161. fundur byggðaráðs

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. maí 2015 kl. 08:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Eyrún M. Stefánsdóttir sem varamaður Óttars Braga Þráinssonar og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar kom fram með tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður 5.13.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    2. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    Fundur vinnunefndar um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 20. maí 2015.

2.2.    1. – 10. fundur vinnunefndar um skipan skólamála í Bláskógabyggð.

2.3.    7. fundur, aukafundur nefndar oddvita og sveitarstjóra í Árnesþingi (NOS).

2.4.    1. fundur samstarfsnefndar lögreglustjóra og sveitarstjórna í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi, 25. mars 2015, ásamt samstarfsyfirlýsingu.

2.5.    491. fundur stjórnar SASS.

2.6.    492. fundur stjórnar SASS.

2.7.    493. fundur stjórnar SASS.

2.8.    494. fundur stjórnar SASS.

 

  1. Erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. maí 2015; umsagnarbeiðni um reglur um staðfestingu ráðherra á gjaldskrám hitaveitna.

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um drög að reglum um staðfestingu ráðherra á gjaldskrám hitaveitna.

Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar erindinu til stjórnar Bláskógaveitu.

 

  1. Áhættumat fyrir sumarhúsabyggðir í Bláskógabyggð vegna gróður- og kjarrelda.

Lagt fram áhættumat fyrir sumarhúsabyggðir í Bláskógabyggð vegna gróður- og kjarrelda sem unnið hefur verið af verkfræðistofunni Mannvit.

Byggðaráð vísar fyrirliggjandi áhættumati til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa og óskar eftir umsögn þeirra.  Þegar umsögn liggur fyrir verður matið tekið til lokaumræðu í sveitarstjórn.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.    Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 20. maí 2015; Endurskoðun á samningi vegna refaveiða 2014 – 2016.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem kynnt er endurskoðun gildandi samnings um refaveiðar sbr. 9. grein hans.  Í endurskoðun samnings kemur fram að endurgreiðslur til sveitarfélaga munu hækka um 2% tímabundið þar sem endurgreiðslur urðu lægri árið 2014 en samningurinn kvað á um.  Einnig er lögð áhersla á að upplýsingum verði skilað í grenjaskrá og verður tekið tillit til þeirra skila við ákvörðun um úthlutun fjármagns við endurskoðunina.

Stefnt verður að fundi í haust með refaveiðimönnum Bláskógabyggðar þar sem kynntar verða skyldur sveitarfélaga og refaveiðimanna skv. gildandi samningi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða kynntar breytingar á gildandi samningi milli aðila um refaveiðar 2014 – 2016.

5.2.    Tölvuskeyti Bjarna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra SASS, dags. 19. maí 2015; Skipan tveggja kjörinna fulltrúa til þátttöku á fundum um svæðisskipulag.

Lagt fram tölvuskeyti SASS þar sem óskað er eftir skipan tveggja kjörinna fulltrúa til þátttöku á fundum um svæðisskipulag.

Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar ákvörðun um skipan fulltrúa til sveitarstjórnar, en næsti fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn 4. júní n.k.

 

5.3.    Tölvuskeyti Kristínar Ástþórsdóttur og Gísla Valdimarssonar, dags. 17. maí 2015; ósk um framlengingu samnings við Fýlinn slf. til fjögurra ára vegna umsjónar með hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti Kristínar Ástþórsdóttur og Gísla Valdimarssonar þar sem óskað er eftir fjögurra ára framlengingu á samningi milli Bláskógabyggðar og Fýlsins slf vegna umsjónar með hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni.

Rætt var um efni samnings og einstaka ákvæði hans.  Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur jákvætt í beiðnina og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og gera breytingar á einstaka ákvæðum gildandi samnings skv. þeirri umræðu sem átti sér stað á fundinum.  Nýr samningur verður lagður fram til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

5.4.    Tölvuskeyti Rally Reykjavík, dags. 14. maí 2015; umsókn um leyfi til að nýta gamla veginn um Tröllháls fyrir rallýkeppni þann 29. ágúst 2015.

Lagt fram tölvuskeyti Rally Reykjavík þar sem óskað er eftir leyfi til að nýta gamla veginn um Tröllháls fyrir rallýkeppni þann 29. ágúst n.k.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að gamli vegurinn um Tröllháls verði nýttur fyrir umrædda keppni, í samræmi við meðsenda leiðarlýsingu og tímaáætlun.

Með sama hætti og undanfarin ár þá gerir byggðaráð Bláskógabyggðar þá kröfu að gætt verði vel að öllum öryggisþáttum, með tilkynningu og skiltauppsetningu o.þ.h. svo tryggt sé að allur almenningur viti að þessi keppni fari fram þarna á þessum tíma. Jafnframt verði vegurinn hafður ekki í verra ástandi að lokinni keppni en hann er fyrir hana.

 

5.5.    Bréf Hjálparstarfs kirkjunnar, dags. maí 2015; styrkbeiðni í formi kveðju í blað.

Lagt fram bréf Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu „Margt smátt“ fréttablaðs með kaupum á styrktarlínu.  Erindinu hafnað.

 

5.6.    Tölvuskeyti Sveitarstjórnarmála, dags. 21. maí 2015; styrkbeiðni í formi kveðju í blað.

Lagt fram tölvuskeyti frá Sveitarstjórnarmálum þar sem óskað er eftir styrk við útgjáfu blaðsins með kaupum á kveðju í blaðið.  Erindinu hafnað.

 

5.7.    Bréf Þorfinns Þórarinssonar, dags. 10. apríl 2015; endurprentun 2. heftis „Inn til fjalla“.

Lagt fram bréf Þorfinns Þórarinssonar þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar gagnvart endurprentun á 2. hefti „Inn til fjalla“. Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela Helga Kjartanssyni, oddvita, að kanna betur forsendur fjármögnunar verkefnisins og kynni þær fyrir byggðaráði / sveitarstjórn áður en afstaða til verkefnisins verður tekin.

 

5.8.    Tölvuskeyti Guðjóns Arnars Kristjánssonar, dags. 20. maí 2015; styrkbeiðni í formi kveðju í blað.

Lagt fram tölvuskeyti Guðjóns Arnars Kristjánssonar þar sem óskað er eftir styrk með birtingu sjómannadagskveðju í blaðinu Gullkistan.  Erindinu hafnað.

 

5.9.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 20. maí 2015; umsókn um rekstrarleyfi í flokki V, Hótel Geysir.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn  Bláskógabyggðar vegna umsóknar Hótels Geysis ehf, kt. 481293-2519, um leyfi til rekstur gististaðar í flokki V að Geysi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

5.10.  Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26. maí 2015; umsókn um rekstrarleyfi í flokki II, Efsti-Dalur 2 ehf. vegna Hrísholts 10 á Laugarvatni.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn  Bláskógabyggðar vegna umsóknar Efsta-Dals 2 ehf, kt. 510210-0850, um leyfi til rekstur gististaðar í flokki II, að Hrísholti 10, Laugarvatni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

5.11.  Aðalfundarboð Límtré Vírnet ehf fyrir árið 2014, sem haldinn verður 29. maí 2015.

Lagt fram aðalfundarboð Límtrés Vírnets ehf fyrir árið 2014, en fundurinn verður haldinn föstudaginn 29. maí 2015 klukkan 15:00 að Hilton Reykjavík Nordica.

Helga Kjartanssyni, oddvita sveitarstjórnar, er veitt umboð til að vera fulltrúi Bláskógabyggðar á fundinum.

 

5.12.  Tölvuskeyti Sighvats Lárussonar, dags. 27. maí 2015; umsókn um byggingarlóð fyrir hönd Þórarins Þórarinssonar.

Lagt fram tölvuskeyti og umsókn um byggingarlóð við Einbúa á Laugarvatni, en uppi eru hugmyndir um uppbyggingu Þjóðmenningarseturs þar.  Óskað er eftir því að umrædd lóð verði tekin frá fyrir þetta verkefni í allt að 12 mánuði, eða þar til vinna að undirbúningi og fjármögnun fyrir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á lóðinni verður lokið.  Þá verði gerður samningur um formlega afhendingu lóðarinnar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umsækjendum forgöngu að þessari lóð til 12 mánaða.

 

5.13.  Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26. maí 2015; umsókn um rekstrarleyfi í flokki II, Dýragarðurinn í Slakka.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn  Bláskógabyggðar vegna umsóknar Kleinu ehf, kt. 530212-1730, um breytingu á leyfi til rekstur veitingstaðar í flokki II, í Dýragarðinum Slakka, Laugarási.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Bréf Varasjóðs húsnæðismála, dags. 21. maí 2015; lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.

6.2.    Bréf Rafal ehf, dags. 5. maí 2015; hönnun, bygging og rekstur ljósleiðaraneta.

6.3.    Bréf Verkís hf. dags. 13. maí 2015; fráveitukerfi.

6.4.    Afrit af bréfi Veiðifélags Apavatns til skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. dags. 25. apríl 2015; bygging sumarhúsa og sólpalla að vatnsbakka.

6.5.    Skilaboð úr hópaumræðum á ráðstefnu SASS á Hellu 25. mars 2015; Auðlindir, skipulag og atvinna.

6.6.    Ársreikningur Háskólafélags Suðurlands ehf 2014 ásamt skýrslu stjórnar.

6.7.    Ársreikningur Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs 2014.

6.8.    Ársskýrsla Þjónusturáðs Suðurlands, dags. 30. apríl 2015.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.