156. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. janúar 2015 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerðar Sævarsdóttur, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

1.1.    170. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga ásamt yfirliti yfir áhrif nýrra kjarasamninga á rekstrarkostnað skólans.

1.2.    171. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

1.3.    8. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings ásamt starfsáætlun 2015.

1.4.    235. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

1.5.    19. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

1.6.    489. fundur stjórnar SASS.

1.7.    Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf.

 

  1. Heimasíða Bláskógabyggðar.

Lögð fram greinargerð frá Sigurrós Jóhannsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusvið Bláskógabyggðar, þar sem kynntar eru niðurstöður verðkönnunar vegna endurskoðunar og endurgerðar heimasíðu Bláskógabyggðar.  Leitað var til þriggja fyrirtækja og beðið um verðtilboð í verkefnið og eru niðurstöður þeirrar verðkönnunar kynntar í greinargerðinni, sem dagsett er þann 20. janúar 2015.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að leita til TRS um hönnun og uppsetningu á nýrri heimasíðu fyrir Bláskógabyggð.

 

  1. Framkvæmdir vegna gatnagerðar að byggingarlóðum í landi Eflingar í Reykholti.

Í fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2015 er gert ráð fyrir framkvæmdum við vegtengingu að skipulögðu byggingarsvæði Eflingar í Reykholti.  Umrætt svæði er innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins í Reykholti.  Lögð fram drög að skipulagi svæðisins, en nauðsynlegt er að taka ákvörðun um hönnun vegar sem tengir þessar byggingarlóðir við núverandi gatnakerfi í Reykholti.  Í tengslum við þessa framkvæmd er áætlað skv. fjárhagsáætlun að leggja bundið slitlag á fleiri götur í Reykholti, s.s. Miðholt, eftir því sem fjárheimildir leyfa.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela EFLU Suðurland, Rúnari Friðgeirssyni, að hanna umrædda vegtengingu samhliða hönnun gatna innan skipulagssvæðis Eflingar.  Jafnframt er honum falið að vinna útboðsgögn um framkvæmdina og önnur verkefni sem lúta að lagningu slitlags í Reykholti.

Þegar hönnun og kostnaðarmat verkefnanna liggur fyrir verða öll gögn lögð fyrir byggðaráð til samþykktar.

Komið hefur fram vilji Eflingar að sjá sjálf um lagningu holræsa og sameiginlegrar rotþróar fyrir öll hús sem þeir hyggjast byggja á svæðinu.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að frárennslismálin verði á vegum Eflingar og felur sveitarstjóra að semja við félagið um lækkun gatnagerðargjalda sem lögð verða á vegna framkvæmdarinnar þar sem tekið verði tillit til kostnaðar vegna frárennslismála.  Niðurstöður verði lagðar fyrir byggðaráð til samþykktar.

 

  1. Áhættumat fyrir sumarhúsabyggðir í Bláskógabyggð vegna gróður og kjarrelda.

Lögð fram til kynningar fyrir byggðráð drög að áhættumati fyrir sumarhúsabyggðir í Bláskógabyggð vegna gróður- og kjarrelda.  Meðfylgjandi matinu eru uppdrættir af sumarhúsasvæðum sem tekin eru til skoðunar í áhættumatinu.

Byggðaráð fagnar þessari vinnu og mikilvægt er að tekið verði tillit til þeirra sjónarmiða og niðurstaðna sem koma fram í matinu við gerð skipulagsáætlana í sveitarfélaginu.  Einnig er afar mikilvægt þegar lokaútgáfa matsins liggur fyrir að öll gögn verði lögð fram við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.  Sveitarstjóra og oddvita falið að koma þessum gögnum til skila í þá vinnu.

 

  1. Aðgengi eldri borgara Bláskógabyggðar að íþróttaaðstöðunni á Laugarvatni.

Sveitarstjóri hefur verið í sambandi við Háskóla Íslands um möguleika á aðgengi eldriborgara í Bláskógabyggð að íþróttaaðstöðu þeirra á Laugarvatni.  Lagt fram tölvuskeyti frá Framkvæmda- og tæknisviði Háskóla Íslands, þar sem boðið er að útfæra aðgengi eldriborgara með sama hætti og með fríkorti starfsmanna Bláskógabyggðar.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir að ganga til samninga við HÍ um frían aðgang eldriborgara í Bláskógabyggð, 67 ára og eldri, að íþróttaaðstöðunni á Laugarvatni.  Með þeim hætti verður í boði sambærileg þjónusta við eldriborgara á Laugarvatni og er í Reykholti.

 

  1. Samningar:

6.1.    Samstarfssamningur um notkun seyru til landgræðslu.

Lagður fram samstarfssamningur um notkun seyru til landgræðslu milli Landgræðslunnar annars vegar og sveitarfélaganna Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps hins vegar. Tilgangur samningsins er að nýta seyru til landgræðslu á svæðum í umsjón Landgræðslunnar, þ.e. á Hrunamannaafrétti og Tunguheiði.  Samningstími er til árisins 2022.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umræddan samning fyrir sitt leyti og felur oddvita/sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

6.2.    Endurvinnslukortið; tilboð um samstarf.

Lagt fram bréf frá Náttúrunni er ehf, dags. 21. janúar 2015, þar sem leitað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð um rekstur miðlægs gagnasafns og upplýsingaveitu um endurvinnslu og sorphirðu.  Við slíkt samstarf fengi Bláskógabyggð viðmót til að birta á heimasíðu sinni upplýsingar um þjónustu og möguleika á sviði endurvinnslu, úrgangs og sorphirðu sem íbúar geta nýtt sér og fengið dagatal með sorphirðu og opnunartíma móttökustöðva í tölvur sínar eða síma. Áætla má kostnað á fyrsta ári, með stofngjaldi, kr. 109.760 utan VSK en virðisaukaskattur fengist endurgreiddur þar sem um sérfræðiþjónustu er að ræða.

Byggðaráð Bláskógabyggðar líst vel á verkefnið.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að kanna afstöðu samstarfssveitarfélaga í sorpmálum gagnvart verkefninu áður en ákvörðun verður tekin.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

7.1.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 22. janúar 2015; frumvarp til laga um örnefni (403. mál).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem kynnt er frumvarp til laga um örnefni. Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur ekki athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp að lögum.

 

7.2.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 28. janúar 2015; frumvarp til laga um Menntamálastofnun (456. mál).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem kynnt er frumvarp til laga um Menntamálastofnun.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur ekki athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp að lögum.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.    Afrit af bréfi Flóahrepps til Tæknisviðs Uppsveita; umsókn um inngöngu.

Lagt fram afrit af bréfi Flóahrepps til Tæknisviðs Uppsveita, þar sem Flóahreppur sækir um inngöngu í Tæknisvið Uppsveita.  Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur jákvætt í erindi Flóahrepps og felur oddvita að ræða við aðra oddvita aðildarsveitarfélaga um útfærslu og breytingar á samkomulagi.

 

8.2.    Bréf SÍBS, móttekið 12. janúar 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf SÍBS þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við útgáfu SÍBS-blaðsins.

Erindinu hafnað.

 

8.3.    Tölvuskeyti Fuglaverndar, dags. 8. janúar 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Fuglaverndar þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við útgáfu tímaritsins Fuglar.  Erindinu hafnað.

 

8.4.    Tölvuskeyti Blindrafélagsins, dags. 22. janúar 2015; styrkbeiðni

Lagt fram tölvuskeyti Blindrafélagsins þar sem óskað er eftir fjárstuningi við útgáfu blaðs blindrafélagsins Víðsjá.  Erindinu hafnað.

 

8.5.    Bréf Ómars Smára Kristinssonar, dags. 19. janúar 2015; beiðni um styrk vegna útgáfu Hjólabókarinnar 4. bók: Árnessýsla.

Lagt fram bréf Ómars Smára Kristinssonar þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útgáfu bókarinnar „Hjólabókin – 4; Árnessýsla“.  Umrædd bók er leiðarvísir fyrir hjólreiðafólk.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 100.000.

 

8.6.    Tölvuskeyti MS félags Íslands, dags. 27. janúar 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti MS félags Íslands þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útgáfu blaðs MS félagsins, Megin Stoð.  Erindinu hafnað.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:10.