164. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. ágúst 2015 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    Fundur fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 13. ágúst 2015, ásamt fjallskilaseðli. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    71. fundur stjórnar Bláskógaveitu. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.3.    12. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    14. fundur stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi.

2.2.    166. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.    241. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.4.    496. fundur stjórnar SASS.

 

  1. Þjóðarsáttmáli um læsi.

Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðherra ásamt drögum að þjóðaráttmála um læsi. Jafnframt er bréf frá Sveitarfélaginu Árborg þar sem kynnt er að stefnt er að undirritun sáttmálans þann 15. september n.k. klukkan 12:30 í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Byggðaráð Bláskógabyggðar felur oddvita sveitarstjórnar að undirrita sáttmálann fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Umsókn um stofnun lögbýlis, Höfði II.

Lögð fram umsókn um stofnun lögbýlis Höfði II, frá Erlendi Hjaltasyni, kt. 211157-7399. Óskað er eftir að breyta nafni lands (211605) úr Höfða 2 í Höfða II og skrá það sem lögbýli.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að nafni á umræddu landi verði breytt og það skráð sem lögbýli. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda ráðuneyti afstöðu byggðaráðs Bláskógabyggðar við erindinu.

 

  1. Drög að samningi um minkaveiðar í Biskupstungum.

Lögð fram drög að samningi um minkaveiðar í Biskupstungum, þar sem Bláskógabyggð semur við Jón Þormar Pálsson og Eyjólf Óla Jónsson að sinna minkaveiðum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 6. ágúst 2015; umsókn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II að Austurbyggð 24, Laugarási.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðaar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Austurbyggð 24 í Laugarási. Umsækjandi er Sigurhæðir Laugarási ehf. kt. 640914-0330.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist starfsemin gildandi skipulagi. Byggðaráð óskar eftir að fá sent afrit af útgefnu rekstrarleyfi.

 

6.2.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. ágúst 2015; umsókn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II að Bæjarholti 1, Laugarási.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðaar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Bæjarholti 1 í Laugarási. Umsækjandi er Málamynd ehf. kt. 5010204-3380.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist starfsemin gildandi skipulagi. Byggðaráð óskar eftir að fá sent afrit af útgefnu rekstrarleyfi.

 

 

6.3.    Bréf G. Pálma Kragh og Þórunni Ingvadóttur, dags. 7. júní 2015; umsókn um íbúð fyrir eldri borgara í Bergholti.

Lagt fram bréf G. Pálma Kragh og Þórunnar Ingvadóttur þar sem sótt er um leigu á íbúð fyrir eldriborgara í Bergholti eða aðra íbúð sem sveitarfélagið hefur til leigu. Engar íbúðir eru á lausu hjá sveitafélaginu eða Bergholti. Umsókn verður vistuð hjá sveitarfélaginu, en bréfritara bent á að allar íbúðir sem kunna að losna verða auglýstar lausar til umsóknar á hverjum tíma.

 

6.4.    Tölvuskeyti Guðmundar R. Valtýssonar, dags. 5. ágúst 2015; göngustígar á Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti Guðmundar R. Valtýssonar þar sem fram koma nokkrar vangaveltur vegna göngustíga á Laugarvatni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar þakkar Guðmundi góðar ábendingar. Tölvuskeyti Guðmundar vísað til sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar til frekari úrvinnslu.

 

6.5.    Bréf Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 24. ágúst 2015; styrkbeiðni – Í umferðinni.

Lagt fram bréf Íþróttasambands lögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna umferðarfræðslu fyrir yngstu nemendur í skólum landsins, undir yfirskriftinni „Í umferðinni“.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 5.000.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.    Áskorun frá Barnaheill; tryggja börnum rétt sinn til að stunda grunnnám án endurgjalds.

7.2.    Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 13. ágúst 2015; Dagur íslenskrar náttúru.

7.3.    Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 17. ágúst 2015; viðauki við samning um refaveiðar.

7.4.    Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 22. júlí 2015; Hakið á Þingvöllum – viðbygging.

7.5.    Aðalfundarboð Gufu ehf. Fundardagur 1. september 2015 kl. 15:00.

7.6.    Afrit af bréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst 2015; Kaldadalsvegur.

7.7.    Afrit af bréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst 2015; breytingar á Kjalvegi.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50.