161. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 12. júní 2014, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    148. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    72. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 30. apríl – 21. maí 2014.

 

Mál nr. 2; Fyrirspurn. Áningarstaður / bálhús við Laugarvatn.

Lagt fram tölvuskeyti Hreins Óskarssonar dags. 21. maí 2014 varðandi fyrirhugað bálhús á Laugarvatni ásamt tillögu Arkís að nýjum bílastæðum í tengslum við það. Jafnframt lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugarvatn sem unnin hefur verið af Landform ehf.

Sveitarstjórn gerir athugasemd við staðsetningu fyrirhuguð almenningsbílastæði og telur að þau eigi ekki að vera staðsett eins og fram kemur á uppdrætti.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa umrædda tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að því gefnu að umrædd almenningsbílastæði falli brott.

 

Mál nr. 3; Fyrirspurn_Gufuhlíð í Reykholti.

Lagt fram erindi Birgis Leós Ólafssonar dags. 15. maí 2014, f.h. Helga Jakobssonar eiganda Gufuhlíðar í Reykholti, varðandi nokkra möguleika á byggingu um 300 fm raðhúss með 4-6 íbúðum. Í fyrsta lagi er spurt hvort að mögulegt sé að sameina lóðir nr. 33 og 35 og/eða 35 og 37 við Miðholt, í öðru lagi hvort að afmarka megi lóð úr landi Gufuhlíðar meðfram Skólavegi, og í þriðja lagi að kannað verði hvort að lóð úr landi Norðurbrúnar við Lyngbraut sé fáanleg til úthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að breyta deiliskipulagi við Miðholt á þann veg að lóðir nr. 33 og 35 eða 35 og 37 verði sameinaðar og skilmálum breytt þannig að byggja megi 300-400 fm raðhús fyrir 4-6 íbúðir. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og er mælt með að breytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum húsa við Miðholt.

 

Mál nr. 4; Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. apríl 2014 til 21. maí 2014.

 

Mál nr. 6; LB_Reykholt_Sólbraut5 – ný lóð undir spennistöð.

Lagt fram tölvuskeyti frá Sigurði Jakobssyni dags. 14. maí 2014, f.h. Rarik, þar sem óskað er eftir að stofnuð verði ný lóð fyrir spenni við garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti. Fram kemur að fyrir liggi samþykki aðliggjandi nágranna. Meðfylgjandi er lóðarblað sem sýnir afmörkun 56 fm lóðar. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem samþykki aðliggjandi nágranna liggur fyrir er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

 

Mál nr. 7; Gýgjarhólskot 1.

Um er að ræða vélargeymsla að flatarmáli 599,6 fm, Límtréshús.

Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. gr skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa að því loknu.

 

Mál nr. 8; Miklaholt.

Um er að ræða viðbyggingu við fjós, þ.e. fjós lengist um 25,3 metra og að auki er steypt haughús undir fjósi.

Sveitarstjórn samþykkir að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga þar sem ekki eru taldir vera aðrir hagsmunaaðilar en umsækjandi og sveitarfélag. Málinu vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 16; Askbr. Syðri-Reykir – Norðurtún.

Lögð fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna efnisnámu í landi Syðri-Reykja í Norðurtúni rétt við Brúará. Samkvæmt lýsingunni er námusvæðið 49.560 fm að flatarmáli og gert ráð fyrir að þar megi taka allt að 149.000 m3 af efni á 15 árum. Afmörkun námusvæðisins er sýnt á loftmynd. Að mati nefndarinnar er fyrirhugað námusvæði of nálægt núverandi frístundabyggð sem felur í sér töluverða hættu á neikvæðum áhrifum vinnslunnar á þær lóðir sem næst eru. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem gert er ráð fyrir að náman fari ekki nær frístundabyggðinni en 100 m. Einnig að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Þar sem námusvæðið er að hluta innan svæðis á náttúruminjaskrá og vegna nálægðar við frístundabyggðina þarf að gera sérstakar kröfur til þeirra vinnslu sem fram fer í námunni m.a. í tengslum við frágang til að koma í veg fyrir fok o.fl.

 

Mál nr. 17; Dsk. friðlandið við Gullfoss – lýsing og matsskylda.

Lögð fram að lokinni kynningu auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi friðlands við Gullfoss og næsta nágrenni ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst til kynningar 20. mars 2014 með athugasemdafresti til 2. maí. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Veðurstofu Íslands, Minjastofnun Íslands, Ferðamálastofu og Hrunamannahreppi.  Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og meðfylgjandi umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að senda það Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 18; Dsk. Lindartunga_Birkihlíð lnr. 167075.

Lögð fram að tillaga að deiliskipulagi yfir nýja 22.025 fm spildu úr landi Lindatungu lnr. 167075 þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 250 fm íbúðarhús og 300 fm bílskúr/skemmu. Deiliskipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 21. febrúar 2013 með athugasemdafresti til 5. apríl. Engar athugasemdir bárust en þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur rann út án þess að auglýsing um gildistöku hafi birst í B-deild Stjórndartíðinda þarf að auglýsa tillöguna upp á nýtt.  Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa ofangreinda deiliskipulagstillögu að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 19; Dskbr. Haukadalur 3 – færsla á fundarsal.

Lögð fram tillaga Landforms að færslu á núverandi samkomusal austan megin við Hótel Geysi um u.þ.b. 200 m að gistiheimilinu við Haukadal 3. Samkomusalurinn er um 230 m að stærð og verður með tengibyggingu yfir í núverandi gistiheimili. Færslan er tilkomin þar sem núverandi staðsetning er innan byggingarreits gildandi deiliskipulags fyrir nýtt hótel. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við færslu samkomusalarins í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en umsækjenda að mati nefndarinnar.  Sveitarstjórn vísar endanlegri afgreiðslu á útfærslu salarins á nýjum stað til byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 20; Dskbr. Laugarás – Skúlagata og Skálholtsvegur.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Laugarási vegna nýrrar lóðar undir spennistöð við Skálholtsveg. Um er að ræða um 60 fm lóð úr landi Lauftúns (lnr. 167381). Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir sveitarstjórn hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir aðliggjandi lóðarhafa.

 

Mál nr. 21; Dskbr. Laugarvatn Fontana.

Lagt fram erindi Sigurðar R. Hilmarssonar, framkvæmdarstjóra Laugarvatns Fontana dags. 15. maí 2014 þar sem fram kemur hugmynd um að loka gönguleiðinni fyrir neðan Fontana, taka niður girðingarnar, hlúa að vatnsbakkanum og búa til aðstöðu til sólbaða. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að aðgengi um strönd Laugarvatns, milli baðstaðar Fontana og vatnsins verði takmarkað ef á sama tíma verði gert ráð fyrir góðri tenginu að ofanverðu.  Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

 

Mál nr. 22; Dskbr. Torfastaðir – skilmálabreyting.

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í landi Torfastaða. Í breytingunni sem var kynnt með bréfi dags. 14. apríl 2014, með athugasemdafresti til 13. maí, var gert ráð fyrir að heimila þakhalla húsa á bilinu 0-45 gráður í stað 15-45 gráða samkvæmt gildandi skipulagi. Engar formlegar athugasemdir bárust á kynningartíma en bent var á hvort að ekki þyrfti að setja hámarkshæð á hús sem væru með flötu þaki því samkvæmt gildandi skilmálum eru ekki ákvæði um vegghæðir heldur eingöngu 6,5 m hámarksmænishæð. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með þeirri breytingu að við bætist ákvæði um að ef hús eru með minni þakhalla en 15 gráður að þá skuli hámarkshæð þeirra frá gólfplötu vera 4 m. Drífa Kristjánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Mál nr. 23; Haksvegur og Þingvallavegur – ósk um umsögn.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 14. maí 2014 vegna lagfæringar gatnamóta við Haksveg og Þingvallaveg. Óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Að mati sveitarstjórnar er um nauðsynlegar endurbætur að ræða sem fela ekki í sér neikvæð áhrif á umhverfið heldur hafa eingöngu jákvæð áhrif á öryggi umferðar um svæðið. Ekki er talin þörf á að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

 

1.4.    14. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

  1. Skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar „Skipan skóla í Bláskógabyggð“ dags. 18. maí 2014.

Lögð fram skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar, „Skipan skóla í Bláskógabyggð“.  Umræða varð um skýrsluna og hugmynda höfundar um framtíðarskipan skólamála í Bláskógabyggð.  Þar sem sveitarstjórnarkosningar eru nýafstaðnar og stutt er í næsta fund nýkjörinnar sveitarstjórnar þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að vísa þessum dagskrárlið til nýkjörinnar sveitarstjórnar.

 

  1. Tillaga að breytingu deiliskipulags Hótel Geysis.

Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags við Hótel Geysi vegna fyrirhugaðrar stækkunar hótelsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til efnislegrar meðferðar í skipulagsnefnd en jafnframt að erindið verði kynnt nýrri sveitarstjórn á fyrsta fundi hennar þann 16. júní 2014.

 

  1. Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014; kostnaður vegna framkvæmda við gaslagnir í Gíslaskála og Árbúðum sumarið 2013.

Lögð fram tillaga um samþykkt viðauka við fárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2014 sem nemur kostnaði vegna framkvæmda við gaslagnir í Gíslaskála og Árbúðum sumarið 2013.  Umræddar framkvæmdir voru á framkvæmdaáætlun ársins 2013 og var verkið unnið á því ári.  Reikningur fyrir framkvæmdunum barst fyrst í lok maí s.l. og var ekki gert ráð fyrir þessum útgjöldum á árinu 2014.

Þar sem erindið barst ekki núverandi sveitarstjórn fyrr en eftir kosningar þá vísar sveitarstjórn afgreiðslu erindisins til nýkjörinnar sveitarstjórnar.

 

  1. Innsend erindi:

5.1.    Tölvuskeyti frá Lindinni Veitingahús Laugarvatni, dags. 28. maí 2014; gróðurhúsið við hlið Lindarinnar.

Lagt fram tölvuskeyti Lindarinnar Veitingahúss ehf þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið fái gróðurhús sem stendur við hlið veitingastaðarins til leigu.  Sveitarstjórn bendir Lindinni á að Bláskógaskóli leigir umrætt gróðurhús af ríkinu og er það nýtt til skólastarfssemi.  Sveitarstjórn getur því ekki fallist á að láta af hendi aðstöðuna. Sveitarstjóra er falið að ræða við rekstraraðila Lindarinnar í samræmi við umræðu á fundinum.

 

5.2.    Tölvuskeyti frá Lindinni Veitingahús Laugarvatni, dags. 28. maí 2014; umsókn um lóð merkt bátaskýli á Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti Lindarinnar Veitingahúss ehf þar sem óskað er eftir því að fá 482 fm lóð, merkt bátaskýli, til afnota.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bendir á að umrædd lóð er í eigu ríkisins og því verði Lindin Veitingahús að beina erindi sínu til ríkisins.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Ársreikningur Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. vegna ársins 2013.

6.2.    Bréf Minjavarðar Suðurlands, dags. 27. maí 2014; umsögn vegna breytingar á aðalskipulagsi Biskupstungna, náma í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns.

6.3.    Bréf Minjavarðar Suðurlands, dags. 16. maí 2014; umsögn um tillögu að deiliskipulagi á friðlandi við Gullfoss.

6.4.    Bréf frá Innanríkisráðuneytinu – Jöfnunarsjóði, móttekið 2. júní 2014; tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

6.5.    Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 2. júní 2014; styrkur vegna framkvæmda við göngustíga og öryggisgrindverks við hverasvæði Geysis.

 

Oddviti þakkaði fráfarandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjóra kærlega samstarfið á liðnu kjörtímabili.  Hún sagði samstarf sveitarstjórnarinnar hafa verið mjög traust og gott og lýsti ánægju sinni og þakklæti til allra fyrir það.  Jafnframt óskaði hún nýrri sveitarstjórn velfarnaðar í störfum sínum á komandi kjörtímabili.

 

Fundi slitið kl. 16:45.