155. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. nóvember 2014 kl. 09:00.

 

Mætt: Valgerðar Sævarsdóttur, formaður, Helgi Kjartansson, Eyrún M. Stefánsdóttir sem varamaður Óttars Braga Þráinssonar og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundur með fulltrúum eigenda Aratungu, þ.e. Kvenfélags Biskupstungna og Ungmennafélags Biskupstungna þar sem rekstur og viðhaldsverkefni Aratungu er til umfjöllunar.

Kristinn L. Aðalbjörnsson, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs, Svava Theodórsdóttir, fulltrúi Kvenfélags Biskupstungna og Smári Þorsteinsson, fulltrúi Ungmennafélags Biskupstungna mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Umræða varð um rekstur Aratungu og þau viðhaldsverkefni sem ráðist hefur verið í á þessu ári.  Einnig var farið yfir þau viðhaldsverkefni sem liggja fyrir á næsta ári ásamt gjaldskrá Aratungu.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    38. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 

2.2.    Fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 10. nóvember 2014, ásamt drögum að lýsingu vegna endurskoðunar.

Eyrún M. Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Staðfest samhljóða.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög að lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar.  Lýsing verður lögð fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

2.3.    66. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.    7. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings.

3.2.    160. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

3.3.    235. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

3.4.    486. fundur stjórnar SASS.

3.5.    487. fundur stjórnar SASS.

3.6.    Fundargerð aðalfundar SASS, dags. 21. og 22. október 2014.

3.7.    1. fundur ferðamálaráðs Uppsveitanna.

3.8.    169. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

 

 1. Umræða um stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2015 – 2018.
  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála við vinnu að gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir árin 2015 – 2018.

 

 1. Sigurður Sigurðsson kemur á fund byggðráðs Bláskógabyggðar kl. 11:00, skv. beiðni frá honum. Einnig koma til fundar undir þessum lið Pétur Ingi Haraldsson og Kristinn L. Aðalbjörnsson.

Sigurður Sigurðsson, Kristinn L. Aðalbjörnsson og Pétur Ingi Haraldsson mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Umræða varð um forsendur útsends bréfs Skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 23. okótber 2014, sem sent var öllum lóðarhöfum við Lindarskóga, Laugarvatni, varðandi umgengismál.

 

 1. Þingmál til umsagnar:

6.1.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 17. nóvember 2014; frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (þingmál 29).
Byggðaráð kemur ekki fram með athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

6.2.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 17. nóvember 2014; tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll (þingmál 32).

Byggðaráð kemur ekki fram með athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

 

6.3.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. nóvember 2014; tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum (þingmál 55).

Byggðaráð kemur ekki fram með athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

 

6.4.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 20. nóvember 2014; tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll (þingmál 121).

Byggðaráð kemur ekki fram með athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

 

 1. Ákvörðun um útleigu íbúðarinnar Kistuholt 5c, Reykholti.
  Íbúðin Kistuholt 5c, Reykholti, var auglýst til útleigu í síðasta tölublaði Bláskógafrétta. Alls hafa þrír (4) aðilar sótt um íbúðina.  Umsækjendur eru:

Margrét Oddsdóttir kt. 240554-2169

Birgir Stefánsson kt. 110748-4349

Lilja Unnur Ágústsdóttir  kt. 051088-2479

Magda Karczmarczyk kt. 160493-3569

Byggðaráð hefur yfirfarið innkomnar umsóknir.  Tveir umsækjendur standast settar reglur um lágmarksaldur, en einstaklingur verður að vera orðinn 60 ára til að geta fengið íbúðina úthlutað sem íbúð fyrir eldriborgara. Byggðaráð samþykkir samhljóða að úthluta Margréti Oddsdóttur íbúðinni Kistuholti 3b, frá 1. janúar 2015, þar sem hún hefur verið lengst á biðlista yfir íbúð fyrir eldri borgara og sótt um við síðustu úthlutun íbúðar í Kistuholti.

 

 1. Endurgerð Heiðarbæjarréttar.

Lögð fram greinargerð vegna framkvæmda við endurgerð og uppbyggingu Heiðarbæjarréttar ásamt yfirliti yfir áfallinn kostnað við verkið.  Fjárhagsáætlun 2014 gerir ráð fyrir kr. 2.000.000 til þessara framkvæmda á þessu ári.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á næsta ári en gert er ráð fyrir kr. 500.000 vegna verkefnisins á árinu 2015.

 

 1. Upptaka rafrænna reikninga hjá Bláskógabyggð.

Lagt fram minnisblað Sigurrósar Jóhannsdóttur, sviðsstjóra, dags. 25. nóvember 2014 sem varðar upptöku rafrænna reikninga hjá Bláskógabyggð.  Fyrir liggur krafa frá fjársýslu ríkisins að frá  og með 1. janúar 2015 verði einungis tekið við rafrænum reikningum hjá öllum ríkisstofnunum að undanskyldum fasteignaskatti.

Sigurrós hefur leitað tilboða hjá þremur fyrirtækjum, þ.e. Advania, Inexchange og Seðli.

Byggðaráð samþykkir að taka upp rafræna reikninga hjá sveitarfélaginu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að semja við Inexchange um þá þjónustu.  Val á þjónustuaðila byggist á verðtilboði, þjónustu og meðmælum annarra notenda sem eru í viðskiptum hjá umræddum þjónustuaðilum.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

10.1.  Tölvuskeyti Eiríks Steinssonar, dags. 18. nóvember 2014; beiðni um breytingu á leigutaka er varðar leigusamning um tjaldsvæðið á Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti Eiríks Steinssonar þar sem fram kemur ósk um breytingu á leigusamningi um tjaldsvæðið á Laugarvatni, sem lýtur að kennitölu og nafni leigutaka.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að umrædd breyting verði gerð á samningi, með fyrirvara um að öll gjöld leigutaka samkvæmt samningi verði uppgerð.  Sveitarstjóra falið að ganga frá afgreiðslu þessa máls.

 

10.2.  Tölvuskeyti Oddnýjar Harðardóttur, dags. 20. nóvember 2014; tilboð um birtingu jólakveðju í jólablaði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Lagt fram tölvuskeyti Oddnýjar Harðardóttur þar sem Bláskógabyggð er boðið að kaupa jólakveðju í jólablaði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.  Byggðaráð samþykkir að kaupa jólakveðju í blaðinu í samræmi við jólakveðjur í öðrum héraðsblöðum.

 

10.3.  Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 12. nóvember 2014; umsókn um breytingu á rekstrarleyfi.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um breytingu á rekstrarleyfi.  Umsækjandi er Skjótur ehf, kt. 410206-0210, Kjóastöðum 1.  Sótt er um veitingaleyfi í flokki III, en gildandi leyfi er í flokki II.  Ekki er sótt um aðrar breytingar á gildandi leyfi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist starfsemi félagsins gildandi skipulagi á þessum stað.

 

 1. Efni til kynningar:

11.1.  Bréf Reykjavíkurborgar, Skóla- og frístundasviðs, dags. 19. nóvember 2014; afgreiðsla á beiðni um námsvist í grunnskólum Reykjavíkur.

11.2.  Bréf Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 20. nóvember 2014; leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.

11.3.  Bréf Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs; Miðfell 170160 – Ástand mannvirkja.

11.4.  Afrit af bréfi Vegagerðarinnar dags. 19. nóvember 2014; tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Helgastaðavegar 1 (nr. 3532) af vegaskrá.

11.5.  Afrit af bréfi Vegagerðarinnar dags. 19. nóvember 2014; tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hluta Hvítárbakkavegar (nr. 1689) af vegaskrá.

11.6.  Tillaga starfshóps Héraðsnefndar Árnesinga um leiðir til fjölgunar hjúkrunarrýma, dags. 9. október 2014.

11.7.  Samstarfssamningur um Frumkvöðlasetur SASS og NMÍ, dags. 6. október 2014, um opnun og rekstur frumkvöðlaseturs á Suðurlandi.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.