163. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 4. september 2014, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Axel Sæland sem varamaður Eyrúnar M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Umhverfismál.

Formaður umhverfisnefndar, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, mætti á fund sveitarstjórnar undir þessum dagskrárlið.

Rætt var um mikilvægi umhverfismála hjá sveitarfélaginu s.s. ástand og umgengni á óbyggðum lóðum sveitarfélagsins. Einnig að opin svæði fyrir utan lóðarmörk, í umsjá sveitarfélagsins, séu vel hirt og til sóma.   Gæta þarf að því, að ekki sé fokhætta til staðar  og meðferð spilliefna í samræmi við lög og reglugerðir.

Umræða varð einnig um ástand og umhverfismál lóða eða eigna sem lánastofnanir eiga.  Nauðsynlegt að eiga gott samstarf við þá aðila með það að markmiði að setja umhverfismál í forgrunn með sama hætti.

Sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að vinna að framgangi þessara mála í samráði við umhverfisnefnd, sveitarstjóra, oddvita sveitarstjórnar og formann byggðaráðs.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    149. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.2.    150. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.3.    151. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.4.    152. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.5.    35. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.6.    75. fundur skipulags- og byggingarnefndar með afgreiðslum byggingarfulltrúa 20. júní – 27. ágúst 2014.

 

Mál nr. 5; Vað 3 í landi Brúar.

Borist hefur bréf Lögmanna Árbæ, dags. 25.08.2014 þar sem farið er fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar á Vaði í landi Brúar. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 21.11.2013 þar sem nefndin samþykkti að eigandi skildi gert að fjarlægja gáminn.

Þann 5. desember 2013 samþykkti sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fresta afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bókaði eftirfarandi þann 6. mars 2014: Bréf Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. dags. 26. febrúar 2014; úttekt á gámum án leyfis í Bláskógabyggð. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. þar sem fram koma viðbrögð embættisins við bókun sveitarstjórnar á 155. fundi, dagskrárliður 5. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir afstöðu þeirra sveitarfélaga sem standa að rekstri Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. hvort vilji sé fyrir því að endurskoða og setja skýrari reglur um staðsetningu og nýtingu gáma á lóðum og lendum innan sveitarfélaganna.

 

Ekki liggja ennþá fyrir skýrar reglur um staðsetningu og nýtingu gáma á lóðum og lendum innan sveitarfélaganna og því hefur sveitarstjórn Bláskógarbyggðar ekki staðfest bókunina. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að breyta afstöðu sinni og vísar málinu aftur til umfjöllunar sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar með það að markmiði að gefa eigendum Vaðs möguleika á að koma fram með sína afstöðu og sjónarmið gagnvart kröfugerðinni, áður en sveitarstjórn tekur afstöðu til málsins og afgreiðir bókun skipulagsnefndar.

 

Mál nr. 6; afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. júní til 27. ágúst 2014.

 

Mál nr. 11; Spóastaðir 167508.

Um er að ræða umsókn um að byggja 36 fm geymslu úr timbri á steyptum sökkli.

Í Bláskógabyggð er eingöngu heimilt að byggja allt að 30 fm aukahús og því getur sveitarstjórn Bláskógabyggðar ekki samþykkt málið að óbreyttu.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.    19. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

3.2.    1. verkfundur, Reykholt – dæluhús, dags. 19. ágúst 2014.

3.3.    158. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

 1. Þóknun fyrir nefndarstörf hjá Bláskógabyggð.

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um þóknun fyrir nefndarstörf hjá Bláskógabyggð.  Þar kemur fram tillaga í sex liðum um fundarþóknun fyrir kjörtímabilið 2014 – 2018 verði eftirfarandi:

Helgi Kjartansson vék af fundi undir fyrsta lið tillögunnar.

 • Aðalmenn í sveitarstjórn fái greidda fasta mánaðarlega þóknun kr. 18.864 sem hækkar í samræmi við hækkun launavísitölu og taki verðbreytingu einu sinni á ári, 1. janúar ár hvert. Jafnframt fái þeir 3% af þingfarakaupi eins mánaðar fyrir hvern setinn fund, sem er í dag kr. 18.901.  Oddviti fái greidda tvöfalda þóknun fyrir hvern fund.  Varamenn í sveitarstjórn fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.

 

Fulltrúar Þ-lista leggja fram eftirfarandi breytingatillögu við fyrsta lið tillögunnar:

Þ- listinn leggur til að nefndarlaun oddvita verði  felld niður og ráðningarsamningur endurskoðaður.

Tillagan borin upp undir atkvæði og felld með fjórum atkvæðum (VS, GSM, BB og KS) samþykkir ( ÓBÞ og AS).

 

Fulltúar Þ-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Ekki eru fordæmi fyrir því að oddviti sé að fá nefndalaun fyrir setu á sveitarstjórnarfundum í Bláskógabyggð. Þ- listinn telur að eitt af frumskilyrðum oddvita sé að sitja sveitarstjórnarfundi og því óeðlilegt að greiða sérstaklega fyrir þá. Eins vekjum við athygli á því að hér er um verulega launahækkun að ræða.

 

Ákveðið var að bera næstu fimm liði tillögunnar upp í einu lagi:

 • Aðalmenn í byggðaráði fái greidda fasta mánaðarlega þóknun kr. 18.864 sem hækkar í samræmi við hækkun launavísitölu og taki verðbreytingu einu sinni á ári, 1. janúar ár hvert. Jafnframt fái þeir 3% af þingfarakaupi eins mánaðar fyrir hvern setinn fund, sem er í dag kr. 18.901.  Formaður fái greidda tvöfalda þóknun fyrir hvern fund.  Varamenn í byggðaráði fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.
 • Fulltrúar í öðrum nefndum Bláskógabyggðar, skv. samþykktum sveitarfélagsins, fái greitt 1,5% af þingfarakaupi eins mánaðar fyrir hvern setinn fund, sem í dag er kr. 9.450. Formaður fái greidda tvöfalda þóknun fyrir hvern fund.  Varamaður fær greitt fyrir nefndarsetu ef hann tekur sæti aðalmanns á nefndarfundi.
 • Veitustjórn ákveður nefndarlaun fyrir fulltrúa í stjórn.
 • Sveitarstjóri fær ekki greitt sérstaklega fyrir fundarsetu.
 • Akstur er almennt ekki greiddur vegna fundarhalda innan sveitarfélagsins. Þó er gert ráð fyrir því að jafna ferðakostnað innan sveitarfélagsins vegna fundarhalda með því að akstur umfram 300 km á ári verður styrktur skv. aksturstaxta RSK.  Til þess að fá akstur greiddan og kostnað vegna funda utan sveitarfélagsins þarf viðkomandi að vera sérstaklega kjörinn fulltrúi sveitarfélagsins á þeim fundi.

 

Þessir fimm liðir tillögunnar voru samþykktir  samhljóða.

 

 1. Kosning fulltrúa sveitarstjórnar í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirtalda aðila í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar:

Helgi Kjartansson

Drífa Kristjánsdóttir

Eyrún M. Stefánsdóttir

 

 1. Umsókn um byggingarlóð við Skólabraut, dags. 28. ágúst 2014.

Lögð fram til kynningar og umræðu umsókn um byggingarlóðir við Skólabraut, Reykholti, sem mun verða tekin til afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs skv. samþykktum.  Umræða varð um nýtingu lóðanna nr. 6-12 við Skólabraut, gatnagerð og fyrirliggjandi umsókn um lóðir.  Sveitarstjórn líst vel á innsendar hugmyndir um byggingu hótels á umræddu svæði.  Byggðaráð mun taka lóðarumsókn fyrir á næsta fundi sínum.

 

 1. Skipulag Geysissvæðisins:

7.1.    Lýsing á skipulagsverkefni „Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið í Haukadal“.

Lögð fram endurskoðuð lýsing á skipulagsverkefninu.  Drífa Kristjánsdóttir ásamt Pétri Inga Haraldssyni og sveitarstjóra hafa yfirfarið fyrirliggjandi gögn og gert nokkrar athugasemdir og ábendingar við fyrirliggjandi tillögu, sem sveitarstjóri kynnti fyrir sveitarstjórn.  Sveitarstjórn tekur undir þær ábendingar og athugasemdir sem kynntar voru og felur sveitarstjóra og Drífu Kristjánsdóttur að koma þeim á framfæri við verktaka og skipulagsfulltrúa.

 

 

 

7.2.    Drög að samningi um gerð deiliskipulags fyrir Geysissvæðið.

Lögð fram drög að samningi um gerð deiliskipulags fyrir Geysissvæðið.  Sveitarstjóri kynnti nokkar ábendinar og athugasemdir við fyrirliggjandi samningsdrög.  Sveitarstjórn tekur undir þær ábendingar og athugasemdir sem kynntar voru og felur sveitarstjóra og Drífu Kristjánsdóttur að koma þeim á framfæri.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

8.1.    Tölvuskeyti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. september 2014; Landsþing sambandsins.

Lagt fram tölvuskeyti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem bent er á tímafrest til að koma málum inn á dagskrá Landsþing sambandsins sem haldið verður dagana 24. – 26. september n.k.

 

8.2.    Bréf frá Erni Erlendssyni, dags. 29. ágúst 2014; dvalar- og hjúkrunarheimili í uppsveitum Árnessýslu.

Lagt fram bréf frá Erni Erlendssyni er varðar ályktun um dvalar- og hjúkrunarheimili í Uppsveitum Árnessýslu.  Sveitarstjórn vísar til fyrri bókana um sama mál þar sem tekið er undir erindi bréfsins.  Ljóst er að uppbygging hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu mun kalla eftir samstöðu allra sveitarfélaga í uppsveitunum.  Sveitarstjórn hefur þegar vísað ályktun um sama efni til oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu til skoðunar og til að kalla fram afstöðu annarra sveitarfélaga.

 

8.3.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. ágúst 2014; smávirkjun við Bláfell.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem fram kemur að stofnunin gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags fyrir smávirkjun við Bláfell fyrir fjarskiptastöð Neyðarlínunnar.  Bréfinu vísað til skipulagsfulltrúa og honum falið að auglýsa umrætt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.

 

8.4.    Tölvuskeyti kirkjuráðs, dags. 22. ágúst 2014;  samráðsvettvangur um uppbyggingu ferðaþjónustu á Skálholtsstað.

Lagt fram tölvuskeyti kirkjuráðs þar sem boðaður er fundur á samráðsvettvang um uppbyggingu ferðaþjónustu á Skálholtsstað.  Einnig var meðfylgjandi undirrituð viljayfirlýsingum um samráðsvettvanginn, Samferð.

 

8.5.    Tölvuskeyti formanns menningamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 27. ágúst 2014; átthagafræðinámskeið.

Lagt fram tölvuskeyti formanns menningarmálanefndar Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins til að halda átthagafræðinámskeið á haustmánuðum.  Námskeiðið verði samstarfsverkefni Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Fræðslunets Suðurlands.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 50.000.

 

8.6.    Afrit af bréfi Lögmanna Árbæ slf. til skipulagsfulltrúa Uppsveita, dags. 25. ágúst 2014; krafa um stöðvun á ólöglegum framkvæmdum á Vaði í landi Brúar.

Lagt fram bréf Lögmanna Árbæ þar sem gerð er krafa á skipulagsembættið að það stöðvi framkvæmdir á Vaði í landi Brúar.

Vísað í bókun sveitarstjórnar við dagskrárlið 2.7 – mál 5, þessarar fundargerðar.

 

 

8.7.    Tölvuskeyti Benedikts Gústavssonar f.h. fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 1. september 2014;  smölun á austurafrétti Þingvallasveitar.

Í tölvuskeytinu kemur fram að óskað er eftir hækkun greiðslu fyrir smölun austurafréttar Þingvallasveitar, þ.e. fari úr kr. 120.000 í kr. 150.000.  Sveitarstjóri hefur rætt við Halldór Kristjánsson, formann fjallskilanefndar Þingvallasveitar og er umrædd hækkun samþykkt af hendi fjallskilanefndar.  Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða að greiðsla fyrir smölun afréttarins verði kr. 150.000.

Í skeytinu kemur jafnframt fram ósk um að gerður verði samningur milli aðila um framkvæmd smölunar og greiðslur fyrir hana.  Samningurinn muni gilda fyrir yfirstandandi kjörtímabil sveitarstjórna.  Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði samningur milli fjallskiladeildanna um smölun austurafréttar Þingvallasveitar.  Fulltrúi fjallskilanefndar Þingvallasveitar koma að vinnu við gerð slíks samnings.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.    Tölvuskeyti Sambands sunnlenskra kvenna, dags. 27. ágúst 2014; ályktun 86. ársfundar.

9.2.    Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 27. ágúst 2014; dagur íslenskrar náttúru.

 

 

Fundi slitið kl. 19:20.