164. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 2. október 2014, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    153. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    36. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.3.    76. fundur skipulags- og byggingarnefndar

Mál nr. 2; Fyrirspurn Áningarstaður / bálhús við Laugarvatn.

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugarvatns í Bláskógabyggð sem felur í sér að afmörkuð er lóð og byggingarreitur fyrir bálskýli á áningarstað í skóginum ofan við þjóðveg. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 17. júlí 2014 með athugasemdafresti til 29. ágúst. Ein athugasemd barst þar sem fram kemur að tilkoma bálskýlis og nýs bílastæðis geti haft neikvæð áhrif á starfsemi sem fram fer í húsnæði Dalbrautar 1 með stóraukinni umferð akandi og gangandi og tilheyrandi ónæðis. Skipulagsnefnd bendir á skógurinn ofan við þjóðveg nýtist sem útivistarsvæði fyrir alla íbúa Laugarvatns og þeirra gesti og að í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir áningarstað þar sem fyrirhugað er að reisa bálskýli. Varðandi umferð framhjá lóðinni Dalbraut 1 að þá er þegar í gildandi deiliskipulagi gert ráð fyrir að gangandi umferð til og frá útivistarsvæði, tjaldsvæði og hjólhýsasvæði fari um gangbraut á þjóðvegi og framhjá lóð Dalbrautar 1. Einnig þarf að gera ráð fyrir að gestir sem ætla að nýta útivistarsvæði ofan við þjóðveg geti komið og lagt bílum sínum á svæðum utan við lóð Dalbrautar 1. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar, með fyrirvara um umsögn Veðurstofu Íslands.

 

Mál nr. 3; Fyrirspurn_Geldingafell á Bláfellshálsi – vélsleðaleiga.

Lagt fram erindi Herberts Haukssonar f.h. Mountaineers of Iceland þar sem mótmælt er veitingu stöðuleyfis til Vélsleðaleigunnar ehf. fyrir aðstöðuhúsi við Geldingafell. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 30. júní 2014 og í byggðaráði Bláskógabyggðar 11. ágúst 2014 og var þar bókað að ekki væri gerð athugasemd við veitingu stöðuleyfis til loka apríl 2015. Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, þar sem hún felur byggingarfulltrúa að kanna aðstæður á svæðinu og vera í samráði við Vegagerðina um staðsetningu og aðkomu að húsi Vélsleðaleigunnar til að tryggt sé að ekki skapast hætta á svæðinu vegna umferðar um veg að Skálpanesi. Einnig þarf að fylgja eftir að núverandi hús verði fjarlægt þegar nýtt hús kemur á staðinn.

 

Mál nr. 5; Lindarskógur Laugarvatni – umgengnismál.

Nýlega var farið í að mæla út og merkja lóðarmörk í iðnaðarhverfinu við Lindarskóg á Laugarvatni. Kom þá í ljós að nokkuð er um að tæki og tól, bæði gangfær og ekki, eru utan lóðarmarka, Einnig kom í ljós að á lóð nr. 11 virðist sem búið sé að grafa töluvert út fyrir lóðarmörk auk þess sem búið er að grafa ofan í og fjarlægja að hluta gamlan ruslahaug sem lóðin stendur að hluta til á. Þá er umgengni innan lóðarmarka nokkurra lóða ábótavant. Að mati skipulagsnefndar er almenn umgengni innan iðnaðarhverfisins verulega ábótavant þó svo að það eigi ekki við allar lóðir á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar, að fela skipulagsfulltrúa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að senda öllum lóðarhöfum erindi sem varðar umgengnismál á svæðinu.

 

Mál nr. 9; Bergsstaðir 167201.

Sótt er um að byggja geymsluhús með frístundar vinnuherbergi úr timbri. Núverandi geymsluskúr verður fjarlægður.

Í ljósi þess að um er að ræða rúmlega 21 ha lóð samþykkir sveitarstjórn samhljóða að grenndarkynna umsókn um byggingu aukahús, skv. 44. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 12; Dskbr. Miðdalskot.

Lagt fram erindi Karls Eiríkssonar þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Miðdalskots. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimilt að reisa fimm allt að 80 fm gistihús á 16.400 fm ferðaþjónustulóð norðvestan við bæjartorfu Miðdalskots en óskað er eftir að stærð þeirra megi vera allt að 100 fm.  Heildarbyggingarmagn lóðarinnar fer þá úr 400 fm í 500 fm. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir sveitarstjórn hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er breytingin það óveruleg að ekki er þörf á grenndarkynningu

 

Mál nr. 14; Landsskipulagsstefna 2015 – 2026.

Hjá skipulagsnefnd var tekin til umfjöllunar valkostagreining Skipulagsstofnunar í tengslum við gerð Landskipulagsstefnu 2015 – 2026.  Að mati nefndarinnar virðist sem verndun og framkvæmdum sé stillt upp sem algjörlega andstæðum pólum sem geti illa farið saman. Á þetta sérstaklega við í umfjöllun umhverfismats um miðhálendið. Virðist litið á flestar framkvæmdir með neikvæðum hætti á meðan verndunartillögur fá jákvæðari umsögn. Varðandi umfjöllum um búsetumynstur að þá er umfjöllunin öfgakennd þar sem eingöngu neikvæð umhverfisáhrif eru talin upp fyrir annan kostinn á meðan eingöngu eru talin upp jákvæð umhverfisáhrif fyrir hinn kostinn. Það sama á við í umfjöllun um landnotkun í dreifbýli, þ.e. umfjöllunin er með of svart/hvítum hætti, þó ekki eins áberandi og í umfjöllun um byggðarmynstur. Þá er sérstakt hversu neikvæðan blæ orðið athafnafrelsi fær en það hugtak virðist sett upp sem andstæða við orðið/hugtakið umhverfissjónarmið.

Sveitarstjórn fellst á afstöðu skipulagsnefndar og staðfestir bókun hennar.

 

1.4.    77. fundur skipulags- og byggingarnefndar með afgreiðslum byggingarfulltrúa 28. ágúst – 29. september 2014.

Mál nr. 2; Fyrirspurn_Fellsendi.

Lagt fram nýtt erindi Sigurðar B. Baldvinssonar og Claire Thuilliez, dags. 22. september 2014, varðandi beiðni um að samþykkt verði nýtt lögbýli á 119,6 ha spildu úr landi Fellsenda (lnr. 222604)í Bláskógabyggð. Á fundi skipulagsnefndar 27. mars 2014 var bókað að ekki væri mælt með að stofnað verði nýtt lögbýli á þessum stað þar sem vegna aðstæðna gæti verið erfitt að veita íbúum lögbundna þjónustu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfesti afgreiðslu nefndarinnar á fund fundi 3. apríl 2014. Afstaða skipulagsnefndar til málsins hefur ekki breyst sbr. bókun nefndarinnar á fundi 27. mars 2014.  Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.

 

Mál nr. 3; Fyrirspurn_Vað úr landi Brúar – geymslur.

Lögð fram beiðni eigenda lóðanna Vað 1, 2, 3 og 4 dags. 23. september 2014 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem felst í að heimilt verði að reisa allt að 30 fm aukahús/geymslu á hverri lóð í stað 10 fm. Þar sem almennt er heimilt að vera með allt að 30 fm aukahús á frístundahúsarlóðum í Bláskógabyggð.  Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 4; Borgarhólsstekkur 1 Miðfellslandi – Kæra til ÚUA.

Borist hefur úrskurður frá ÚUA, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem byggingarleyfi fyrir gestahúsi á Borgarhólsstekk 1 frá 2007 er fellt úr gildi. Lagt fram til kynningar.

 

Mál nr. 5; Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. ágúst til 29. september 2014.

 

Mál nr. 9; Bergsstaðir hitaveitulóð 222588.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar sem gerði ekki athugasemd við byggingu hússins og vísaði málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 20; Dsk Haukadalur 3 – íbúðarhús.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir 2.000 fm íbúðarhúsalóð í landi Haukadals 3 lnr. 167099 á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Um er að ræða um 103 ha jörð sem á eru skráð 66 fm starfsmannahús og gömul 55 fm hlaða. Gert er ráð fyrir að á lóðinni megi reisa 250 fm íbúðarhús og verður aðkoma að lóðinni frá þjóðvegi um tengingu sem liggur að golfskóla/íbúðarhúsi Haukadalsvallar. Þar sem ekkert íbúðarhús er í dag skráð á jörðinni samþykkir sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagið skv.1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á að kynninga lýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. þar sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir að á jörðum séu til íbúðarhús.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

1.5.    64. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Samþykkt samhljóða.

 

1.6.    Fundur atvinnu- og ferðamálanefnar Bláskógabyggðar, dags. 17. september 2014.

Samþykkt samhljóða.

 

1.7.    5. fundur um deiliskipulagsvinnu á Geysissvæði.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    20. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.2.    17. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

2.3.    18. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

2.4.    Minnispunktar vegna fundar með ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.

2.5.    Fundur um sveitahátíðina „Tvær úr Tungunum“ 2014, dags. 1. september 2014.

2.6.    2. fundur Héraðsnefndar Árnesinga bs.

2.7.    3. fundur Héraðsnefndar Árnesinga bs.

2.8.    167. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

 

  1. Kosning í samvinnunefnd um svæðisskipulag Uppsveitanna.

Tillaga lögð fram um tvo aðalmenn í samvinnunefnd um svæðisskipulag Uppsveitanna og tvo til vara.

Aðalmenn:          Helgi Kjartansson

Eyrún Margrét Stefánsdóttir

Varamenn:          Kolbeinn Sveinbjörnsson

Óttar Bragi Þráinsson

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kosning í ferðamálaráð Uppsveita.

Tillaga lögð fram um einn aðalmann í ferðamálaráð Uppsveitanna og annar til vara.

Aðalmaður:         Kristinn Bjarnason

Varamaður:         Eyrún Margrét Stefánsdóttir

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

5.1.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 25. september 2014; þingsályktunartillaga um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu (þingmál nr. 14).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem Bláskógabyggð er boðið að koma fram með umsögn eða athugasemdir við þingmál nr. 14.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagða þingsályktunartillögu.

 

5.2.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 25. september 2014; frumvarp til laga um byggingarvörur (þingmál nr. 54).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem Bláskógabyggð er boðið að koma fram með umsögn eða athugasemdir við þingmál nr. 54.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagða þingsályktunartillögu.

 

  1. Drög að samþykktum fyrir byggðasamlag vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.

Lögð fram drög að samþykktum fyrir byggðasamlag vegna málefna fatlaðra á Suðurlandi.  Þessi breyting á rekstrarformi er tilkomin vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2012.  Ákvæði til bráðabirgða í sveitarstjórnarlögum gaf sveitarfélögum á Suðurlandi svigrúm til 15. október 2014 að breyta fyrirkomulaginu og mynda um verkefnið byggðasamlag.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar þessari breytingu enda er hún samhljóma vilja sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá þeim tíma sem sveitarfélög á Suðurlandi tóku við verkefninu frá ríkinu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir byggðasamlagið.  Sveitarstjórn veitir oddvita sveitarstjórnar, Helga Kjartanssyni, fullt umboð til að undirrita samþykktir fyrir hönd Bláskógabyggðar á stofnfundi samlagsins sem gert er ráð fyrir að haldinn verður þann 22. október 2014.

 

  1. Drög að nýjum samningi um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu.

Lögð fram drög að nýjum samningi um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu.  Fyrirliggjandi samningur byggir á eldri samningi um sama verkefni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu og samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 29. september 2014; beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I, Katrine ehf.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar Katrine ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I (heimagisting) í Self catereing apartment, Háholti 2a, Laugarvatni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt, enda samrýmist sú starfssemi gildandi skipulagi svæðisins.

 

8.2.    Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 15. september 2014; beiðni um styrk á móti leigu Aratungu vegna réttarballs 2014.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna réttaballs.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu Aratungu.

 

8.3.    Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 15. september 2014; beiðni um að fá að halda réttarball í Aratungu í september 2015.

Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir leyfi til að halda réttaball í Aratungu í september 2015.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðið leyfi.

 

8.4.    Tölvuskeyti Sigrúnar Reynisdóttur, dags. 25. september 2014; beiðni um fjárstyrk fyrir íþróttafélagið Suðra vegna keppnisferðar.

Lagt fram tölvuskeyti Sigrúnar Elfu Reynisdóttir þar sem óskað er eftir fjárstyrk fyrir íþróttafélagið Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi.  Óskað er eftir styrk vegna keppnisferðar þar sem einn keppandi er úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 10.000.

 

8.5.    Tölvuskeyti Vina Tungnarétta, dags. 29. september 2014; beiðni um styrk til að fjármagna lokauppgjör við uppbyggingu Tungarétta.

Lagt fram tölvuskeyti frá Vinum Tungnarétta þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að fjármagna lokauppgjör við uppbyggingu Tungnarétta.  150.000 krónur vantar í sjóð til þess að ljúka lokauppgjöri.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk kr. 150.000.

 

8.6.    Bréf verkefnisins „Við stólum á þig“, dags. 15. september 2014; beiðni um þátttöku með kaupum á tösku með merki verkefnisins og sveitarfélagsins.

Lagt fram bréf verkefnisins „Við stólum á þig“ þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið. Stuðningurinn verði í formi kaupa á áprentuðum töskum.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar erindinu.

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.    Bréf SASS, dags. 3. september 2014; Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

9.2.    Drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um reglugerð um starfsemi slökkviliða.

9.3.    Afrit af bréfi Einars Guðbjörnssonar og Einars Jóhannessonar til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forætisráðherra, dags. 26. september 2014; friðlýsing gamla hússins á Kárastöðum, ásamt minnisblaði Verkþjónustu Hjalta slf, dags. 10. júlí 2014.

9.4.    Samantekt um Uppsveitahringinn 2014 sem unnin hefur verið af Öglu Þyri Kristjánsdóttur, dags. 23. september 2014.

9.5.    Úttekt Námsgagnastofnunar á leikskólanum Álfaborg, 2014.

9.6.    Björgunarsveitin Ingunn; ársskýrsla fyrir árið 2013 ásamt ársreikningi.

9.7.    Björgunarsveit Biskupstungna; ársskýrsla fyrir árið 2013 ásamt ársreikningi.

 

 

Fundi slitið kl. 17:15.