159. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 10. apríl 2014, kl. 12:00

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    63. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    32. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

Varðandi dagskrárlið 7-a í leikskólahluta fundargerðar, þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að stofnuð verði afmælisnefnd leikskólans sem sjái um undirbúning afmælishátíðar Álfaborgar árið 2016.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Þórarinn Þorfinnsson sem fulltrúa sveitarstjórnar í afmælisnefnd Álfaborgar.

Varðandi dagskrárlið 7-c í leikskólahluta fundargerðar, þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fjölga starfsdögum úr fjórum í fimm árin 2014 – 2017 vegna innleiðingar nýrra markmiða skólaþjónustunnar.

Varðandi dagskrárlið 7-d í leikskólahluta fundargerðar, þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fenginn verði óháður aðili til að taka út starfið á leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar.  Formanni fræðslunefndar og oddvita sveitarstjórnar er falið að semja við óháðan fagaðila til að taka verkefnið að sér.

Að öðru leyti er fundargerð grunn- og leikskóla samþykktar samhljóða.

 

  1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2013 (síðari umræða).

Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar 2013 ásamt skýrslu endurskoðenda til annarrar og lokaumræðu hjá sveitarstjórn.  Helstu lykiltölur ársreiknings samstæðu eru eftirfarandi í þúsundum króna:

 

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur:                                                              923.315

Rekstrargjöld:                                                              -804.015

Fjármagnsgjöld:                                                             -41.646

Tekjuskattur:                                                                    -3.872

Rekstrarniðurstaða:                                                        73.783

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir:                                                           1.005.044

Veltufjármunir:                                                               205.823

Eignir samtals:                                                           1.210.866

 

Skuldir og eigið fé:

Eiginfjárreikningur:                                                         468.011

Langtímaskuldir:                                                            581.835

Skammtímaskuldir:                                                        161.020

Skuldir og skuldbindingar alls:                                       742.856

Eigið fé og skuldir samtals:                                                1.210.866

 

Samkvæmt yfirliti yfir sjóðstreymi fyrir árið 2013 nemur veltufé frá rekstri 167,8 milljónum króna og handbært fé frá rekstri 162,7 milljónir króna.  Handbært fé í árslok 76 milljónir króna.

Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2013 samþykktur samhljóða og áritaður.

 

  1. Málefni leikskólans Álfaborgar.

Lagt fram bréf Júlíönu Tyrfingsdóttur, skólastjóra Álfaborgar, dags. 31. mars 2014 þar sem hún segir starfi sínu lausu.  Uppsögn hennar tekur gildi frá 1. apríl.  Sveitarstjórn þakkar Júlíönu fyrir gott og faglegt starf á undanförnum árum og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

 

  1. Innsend erindi:

4.1.    Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 3. apríl 2014; dreifing lífræns áburðar á Tunguheiði.

Bréf Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar til að dreifa lífrænum áburði á Tunguheiði nú á vordögum.  Um er að ræða 60 ha svæði á Tunguheiði sem er friðað fyrir beit og sáð hefur verið grasfræi í það.  Svæðið er gott yfirferðar og flutningsleiðir greiðfærar. Afstöðumynd fylgir erindinu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að lífrænum áburði verði dreift á umræddu svæði en óskar eftir að jákvæð umsögn HES liggi fyrir áður en dreifing hefst.

 

4.2.    Boðun aðalfundar Límtrés Vírnets efh.  þann 16. apríl 2014.

Lagt fram aðalfundarboð frá Límtré Vírnet ehf. en aðalfundur félagsins verður haldinn þann 16. apríl 2014 klukkan 15:00 á Hótel Borgarnesi.

 

 

 

Fundi slitið kl. 12:45.