16. fundur

16. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn þriðjudaginn 25. mars 2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu

Mættir voru:

 byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir og varamaðurinn Snæbjörn Sigurðsson.

  

Margeir bar undir fundinn tillögu um að Sveinn A. Sæland riti fundargerðir byggðaráðs í fjarveru Ragnars þ.e. til 1. sept. og var það samþykkt.

1.     Bréf frá Brynjari S. Sigurðssyni um aðbúnað ferðafólks á afrétti Biskupstungna.  Byggðaráð þakkar Brynjari ábendingarnar og verða þær hafðar til hliðsjónar við undirbúning á starfseminni á Biskupstungnaafrétti næsta sumar.

2.     Bréf frá Sævari Bjarnhéðinssyni og Sigríði Jónsdóttur dags. 19. mars 2003 um bættar samgöngur við Arnarholt í Biskupstungum. Byggðaráð tekur undir erindið og felur formanni byggðaráðs að vinna frekar í málinu.

3.     Erindi frá Svanfríði Sigurþórsdóttur þar sem hún fer fram á að frístundahús hennar í Laugardal verði tengt Hitaveitu Laugarvatns.  Byggðaráð lýsir yfir fyllsta stuðningi við ákvarðanir veitustjórnar í þessu máli og felur formanni byggðaráðs að svara bréfi Svanfríðar í samræmi við það.

4.     Fundargerð 8. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar frá 17. febrúar 2003.  Samþykkt.

5.     Skýrslur Rafskoðunar frá 19. febrúar 2003 þar sem gerð var úttekt á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni og smíðastofunni í Reykholti.  Starfsmönnum áhaldahúsa sveitarfélagsins er falið að fara yfir athugasemdirnar með úrbætur í huga.

6.     Svar Bláskógabyggðar við beiðni Heilsugæslunnar í Laugarási um bætta aðstöðu í heilsugæsluseli á Laugarvatni. Samþykkt.

7.     Svarbréf Skipulagsstofnunar við beiðni Bláskógabyggðar um þátttöku við gerð aðalskipulags í Þingvallasveit.  Fram kemur í svarinu að samþykkt er framlag úr Skipulagssjóði að upphæð kr. 2.000.000- og greiðist það í þremur hlutum.

8.     Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. febrúar 2003 þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um orkumál.  Byggðaráð leggur til að farið verði í þessar viðræður og að skipaður verði viðræðuhópur á næsta sveitarstjórnarfundi.

9.     Drög að þjónustusamningi milli Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps.  Farið var yfir drögin og oddvita falið að vinna áfram í málinu. Stefnt skal að því að samningurinn verði staðfestur á næsta fundi sveitarstjórnar.

10. Bréf frá 12. mars 2003 þar sem óskað er samþykkis fyrir grenndarkynningu vegna orlofs- og sumarhúsabyggðar við Miðdal í Laugardal.  Byggðaráð leggur til að veitt verði samþykki fyrir grenndarkynningunni.

11. Erindi frá Ábótanum ehf. dags. 15. mars 2003 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.500.000 en styrkurinn er ætlaður til að greiða niður stofnkostnað á örbylgjusambandi fyrir internetið á Langholtsfjalli í Hrunamannahreppi.  Byggðaráð leggur til að styrkveitingu verði hafnað enda gerir fjárhagsáætlun ekki ráð fyrir henni 

12. Eftirfarandi erindi voru kynnt:

a.     Fundargerð 48. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, sem haldinn var 27. febrúar 2003.

b.    Bréf frá RARIK dags. 20. febrúar 2003 sem fjallaði um umsóknir um rafmagnsheimtaugar.

c.     Fundargerð 3. fundar um sameiningu orkufyrirtækja í nýju Suðurkjördæmi.

d.    Bréf Bláskógabyggðar dags. 17. febrúar 2003 til menntamálaráðherra vegna hvera- og hitavatnssvæðis á Laugarvatni.

e.     Bréf Bláskógabyggðar dags. 19. febrúar 2003 til fjármálaráðherra vegna viðræðna við landeigendur við Geysi í Haukadal um kaup á landi og hitaréttindum.

f.      Bréf frá Bárunni stéttarfélagi dags. 12 febrúar 2003 þar sem því er beint til sveitarfélaga á Suðurlandi að þau flýti fyrirhuguðum framkvæmdum eins og hægt er .

g.     Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu dags.  11. febrúar 2003 um málefni þjónustuhópa aldraðra.

h.     Fundargerð 186. fundar launanefndar sveitarfélaga sem haldinn var 12. mars 2003.

i.       Erindi frá Héraðsnefnd Árnesinga dags. 13. mars 2003 þar sem fram kemur kostnaðarskipting sveitarfélaga til byggingarsjóðs Fjölbrautaskóla Suðurlands.

j.       Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi tóbaksnotkun í fjölnota húsum.

k.     Fundargerð 363. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 5. mars 2003.

l.       Fundargerð 101. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 4. mars 2003.

m.  Fundargerð 52. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 19. febrúar 2003.

n.     Fundargerð 225. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 25. febrúar 2003.

o.    Erindi frá umhverfisráðuneytinu dags. 17. mars 2003 þar sem fjallað er um mat á umhverfisáhrifum á Sultartangalínu.

p.    Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. mars 2003 þar sem fjallað er um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélaga vegna holræsahreinsunar.

q.    Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 18. mars 2003 um ráðstefnu 4. apríl nk. um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið.

r.      Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 18. mars 2003 um ráðstefnu um rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaga.

Fundi slitið kl. 15:45