166. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

166. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 6. nóvember 2015 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    44. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    2. verkfundur; Gatnagerð Reykholti 2015.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.3.    13. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.4.    Fundargerð vegna opnunar tilboða í snjómokstur í þéttbýlum Bláskógabyggðar, dags. 8. október 2015.

Einnig lögð fram öll innsend gögn frá þeim aðilum sem lægst buðu í verkin, skv. innkaupareglum Bláskógabyggðar.

Kristni L. Aðalbjörnssyni, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs er falið að undirbúa samninga við þá tilboðsgjafa sem lægst buðu í einstaka verkþætti.  Öll gögn skv. útboðsgögnum og innkaupareglum Bláskógabyggðar þurfa að liggja fyrir þegar samningar verða teknir til afgreiðslu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

1.5.    72. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.6.    Minnisblað vegna fundar vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 14. október 2015.

Minnisblað samþykkt samhljóða.

 

1.7.    12. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings.

 1. dagskrárlið var vísað til afgreiðslu og samþykktar hjá sveitarstjórnum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir liggjandi tillögu að gjaldskrá og grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    22. fundur Almannavarna Árnessýslu.

2.2.    498. fundur stjórnar SASS.

2.3.    499. fundur stjórnar SASS.

2.4.    22. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

 1. Árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar janúar – ágúst 2015.

Lagt fram árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar -31. ágúst 2015.  Uppgjörið hefur verið unnið af KPMG Endurskoðun.

Helstu niðurstöðutölur samstæðureiknings eru:

Rekstrartekjur              kr.      681.412.000

Rekstrargjöld              kr.      614.299.000

Fjármagnsgjöld           kr.       -27.086.000

Rekstrarniðurstaða       kr.        40.028.000

 

Í þessu uppgjöri er búið að hlutfalla fasteignagjöld við 8 mánuði, s.s. fasteignaskatt, sorpgjald, holræsagjald og vatnsskatt.  Þriðjungur af þessum álögðu gjöldum eru því ekki teknar inn í þetta uppgjör, en þeim er ætlað að mæta rekstrarútgjöldum á síðasta þriðjungi ársins.

 

 1. Tillaga um fjárauka vegna fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2015.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir forsendum tillögu um fjárauka við fjárhagsáætlun 2015.  Tillagan verður unnin frekar og lögð fyrir sveitarstjórn á næsta fundi þann 12. nóvember 2015.

 

 1. Forsendur og fyrstu drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2016.

Fyrstu drög að rammaáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2016 – 2019 lögð fram.  Sveitarstjóri útskýrði forendur áætlunarinnar.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög.  Áætluninni vísað til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn verður 12. nóvember 2015.

 

 1. Þingmál til umsagnar; frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum (þingmál 225).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 16. október 2015, þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (þingmál 225).

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp að lögum.

 

 1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Brunavarnaráætlun Brunavarna Árnessýslu.

Lögð fram brunavarnaráætlun Brunavarna Árnessýslu.  Áætlunin hefur verið kynnt í Héraðsnefnd Árnesinga sem vísaði henni til samþykktar hjá aðildarsveitarfélögum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagða brunavarnaráætlun.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

9.1.    Umsókn Fríðar E. Pétursdóttur um að garðyrkjulóðin Laugagerði í Laugarási (lnr 193102) verði gerð að lögbýli.

Lögð fram umsókn Fríðar E. Pétursdóttir um lögbýlisrétt fyrir garðyrkjulóðina Laugargerði, Laugarási. Lóðin hefur landnúmer 193102 og er 14.400 fm að stærð.  Umsókn hefur verið send til atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.  Einnig er lagðir fram uppdrættir sem sýna hnitsettrar afstöðu umræddrar lóðar ásamt stofnskjali.  Fyrir liggur afstaða Búnaðarsambands Suðurlands, dags. 2. október 2015 þar sem mælt er með stofnun lögbýlis á umræddu landsvæði.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að umrædd garðyrkjulóð verði gerð að lögbýli.

 

9.2.    Bréf foreldrafélags Bláskógaskóla Reykholti, dags. 26. október 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf foreldrafélags Bláskógaskóla Reykholti þar sem óskað er eftir fjárstyrk kr. 45.000 til að standa straum af kostnaði við fyrirlestur „Netið og samfélagsmiðlar“ sem ætlaður er foreldrum.  Einnig munu fyrirlesarar hitta nemendur á öllum skólastigum og kennara á skólatíma til að ræða um tölvu- og símanotkun barna, unglinga og fullorðinna.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita fjárstyrk til verkefnisins að upphæð kr. 45.000.

 

9.3.    Bréf HIV Ísland, móttekið 27. október 2016; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf HIV Ísland þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útgáfu blaðsins „Rauða borðans“.

Erindinu hafnað.

 

9.4.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 7. október 2015; umsögn um rekstrarleyfi að Iðu 2 lóð II í flokki I.

Lagt fram bréf sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Guðbjargar R. Haraldsdóttur, kt. 211054-4769, um nýtt rekstrarleyfi að Iðu 2 lóð II í flokki I, heimagisting.

Erindinu er frestað þar til afgreiðsla byggingarfulltrúa liggur fyrir.

 

9.5.    Bréf Styrktarsjóðs Sólheima, móttekið 6. október 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Styrktarsjóðs Sólheima þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við endurbyggingu á mötuneytishúsi Sólheima.

Erindinu hafnað.

 

9.6.    Tölvuskeyti Daníels Pálmasonar, dags. 13. október 2015; rjúpnaveiði.

Lagt fram tölvuskeyti Daníels Pálmasonar þar sem fram kemur áhugi að ganga til rjúpna í landi Selkots, Þingvallasveit, og hvernig skuli bera sig að við að fá leyfi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar upplýsir að sveitarfélagið hefur ekki verið að selja slík leyfi á jörðinni Selkot.  Veiði hefur heldur ekki verið bönnuð, en mönnum bent á að hafa samband við eigendur aðliggjandi jarða og þá sem nýta jörðina til beitar þannig að ekki verði neinir hagsmunaárekstrar.

 

9.7.    Minnisblað Tæknisviðs Uppsveita, dags. 14. október 2015; sorpmál.

Lagt fram minnisblað Tæknisviðs Uppsveita um sorpmál hjá Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.  Í minnisblaðinu kemur fram staða mála varðandi stefnumörkun, rekstur gámavalla og undirbúningsvinnu við útboðs þjónustunnar sem fara mun fram á næsta ári.

Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur áherslu á að öll undirbúningsvinna og ákvarðanataka vegna fyrirhugaðs útboðs verði lokið í byrjun næsta árs þannig að ekki verði tímapressa á verkefninu.

 

9.8.    Minnisblað Tæknisviðs Uppsveita, dags. 15. október 2015; sparkvellir.

Lagt fram minnisblað Tæknisviðs Uppsveita um sparkvelli sveitarfélaganna.  Farið er yfir kosti í stöðunni hvað varðar endurnýjun vallanna.  Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar þessu minnisblaði til sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs.

 

9.9.    Bréf Stígamóta, dags. 7. október 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við starfsemi félagsins.  Erindinu hafnað.

 

9.10.  Bréf Jafnréttisstofu, dags. 12. október 2015; jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

Lagt fram bréf Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins ásamt framkvæmdaáætlun.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu og senda bréfritara jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar.

 

9.11.  Bréf Íbúðalánasjóðs, dags. 8. október 2015; íbúðir í eigu sjóðsins í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í viðkomandi sveitarfélagi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar felur sveitarstjóra og oddvita að kanna betur hvað Íbúðalánasjóður hefur í boði fyrir Bláskógabyggð.

 

 1. Efni til kynningar:

10.1.  Afrit af bréfum Vegagerðarinnar, dags. 20. október 2015; niðurfelling hluta Iðuvegar 3533 af vegaskrá.

10.2.  Bréf samstarfshóps um Dag leikskólans, dags. 27. október 2015; Dagur leikskólans og Orðsporið 2016.

10.3.  Ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.

10.4.  Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 8. október 2015; breytingar á aðalnámskrá grunnskóla.

10.5.  Bréf Sambands Garðyrkjubænda, dags. 26. október 2015; þakkarbréf.

10.6.  Bréf Dags íslenskrar tungu, dags. 7. október 2015; Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember n.k.

10.7.  Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga 2015.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10.