162. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

 1.  fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. júní 2015 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    91. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15-08.

 

Mál nr. 11; Brú 167070: Umsókn um byggingarleyfi: hesthús – 1506022.

Sótt er um leyfi til að byggja hesthús á eldri haugkjallara frá því um 1985.  Haugkjallarinn var ætlaður undir fjósbyggingu sem hætt var við að byggja.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir hesthúsi á áður fyrirhuguðum fjósgrunni.  Byggðaráð samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

 

Mál nr. 13; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-08 – 150600F.

lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. júní 2015.

 

1.2.    92. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15-09.

 

Mál nr. 2; Bjarkarbraut: Laugarvatn: lokun götu – 1506062

Óskað hefur verið eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort að ekki megi fjarlægja núverandi lokun neðst í Bjarkarbraut á Laugarvatni. Ekki er gert ráð fyrir lokun götunnar í gildandi deiliskipulagi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að Bjarkarbraut verði opnuð í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag óskar eftir að málið verði kynnt fyrir eigendum húsa við Bjarkarbraut áður.

 

Mál nr. 3; Vatnsleysa 1 land 5: Frístundalóðir: Deiliskipulag – 1504043.

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi fjögurra nýrra um 2,4 ha frístundahúsalóða á spildu (lnr. 217915) úr landi Vatnsleysu í Bláskógabyggð. Innan svæðisins er ein eldri 5.000 fm lóð (lnr. 167619). Skilmálar svæðisins gera ráð fyrir að á lóðunum megi byggja eitt sumarhús auk 25 fm aukahúss. Nýtingarhlutfall lóðanna er 0,03. Tillagan var auglýst 13. maí 2015 og er athugasemdafrestur til lok þessa dags, 25. júní. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 10. júní 2015 en umsögn Minjastofnunar liggur ekki fyrir.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið með breytingum til að koma til móts við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurland, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar Íslands og að engin athugasemd berist. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Mál nr. 4; Kjósarskarðsvegur (48): Framkvæmdaleyfi – 1506004.

Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Kjósaskarðsvegar. Framkvæmdin fellur undir lið 10.10 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því tilkynningarskyld til sveitarfélagsins (framkvæmd í flokki C).

Að mati skipulagsnefndar munu framkvæmdirnar ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skulu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að við gatnamót Kjósaskarðsvegar og Þingvallavegar verði gert ráð fyrir að- og fráreinum auk aðgreiningu á akstursstefnu.

 

Mál nr. 5; Höfðaflatir: Úthlíð, Stekkholt og Hrauntún: Aðalskipulagsbreyting vegna efnistökusvæðis – 1412009.

Aðalskipulagsbreyting vegna námu við Höfðaflatir var samþykkt í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 16. apríl og var í kjölfarið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Skipulagsstofnun taldi að óska þyrfti að nýju umsagnar Umhverfisstofnunar og var það gert. Nú er lögð fram ný umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. júní 2015.

Byggðaráð Bláskógabyggðar telur ekki að umsögn Umhverfisstofnunar gefi tilefni til þess að hætt verði við að gera ráð fyrir efnistöku í samræmi við aðalskipulagsbreytinguna. Aftur á móti þarf að gera minniháttar breytingar á greinargerð varðandi umfjöllun um matsskyldu efnistökunnar þar sem fyrirhuguð efnistaka er tilkynningarskyld samkvæmt breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þá þarf einnig að koma fram að eingöngu verði veitt framkvæmdaleyfi til tveggja ára í senn og að gengið verði frá námunni jafnóðum og efnistaka fer fram.

 

Mál nr. 7; Reykjavegur: Aðalskipulagsbreyting – 1412013.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 sem felur í sér lítilsháttar færslu á Reykjavegi auk þess sem gert er ráð fyrir námu í landi Syðri-Reykja (Norðurtúnsnáma) og í landi Efri-Reykja (Byrgistangi). Tillagan var auglýst 13. maí 2015 og rennur frestur til að gera athugasemdir út í dag, 25. júní 2015. Borist hafa nýjar umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun.

Að mati byggðaráðs Bláskógabyggðar gefa nýjar umsagnir ekki tilefni til þess að hætt verði við samþykkt aðalskipulagsbreytingarinnar. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með minniháttar breytingum á greinargerð varðandi leyfisskyldu, þ.e. að skýrara komi fram að öll efnistaka úr námunni þurfi að vera í samræmi við gilt framkvæmdaleyfi. Er þetta með fyrirvara um að ekki komi frekari athugasemdir á kynningartíma. Bent er á að ekki er hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en álit Skipulagsstofnunar við tilkynningarskyldu framkvæmdarinnar liggur fyrir. Þá er einnig bent á að áður hefur verið bókað að ekki megi stækka námuna frá því sem nú er fyrr en gengið hefur verið frá eldra efnistökusvæði.

 

Mál nr. 8;  Hakið: Þingvellir: Aðkoma að þjóðgarði í landi Brúsastaða og Svartagils: Deiliskipulagsbreyting – 1503015.

Lögð fram tillaga að breyting á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum. Í breytingunni felst stækkun á lóð og byggingarreit fræðslumiðstöðvar á Hakinu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar. Í gildandi skipulagi var gert ráð fyrir 800 fm viðbyggingu á tveimur hæðum en nú er gert ráð fyrir allt að 900 fm viðbyggingu á einni hæð. Deiliskipulagsbreytingin, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst 13. maí 2015 og er athugasemdafrestur til loka þessa dags 25. júní 2015. Borist hefur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem ekki er gerð athugasemd við breytinguna auk umsagnar Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir ofangreinda deiliskipulagsbreytingu óbreytta, með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir á kynningartíma.

 

Mál nr. 13;  Geldingafell: Stöðuleyfi: Endurnýjun og aukahús – 1506063.

Sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir vélsleðageymslu 250 ferm og gallageymslu 70 ferm að auki er sótt um stöðuleyfi fyrir 98 ferm húsi sem er ætlað fyrir starfsfólk.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við endurnýjun stöðuleyfis fyrir húsum sem þegar eru á staðnum en ekki er samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir nýju húsi.

 

Mál nr. 14;  Geldingafell við Bláfellsháls: Stöðuleyfi: Endurnýjun – 1506064.

Sótt er um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gallageymslu og aðstöðu fyrir starfsmenn.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við endurnýjun stöðuleyfis. Vísað í fyrri afgreiðslu varðandi staðsetningu húss.

 

Mál nr. 25;  Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-09  – 1506003F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. júní 2015.

 

1.3.    42. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.4.    70. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Varðandi 1. dagskrárlið fundargerðar þá samþykkir byggðarráð Bláskógabyggðar að aðalsjóður veiti Bláskógaveitu allt að 8 milljóna króna lán til framkvæmdanna og verði gerður viðauki við gildandi fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2015.

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

1.5.    Fundur vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 10. júní 2015.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    34. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.2.    495. fundur stjórnar SASS ásamt ársreikningi 2014 og minnisblaði.

2.3.    7. aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf. ásamt ársreikningi 2014 og skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra.

2.4.    828. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Heimsókn fulltrúa ARKHD – Arkitekta Hjördís og Dennis ehf; íþróttamiðstöðin Reykholti.

Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson frá ARKHD komu á fundinn undir þessum dagskrárlið.  Einnig mætti Kristinn L. Aðalbjörnssons, sviðsstjóri, á fundinn undir þessum dagskrárlið.  Til umræðu voru hugmyndir um framtíðarsýn og lagfæringar á sundlaug og sundlaugarsvæðinu hjá íþróttamiðstöðinni í Reykholti.

Umræða varð um þau verkefni sem fyrir liggja varðandi endurnýjun og lagfæringar á aðstöðunni.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir hugmyndum og kostnaðaráætlun hjá ARKHD vegna hönnunar og lagfæringar á sundlaug og sundlaugarsvæðinu í Reykholti.

 

 1. Drög að stefnu í minjavernd, sem Minjastofnun Íslands hefur unnið.

Lögð fram drög að stefnu í minjavernd, sem Minjastofnun Íslands hefur unnið.  Óskað er eftir umsögn eða athugasemdum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að stefnu í minjavernd.

 

 1. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings:

5.1.    Samþykktir fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Lagðar fram samþykktir fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. sem samþykktar hafa verið og sendar til ráðuneytis til staðfestingar.

 

5.2.    Erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Lagt fram erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir hönd Bláskógabyggðar fyrirliggjandi erindisbréf.

 

5.3.    Erindisbréf Skólaþjónustu- og velferðarnefndar.

Lagt fram erindisbréf Skólaþjónustu- og velferðarnefndar.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir hönd Bláskógabyggðar fyrirliggjandi erindsbréf.

 

5.4.    Starfslýsing forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Lögð fram starfslýsing forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.  Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir hönd Bláskógabyggðar fyrirliggjandi starfslýsingu.

 

 1. Byggingarlóðir til úthlutunar í Miðholti, Reykholti.

Oddviti og sveitarstjóri hafa á fund með áhugasömum aðilum varðandi möguleika á úthlutun fjögurra lausra byggingarlóða í Miðholti.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að auglýsa lausar byggingarlóðir í Miðholti skv. gildandi skipulagi.

 

 1. Framlenging verksamnings um sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Lögð fram drög að samkomulagi um framlengingu verksamnings við Gámaþjónustuna um sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.  Um er að ræða framlengingu um eitt ár frá 31. ágúst 2015 og til og með 31. ágúst 2016.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag fyrir hönd Bláskógabyggðar og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

8.1.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi dags. 4. júní 2015; beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Laugarvatn Fontana, kt. 681010-1060.

Lagt fram bréf Sýslumannsis á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II.  Sótt er um breytingu á forsvarsmanni fyrir rekstrinum.  Umsækjandi er Laugarvatn Fontana ehf, kt. 681010-1060.  Ábyrgðarmaður verður Sigurður Rafn Hilmarsson, kt. 100570-5999.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir hönd Bláskógabyggðar, fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist reksturinn gildandi skipulagi.

 

8.2.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi dags. 18. júní 2015; beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis IPT Island Pro travel, kt. 510210-0850.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II.  Sótt er um rekstrarleyfi að Leyni Birta I og Birta II.

Byggðráð Bláskógabyggðar, fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfssemi gildandi skipulagi.

 

8.3.    Tölvuskeyti tímaritsins Áhrif, dags. 3. júní 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti frá tímaritinu Áhrif þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð kaupi styrktarlínu.  Erindinu hafnað.

 

8.4.    Tölvuskeyti Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 16. júní 2015; þátttaka í kynnisferð faghópa og verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar.

Lagt fram tölvuskeyti frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem óskað er eftir að fulltrúar  Bláskógabyggðar hitti hópinn og kynni sjónarmið Bláskógabyggðar.  Gert er ráð fyrir að umrædd kynnisferð eigi sér stað dagana 5. – 6. september n.k.  Nánari útfærsla verður send síðar.

Byggðráð Bláskógabyggðar felur oddvita og sveitarstjóra að hitta hópinn fyrir hönd Bláskógabyggðar og gera grein fyrir sjónarmiðum Bláskógabyggðar.

 

 

8.5.      Tölvuskeyti Íþróttasambands fatlaðra, dags. 11. júní 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Íþróttasambands fatlaðra þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð kaupi styrktarlínu eða auglýsingu í blaði sambandsins.  Erindinu hafnað.

 

8.6.    Bréf Tónsmiðju Suðurlands, móttekið 22. júní 2015; ósk um samstarf.

Lagt fram bréf Tónsmiðju Suðurlands þar sem óskað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð fyrir allt að 5 nemendur á komandi skólaári.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna hver kostnaður Bláskógabyggðar yrði með samningi fyrir hvern nemanda næsta skólaár.  Þegar þær upplýsingar liggja fyrir mun afstaða verða tekin við erindinu.

 

8.7.    Tölvuskeyti Kristínar Þórisdóttur, dags. 19. júní 2015; frisbígolfvöllur á Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti Kristínar Þórisdóttur þar sem fram kemur hugmynd um að Bláskógabyggð standi að því að setja upp frisbígolfvöll á Laugarvatni eða nágrenni.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að leita til UMFL og annarra félagasamtaka varðandi áhuga og samstarf að koma að slíku verkefni.  Formanni byggðaráðs falið að ræða við forsvarsmenn UMFL og aðra áhugasama aðila.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.    Tölvuskeyti Kristínar Hreinsdóttur, verkefnisstjóra SASS, dags. 4. júní 2015; afrit af bréfi til samráðshóps menntunar og atvinnulífs.

9.2.    Tölvuskeyti forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings; ráðning í starf sálfræðings.

9.3.    Ársskýrsla æskulýðsstarfs Loga 2013 – 2014.

9.4.    Ársskýrsla um starf og æskulýðsstarf UMFL 2014.

9.5.    Ársskýrsla um starf Hestamannafélagsins Trausta 2014.

9.6.    Tölvuskeyti Kristínar Hreinsdóttur, dags. 19. júní 2014; rannsóknir á árangri ART þjálfunar í skólum og úr félagslegum úrræðum.

9.7.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 18. júní 2015; nýr vegur að íbúðarsvæði, Reykholti.

9.8.    Samband íslenskra sveitarfélaga 70 ára, tekið saman af Magnúsi Karel Hannessyni.

9.9.    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. júní 2015; nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

 

 1. Trúnaðarmál.

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:10.