163. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

 

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. júlí 2015 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    92. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15-10.

 

Mál nr. 1; Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082.

Lögð fram umsókn eigenda Brekku í Bláskógabyggð dags. 18. júní 2015 um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á um 7 ha svæði sem afmarkast af Vallá, Kóngsvegi og landamerkjum við Efri-Reyki. Óskað er eftir að breytingin teljist óveruleg þar sem hún er í beinu framhaldi af núverandi frístundabyggð og hefur ekki áhrif á aðra byggð.

Að mati byggðaráðs Bláskógabyggðar getur breytingin ekki talist óveruleg þar sem uppbygging svæðisins mun fela í sér framkvæmdir sem gætu haft áhrif á aðliggjandi lóðarhafa og landeigenda. Byggðaráð samþykkir að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 2; Kjósarskarðsvegur (48): Framkvæmdaleyfi – 1506004.

Á síðasta fundi skipulagsnefndar var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Kjósaskarðsvegar og var mælt með að það yrði samþykkt með fyrirvara um að við gatnamót Kjósaskarðsvegar og Þingvallavegar verði gert ráð fyrir að- og fráreinum auk aðgreiningu á akstursstefnu. Byggðaráð Bláskógabyggðar staðfesti afgreiðsluna 26. júní. Nú er lagt fram tölvuskeyti frá dags. 2. júlí 2015 þar sem farið er yfir forsendur hönnunar gatnamótanna auk þess sem skýringaruppdráttur er meðfylgjandi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útfærslu Vegagerðarinnar á gatnamótum Kjósaskarðsvegar og Þingvallavegar en gerir þá kröfu að gerð verði frárein frá Þingvallavegi inn á Kjósaskarðsveg vegna umferðaröryggis.

 

Mál nr. 3; Austurey 1: Verslun- og þjónusta í stað íbúðarsvæðis: deiliskipulagsbreyting – 1502012.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júní 2015 varðandi lagfærð gögn breytingar á deiliskipulagi Austureyjar I og III þar sem íbúðarhúsalóðum er breytt í lóð fyrir verslun- og þjónustu.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela að skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Mál nr. 4; Austurhlíð 167059: Neðra Holt: Stofnun lóðar – 1507011.

Lögð fram umsókn dags. 2. júlí 2015 um stofnun 18,3 ha spildu úr landi Austurhlíðar sem kallast Neðra-Holt. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir afmörkun spildunnar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu spildunnar, þ.e. eigenda Dalsmynnis og Stekkholts. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðarlaga.

 

Mál nr. 5; Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda. Fyrirspurn – 1507009.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa frístundahúsalóðar í landi Heiðarbæjar með landnúmerið 222397 dags. 25. júní 2015 um hvort að leyft verði að láta vinna deiliskipulag fyrir þessa einu lóð. Meðfylgjandi er erindi dags. 25. júní 2015 þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir málinu, auk uppdráttar dags. 28. apríl 2015 sem sýnir afmörkun lóðarinnar, afrit af lóðarleigusamningi og tölvuskeyti með frekari rökstuðningi dags. 2. júlí 2015.

Með vísun í 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur byggðaráð Bláskógabyggðar að deiliskipulagið þurfi að lágmarki að ná yfir þessa lóð og næstu lóð sem liggur aðeins sunnar.

 

Mál nr. 7; Lækjarbraut 9: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1506076.

Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús í þremur áföngum, 1 áfangi verður byggður 2015 og áfangi 2 og 3 eru áætlaðir árið 2016 og 2017. Heildarstærð eftir stækkun er 153,4 ferm og 492 rúmm. Lóðin er 5600 ferm.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga

 

Mál nr. 18; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15 – 10 – 1507001F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. júlí 2015.

 

1.2.    Fundargerð vegna opnunar tilboða í verkið „Reykholt – gatnagerð“, dags. 8. júlí 2015.

Fundargerð staðfest og byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga við tilboðsgjafa. Sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að undirrita verksamning fyrir hönd Bláskógabyggðar. Tilboð í verkið nemur kr. 21.078.417.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    10. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar ásamt stöðuskýrslu jan – maí 2015.

2.2.    13. fundur stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi.

2.3.    7. fundur NOS kjörtímabilið 2014 – 2018.

2.4.    165. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.5.    829. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Þingmál til umsagnar; 788. mál, frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 3. júlí 2015, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur, 788. mál.

Byggðráð gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp til laga um húsnæðisbætur.

 

  1. Samstarfssamningur um vöktunarmælingar í Þingvallavatni 2015. Lagður fram samstarfssamningur um vöktunarmælingar í Þingvallavatni 2015. Í samningnum er gert ráð fyrir framlagi Bláskógabyggðar að upphæð kr. 500.000 sem er í samræmi við fyrri samþykkt sveitarstjórnar.

Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Bláskógabyggð (umræða).

Umræða varð um gildandi samþykkt um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Bláskógabyggð.   Sveitarstjóri lagði fram hugmyndir um breytingu á lágmarks- og hámarksfjárhæðum gatnagerðargjalda.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lýst vel á framlagðar hugmyndir að breytingum og felur sveitarstjóra að útfæra breytingar á samþykktum samkvæmt þessum hugmyndum sem lagðar verði fyrir sveitarstjórn í byrjun september n.k.

 

  1. Skólalóðin á Laugarvatni (umræða).

Lögð voru fram drög að skipulagi skólalóðar leik- og grunnskóla á Laugarvatni sem unnin var af Landmótun 2007. Umræða varð um fyrirliggjandi drög að skipulagi lóðarinnar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vinna lóðarskipulag áfram á grundvelli fyrirliggjandi draga. Nauðsynlegt er að fá skólastjóra og starfsfólk að lokaútfærslu skipulagsins.

 

  1. Drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar.

Lögð fram drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar sem unnin hafa verið af æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar. Umræða varð um fyrirliggjandi drög og lýsir byggðaráð yfir ánægju sinni að vinna við samþykktir séu komnar á þetta stig. Byggðaráð vísar málinu til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður í byrjun september n.k.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.    Bréf Vegagerðarinnar, dags. 11. júní 2015; umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku sunnan við Litla-Brunnvatn í Þingvallasveit (náma e2 í aðalskipulagi).

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku sunnan við Litla-Brunnvatn í Þingvallasveit.

Byggðráð Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið í umboði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

8.2.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 15. júlí 2015; beiðni um umsögn vegna námu E2-e – Sæluhúsahæðir við Kaldadalsveg.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við efnistöku í námu E2-e, Sæluhúsahæðir við Kaldadalsveg, skulu háðar mati á umhverfisáhrifum.

Byggðráð Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið í umboði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

8.3.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 7. júlí 2015; beiðni um umsögn vegna breytinga á Kjalvegi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við breytingar á Kjalvegi skulu háðar mati á umhverfisáhrifum.

Byggðráð Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið í umboði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

8.4.    Bréf Mannvits f.h. HS Orku hf, dags. 10. júlí 2015; beiðni um umsögn vegna draga að tillögu að matsáætlun Brúarvirkjunar.

Lagt fram bréf Mannvits f.h. HS Orku hf þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um drög að tillögu að matsáætlun Brúarvirkjunar.

Byggðráð Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið í umboði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

8.5.    Tölvuskeyti Tónsmiðju Suðurlands, dags. 6. júlí 2015; samstarfssamningur milli Tónsmiðju Suðurlands og Bláskógabyggðar.

Lagt fram tölvuskeyti Tónsmiðju Suðurlands ásamt drögum að samstarfssamningi milli Tónsmiðjunnar og Bláskógabyggðar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa málinu til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

8.6.    Tölvuskeyti ARKHD – Arkitektar Hjördís og Dennis ehf, dags. 7. júlí 2015; kostnaður við frumhönnun íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.

Lagt fram tölvuskeyti frá ARKHD – Arkitektar Hjördís og Dennis ehf þar sem lögð er fram kostnaðaráætlun við undirbúning og forteikningu að lagfæringu og endurskipulagningu sundlaugar og aðstöðu í Reykholti. Gert er ráð fyrir að þessi vinna kosti kr. 1.000.000 + vsk.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga við ARKHD vegna þessa verkþáttar. Jafnframt samþykkir byggðaráð viðauka við fjárhagsáætlun 2015 sem nemur umræddri upphæð. Afkoma eignarsjóðs lækkar sem því nemur svo og afkoma samstæðureiknings á rekstrarárinu 2015.

 

8.7.    Tölvuskeyti Landsnets, dags. 10. júlí 2015; kynning á tillögu að kerfisáætlun 2015 – 2024 og umhverfisskýrsla.

Lagt fram tölvuskeyti Landsnets þar sem kynnt er tillaga að kerfisáætlun 2015 – 2024 og umhverfisskýrsla.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrsluna á þessum tímapunkti.

 

8.8.    Bréf Ólafs A. Einarssonar, dags. maí 2015; beiðni um ferðastyrk til farar á Special Olympics.

Lagt fram bréf Ólafs A. Einarssonar þar sem óskað er eftir ferðastyrk til farar á Special Olympics sem fram fer í Los Angeles. Þar keppir hann í kraftlyftingum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 15.000.

 

8.9.    Tölvuskeyti Rally Reykjavík, dags. 21. júlí 2015; Rally Reykjavík 2015.

Lagt fram tölvuskeyti frá Rally Reykjavík þar sem óskað er eftir afstöðu byggðaráðs, hvort hægt verði að fá að nýta gamla Lyngdalsheiðarveginn til rallykeppni þann 28. ágúst n.k.

Byggðaráð Bláskógabyggðar fellst ekki á að vegurinn verði nýttur til rallykeppni.

 

8.10.  Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. júní 2015; umsókn um rekstrarleyfi að Bergstaðabakka.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Bergstaðabakka í flokki II. Umsækjandi er Bergstaðabakki ehf kt. 460114-0120.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

8.11.  Bréf Námsefnisbankans, móttekið 15. júlí 2015; beiðni um styrk.

Lagt fram bréf Námsefnisbankans þar sem óskað er eftir fjárstyrk til verkefnisins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skólastjóra grunnskóla sveitarfélagsins áður en afstaða verður tekin til erindisins.

 

8.12.  Tölvuskeyti Guðnýjar Helgadóttur, dags. 24. júní 2015; kaldavatnstankurinn í Reykholti í landi Geirharðs og Guðnýjar.

Lagt fram tölvuskeyti Guðnýjar Helgadóttur þar sem óskað er eftir afstöðu Bláskógabyggðar um hvort nauðsynlegt sé að hafa kaldavatnstank til framtíðar, sem staðsettur er í Reykholti á þeirra landi. Ef svo er þá getur það haft áhrif á framtíðarhugmyndir um skipulag svæðisins og nauðsynlegt að semja um afnot af þessu landsvæði.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn stjórnar Bláskógaveitu um málið áður en endanleg afstaða verður tekin til erindisins.

 

8.13.  Tölvuskeyti Guðnýjar Helgadóttur, dags. 24. júní 2015; lagfæring á vegi að og framhjá Reykholtshver.

Lagt fram tölvuskeyti Guðnýjar Helgadóttur þar sem óskað er eftir lagfæringu á veginum upp holtið fram hjá Reykholtshver og borholu. Ljóst er að framkvæmdir standa yfir þarna núna í tengslum við nýtt dæluhús. Byggðaráð Bláskógabyggðar fer þess á leit við Bláskógaveitu að gengið verði vel frá veginum eftir framkvæmdir þannig að ástand vegarins verði ásættanlegt fyrir íbúa í húsi þeirra Geirharðs og Guðnýjar.

 

8.14.  Smíðastofa Bláskógaskóla í Reykholti; grunnteikning vegna breytinga á skólahúsnæði fyrir smíðastofu.

Lögð fram grunnteikning af nýrri aðstöðu fyrir smíðakennslu í kennsluhúsnæði Bláskógaskóla í Reykholti.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að sinna þessari kennslu í eldra húsnæði.

Byggðaráð óskar eftir kostnaðarmati við breytingarnar eins fljótt og kostur er.

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.    Bréf Lögmanna Suðurlandi f.h. Bláskógabyggðar og Húnavatnshrepps, dags. 22. júní 2015; sauðfjárveikivarnargirðingar.

9.2.    Bréf MAST til Lögmanna Suðurlandi, dags. 1. júlí 2015; sauðfjárveikivarnargirðingar.

9.3.    Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 6. júlí 2015; samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Bláskógabyggð.

9.4.    Skýrsla um vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns, gagnaskýrsla fyrir árið 2014.

9.5.    Viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira, dags. 1. júlí 2015.

9.6.    Ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Ingunnar 2014 ásamt ársreikningi 2014.

9.7.    Bréf Gufu ehf, dags. 10. júlí 2015; sala á hlutum í Gufu ehf. – forkaupsréttur.

9.8.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 6. júlí 2015; kostnaðarþátttaka vegna aðalskipulags Bláskógabyggðar.

9.9.    Bréf Öryrkjabandalags Íslands, dags. 21. júlí 2015; aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk.

9.10.  Bréf Mosfellsbæjar, dags. 25. júní 2015; aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015 – 2027.

9.11.  Kynnisefni „Access Iceland“; úttekt á aðgengismálum og skráning í aðgengismerkjakerfi Access Iceland.

9.12.  Stefnumörkun um nýtingu vindafls, – kynnisferð til Skotlands 16. – 19. mars 2015; skýrsla.

9.13.  Hreyfivika UMFÍ 21. – 27. september 2015; kynning.

9.14.  Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 9. júlí 2015; Bæjarholtsbrekka í landi Vatnsleysu.

9.15.  Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 9. júlí 2015; Einiholt 1.

9.16.  Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 29. júní 2015; Reykjavegur.

9.17.  Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 29. júní 2015; Syðri-Reykir – Norðurtún (efnisnáma).

9.18.  Bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 24. júní 2015; fasteignamat 2016.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:45.