154. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. október 2014 kl. 09:30.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður í fjarveru Valgerðar Sævarsdóttur, Kolbeinn Sveinbjörnsson sem varamaður Valgerðar Sævarsdóttur, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    37. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    11. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð lögð fram og afgreiðslu einstakra dagskrárliða vísað til dagskrárliðar 12.1 síðar á þessum fundi.

 

1.3.    65. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    2. verkfundur vegna dæluhúss í Reykholti.

2.2.    3. verkfundur vegna dæluhúss í Reykholti.

2.3.    5. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar.

2.4.    6. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar, ásamt greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2015 og yfirliti yfir stöðu helstu málaflokka.

2.5.    21. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.6.    3. fundur Héraðsnefndar Árnesinga.

2.7.    7. fundur fagráðs Brunavarna Árnesinga.

2.8.    485. fundur stjórnar SASS.

2.9.    168. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

2.10.  234. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.11.  159. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.12.  819. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.13.  820. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar janúar – ágúst 2014.

Lagt fram árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar – 31. ágúst 2014. Uppgjörið hefur unnið KPMG Endurskoðun.

Helstu niðurstöðutölur samstæðureiknings eru:

Rekstrartekjur                                                       kr.       673.398.000

Rekstrargjöld                                                        kr.       540.479.000

Fjármagnsgjöld                                                     kr.        -26.938.000

Rekstrarniðurstaða                                                kr.       105.981.000

 

Í þessu uppgjöri er búið að hlutfalla fasteignagjöld við 8 mánuði, s.s. fasteignaskatt, sorpgjald, holræsagjald og vatnsskatt.  Þriðjungur af þessum álögðu gjöldum eru ekki teknar inn í þetta uppgjör en þeim er ætlað að mæta rekstrarútgjöldum á síðasta þriðjungi ársins.

 

 1. Tillaga um fjárauka vegna fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2014.
  Sveitarstjóri gerði grein fyrir forsendum tillögu um fjárauka við fjárhagsáætlun 2014.

Tillagan verður unnin enn frekar og lögð fyrir sveitarstjórn á næsta fundi þann 13. nóvember n.k.

 

 1. Forsendur og fyrstu drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2015.

Fyrstu drög að rammaáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2015 – 2018 lögð fram.  Sveitarstjóri útskýrði forsendur áætlunarinnar.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög.  Áætluninni vísað til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn verður 13. nóvember 2014.

 

 1. Samningar:

6.1.    Samningur við Umhverfisstofnun um refaveiðar 2014 – 2016.

Samningur Bláskógabyggðar og Umhverfisstofnunar um refaveiðar 2014 – 2016 lagður fram. Drög að umræddum samningi var lagður fram á 150. fundi byggðaráðs.

Byggðaráð staðfestir fyrri afgreiðslu umrædds samnings og samþykkir hann fyrir eins og hann liggur fyrir.  Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

6.2.    Viðhalds- og eftirlitsþjónustusamningur á örbylgju og myndvöktunarkerfum.

Lögð fram drög að viðhalds- og eftirlitsþjónustusamningi við IceCom.  Um er að ræða viðhald- og eftirlitsþjónustu af hendi IceCom á örbylgju- og myndvöktunarkerfum Bláskógabyggðar.

Umrædd kerfi sveitarfélagsins eru það mikilvæg í daglegri starfsemi sveitarfélagsins að byggðaráð telur að nauðsynlegt sé að samningur verði gerður við IceCom um viðhald og eftirlitsþjónustu.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við IceCom sem taki gildi um næstu áramót.

 

 1. Landbótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt 2015 – 2024.

Lögð fram landbótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt 2015 – 2024. Áætlunin hefur verið unnin af sauðfjárbændum sem nýta afréttinn til beitar í samráði við Bláskógabyggð, Landgræðslufélag Biskupstungna, Sauðfjárræktarfélag Biskupstungna og fjallskilanefnd Biskupstungna.    Markmið áætlunarinnar er að beitarnýting afréttarins verði sjálfbær og að þeir bændir sem nýta afréttinn til sauðfjárbeitar geti notið greiðslna sbr. lög 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og reglugerð 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.

Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða landbótaáætlun og leggur til að sveitarstjórn staðfesti samþykki Bláskógabyggðar á næsta fundi sínum.

 

 1. Styrkumsóknir vegna vegahalds í frístundabyggðum.

Lagðar voru fram umsóknir frá frístundahúsafélögum um styrki vegna vegahalds.  Alls sóttu tvö frístundahúsafélög um styrk, en umsóknarfrestur rann út þann 15. september s.l.
Samkvæmt úthlutunarreglum Bláskógabyggðar þá verða veittir styrkir til þessara tveggja aðila, en heildar styrkfjárhæð þessa árs mun þá nema kr. 381.646.   Styrkfjárhæð til einstaka aðila verður:

Ásar – frístundabyggð                                       kr.             188.250

Fell frístundabyggð                                          kr.             193.396

Byggðaráð samþykkir samhljóða að gera þá tillögu að veita umrædda styrki með fyrirvara um að öll gögn berist sveitarfélaginu fyrir lok árs 2014, þ.e. sundurliðun kostnaðar ásamt afritum af greiddum reikningum fyrir umræddum framkvæmdum.

 

 

 

 1. Bréf Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 8. október 2014; umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.

Lagt fram bréf Sveitarfélagsins Árborgar þar sem sótt er um leikskóladvöl fyrir barn úr Árborg á leikskólanum Álfaborg í Reykholti skólaárið 2014 – 2015.  Meðfylgjandi er umsóknareyðublað þar sem fram kemur samþykki lögheimilissveitarfélags, þ.e. Árborgar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir viðtöku umrædds nemanda skólaárið 2014 – 2015 og að greiðslur fyrir námsvist nemandans fari eftir viðmiðunarreglum um greiðslur leikskóladvalar sem gefnar eru út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Endurvinnsla á seyru.

Lögð fram tvö minnisblöð frá Tæknisvið Uppsveita, dags. 8. og 14. október 2014. Minnisblöðin gera grein fyrir annars vegar kostnaði við kaup á tækjabúnaði til meðhöndlunar á seyru og hins vegar rekstrarkostnað við meðhöndlun og endurvinnslu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að Bláskógabyggð verði þátttakandi í verkefninu. Byggðaráð bendir á að gera þarf ráð fyrir greiðslu staðfestingargjalds fyrir búnaðnum í fjárauka við fjárhagsáætlun 2014.

 

 1. Þingmál:

11.1.  Tillaga að breytingu á 33. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008; frístundaheimili.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrædda tillögu.

11.2.  Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir í byggðamálum; þingmál 19.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrædda tillögu til þingsályktunar.

11.3.  Frumvarp til laga um vegalög; þingmál 157.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrædda tillögu.

11.4.  Frumvarp til laga um framhaldsskóla; þingmál 214.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrædda tillögu.

11.5.  Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.; þingmál 17.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrædda tillögu.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

12.1.  Bréf umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, móttekið 2. október 2014.

Lagt fram bréf umhverfisnefndar þar sem fram koma tveir áherslupunktar og tilmæli frá umhverfisnefnd, sem framkoma í fundargerð nefndarinnar frá 11. fundi, dags. 22. september 2014.  Umrædd fundargerð var lögð fram á þessum fundi undir dagskrárlið 1.2.

Annars vegar óskar umhverfisnefnd eftir að fjárveiting þessa árs til fjármögnunar á umhverfisþingi sveitarfélagsins verði flutt til næsta árs, 2015.  Ekki vannst tími til að undirbúa og halda umhverfisþing á þessu ári, en stefnt verði að því að umrætt þing verði haldið á næsta ári. Byggðaráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og leggur til að það fjármagn sem úthlutað var til verkefnisins 2014 verði sett inn á áætlun 2015.

Hins vegar beinir umhverfisnefnd því til sveitarstjórnar að gripið verði til aðgerða til að útrýma og stemma stigu við útbreiðslu skógarkerfils í sveitarfélaginu.  Byggðaráð samþykkir að vísa þessu máli til úrvinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árin 2015 – 2018.  Jafnframt telur byggðaráð rétt að umræða um þessi mál eigi sér stað á umhverfisþingi Bláskógabyggðar sem haldið verður á næsta ári.

 

12.2.  Bréf Markaðsstofu Suðurlands, dags. 8. október 2014; samstarfssamningur.

Lagt fram bréf Markaðsstofu Suðurslands þar sem fram kemur að núverandi samningur milli Bláskógabyggðar og Markaðsstofunnar rennur út um næstu áramót.  Jafnframt fer Markaðsstofa Suðurlands þess á leit við Bláskógabyggð að samningurinn verði endurnýjaður til næstu þriggja ára.  Framlag sveitarfélagsins skv. núgildandi samnings hefur verið kr. 350 á hvern íbúa sveitarfélagsins, en farið er fram á að það gjald hækki í kr. 430 á hvern íbúa til að koma til móts við verðlagsþróun.

Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar framlengi samning við Markaðsstofu Suðurlands til næstu þriggja ára og að framlag miðist við kr. 430 á hvern íbúa sveitarfélagsins.

 

12.3.  Tölvuskeyti Kjartans Sigurðssonar, dags. 20. október 2014; ljósleiðarakerfi.

Lagt fram tölvuskeyti Kjartans Sigurðssonar um hugmyndir að hönnun ljósleiðarakerfis í Bláskógabyggð.  Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

12.4.  Bréf Hagstofu Íslands, dags. 14. október 2014;  beiðni um athugasemdir við talningasvæði vegna manntals 2011.

Lagt fram bréf Hagstofu Íslands þar sem kallað er eftir athugasemdum um skilgreiningu talningasvæða vegna manntals 2011.  Byggðaráð hefur engar athugasemdir við skilgreiningu talningasvæða sem skilgreind eru í framlögðu bréfi.

 

12.5.  Bréf Gunnars Þórissonar, dags. 8. október 2014; stofnun lögbýlis á landspildu úr landi Fellsenda.

Lagt fram bréf Gunnars Þórissonar vegna sjónarmiða og afstöðu landeiganda Fellsenda varðandi stofnunar lögbýlis á landspildu úr landi Fellsenda.  Byggðaráð vísar framlögðu bréfi Gunnars til sveitarstjórnar en á næsta fundi hennar verður þetta mál til afgreiðslu.  Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar, dagskrárliður 1.4 mál 2.  Jafnframt felur byggðaráð sveitarstjóra að kalla eftir afstöðu skipulagsfulltrúa um málið ásamt rökstuðningi. Einnig að leitað verði eftir afstöðu íbúa og annarra landeigenda á svæðinu sem málið gæti varðað, m.t.t. hver fyrirhuguð starfsemi verður á nýju lögbýli í landi Fellsenda.

 

12.6.  Bréf Hestamannafélagsins Loga, dags. 28. október 2014;  beiðni um styrk á móti húsaleigu Aratungu.

Lagt fram bréf hestamannafélaganna Loga, Tausta og Smára þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu á móti húsaleigu Aratungu vegna árshátíðar félaganna sem haldin var 25. október 2014.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita félögunum styrk sem nemur húsaleigu Aratungu vegna umræddrar árshátíðar.

 

 1. Efni til kynningar:

13.1.  Bréf BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. október 2014; yfirlýsing í tengslum við kjarasamninga 2014.

13.2.  Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 17. október 2014; fyrirhugaðar framkvæmdir við göngustíg vestan Flosagjár á Þingvöllum.

13.3.  Ályktanir fulltrúafundar Landssamtaka Þroskahjálpar í Varmahlíð 18. október 2014.

13.4.  Bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 6. október 2014; ályktun frá aðalfundi félagsins sem haldinn var dagana 15. – 17. ágúst 2014.

13.5.  Drög að handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.