160. fundur Byggðaráðs

160. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. apríl 2015  kl. 12:00.

 

Mætt: Valgerðar Sævarsdóttur, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

1.1.    Fundur vinnunefndar um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 15. apríl 2014.

1.2.    11. fundur stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi.

1.3.    20. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, ásamt ársreikningi 2014.

1.4.    6. fundur Héraðsnefndar Árnesinga bs.

 

  1. Málefni íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.

Kristinn L. Aðalbjörnsson og Sigurjón Pétur Guðmundsson mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Umræða varð um fyrirliggjandi viðhaldsverkefni íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.  Einnig var rætt um stöðu mála varðandi rekstur næsta sumar, s.s. starfsmanna- og öryggismál.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fara í undirbúningsvinnu vegna endurnýjunar sundlaugar og útisvæðis.  Áætlun um aðgerðir verði lögð fyrir sveitarstjórn á fyrsta fundi eftir sumarfrí.

 

  1. Drög að samningi um svæðis- og aðalskráningu fornleifa í Bláskógabyggð.

Lögð fram drög að samningi um svæðis- og aðalskráningu fornleifa í Bláskógabyggð milli Bláskógabyggðar og Fornleifastofnunar Íslands.  Samningurinn er gerður vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.  Heildarkostnaður án VSK vegna verksins er kr. 3.750.000 sem greiðist þannig að 2.000.000 eru greiddar við undirritun samnings og 1.750.000 við verklok síðla árs 2015.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 22. apríl 2015; þingmál 629.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að gefa umsögn um 629. þingmál, frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt þingmál á þessu stigi.

 

4.2.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 22. apríl 2015; þingmál 689.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að gefa umsögn um 689. þingmál, tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 – 2016.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt þingmál á þessu stigi.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.    Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 14. apríl 2015; ósk um heimild til dreifingar lífræns áburðar á lítt gróið land á Tunguheiði.

Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir heimild til dreifingar lífræns áburðar eða kjötmjöls á lítt gróið land, ca. 40 ha, á Tunguheiði.  Sumarið 2014 var dreift kjötmjöli á aðliggjandi svæði sem gaf góða raun.  Leitað hefur verið eftir afstöðu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sem gerir ekki athugasemdir um dreifingu kjötmjöls á þetta landssvæði.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að lífrænum áburði eða kjötmjöli verði dreift á umrætt svæði.

 

5.2.    Tölvuskeyti Oddnýjar G. Harðardóttur, dags. 16. apríl 2015; boð um birtingu kveðju í blaði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Lagt fram tölvuskeyti Oddnýjar G. Harðardóttur þar sem Samfylkingin í Suðurkjördæmi bíður Bláskógabyggð að birta kveðju í blaði sem gefið verður út í tilefni 1. maí 2015.

Erindinu hafnað.

 

5.3.    Bréf Öglu Þ. Kristjánsdóttur og Karls J. Bridde, dags. 10. apríl 2015; beiðni um endurútreikning á fasteignagjöldum vegna atvinnuhúsnæðis.

Lagt fram bréf Öglu Þ. Kristjánsdóttur og Karls J. Bridde þar sem óskað er eftir endurútreikingi á fasteignagjöldum vegna atvinnuhúsnæðis.  Bréfritarar hafa óskað eftir rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í íbúðarhúsi sínu að Bjarkarbraut 19, Reykholti.  Vinna við breytingar á húsnæðinu standa yfir.  Þar sem rekstrarleyfi hefur ekki verið gefið út og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur ekki tekið húsnæðið út, þá verður álagning endurreiknuð.  Samþykkt samhljóða.

 

5.4.    Tölvuskeyti SASS, dags. 20. apríl 2015; skipan samráðsvettvangs vegna sóknaráætlunar Suðurlands 2015 – 2019.

Lagt fram tölvuskeyti SASS þar sem óskað er eftir fjórum ábendingum um einstaklinga til að taka þátt í samráðsvettvangi um gerð og framgang sóknaráætlunar fyrir landshlutann, skv. 4. grein samnings um Sóknaráætlun Suðurlands 2015-2019.

Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar málinu til næsta fundar sveitarstjórnar þann 7. maí n.k.

 

5.5.    Bréf stjórnar Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands, dags. 14. apríl 2015; styrkbeiðni vegna ráðstefnu.

Lagt fram bréf stjórnar Íþrótta- og heilsufræðifélags Íslands þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 500.000 til að halda alþjóðlega ráðstefnu fyrir íþróttafræðinga á Laugarvatni.

Byggðráð Bláskógabyggðar bendir á að slík fjárhæð er ekki fyrir hendi í fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2015.  Nauðsynlegt er að beiðni um slíkan fjárstuðning þarf að berast mun fyrr til að hægt sé að taka afstöðu til erindisins og fjárhæðar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

5.6.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16. apríl 2015; umsókn um rekstrarleyfi.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar frá Svarta smalanum kt. 520315-2170 um rekstrarleyfi að Mengi- Kjarnholti gististaðar í flokki V.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Tölvuskeyti HSK, dags. 20. apríl 2015; Hreyfivikan MOVE WEEK.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15.