165. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

 165. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 2. október 2015 kl. 09:00.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    43. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar. Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    1. verkfundur; Gatnagerð Reykholti 2015. Samþykkt samhljóða.

 

1.3.    3. fundur ferðamálaráðs Uppsveitanna. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    15. fundur stjórnar Bergrisans bs.

2.2.    174. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

2.3.    497. fundur stjórnar SASS.

2.4.    21. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

2.5.    830. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.6.    Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2015, ásamt ársreikningi 2014.

 

  1. Styrkumsóknir vegna vegahalds í frístundabyggðum.

Lagðar voru fram umsóknir frá frístundahúsafélögum um styrki vegna vegahalds. Alls sóttu átta frístundahúsafélög um styrk, en umsóknarfrestur rann út þann 15. september s.l. Samkvæmt úthlutunarreglum Bláskógabyggðar þá verða veittir styrkir til þessara átta aðila, en heildar styrkfjárhæð þessa árs mun þá nema kr. 2.074.505.   Styrkfjárhæð til einstaka aðila verður:

 

Umsækjandi Umsjónarmaður Styrkvilyrði
Sumarbústaðafél. Veiðilundur Halldóra Ásgeirsdóttir 39.505
FSHR Baldvin Ómar Magnússon 300.000
Fell frístundabyggð Arngrímur Sverrisson 235.000
Eyjan – Geysir Rósa M. Sigursteinsdóttir 300.000
Helludalsfélagið Jón Örn Marínósson 300.000
Bringur – Drumboddstöðum Lilja Ólafsdóttir 300.000
VR – Miðhúsaskógi Stefán Sveinbjörnsson 300.000
Félag frísth. Iðavöllum í Haukadal Ágúst H. Bjarnason 300.000
0
Samtals: 2.074.505

 

Byggðaráð samþykkir samhljóða að gera þá tillögu að veita umrædda styrki með fyrirvara um að öll gögn berist sveitarfélaginu fyrir lok árs 2015, þ.e. sundurliðun kostnaðar ásamt afritum af greiddum reikningum fyrir umræddum framkvæmdum.

 


 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.    Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Með frumvarpinu bætist við eitt nýtt ákvæði til bráðabyrgða sem kveður á um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði árin 2015, 2016 og 2017 til að vega á móti áhrifum sem lög nr. 40/2014 um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlögð drög að frumvarpi.

 

4.2.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 21. september 2015; frumvarp til laga um almanntryggingar (3. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar, þingmál nr. 3.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir að svo komnu máli engar athugasemdir.

 

4.3.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 21. september 2015; frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (4. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala, þingmál nr. 4.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir að svo komnu máli engar athugasemdir.

 

4.4.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 22. september 2015; frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (35.mál)

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra, þingmál nr. 35.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir að svo komnu máli engar athugasemdir.

 

4.5.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 23. september 2015; frumvarp til laga um landsáætlun og uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (133. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um landsáætlun og uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, þingmál nr. 133.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir athugasemdir við þá grundvallar nálgun sem fram kemur í 8. og 9. grein frumvarpsins. Fjárframlög hins opinbera vegna greiðsluþátttöku vegna ferðamannaleiða, ferðamannastaða og ferðamannasvæða eru háð fjárlögum hvers árs og því ekkert í hendi með fjármögnun til lengra tíma fyrir hin ýmsu verkefni. Á hinn bóginn má skilja hlutina þannig að ef landeigandi hefur einu sinni notið einhvers fjármagns frá hinu opinbera er honum meinuð gjaldtaka vegna aðgengis um alla framtíð, en er heimilt að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Að mati byggðaráðs Bláskógabyggðar er þessi nálgun æði einsleit og ekki til þess fallin að ná árangri í uppbyggingu innviða og til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Þessi nálgun mun frekar ala á tortryggni og hægja á framvindu hinna ýmsu nauðsynlegu verkefna sem brýnt er að hrinda í framkvæmd.

 

4.6.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. september 2015; frumvarp til laga um náttúruvernd (140. mál)

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd, þingmál nr. 140.

Byggðaráð Bláskógabyggðar vill vekja athygli á tiltölulega nýlegu vandamáli sem lýtur að umhverfi og upplifun ferðamannsins. Mikið hefur aukist af bílaleigubílum í umferðinni sem kallaðir eru hinum ýmsu nöfnum með „campers“ viðskeyti. Þetta eru venjulega frekar litlir sendiferðabílar með svefnaðstöðu m.m. Í fæstum tilfellum hafa þessar bifreiðar hreinlætistæki. Leigendur þessara bifreiða gista iðulega utan vega, s.s. á hvíldar- og útsýnisplönum þar sem engin hreinlætisaðstaða er fyrir hendi. Ástand sumra þessara staða er algerlega óásættanlegt og vart hægt að stíga niður fæti fyrir óþrifnaði. Eitthvað þarf að gera varðandi almenna reglu í landinu sem skyldar þessa ferðamenn að gista á þar til gerðum svæðum sem hafa til staðar grunnþjónustu s.s. salerni. Byggðaráð telur ekki vænlegt til árangurs að einstaka sveitarfélög eða svæði setji staðbundnar reglur, heldur þurfi að setja almennar reglur fyrir allt landið svo árangur náist. Lög um náttúruvernd getur í sjálfu sér tekið á þessu máli og mætti skoða þetta mál í samhengi við heimild til að reisa allt að þrjú tjöld til nætursetu á óræktuðu landi. Má leggja líkum af því að það frjálsræði sé nokkuð ráðandi um þetta vandamál sem er til staðar hjá þeim sem ferðast á umræddum bílaleigubílum (campers).

 

4.7.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. september 2015; tillaga til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu (10. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu, þingmál nr. 10.

Byggðráð Bláskógabyggðar leggst gegn þessari tillögu til þingsályktunar.

 

4.8.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 28. september 2015; tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs (16. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, þingmál nr. 16.

Byggðráð Bláskógabyggðar leggst gegn þessari tillögu til þingsályktunar.

 

 

  1. Fyrirkomulag tölvukaupa á starfsstöðvum Bláskógabyggðar.

Á undanförnum árum hefur Bláskógabyggð gert samninga við kennara og aðra starfsmenn sveitarfélagsins sem nýta þurfa fartölvu við starf sitt. Með þessum samningum þá hefur kostnaður skipst á sveitarsjóð og viðkomandi starfsmann, en starfsmaður greiðir mánaðarlega greiðslu til sveitarsjóðs í þrjú ár. Að samningstíma loknum getur starfsmaður greitt 8% af samningsfjárhæð og eignast tölvuna eða skilað henni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar telur eðlilegt og eigi að vera hin almenna regla, að tölvur fyrir starfsmenn verði staðsettar á hverri starfsstöð og í fullri eigu sveitarfélagsins. Í undantekningatilfellum þar sem starfsstöð hefur takmarkaða eða enga aðstöðu fyrir tölvuvinnslu er heimilt að gera leigusamning um fartölvukaup, þar sem starfsmaður getur keypt umrædda tölvu að þriggja ára leigusamningi loknum. Byggðaráð Bláskógabyggðar verður að samþykkja slíka samninga enda sé fjárheimild fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun viðkomandi stofnunar.

Fyrir liggur beiðni frá Sigurjóni Pétri Guðmundssyni um fartölvu á leigusamningi vegna starfa sinna hjá Íþróttamiðstöðinni í Reykholti, en tölvan sem hann hefur nýtt er ónýt. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að keypt verði fartölva þar sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti þarf tölvu við störf sín. Heimilt er að gera leigusamning við hann sem gefi honum einnig kost á að kaupa tölvuna að fullu að þriggja ára tíma liðnum.

 


 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. september 2015; umsókn um nýtt rekstrarleyfi í flokki I að Austurbyggð 20, Laugarási.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem sótt er um nýtt rekstrarleyfi í flokki I að Austurbyggð 20 í Laugarási. Ábyrgðarmaður er Haraldur Arnar Haraldsson, kt. 260660-2339.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist heimagisting í flokki I gildandi skipulagi.

 

6.2.    Bréf Göngum í skólann, dags. 1. september 2015; verkefnið „Göngum í skólann“.

Lagt fram bréf frá „Göngum í skólann“ þar sem kynnt er verkefnið sem hleypt var af stokkunum í níunda sinn þann 9. september s.l. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðlega Gögnum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október.

Byggðráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að senda framlagða kynningu til stjórnenda grunnskóla í Bláskógabyggð.

 

6.3.    Tölvuskeyti Locatify, dags. 7. september 2015; app fyrir Bláskógabyggð.

Lagt fram tölvuskeyti Locatify þar sem kynnt er smáforrit fyrir snjallsíma sem hefur verið sérhannað fyrir sveitarfélög. Smáforritið á að henta ferðamönnum sem heimamönnumtil að afla sér staðgóðrar upplýsingar um þjónustu og viðburði.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka ekki þátt í verkefninu á þessum tímapunkti.

 

6.4.    Tilboð vegna prentunar „Inn til fjalla“, dags. 11. september 2015.

Lagt fram tilboð vegna skönnunar og endurprentunar „Inn til fjalla“. Ef endurprentaðar verða 100 eintök verður heildar kostnaður með skönnun og umbroti kr. 353.479. Helgi Kjartansson gerði grein fyrir verkefninu og fjármögnun þess. Peningasjóður er í vörslu Bláskógabyggðar þar sem tekjur af sölu bókanna m.m. hafa verið færðar og verður fjármunum úr þeim sjóði varið til þessa verkefnis.

 

6.5.    Tölvuskeyti Ljóssins, dags. 16. september 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Ljóssins þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útgáfu afmælisblaðs.

Erindinu hafnað.

 

6.6.    Bréf HSK, dags. 21. september 2015; styrkbeiðni vegna heimildarmyndar um Landsmót UMFÍ á sambandssvæðinu.

Lagt fram bréf HSK þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð kaup 5 geisladiska með heimildarmynd um Landsmót UMFÍ á sambandssvæðinu. Kostnaður er kr. 30.000. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að kaupa 5 eintök af heimildarmyndinni.

 

6.7.    Bréf Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 22. september 2015; styrkbeiðni vegna leiksýninga og æfinga í Aratungu.

Lagt fram bréf Menntaskólans að Laugarvatni þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna leiksýninga og æfinga. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu Aratungu.

 

6.8.    Tölvuskeyti Markell ehf, dags. 17. september 2015; beiðni um leyfi til að nýta kvikmynd við gerðar heimildaþátta.

Lagt fram tölvuskeyti Markell ehf þar sem óskað er eftir leyfi til að nýta hluta af kvikmynd Gísla Bjarnasonar sem sýnir fólk á leið til tripparéttar í Grænaskarði 1953.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að heimila Markell ehf að nýta þetta efni til gerðar þessara heimildaþátta um dægurtónlist á Íslandi.

 

6.9.    Bréf Guðlaugar Jónu Hilmarsdóttur, félagsmálastjóra Árborgar, móttekið 20. september 2015; beiðni um stuðning vegna „Framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi“.

Lagt fram bréf Guðlaugar Jónu Hilmarsdóttur þar sem óskað er eftir kr 50.000 sem fjárstuðning við framkvæmd Framtíðarþings um farsæla öldrun á Suðurlandi. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk að upphæð kr. 50.000.

 

6.10.  Bréf stjórnar eldri borgara í Biskupstungum, dags. 16. september 2015; styrkbeiðni vegna íþróttaþjálfara.

Lagt fram bréf stórnar eldri borgara í Biskupstungum þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 60.000 sem nýttur yrði til greiðslu fyrir störf íþróttaþjálfara veturinn 2014 / 2015.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að veita umbeðinn styrk.

 

6.11.  Bréf Þórðar Sigurjónssonar, dags. 21. september 2015; óbyggðir og afréttir í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf Þórðar Sigurjónssonar þar sem hann bendir á ýmislegt sem betur mætti fara í umhverfismálum á afréttum Bláskógabyggðar. Einnig bendir hann á leiðir til úrbóta.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að afrit af bréf Þórðar verði sent til umhverfisnefndar Bláskógabyggðar og byggingarfulltrúa Uppsveitanna.

 

6.12.  Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Lögð fram umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Ingibjörgu maríu Haraldsdóttur, kt. 211207-3020.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir umsóknina samhljóða enda verði gjaldtaka fyrir námsvist í samræmi við viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

6.13.  Bréf Aflsins, dags. 24. september 2015; styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins.

Lagt fram bréf Aflsins þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna reksturs samtakanna.

Erindinu hafnað.

 

6.14.  Bréf Karls Hallgrímssonar, dags. 24. september 2015; beiðni um stuðning við tónleikahald í Aratungu.

Lagt fram bréf Karls Hallgrímssonar þar sem óskað er eftir stuðningi við tónleika í Aratungu í tilefni útgáfu hljómplötu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styðja við verkefnið með því að leggja til Aratungu fyrir þennan menningarviðburð. Ákvörðun þessi er í samræmi við lið 5e í úthlutunarregum vegna styrkveitinga til listnáms og listtengdra viðburða í Bláskógabyggð.

 

6.15.  Bréf Heimilis og skóla, dags. 25. september 2015; ályktun um dekkjakurl á sparkvöllum.

Lagt fram bréf Heimilis og skóla þar sem fram kemur ályktun um dekkjakurl á sparkvöllum. Eru sveitarfélög hvött til þess að endurnýja þá velli sem þaktir eru heilsupillandi dekkjakurli.

Byggðaráð Bláskógabyggðar felur sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar að kanna hvaða efni eru nýtt á sparkvöllum í sveitarfélaginu. Ef það reyndin er að dekkjakurl er nýtt á völlunum að kanna hvaða lausnir eru til staðar að búa þannig um að ekki séu heilsuspillandi efni nýtt á sparkvöllum sveitarfélagsins.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.    Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 1. september 2015; boð á IX. Umhverfisþing, 9. október 2015.

7.2.    Tölvuskeyti stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 22. september 2015; boðun 2. orkufundar.

7.3.    Tölvuskeyti Lögreglustjóra Suðurlandsumdæmis, dags. 14. september 2015; efling embættis lögreglustjórans á Suðurlandi.

7.4.    Bréf undirbúningshóps um Sunnlenska skóladaginn 2016, dags. 2. september 2015; kynning á stöðu mála.

7.5.    Bréf Alþingis, dags. 10. september 2015; fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.