160. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 8. maí 2014, kl. 15:15
í Aratungu
Mætt voru:
Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Axel Sæland sem varamaður Kristínar I Haraldsdóttur, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 147. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
1.2. 12. vinnufundur um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, ásamt fylgigöngnum sem voru yfirfarin á fundinum.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
1.3. 71. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 27. mars – 29. apríl 2014.
Mál nr. 1; Fyrirspurn_Gufuhlíð í Reykholti.
Lögð fram fyrirspurn dags. 23.04.14 þar sem óskað er eftir úrskurði hvort leyfilegt er að byggja 5 samliggjandi starfsmannaíbúðir við Gufuhlíð lnr. 167096 í Reykholti. Skipulagsnefndin telur að bygging fimm íbúða raðhús innan garðyrkjulóðarinnar Gufuhlíð samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að marka stefnu um uppbyggingu á garðyrkjulóðum innan Reykholts.
Mál nr. 3; Dsk Bláfell – smávirkjun.
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir 10-20 kW smávirkjun við Bláfell í Bláskógabyggð. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 20. mars sl. með athugasemdafresti til 2. apríl. Engar athugasemdir eða ábendingar hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 4; afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 27. mars til 29. apríl 2014 lagðar fram til kynningar.
Mál nr. 7; LB_Einiholt 1 lnr. 167081 – ný 15,7 ha spilda.
Lagt fram lóðarblað sem sýnir nýja 15,7 ha spildu úr landi Einiholts 1 lnr. 167081. Jafnframt er óskað eftir ábendingum skipulagsnefndar um hvað þurfi til til að heimilt verði að reisa lítið hús á spildunni. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn samþykkir stofnun spildunnar með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki verði gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Varðandi byggingu frístunda- eða íbúðarhúss að þá er bygging frístundahúsa bundin við svæði skilgreind sem frístundabyggð og bygging íbúðarhúsa er ekki heimil á landbúnaðarsvæðum nema í tengslum við búrekstur.
Mál nr. 8; LB_Fellsendi lnr. 170155 – ný spilda.
Lagt fram að nýju erindi Unu Vilhjálmsdóttur dags. 18. mars 2014 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði 119,6 ha spilda úr landi Fellsenda sbr. meðfylgjandi uppdráttur gerður af Verkfræðistofu Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir stofnun nýrrar spildu með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki verði gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Samþykktin er með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamerkja.
Mál nr. 9; LB_Hjálmsstaðir 1 lnr. 167633 – íbúðarhúsalóð.
Lagt fram lóðarblað sem sýnir 2.100 fm íbúðarhúsalóð úr landi Hjálmsstaða 1 lnr. 167633. Fram kemur að fyrirhugaður byggingarreitur sé 10 m frá lóðarmörkum og 45 m frá Hjálmsstaðaá. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki verði gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Varðandi heimild til að byggja íbúðarhús á lóðinni að þá er samþykkt að fela byggingarfulltrúa að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 44. gr. skipulagslaga þegar teikningar liggja fyrir, með fyrirvara um að fjarlægð íbúðarhúss frá Hjálmsstaðaá verði a.m.k. 50 m. Ef veita á leyfi fyrir staðsetningu húss nær en 50 m þarf að leita undanþágu umhverfis- og auðlindaráðherra frá ákvæðum skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og þá þarf að senda inn rökstuðning fyrir staðsetningu hússins.
Mál nr. 12; Valhallarstígur nyrðri 9.
Borist hefur bréf frá hönnuði þar sem óskað er eftir því að afstaða nefndarinnar verði endurskoðuð með tilliti til stærðar annarra húsa á svæðinu. Nefndin ítrekar afstöðu sína frá fundi 27. mars sl. Einnig bendir nefndin á að framkvæmdin er háð samþykki Þingvallanefndar og sbr. samþykkt nefndarinnar frá 17. nóvember 2010 þá er hámarks stærð húsa innan þjóðgarðsins 90 fermetrar. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Mál nr. 29; ASKBR Reykholt: Vegtenging Lyngbraut – Biskupstungnabraut.
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins í Reykholti vegna breytingar á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg. Tillagan var auglýst til kynningar 20. mars 2014 með athugasemdafrest til 2. apríl. Sameiginleg athugasemd barst frá Astrid Kooij, Steinari Jensen og Hólmfríði Geirsdóttur. Ný umsögn frá Vegagerðinni liggur ekki fyrir. Að mati nefndarinnar er staðfest aðalskipulag besta lausn varðandi úrlausn málsins og mælir nefndin því ekki með að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hluti Lyngbrautar verði botnlangi út frá Biskupstungnabraut sem mun ná inn fyrir aðkomuna að Lyngbraut nr. 5. Þá er aðkoma frá Bjarkarbraut að lóðinni Lyngbraut nr. 5 felld út.
Mál nr. 30; ASKBR Bláskógabyggð – Austurey 1.
Kjartan Lárusson vék af fundi undir þessum lið.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar sem felur í sér breytingu íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Lýsing skipulagsverkefnis var kynnt með auglýsingu 20. mars 2014 og var gefinn frestur til 2. apríl til að koma með athugasemdir. Þrettán athugasemdabréf bárust á kynningartíma auk þess sem fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um lýsinguna. Auk þessa liggur fyrir bréf umsækjenda varðandi viðbrögð við athugasemdum. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að kynna breytingu á aðalskipulagi svæðisins skv. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og láti alla þá sem sendu inn athugasemdir vita af þeirri kynningu.
Mál nr. 31; ASKBR Lækjarhvammur – vatnsaflsvirkjun.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Í breytingunni felst að gert verði ráð fyrir allt að 480 kW rennslisvirkjun í Heiðará og Þverá. Lýsing skipulagsverkefni var kynnt með auglýsingu 20. mars 2014 með athugasemdafresti til 2. apríl. Engar athugasemdir bárust og fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við lýsinguna. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 32; Brennimelslína – breyting á aðalskipulagi.
Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 7. nóvember 2013 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2004-2016, fyrir Þingvallasveit, vegna Brennimelslínu. Áður en tillagan var auglýst kom fram athugasemd/ábending frá Kjósahreppi um að mögulega væru mörk sveitarfélaganna ekki rétt og að umrætt svæði væri innan Kjósahrepps og jarðarinnar Fremri-Háls, í stað þess að vera innan jarðarinnar Fellsenda í Bláskógabyggð. Skipulagsnefnd mælir með að beðið verði með auglýsingu tillögunnar þar til fyrir liggur hvort að þau sveitarfélagamörk sem sýnd eru í gildandi aðalskipulagi séu rétt eða ekki. Skipulagsfulltrúa er falið að leita upplýsinga hjá Landmælingum Íslands um sveitarfélagamörk og vera í sambandi við þá landeigendur sem málið varðar. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Mál nr. 33; DSK Bergstaðir – hitaveitulóð.
Lagt fram erindi Einars E. Sæmundsen dags. 25. apríl 2014, f.h. Hitaveitu Bergsstaða, þar sem óskað er eftir að deiliskipulag fyrir hitaveitulóð verði tekin fyrir og afgreidd til auglýsingar í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Um er að ræða 2.500 fm lóð við suðvestur mörk jarðarinnar við Tungufljót, utan um borholu Hitaveitu Bergsstaða. Innan lóðar er afmarkaður byggingarreitur fyrir dæluhús. Að mati nefndarinnar er ekki talin þörf á að vinna deiliskipulag fyrir svæðið þar sem þegar er búið að bora. Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar með vísun í 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 35; DSKBR Úthlíð – Mosaskyggnir 7 og 8.
Lagt fram erindi Þráins Haukssonar dags. 23. apríl 2014, fyrir hönd eiganda lóðanna Mosaskyggnir 7 og 8 í landi Úthlíðar, þar sem óskað er eftir heimild til að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi sem felst í að lóðarmörkum á milli lóðanna er breytt þannig að línan er óbreytt í punkti L125, en hinn endinn færist til úr pkt. L122 í pkt. L123 með tilheyrandi hliðrunum í byggingarreitum þannig að þeir verði 10 metra frá nýjum lóðarmörkum. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Sveitarstjórn samþykkri málið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en eigendur lóðanna sem breytast.
Mál nr. 36; Efri-Reykir – Deiliskipulag.
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi 2,5 ha spildu úr landi Efri-Reykja við Brúará. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á spildunni og er í tillögunni gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 180 fm íbúðarhús, 40 fm gestahús og 300 fm skemmu. Tillagan var kynnt með auglýsingu 20. mars 2014 með fresti til athugasemda/ábendinga til 2. apríl. Engar athugasemdur/ábendingar hafa borist. Fyrir liggja umsagnir Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 37; Laugarvatn – Einbúi.
Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 3. apríl 2014 var samþykkt að óska eftir sjónarmiðum skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar varðandi það hvort að breyta ætti deiliskipulagi lóðar við Einbúa á Laugarvatni sem samkvæmt skipulagi eru skipulögð fyrir verslun- og þjónustu (ferðaþjónustu). Lóðin er mjög stór eða 36.525 fm. Spurningin er hvort að skipta ætti lóðinni í minni lóðir. Skipulagsfulltrúi hefur verið í sambandi við þá aðila sem settu sig í samband við sveitarstjórn varðandi möguleika á lóð á þessu svæði. Ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessari stundu hverjar þarfir þeirra eru en það mun koma í ljós fljótlega. Þar sem núverandi lóð er mjög stór telur skipulagsnefnd og skipulagsfulltrúi ekkert til fyrirstöðu að láta endurskoða skipulag svæðisins m.t.t. mögulegrar bættrar nýtingu og fjölgun lóða. Lagt er til að sú vinna fari þó ekki af stað fyrr en nákvæmari hugmyndir um nýtingu svæðisins liggja fyrir. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
1.4. 3. fundur Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
- Umferðatakmarkanir innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps skora á Þingvallanefnd og Vegagerðina að falla frá mun strangari hömlum á umferð um þjóðgarðinn en eru í gildandi aðalskipulagi Þingvallasveitar enda eru þær mjög íþyngjandi fyrir bændur og atvinnurekendur á svæðinu.
- Skipulagsmál:
3.1. Tillaga að breytingu Aðalskipulags Biskupstungna 2000 – 2012; landspilda úr landi Kjóastaða, verslun og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis.
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi á spildu úr landi Kjóastaða. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að um 12 ha svæði úr landi Kjóastaða 1, spilda með lnr. 220934, breytist í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem fyrirhugað er að byggja upp ferðaþjónustu. Á svæðinu er gert ráð fyrir tjaldsvæði auk þess sem heimilt verður að reisa a.m.k. 2 hús fyrir gistingu og aðra þjónustu s.s. veitingasölu. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi þann 20. mars 2014 með athugasemdafresti til 2. maí. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda breytinguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.2. Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu úr landi Kjóastaða 1 í Bláskógabyggð (lnr. 220934).
Lögð fram að lokinni kynning skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi tæplega 12 ha spildu úr landi Kjóastaða (lnr. 220934), vestan við aðkomuveg að bæjartorfu Kjóastaða. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta svæðið að hluta fyrir tjaldsvæði auk þess sem heimilt verður að reisa tvö hús fyrir gistingu og veitingarekstur. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi þann 20. mars 2014 með athugasemdafresti til 2. maí. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Innsend erindi:
5.1. Bréf Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, dags. 5. maí 2014; umsókn um leyfi til rallýkeppni.
Lagt fram tölvuskeyti og bréf frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur þar sem sótt er um leyfi til að nýta gamla veginn um Töllháls, gamla Gjábakkaveginn og Eyfirðingavegar til rallýaksturs. Einnig er sótt um leyfi sveitarstjórnar til að halda rallýkeppni á Gjábakkavegi laugardagsmorguninn 24. maí 2014.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa beiðni BÍKR um notkun Gjábakkavegar, Tröllháls og Eyfirðingarvegar til úrvinnslu við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar. Þar til að niðurstaða þeirrar vinnu er lokið þá hafnar sveitarstjórn því að Gjábakkavegur og Eyfirðingarvegur verði notaðir við rallýakstur. Nýting vegarins um Tröllháls hefur verið nýttur undarfarin ár við rallýkeppni og er sveitarstjórn jákvæð fyrir það að heimila nýtingu þess vegar þegar og ef beiðnin þar að lútandi berst sveitarstjórn.
5.2. Bréf Sýslumannsins á Selfossi dags. 5. maí 2014; ósk um umsögn vegna leyfis til rekstur veitingastaðar í flokki II til handa veitingastaðarins Við Faxa, Heiði.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstur veitingastaðar í flokki II í veitingastaðnum Við Faxa, Heiði, Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist afgreiðslutími og staðsetning skipulagi svæðisins.
5.3. Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 1. maí 2014; lýsing breytingar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008 – 2020.
Lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar þar sem kynnt er lýsing breytingar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008 – 2020 á landnotkun og stefnumörkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga. Ábendingar við efni lýsinganna skulu berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 22. maí 2014.
Ekki er að sjá að aðalskipulagsbreytingin hafi áhrif á aðalskipulag Bláskógabyggðar, en sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa og oddvita sveitarstjórnar að yfirfara innsend gögn og veitir þeim jafnframt umboð sveitarstjórnar til að senda inn ábendingar ef ástæða þykir til.
- Efni til kynningar:
6.1. Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 22. apríl 2014; umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
6.2. Bréf Minjavarðar Suðurlands, dags. 28. apríl 2014; umsögn vegna deiliskipulags í landi Bergstaða í Biskupstungum.
6.3. Skýrsla starfshóps Héraðsnefndar Árnesinga um leiðir til fjölgunar hjúkrunarrýma, dags. 30 september 2013.
Fundi slitið kl. 17:00.