158. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. mars 2015 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerðar Sævarsdóttur, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til samþykktar:

1.1.    40. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    Fundur vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 13. mars 2015. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    6. verkfundur vegna dæluhúss í Reykholti.

2.2.    9. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings.

2.3.    172. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

 

  1. Þingmál til umsagnar; tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis dags. 17. mars 2015, þingmál 166.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 17. mars 2015, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að þingsályktun.

 

  1. Erindi frá Eflu verkfræðistofu, dags. 9. mars 2015; ljósleiðaratengingar.

Lagt fram bréf Eflu verkfræðistofu þar sem Bláskógabyggð er boðin gerð forhönnunar og frumkostnaðaráætlun á ljósleiðarakerfum í Bláskógabyggð.

Málið var rætt og samþykkt samhljóða að vísa því til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.    Bréf samstarfshóps um sunnlenska skóladaginn 2016, dags. 13. janúar 2015.

Lagt fram bréf samstarfshóps um sunnlenska skóladaginn 2016 þar sem kynnt var hugmyndum sunnlenskan skóladag 27. apríl 2016.  Þar verði í boði málstofur, fyrirlestrar og sýningar þar sem öll skólastigin koma saman á stórum samstarfsdegi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar líst vel á hugmyndina og vísar þessu erindi til skólastjóra og skólaþjónustu til skoðunar og úrvinnslu.

 

5.2.    Bréf nemenda 9. bekkjar Bláskógaskóla á Laugarvatni, dags. 18. mars 2015; styrkbeiðni vegna ferðar í skólabúðir að Laugum í Sælingsdal.

Lagt fram bréf nemenda 9. bekkjar Bláskógaskóla á Laugarvatni þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar þeirra í skólabúðir að Laugum í Sælingsdal.  Styrkurinn yrði í formi greiðslu fyrir vinnuframlag til einhverra heppilegra verkefna fyrir sveitarfélagið.

Byggðaráð Bláskógabyggðar líst vel á hugmyndina og felur sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að ræða við viðkomandi og kanna hvort ekki séu fyrir hendi verkefni sem gætu hentað.

 

 

 

5.3.    Tölvuskeyti Jóns Snæbjörnssonar, dags. 18. mars 2015; íþróttahúsið á Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti Jóns Snæbjörnssonar þar hann vill kanna hvort Bláskógabyggð væri til í að styrkja almenna morgunopnun íþróttahússins á Laugarvatni tvisvar til þrisvar í viku.

Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að byggðaráð getur ekki tekið afstöðu til erindisins fyrr en upplýsingar um afstöðu eigenda og rekstraraðila liggur fyrir.

 

5.4.    Tölvuskeyti SASS, dags. 18. mars 2015; menntaþing á Suðurlandi.

Lagt fram tölvuskeyti SASS þar sem óskað er eftir ákvörðun um tíma og staðsetningu menntaþinga í öllum sýslum Suðurlands skv. markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands.  Jafnframt er óskað eftir því að hvert sveitarfélag skipi fulltrúa úr sveitarstjórn og úr hópi skólastjóra í samstarfshóp um menntaþing í Árnessýslu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til að Bryndís Böðvarsdóttir verði skipuð fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og Elfa Birkisdóttir fyrir hönd skólastjóra hjá Bláskógabyggð.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfesti tilnefningu í starfshópinn á næsta fundi sínum þann 16. apríl n.k.

 

5.5.    Bréf Strengjasveitar Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 3. mars 2015; styrkur vegna utanlandsferðar.

Lagt fram bréf Strengjasveitar Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir styrk á móti kostnaði við ferð sveitarinnar til Póllands.  Einn nemandi í hjómsveitinni er úr Bláskógabyggð.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 10.000.

 

5.6.    Tölvuskeyti Drífu Kristjánsdóttur, dags. 16. mars 2015; Laugafell.

Lagt fram tölvuskeyti Drífu Kristjánsdóttur þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar vegna nafns á Laugafelli / Laugarfelli / Laugarfjalli, sbr. framlagt tölvuskeyti.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til umfjöllunar í sveitarstjórn.

 

5.7.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 4. mars 2015; ósk um umsögn vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli.  Meðfylgjandi bréfinu er tillaga og umhverfisskýrsla.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að yfirfara erindið og svara því fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

5.8.    Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 9. mars 2015; sorphirða í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna erindis Bonafide lögmanna um sorphirðu í Bláskógabyggð. Frestur til að svara erindi ráðuneytis rennur út þann 10. apríl n.k. Afstaða sveitarstjórnar gagnvart erindis Bonafide liggur þegar fyrir og kemur reyndar fram í fyrri bréfum til Bonafide um sama efni.  Leitað hefur veið til JP lögmanna líkt og á fyrri stigum þessa máls til að svara erindi ráðuneytis.  Efni svarbréfs verðu kynnt í sveitarstjórn Bláskógabyggðar á næsta fundi hennar þann 16. apríl n.k.

 

 

5.9.    Tölvuskeyti nemenda í þýskuáfanga á þriðja ári ML, dags. 14. mars 2015; styrkur til menningarferðar.

Lagt fram tölvuskeyti nemenda í þýskuáfanga á þriðja ári ML þar sem óskað er eftir styrk til menningarferðar til Þýskalands næsta haust.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Ársyfirlit 2014 frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.

6.2.    Ársskýrsla UMF Biskupstungna 2014.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.