sveitarstjóra og ferðamálafulltrúa til að ræða málin með það að markmiði að finna viðunandi lausnir til að tryggja öryggi ferðamanna.

 

5.2.    Bréf  Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 12. desember 2013; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir fjárstyrk frá sveitarsjóði til reksturs félagsins.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita foreldrafélaginu fjárstyrk að upphæð kr. 40.000.

 

5.3.    Bréf SASS ódagsett; Menntalestin á Suðurlandi.

Lagt fram bréf SASS þar sem kynntar eru hugmyndir verkefnisins „Menntalestin á Suðurlandi“. Til stendur að hafa eina smiðju á vorönn 2014, en það er leiklistarsmiðja sem grunnskólum á Suðurlandi stendur til boða að taka þátt í.  Gert er ráð fyrir að bjóða grunnskólum í Uppsveitum á leiksýningu í Aratungu þann 22. mars n.k.  Eftirfylgnin verður síðan með leikslistarsmiðjum í hverjum skóla fyrir sig.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita verkefninu styrk á móti leigu Aratungu vegna umræddrar leiksýningar fyrir grunnskólanemendur þann 22. mars n.k.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Minningarsjóður Biskupstungna; ársreikningur 2012.

6.2.    Bréf Kennarafélags Suðurlands, dags. 3. desember 2013; ályktanir frá aðalfundi félagsins.

6.3.    Bréf Sorpu dags. 16. desember 2013; móttöku seyru í Álfsnesi hætt 1. janúar 2014.

6.4.    Bréf Reykjavíkurborgar, dags. 2. desember 2013; umsögn um framkomnar athugasemdir vegna tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030.

 

 

Fundi slitið kl. 16:20.