162. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
mánudaginn 16. júní 2014, kl. 9:30
í Aratungu
Mætt voru:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttir, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Valgerður Sævarsdóttir setti fund, sem aldursforseti kjörinna fulltrúa, og bauð nýkjörið sveitarstjórnarfólk velkomið til starfa. Valgerður lagði til dagskrárbreytingu að inn komi þrír (3) nýir liðir 10.7, 10.8 og 10.9. Samþykkt samhljóða.
- Kosning oddvita og varaoddvita kjörtímabilið 2014 – 2018.
Lögð fram tillaga um Helga Kjartansson sem oddvita sveitarstjórnar. Tillagan var borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum( VS,HK,KS,BÁB og GSM) og tveir sátu hjá (ÓBÞ og EMS). Lögð fram tillaga um Valgerði Sævarsdóttur sem varaoddvita og hún samþykkt með fimm atkvæðum ( VS,HK,KS,BÁB og GSM) og tveir sátu hjá (ÓBÞ og EMS).
- Kosning fundarritara.
Ritari: Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðstjóri.
Vararitari: Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri.
Samþykkt samhljóða.
- Ráðning sveitarstjóra Bláskógabyggðar.
Valtýr Valtýsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Valtý Valtýsson sem sveitarstjóra Bláskógabyggðar kjörtímabilið 2014 til 2018.
Fyrirliggjandi drög að ráðningarsamningi við Valtý Valtýsson samþykktur samhljóða og oddvita falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.
- Kosning í nefndir og ráð Bláskógabyggðar.
Lögð fram heildstæð tillaga um kjör fulltrúa í eftirtaldar nefndir og ráð, sem unnin hefur verið af báðum listum sveitarstjórnar:
Byggðaráð, til eins árs, ásamt kjöri formanns og varaformanns.
Aðalmenn:
Valgerður Sævarsdóttir, formaður
Helgi Kjartansson
Óttar Bragi Þráinsson
Varamenn:
Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún Magnúsdóttir
Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Yfirkjörstjórn Bláskógabyggðar til fjögra ára:
Aðalmenn:
Pétur Skarphéðinsson
Hilmar Einarsson
Þóra Einarsdóttir
Varamenn:
Guðrún Sveinsdóttir
Sigurður Jónsson
Sveinbjörn Einarsson
Undirkjörstjórn fyrir Biskupstungur til fjögra ára:
Aðalmenn:
Elínborg Sigurðardóttir
Ólafur Einarsson
Geirþrúður Sighvatsdóttir
Varamenn :
Kristján Kristjánsson
Bjarni Kristinsson
Jórunn Svavarsdóttir
Undirkjörstjórn fyrir Laugardal og Þingvallasveit til fjögra ára:
Aðalmenn:
Elsa Pétursdóttir
Pétur Ingi Haraldsson
Karl Eiríksson
Varamenn:
Ólöf Björg Einarsdóttir
Margrét Þórarinsdóttir
Hörður Bergsteinsson
Fjallskilanefnd Biskupstungna:
Aðalmenn:
Eiríkur Jónsson, formaður, Gýgjarhólskoti
Hallgrímur Guðfinnsson, Miðhúsum
Eyvindur Magnús Jónasson, Kjóastöðum
Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð.
Guðrún S. Magnúsdóttir, Bræðratungu
Varamenn:
Rúnar Björn Guðmundsson, Vatnsleysu.
Sævar Bjarnhéðinsson, Arnarholti.
Egill Jónasson, Hjarðarlandi.
Kjartan Sveinsson, Bræðratungu.
Kristín S. Magnúsdóttir, Austurhlíð.
Fjallskilanefnd Laugardals:
Kosning fulltrúa í fallskilanefnd Laugardals frestað og byggðaráði falið að kjósa í nefndina við fyrstu hentugleika.
Fjallskilanefnd Þingvallasveitar:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þetta kjörtímabil skulu allir nefndarmenn fjallskilanefndar Þingvallasveitar vera aðalmenn, en þeir eru:
Halldór Kristjánsson, formaður Stíflisdal.
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.
Gunnar Þórisson, Fellsenda.
Ragnar Jónsson, Brúsastöðum.
Jóhann Jónsson, Mjóanesi.
Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ II.
Skólanefnd:
Aðalmenn :
Bryndís Á. Böðvarsdóttir
Valgerður Sævarsdóttir
Axel Sæland
Varamenn:
Trausti Hjálmarsson
Ágústa Þórisdóttir
Freyja Rós Haraldsdóttir
Umhverfisnefnd:
Aðalmenn:
Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir
Pálmi Hilmarsson
Ragnhildur Sævarsdóttir
Varamenn:
Elísabet Björney Lárusdóttir
Kolbeinn Sveinbjörnsson
Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Menningarmálanefnd:
Aðalmenn:
Skúli Sæland, formaður
Sigríður Jónsdóttir
Sigurlína Kristinsdóttir
Varamenn:
Trausti Hjálmarsson
Geirþrúður Sighvatsdóttir
Sigurlaug Angantýsdóttir
Æskulýðsnefnd:
Aðalmenn:
Lára Hreinsdóttir
Smári Þorsteinsson
Sigurjón Pétur Guðmundsson
Varamenn:
Borghildur Guðmundsdóttir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Freyja Rós Haraldsdóttir
Atvinnu- og ferðamálanefnd:
Aðalmenn:
Kristinn Bjarnason
Sigurjón Sæland
Gróa Grímsdóttir
Sigurlaug Angantýsdóttir
Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Varamenn:
Þorsteinn Þórarinsson
Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Ásta Böðvarsdóttir
Axel Sæland
Kristján Traustason
Samgöngunefnd;
Aðalmenn:
Kjartan Lárusson
Jakob Narfi Hjaltason
Sölvi Arnarsson
Varamenn:
Vilborg Guðmundsdóttir
Kristinn Bjarnason
Þórarinn Þorfinnsson
Veitustjórn:
Aðalmenn:
Kjartan Lárusson
Kolbeinn Sveinbjörnsson
Axel Sæland
Varamenn:
Brynja Eyþórsdóttir
Svava Theodórsdóttir
Ómar Sævarsson
Fulltrúar á aðalfund Samband íslenskra sveitarfélaga:
Aðalmaður: Helgi Kjartansson
Varamaður: Valgerður Sævarsdóttir
Héraðsnefnd Árnesinga:
Aðalmaður: Helgi Kjartansson
Varamaður: Valgerður Sævarsdóttir
Skipun áheyrnarfulltrúa í Héraðsnefnd Árnesinga:
Aðalmaður: Óttar Bragi Þráinsson
Varamaður: Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Í stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna:
Aðalmaður: Helgi Kjartansson
Varamaður: Guðrún S. Magnúsdóttir
Almannavarnarnefnd:
Aðalmaður: Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri.
Varamaður: Helgi Kjartansson
Skipulagsnefnd Uppsveita:
Aðalmaður: Helgi Kjartansson
Varamaður: Valgerður Sævarsdóttir
Stjórn Skipulagsfulltrúa Uppsveita bs:
Aðalmaður: Helgi Kjartansson
Varamaður: Valgerður Sævarsdóttir
Fulltrúar á aðalfund SASS:
Aðalmenn:
Helgi Kjartansson
Valgerður Sævarsdóttir
Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Varamenn:
Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Böðvarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson
Fulltrúar á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands:
Aðalmenn:
Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Böðvarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson
Varamenn:
Valgerður Sævarsdóttir
Kolbeinn Sveinbjörnsson
Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Fulltrúar á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands:
Aðalmaður: Kolbeinn Sveinbjörnsson
Varamaður: Helgi Kjartansson
Fulltrúar á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands:
Aðalmaður: Helgi Kjartansson
Varamaður: Valgerður Sævarsdóttir
Yfirstjórn sameiginlegrar skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings:
Aðalmaður: Helgi Kjartansson
Varamaður: Bryndís Böðvarsdóttir
Skipan fulltrúa sveitarstjórnar í vinnu við skipulagsmál Geysissvæðisins
Drífa Kristjánsdóttir
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Ráðning oddvita í hlutastarf.
Helgi Kjartansson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og tók Valgerður Sævarsdóttir við fundarstjórn.
Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Helga Kjartansson, oddvita, í 50% starf hjá skrifstofu Bláskógabyggðar, fyrir störf hans sem tilgreind eru í ráðningarsamningi s.s. skipulags- og framkvæmdamál sveitarfélagsins.
Fyrirliggjandi eru drög að ráðningarsamningi er samþykktur samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.
- Ákvörðun um fundardag, fundartíma og staðsetningu reglubundinna funda sveitarstjórnar og byggðaráðs.
Lagt er til að fastir fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði eftirfarandi:
Sveitarstjórnarfundir: Fyrsti fimmtudagur í mánuði kl. 15:15.
Byggðaráð: Síðasti föstudagur í mánuði kl. 9:30.
Aukafundir verða boðaðir sérstaklega. Fundirnir verða haldnir í Aratungu.
Samþykkt samhljóða.
- Fyrirkomulag sumarleyfa m.m:
7.1. Sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar
Lagt er til að skrifstofa sveitarfélagsins verði lokuð frá 7. júlí til og með 1. ágúst n.k. Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til. Þessi tilhögun hefur verið rædd við alla starfsmenn skrifstofu og eru allir sáttir við þetta fyrirkomulag.
Samþykkt samhljóða.
7.2. Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt er til að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir. Þetta er sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða.
- Skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar „Skipan skóla í Bláskógabyggð“ dags. 18. maí 2014.
Lögð fram skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar „Skipan skóla í Bláskógabyggð“ og innihald hennar rætt. Samþykkt að skipaður verði vinnihópur til að vinna tillögu að framtíðarskipan skólamála í Bláskógabyggð. Í vinnuhópinn eru eftirtaldir aðilar skipaðir:
Helgi Kjartansson
Bryndís Böðvarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson
Valtýr Valtýsson
Vinnuhópurinn skal vinna tillögu sína í samráði við skólastjórnendur og einnig að haft verði samráð við Ingvar Sigurgeirsson og aðra þá fagaðila sem vinnuhópurinn telur að þörf sé á að koma að málum. Vinnuhópi falið að flýta þessari vinnu sem nokkur kostur er.
- Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014; kostnaður vegna framkvæmda við gaslagnir í Gíslaskála og Árbúðum sumarið 2013.
Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna kostnaðar við framkvæmdir á gaslögnum í Gíslaskála og Árbúðum. Verkið var framkvæmt á síðasta ári og var gert ráð fyrir þeim útgjöldum á fjárhagsáætlun 2013. Reikningur fyrir verkinu barst fyrst núna í maímánuði á þessu ári. Flyst þessi kostnaður til milli ára. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auka fjárheimildir til viðhalds Gíslaskála og Árbúða sem nemur kr. 1.590.065 og mun rekstrarafgangur ársins 2014 lækka sem því nemur.
- Innsend erindi:
10.1. Bréf Láru Hreinsdóttur, dags. í júní 2014; ástand skólahúsnæðis og búnaðar á Laugarvatni.
Lagt fram bréf Láru Hreinsdóttur þar sem hún bendir á nokkur viðhaldsverkefni sem lýtur að viðhaldi skólahúsnæðisins á Laugarvatni svo og ástand búnaðar sem þarf nauðsynlegar úrbætur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Kristni sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að fara yfir umræddar ábendingar og koma fram með forgangsröðun þessara verkefna og hvað af þessum atriðum falli innan fjárhagsáætlunar þessa árs. Unnin verði áætlun um aðgerðir til að bregðast við framlögðum ábendingum, jafnframt verði ástand skólahúsnæðisins og búnaðar metið í þessari vinnu. Skoðaður verði samningur milli Bláskógaskóla og ISS.
10.2. Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 6. júní 2014; aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnsvæða.
Lagt fram bréf Hvaðlfjarðarsveitar þar sem kynnt er tillaga að aðalskipulagsbreytingu á stefnumörkun iðnsvæða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að svara umræddu erindi í umboði sveitarstjórnar.
10.3. Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 6. júní 2014; breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga ásamt umhverfisskýrslu.
Lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar þar sem kynnt er breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga ásamt umhverfisskýrslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að svara umræddu erindi í umboði sveitarstjórnar.
10.4. Bréf Ungmennafélags Laugdæla, dags. 11. júní 2014; strandblakvöllur.
Lagt fram bréf Ungmennafélags Laugdæla þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að koma upp strandblakvelli við Laugarvatn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við efniskaup verði nálægt einni milljón króna. Framkvæmd verkefnisins verði á höndum ungmennafélaga sem sjálfboðavinna.
Sveitarstjórn samþykkri samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 250.000.-
10.5. Bréf Vegagerðarinnar, dags. 6. júní 2014; framkvæmdaleyfi vegna breytinga á gatnamótum Þingvallavegar og Haksvegar.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna breytinga á gatnamótum Þingvallavegar og Haksvegar. Sveitarstjórn vísar til fyrri bókana sinna um málið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til skipulagsfulltrúa og veitir honum umboð sitt til að gefa út tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni í takt við fyrri samþykktir sveitarstjórnar og skipulagsnefndar.
10.6. Bréf Tónsmiðju Suðurlands, dags. 27. maí 2014; ósk um samstarf.
Lagt fram bréf Tónsmiðju Suðurlands þar sem óskað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð. Samningur þar að lútandi er meðfylgjandi bréfinu með gildistíma næsta skólaár.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar tilboðið en samþykkir samhljóða að ganga ekki til samninga við Tónsmiðjuna. Bláskógabyggð er aðili að Tónlistarskóla Árnesinga og telur að sú þátttaka fullnægi þeim skyldum sem sveitarfélagið hefur gagnvart tónlistarnámi íbúa Bláskógabyggðar.
10.7. Bréf Landgræðslufélags Biskupstungna, dags. 15. júní 2014; landgræðsludagur.
Lagt fram bréf Landgræðslufélags Biskupstungna þar sem félagið óskar eftir styrk Bláskógabyggðar til að bjóða gestum landgræðsludagsins til kaffisamsætis í Aratungu þann 22. ágúst 2014. Áætlaður gestafjöldi er 60 – 70 manns.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að bjóða gestum kaffi og meðlæti.
10.8. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 12. júní 2014; leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, Skjótur ehf, Kjóastöðum.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna umsóknar um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II í Skjóli, Kjóastöðum. Umsækjandi er Skjótur ehf, kt. 090170-3179.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist umrædd starfsemi gildandi skipulagi svæðisins.
10.9. Bréf umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, dags. 12. júní 2014; áskorun vegna skógarkerfils.
Lagt fram bréf umhverfisnefndar Bláskógabyggðar þar sem fram kemur áskorun til sveitarstjórnar um að uppræta kerfil í sveitarfélaginu. Meðfylgjandi bréfinu yfirlit yfir þá staði sem beina þarf athygli að í þessu verkefni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að senda út hvatningu og leiðbeiningar um upprætingu á skógakerfli til íbúa Bláskógabyggðar.
- Efni til kynningar:
11.1. Samkomulag milli velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu.
11.2. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. júní 2014; úthlutun úr námsgagnasjóði.
11.3. Tillaga að breytingu deiliskipulags Hótels Geysis.
11.4. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6. júní 2014; kosning fulltrúa á landsþing.
Fundi slitið kl. 11:30.