157. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. febrúar 2015 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerðar Sævarsdóttur, formaður, Helgi Kjartansson, Eyrún M. Stefánsdóttir sem varamaður Óttars Braga Þráinssonar og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

1.1.    2. fundur Ferðamálaráðs Uppsveitanna.

1.2.    238. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

1.3.    162. fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

1.4.    824. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1.5.    825. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar nr. 592/2013.

Lögð fram drög að tillögu um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar nr. 592/2013.  Umræður urðu um framlögð drög að breytingum.  Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður þann 5. mars n.k.

 

  1. Drög að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið í Haukadal, dags. 10. febrúar 2015.

Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið í Haukadal.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi.  Byggðaráð vísar þessum drögum til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður þann 5. mars n.k.

 

  1. Greinargerð Tæknissvið Uppsveita um sorpmál, – vinnuskjal.

Lögð fram ófullgerð greinargerð frá Tæknisviði Uppsveita sem varðar sorpmál og fyrirhugað útboð á sorphirðu hjá sveitarfélögunum. Umræða varð um efni greinargerðarinnar. Byggðaráð vísar framlagðri greinargerð til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður þann 5. mars n.k.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

5.1.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 5. febrúar 2015; frumvarp til laga um húsaleigubætur (237. mál).

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrætt frumvarp á þessu stigi.

 

5.2.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 20. febrúar 2015; frumvarp til laga um orlof húsmæðra (339. mál).

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrætt frumvarp á þessu stigi.

 

5.3.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 9. febrúar 2015; frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (416. mál).

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrætt frumvarp á þessu stigi.

 

5.4.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 9. febrúar 2015; frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (427. mál).

 

 

 

5.5.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 9. febrúar 2015; frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (454. mál).

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrætt frumvarp á þessu stigi.

 

5.6.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 9. febrúar 2015; frumvarp til laga um náttúrupassa (455. mál).

Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur undir umsögn og athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga um umrætt frumvarp, sem dagsett var þann 20. febrúar 2015.

 

5.7.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 19. febrúar 2015; frumvarp til laga um farmflutninga á landi (503. mál).

Byggðaráð vísar málinu til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

5.8.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 19. febrúar 2015; frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (504. mál).

Byggðaráð vísar málinu til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

5.9.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 9. febrúar 2015; frumvarp til laga um stjórn vatnamála (511. mál).

Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur undir umsögn og athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga um umrætt frumvarp, sem dagsett var þann 18. febrúar 2015.

 

5.10.  Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 10. febrúar 2015; frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (512. mál).

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við umrætt frumvarp á þessu stigi.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Tölvuskeyti frá Karlakór Hreppamanna, dags. 13. febrúar 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti frá Karlakór Hreppamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk gegn auglýsingu í söngskrá kórsins.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að kaupa hálfrar síðu auglýsingu í söngskránni fyrir kr. 15.000.

 

6.2.    Bréf NKG-verkefnalausnir, dags. 11. febrúar 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf NKG-verkefnalausna þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið hvetji grunnskóla til þátttöku í verkefninu og veiti einnig fjárstyrk til verkefnisins.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að erindið verði sent til skólastjóra Bláskógaskóla og óskað eftir afstöðu skólans til þessa verkefnis áður en afstaða verður tekin til beiðninnar.

 

6.3.    Bréf Hins íslenska biblíufélags, móttekið 12. febrúar 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Hins íslenska biblíufélags þar sem óskað er eftir fjárstyrk.  Erindinu hafnað.

 

6.4.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. febrúar 2015; beiðni um umsögn vegna umsóknar Lumen ehf. um rekstrarleyfi.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar Lumen ehf um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I (heimagisting) að Bjarkarbraut 19, Reykholti.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt þar sem þessi starfssemi samræmist gildandi skipulagi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar óskar eftir því við Sýslumann á Suðurlandi að staðfesting á leyfisveitingu verði send til skrifstofu Bláskógabyggðar og til byggingarfulltrúa Uppsveitanna.

 

6.5.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. febrúar 2015; beiðni um umsögn vegna umsóknar Jökla housing ehf um rekstrarleyfi.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Jökla housing ehf um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki I (sumarhús) í Útey 1.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt þar sem þessi starfssemi samræmist gildandi skipulagi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar óskar eftir því við Sýslumann á Suðurlandi að staðfesting á leyfisveitingu verði send til skrifstofu Bláskógabyggðar og til byggingarfulltrúa Uppsveitanna.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.    Bréf Foreldrafélags leikskóladeildar Bláskógaskóla, dags. 9. febrúar 2015;  framtíðarskipan leikskólamála á Laugarvatni.

7.2.    Bréf Héraðsskjalasafns Árnesinga, dags. 9. febrúar 2015; eftirlitshlutverk Héraðsskjalasafns Árnesinga.

7.3.    Tölvuskeyti ARKHD Arkitektar Hjördís & Dennis, dags. 16. febrúar 2015;  kynning á þjónustu.

7.4.    Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála;  mál 85/2008.

7.5.    Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 18. febrúar 2015; úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.