165. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 13. nóvember 2014, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti bar upp tillögu að breytingu á dagskrá fundarins, að inn komi nýr dagskrárliður 12 og færast aðrir dagskrárliðir til sem því nemur.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Í upphafi fundar komu fulltrúar tónlistarkennara Tónlistarskóla Árnesinga þar sem þeir kynntu ályktun fundar félagsmanna FT, sem haldinn var í Verkfallsmiðstöðinni að Hlíðarenda 12. nóvember 2014.  Þeir fylgdu eftir fyrrgreindri ályktun og lýstu áhyggjum sínum um stöðu mála í kjaraviðræðum tónlistarkennara við launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Þeir hvetja sveitarfélög að þrýsta á um að viðunandi samningar náist í þessari kjaradeilu.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    154. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Varðandi 3. dagskrárlið þá samþykkir sveitarstjórn að 3 fulltrúar verði skipaðir í undirbúningshóp við umhverfisþing.  Sveitarstjórn felur umhverfisnefnd að skipa 3 aðila af þeim sem nefndir eru í fundargerð í undirbúningshóp.  Sveitarstjórn óskar eftir að umhverfisnefnd og undirbúningshópur móti ramma um þingið og þá áhersluþætti sem þingið skal beina sjónum að og sendi til sveitarstjórnar til samþykktar.

Varðandi 7. dagskrárlið fundargerðar þá samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi landbótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt fyrir sitt leyti og felur oddvita sveitarstjórnar að undirrita áætlunina fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Varðandi dagskrárlið 12.2 þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að setja fyrirvara um samþykki sitt um framlengingu samstarfssamnings við Markaðsstofu Suðurlands, þ.e. að önnur sveitarfélög samþykki einnig þá tillögu, sem kom fram í erindi Markaðsstofunnar, um árlegt fjárframlag sveitarfélaga.

Að öðru leyti er fundargerð staðfest samhljóða.

 

1.2.    78. fundur skipulags- og byggingarnefndar.

Mál nr. 4; LB_Böðmóðsstaðir 1 lnr. 167625 – ný 12,62 ha spilda.

Lagt fram lóðarblað sem sýnir afmörkun þriggja lóðahluta sem fyrirhugað er að stofna sem eina rúmlega 12 ha spildu úr landi Böðmóðsstaða 1 lnr. 167625. Fyrir liggur uppdráttur með undirskrift aðliggjandi landeigenda. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun landsins og heldur ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 14; ASLBR Reykholt: Vegtenging Lyngbraut – Biskupstungnabraut.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins í Reykholti vegna breytingar á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg. Tillagan var auglýst 23. ágúst 2014 með athugasemdafrest til 3. október. Athugasemd barst með bréfi Steinars Á. Jensen dags. 30. september 2014 f.h. eigenda garðyrkjustöðvanna Kvista, Stórafljóts, Jarðaberjalands og íbúa við Lyngbraut 1, 2, 5, 10 og 12. Gerð er athugasemd við að Lyngbraut verði botnlangi út frá þjóðvegi og í staðinn óskað eftir að Lyngbrautin verði áfram opin. Skipulagsnefnd vísaði ákvörðun um samþykkt málsins til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 – 2012 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og svara framkomnum athugasemdum.

 

Mál nr. 15; ASKBR Syðri-Reykir – Hrosshóll.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýju efnistökusvæði við Hrosshól syðst í landi Syðri-Reykja, upp við landamerki Torfastaða. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 21. ágúst 2014 með athugasemdafresti til 11. september. Engar athugasemdir hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 16; DSKBR Reykholt – Friðheimar, 2 nýjar spennist. lóðir.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum undir spennistöðvar á lóð garðyrkjustöðvarinnar Friðheimar lnr. 167088. Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum Espiflatar.  Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 17; DSKBR Úthlíð – þakgerð og mænisstefna.

Lagt fram erindi Ólafs Björnssonar dags. 29. september 2014, f.h. landeigenda Úthlíðar, þar sem óskað er eftir að breytingu á gildandi skilmálum í deiliskipulagi fyrir Úthlíð, þar sem kvaðir um þakgerð og mænisstefnu falla út. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skilmálum frístundabyggðar í landi Úthlíðar verði breytt á þann veg, að ákvæði um þakgerð/þakhalla og mænisstefnu falli út. Er það í samræmi við það sem almennt er heimilt í frístundabyggðum. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar breytingargögn liggja fyrir.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

1.3.    79. fundur skipulags- og byggingarnefndar með afgreiðslum byggingarfulltrúa 30. september – 5. nóvember 2014.

Mál nr. 2; Heiðarbær lóð 170211 – sumarhús.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Þá er samþykkt að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar lóðarstofnun hefur gengið í gegn.

 

Mál nr. 4; Frkvl_Neðridalur – malargryfja í Stakksáreyrum.

Lagt fram erindi dags. 20. október 2014 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir allt að 25.000 m3 af fyllingarefni úr malargryfjum í Stakksáreyrum í landi Neðri-Dals í Bláskógabyggð. Er framkvæmdin í samræmi við gildandi aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012. Með erindinu fylgir afstöðumynd dags. október 2014 í mkv. 1:1.500 sem sýnir hnitsetta afmörkun efnistökusvæðisins. Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni með fyrirvara um að fyrir liggi leyfi Fiskistofu vegna nálægðar við Stakksá.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 5; afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. september til 5. nóvember 2014.

 

Mál nr. 10; Bergsstaðir 167201.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og fellst ekki á rök fyrirliggjandi athugasemdar og felur byggingarfulltrúa að svara athugasemdinni.  Afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 11; Borgarhólsstekkur 1.

Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir gestahús úr timbri 25,8 fm.  Byggingarleyfi hússins var fellt úr gildi með úrskurði UUA dags. 19. september 2014. Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipualagslaga.

 

Mál nr. 12; Reynilundur 6.

Sótt um viðbyggingu á sumarhúsinu úr timbri stærð 3 fm. Eftir stækkun 39,5 fm. Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.

 

Mál nr. 13; Sandskeið C-gata 4 170679.

Sótt um viðbyggingu við sumarhús 22,9 ferm eftir stækkun 72,9 fm.og geymslu byggð stök 14 fm.  Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.

 

Mál nr. 18; ASKBR Syðri-Reykir – Norðurtún.

Lögð fram til kynningar athugasemd sem borist hefur vegna lýsingar aðalskipulagsbreytingar vegna námu í landi Syðri-Reykja, Norðurtún, sem kynnt var 2. október 2014 með athugasemdafresti til 23. október. Þá liggja einnig fyrir umsagnir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar þar sem fjallað er um námuna. Sveitarstjórn samþykkir að kynna breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í greinargerð aðalskipulags þurfa að koma ákvæði um að áður en framkvæmdaleyfi er veitt fyrir vinnslu á svæðinu þurfi að ganga frá áður röskuðu svæði næst sumarhúsahverfinu með viðunandi hætti.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 19; ASKBR Úthlíð – Höfðaflatir.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, í sameignarlandi Úthlíðar, Hrauntúns og Stekkholts sem felur í sér að gert er ráð fyrir allt að 30 þúsund rúmmetra efnistöku á Höfðaflötum neðan við Högnhöfða. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 2. október 2014 með athugasemdafresti til 23. október. Engar nýjar athugasemdir eða umsagnir hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

 

Mál nr. 20; Breyting á aðalskipulagi – Reykholt, svæði Eflingar.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Reykholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að íbúðarsvæði upp á holti austan grunnskóla (land Eflingar). Lagður verður nýr um 220 m langur vegur frá Kistuholti sunnan Aratungu, framhjá skólastjórabústað og þaðan upp á holtið. Lýsing breytingarinnar var auglýst til kynningar 2. október sl. með fresti til athugasemd eða ábendinga til 23. október 2014. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. október. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna breytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leita umsagnar Umhverfisstofnunar, sbr. ábending í bréfi Skipulagsstofnunar.

 

Mál nr. 21; DSKBR Úthlíð – ný dæluhúsalóð.

Lögð fram tillaga að breytingu á deilskipulagi Úthlíðar í Bláskógabyggð sem felst í að gert er ráð fyrir 540 fm lóð fyrir dæluhús. Er lóðin staðsett 6 m frá miðlínu Úthlíðarvegar og 20 m frá miðlínu Laugarvatnsvegar. Dæluhúsið verður allt að 50 fm að stærð með allt að 4 m mænishæð. Leitað hefur verið umsagnar Vegagerðarinnar. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 22; Reykjavegur – aðalskipulag.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna breytingar á Reykjavegi. Lýsing tillögunnar var kynnt 2. október 2014 með athugasemdafresti til 23. október. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnari Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar. Sveitarstjórn samþykkir að kynna breytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 23; Skálabrekka_Lindarbrekku, Unnar- og Guðrúnargata – deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi um 36 ha svæðis úr landi Skálabrekku við Þingvallavatn. Um er að ræða um 36 ha sem liggur milli Þingvallavatns og gamla Þingvallavegar þjóðvegar, suðvestan skipulagðar frístundabyggðar við Skálabrekkugötu. Tillagan var auglýst 22. ágúst 2013 með athugasemdafrestil til 4. október. Tvö athugasemdabréf bárust. Þá liggja nú fyrir viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum. Til viðbótar liggur nú fyrir skýrsla fornleifafræðings auk umsagnar Minjastofnunar Íslands dags. 22. október 2014. Þar koma fram ýmsar ábendingar og hefur deiliskipulagstillagan verið lagfærð til að koma til móts við þær. Þar sem meira en eitt ár er liðið frá því að athugasemdafrestur auglýsingar deiliskipulagsins rann út þá samþykkir sveitarstjórn að auglýsa tillöguna að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, með breytingum sem varða umfjöllum um fornleifar á svæðinu.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

1.4.    Fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 30. október 2014.

Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    22. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.2.    19. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

2.3.    20. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

2.4.    3. fundur NOS.

2.5.    5. fundur Héraðsnefndar Árnesinga bs..

2.6.    Haustfundur um þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi, dags. 22. október 2014.

2.7.    9. fundur stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.

2.8.    Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga árið 2014, dags. 10. október 2014.

2.9.    Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. ásamt ársreikningi 2013 og ársskýrslu.

2.10.  821. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.11.  Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 2014.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2015 – 2018, fyrsta umræða.

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2015 – 2018.  Tillagan fékk kynningu á síðast fundi byggðaráðs þann 31. október s.l.  Umræða varð um forsendur fjárhagsáætlunar og fyrirliggjandi drög að áætlun.  Sveitarstjórn samþykkir forsendur fjárhagsramma fyrir stofnanir og deildir sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra og stjórnendum stofnana og deilda að ljúka frágangi áætlana fyrir næstu umræðu í sveitarstjórn.  Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 – 2018 á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 11. desember 2014.

 

 1. Tillaga til fjárauka vegna fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2014.

Lögð var fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014. Um er að ræða breytingar á eftirfarandi tekju- og útgjaldaliðum sveitarsjóðs:

 

          Deild  Textalýsing                                                                                Samþykkt      Ný áætlun        Fjárauki

                                                                                                                                áætlun                            áætlunar

0001  Útsvar (0001)                                                                    -317.000.000   -322.000.000    -5.000.000

0006  Fasteignaskattur (0006)                                                 -260.000.000   -263.000.000    -3.000.000

0010  Jöfnunarsjóður (0010)                                                    -108.231.797   -121.231.797  -13.000.000

0200  Félagsmál (0201, 0205, 0212, 0218, 0251, 0274, 0289)   17.709.000 22.045.000 4.336.000

0400  Fræðslumál (04111, 04211, 0451)                                350.576.023    357.776.023     7.200.000

0700  Brunamál og almannavarnir (0762, 0789)                            863.000       3.195.000     2.332.000

3100  Eignasjóður (31201, 3162, 3165)                                       -8.934.659      -4.944.659     3.990.000

6100  Fráveita (6111)                                                                        -5.048.800      -2.388.800     2.660.000

Samtals fjárauki 2014:                            -482.000

 

Kostnaðarheimildir leikskóla- og grunnskóladeildar Bláskógaskóla eru skipt niður á tvær deildir í bókhaldi, en heimilt er að flytja fjárheimildir milli þeirra deilda.  Kostnaðarauka vegna aukinna útgjalda verður mætt með auknum áætluðum tekjum sveitarsjóðs.  Afkoma sveitarsjóðs batnar sem nemur kr. 482.000 fyrir rekstrarárið 2014.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fram lagða tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2014 og felur sveitarstjóra að senda upplýsingar um samþykktan viðauka til Hagstofunnar og innanríkisráðuneytis.

 

 1. Þingmál til umsagnar:

5.1.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 4. nóvember 2014; þingsályktunartillaga um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs (þingmál nr. 26).

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir á þessu stigi málsins.

 

5.2.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 10. nóvember 2014; þingsályktunartillaga um endurskoðun laga um lögheimili (þingmál nr. 33).

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.

 

5.3.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 30. október 2014; þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu (þingmál nr. 27).

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.

 

 1. Tölvukerfi til að halda utan um tæmingu rotþróa.

Lagt fram minnisblað frá Tæknisviði Uppsveita, dags. 5. nóvember 2014, sem fjallar um tilboð Loftmynda um gerð kerfis fyrir rotþróarupplýsingar.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu þessa erindis þar sem upplýsingar um kostnað og rekstur kerfis kemur ekki nægjanlega greinilega fram.  Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um kostnað við rekstur og uppsetningu sem fellur á Bláskógabyggð.

 

 1. Bréf Eyrúnar Margrétar Stefánsdóttur dags. 29. október 2014; vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

Lagt fram bréf Eyrúnar M. Stefánsdóttur þar sem fram kemur að hún óskar að láta af störfum í vinnuhópi um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.  Sveitarstjórn samþykkir að Eyrún láti af störfum í vinnuhópnum og er Óttar Bragi Þráinsson skipaður í hennar stað í starfshópinn.

 

 1. Beiðni um skólavist í grunnskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda.

Lögð fram beiðni um skólavist fyrir Guðbjörgu Hálfdánardóttur, kt. 190399-2819, í Sæmundarskóla í Reykjavík, skólaárið 2014 – 2015.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

 

 1. Frétta- og kynningarmál Bláskógabyggðar.

Rætt um heimasíðu sveitarfélagsins og sveitarstjóra falið að kanna möguleika á að uppfæra hana og leita upplýsinga um kostnað við verkið.

 

 1. Mál sem vísað var til sveitarstjórnar á 154. fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar (sjá fundargögn 154. fundar byggðaráðs):

10.1.  Tölvuskeyti Kjartans Sigurðssonar, dags. 20. október 2014; ljósleiðarakerfi.

Lagt fram tölvuskeyti Kjartans Sigurðssonar varðandi hönnun ljósleiðarakerfis í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráðast ekki í kostnaðarsama hönnun slíks kerfis á þessum tíma.  Nauðsynlegt er að skoða málið betur að höfðu samráði við önnur sveitarfélög í Uppsveitum áður en slík ákvörðun verður tekin.

 

10.2.  Bréf Gunnars Þórissonar, dags. 8. október 2014; stofnun lögbýlis á landspildu úr landi Fellsenda.

Lagt fram bréf Gunnars Þórissonar um stofnun lögbýlis á landspildu úr landi Fellsenda.  Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og bréf frá íbúum / landeigendum sem liggja að umræddri landspildu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka undir afstöðu skipulagsnefndar og mælir ekki með að stofnað verði nýtt lögbýli á þessum stað vegna staðsetningar.  Sveitarstjórn telur ekki æskilegt að fjölga lögbýlum á þessu svæði með tilliti til aðstæðna og þjónustugetu sveitarfélagsins.

 

 1. Trúnaðarmál.

 

 1. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall haldist óbreytt árið 2015 og verði 14,52%.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

13.1.  Tölvuskeyti Umhverfisstofnunar, dags. 6. nóvember 2014; vöktun Þingvallavatns.

Vísað er til dagskrárliðar 7.2 í fundargerð 150. fundar byggðaráðs.  Í erindi Umhverfisstofnunar var Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi boðin aðkoma að vöktunarverkefni um lífríki og vatngæði Þingvallavatns.  Kostnaður hvers sveitarfélags yrði kr. 500.000 á ári.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vera þátttakandi í umræddu verkefni og felur oddvita að undirrita samstarfssamning fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

13.2.  Bréf Klúbbsins Stróks, dags. 17. október 2014; styrkbeiðni.
Erindinu hafnað.

 

13.3.  Tölvuskeyti Veiðikortsins ehf. dags. 28. október 2014; veiði í Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti Veiðikortsins þar sem óskað er eftir að Veiðikortið veiti handhöfum rétt til að veiða í Laugarvatni undan landi ríkisins og sveitarfélagsins.  Veiðikortið hefur haft samband við menntamálaráðuneytið sem gerir engar athugasemdir við að sveitarfélagið geri samning þar að lútandi við Veiðikortið. Jafnframt var lögð fram drög að samningi milli Bláskógabyggðar og Veiðikortsins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar  vísar þessu máli til landeigenda sem er ríkið.

13.4.  Bréf samkeppniseftirlits, dags. 5. nóvember 2014; álit nr. 1/2014 Samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram bréf samkeppniseftirlits þar sem fram kemur álit eftirlitsins er varðar samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs.  Sveitarstjórn vísar þessu áliti til vinnu við undirbúnings útboðs á sorpmálum sveitarfélagsins sem þarf að undirbúa fyrir næsta vor.  Á næsta ári rennur núverandi samningur út við þann þjónustuaðila sem samið var við eftir síðasta útboð.

 

13.5.  Bréf Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra, mótt. 3. nóvember 2014; styrkbeiðni.
Erindinu hafnað.

 

13.6.  Bréf Blindrafélagsins, mótt. 3.nóvember 2014; styrkbeiðni.
Erindinu hafnað.

 

 1. Efni til kynningar:

14.1.  Bréf kennara tónlistarskóla Árnesinga, dags. 28. október 2014; hvatning til sveitarstjórna.

14.2.  Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 22. október 2014; Skálabrekka við Þingvallavatn – DSKL.

14.3.  Ársreikningur Msj. Biskupstungna 2013.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:15.