16. fundur

16. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
haldinn í Fjallasal Aratungu þriðjudaginn 6. maí 2003, kl 13:30.

Mætt voru:
Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Kjartan Lárusson

1. Fundargerð byggðaráðs frá 29. apríl 2003 tekin fyrir og samþykkt.  Við lið 12 var samþykkt að hafna beiðni Sambands sunnlenskra kvenna þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun ársins 2003.  Kjartan óskaði eftir svari við því hvers vegna ekki væri höfð kjördeild í Þingvallasveit?  Sveinn svaraði því til að í samráði við nefndarmenn í undirkjörnefnd Þingvallasveitar hafi verið ákveðið, í ljósi þess að leiðin milli Þingvallasveitar og Laugardals hefur verið opnuð, að íbúar Þingvallasveitar kjósi í Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni.

2.
 Skipulagsmál –tillögur að breytingum á byggingarskilmálum íbúðarhúsa í þéttbýli.  Samþykkt að auglýsa tillögurnar en samkvæmt þeim tillögum kemur m.a. fram að einbýlishús skulu ekki vera minni en 100 fm. án bílskúrs og parhús skulu ekki vera minni en 160 fm. án bílskúrs.  Einnig eru ákvæði um að húsin standi á steyptum sökklum.


Fundi slitið kl. 15:00