159. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 13. apríl 2015 kl. 17:00.
Mætt: Valgerðar Sævarsdóttur, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2014.
Lögð fram drög að ársreikningi Bláskógabyggðar 2014. Sveitarstjóri fór yfir framlögð drög að ársreikningi og skýrði ýmsa liði hans svo og lykiltölur. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagðan ársreikning Bláskógabyggðar 2014 sem tilbúinn til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Byggðaráð og sveitarstjóri árituðu framlagðan ársreikning Bláskógabyggðar 2014 og er honum vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, þann 16. apríl 2015.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.