166. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 11. desember 2014, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    155. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    80. fundur skipulags- og byggingarnefndar með afgreiðslum byggingarfulltrúa 6. nóvember – 19. nóvember 2014.

 

Mál nr. 4; Vallarholt I – stöðuleyfi fyrir hjólhýsi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu þar sem hún telur að ekki megi geyma hjólhýsi á lóðum í skipulögðum frístundahúsahverfum nema á tímabilinu 1. maí til 1. október sbr. gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð.

 

Mál nr. 5; Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. október til 19. nóvember 2014.

 

Mál nr. 9; Brú, ný spilda við Tungufljót.

Lagt fram lóðarblað sem sýnir afmörkun tveggja spildna, sem taka á úr landi Brúar lnr. 167070. Annars vegar er um að ræða 58,8 ha spildu sama kallast Gil sem liggur upp að Tungufljóti og hinsvegar er um að ræða 4,6 ha spilda utan um vegsvæði frá bæjartorfu Brúar og að spildunni. Engin mannvirki eru á landinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun ofangreindra lóða með fyrirvara um að ekki verði sýnd hnitsetning út í Tungufljóti, auk þess sem koma þyrfti fram texti úr landamerkjabréfi varðandi mörk í Tungufljóti.

 

Mál nr. 15; ASKBR. Bláskógabyggð – Austurey 1.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar sem felur í sér breytingu íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Tillagan var auglýst 2. október 2014, samhliða breytingu á deiliskipulagi svæðisins, með athugasemdafresti til 14. nóvember s.l. Eitt athugasemdarbréf barst á kynningartíma. Að mati skipulagsnefndar koma ekki fram ný atriði í fyrirliggjandi athugasemd umfram það sem fram kom í athugasemdum sem bárust fyrr í ferlinu og því samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum.

 

Mál nr. 16; Austurey – BRDSK hótel í stað íbúða.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breyting á deiliskipulagi Austureyjar I og III. breytingunni felst að á svæði þar sem í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir fjórum íbúðarhúsalóðum fyrir allt að 400 fm íbúðarhús verði í staðinn gert ráð fyrir einni 13.424 fm verslunar- og þjónustulóð þar sem heimilt verður að byggja allt að 1.600 fm gistihús. Þá er einnig gert ráð fyrir að hluti Hálshúsvegar og Austurvegar verði breytt í göngustíg. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins þann 2. október 2014 með athugasemdafresti til 14. nóvember. Ein athugasemd barst. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

 

Mál nr. 17; Mjóanes lóð 7, ósk um breytingu á byggingarskilmálum.

Lagt fram erindi Páls Hjaltasonar arkitekts dags. 14. nóvember 2014 f.h. eigenda lóðarinnar Mjóanes lóð 7 þar sem óskað er eftir að byggingarmagn lóðarinnar verði aukið í allt að 150 fm. Í dag eru á lóðinni þrjú lítil hús sem samtals eru 62 fm að stærð og skilmálar gildandi deiliskipulags gera ekki ráð fyrir að byggja megi stærra hús á lóðinni en það. Með erindinu fylgdu teikningar af fyrstu tillögum að hönnun húss á lóðinni. Erindinu hafnað með vísun í gildandi deiliskipulag svæðisins.

 

Mál nr. 18; Tjaldsvæði á Laugarvatni, breyting deiliskipulags.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi tjaldsvæðis á Laugarvatni til samræmis við ábendingar í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 30. október 2014. Breytingin er gerð þar sem mörk aðliggjandi deiliskipulagssvæðis nær yfir deiliskipulagsmörk tjaldsvæðis. Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu að ræða og samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar þegar gerð var breyting á deiliskipulagi aðliggjandi svæðis.

 

 

1.3.    81. fundur skipulags- og byggingarnefndar með afgreiðslum byggingarfulltrúa 20. nóvember – 3. desember 2014.

 

Mál nr. 4; afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. nóvebmer til 3. desember 2014.

 

Mál nr. 6; Útey 1 lóð 168174: breyting á stærð.

Lagt fram lóðarblað sem sýnir afmörkun lóðarinnar Útey 1 lóð 168174. Í dag er lóðin skráð 10.000 fm en skv. nákvæmari mælingu er hún 9.797 fm. Fyrir liggur að aðliggjandi eigendur gera ekki athugasemdir við hnitsetningu lóðarinnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd afmörkun lóðarinnar samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti.

 

Mál nr. 9; Bergsstaðir hitaveitulóð 222588.

Lagt fram erindi Halldórs Jónssonar dags. 27. nóvember 2014 þar sem sótt er um leyfi til að reisa vindmyllu á lóðinni Bergsstaðir hitaveitulóð lnr. 222588 þar sem verið er að byggja dæluhús. Vindmyllan er 54 m há og ná spaðarnir upp í 80 m í hæstu stöðu og framleiðir hún 600 kW. Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar samræmist umsóknin ekki skipulagi svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar umfjöllun um málið til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

Mál nr. 10; Kjarnholt III spilda 212298.

Fyrir liggur erindi um breytingu á notkun á íbúðarhúsi í gistihús.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að fyrirhuguð notkun samræmist aðalskipulagi og samþykkir að grenndarkynna umsóknina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

Mál nr. 12; ASKBR. Lækjarhvammur – vatnsaflsvirkjun.

Lögð fram að lokinni kynningu auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Í breytingunni felst að gert verði ráð fyrir allt að 480 kW rennslisvirkjun í Heiðará og Þverá. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins 2. október 2014 með athugasemdafresti til 14. nóvember. Engin athugasemd barst við aðalskipulagsbreytinguna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ofangreinda aðalskipulagsbreytingu óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda málið til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

 

Mál nr. 14; Kjarnholt 1 lóð 6 lnr. 209273: Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem varðar lóðina Kjarnholt 1 lóð nr. 6 lnr. 209273. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa allt að 250 fm gistihús á lóðinni en breytingin gerir ráð fyrir að í stað þess verði heimilt að reisa allt að 300 fm íbúðarhús. Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir málið skv. 2. mgr.43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

 

1.4.    Fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 27. nóvember 2014.

Vegna 1. dagskrárliðar um útgáfu þjónustupésa þá samþykkir sveitarstjórn að kanna hug sveitarstjórna annarra sveitarfélaga í Uppsveitum til sameiginlegs verkefnis um þetta atriði og ferðamálaráði falið að vinna að verkefninu.

Vegna 2. dagskrárliðar, þá frestar sveitarstjórn afgreiðslu til næsta fundar.

Vegna 4. dagskrárliðar, fyrirspurna Sigurlaugar Angantýsdóttur.

Á fundi héraðsnefndar sem haldinn var í Þorlákshöfn 14. okt. 2014 kynnti starfshópur sem unnið hefur greiningu á þörf fyrir hjúkrunarheimili í Árnessýslu sýnar tillögur. Þar er lögð fram tillaga þess efnis að byggja upp 60 hjúkrunarrými á Selfossi. Jafnframt verði horft til annarra svæða m.a. Uppsveitanna með aðrar útfærslur í tengslum við þjónustukjarna aldraðra, eftir því sem viðeigandi uppbygging þeirra ætti sér stað í framtíðinni. Fulltrúar Uppsveitanna á héraðsnefndarfundinum komu ályktunum félagasamtakanna ekki sérstaklega á framfæri við umræðu um skýrslu starfshópsins. Umræða um tillögu starfshóps héraðsnefndar á eftir að fara fram í sveitarstjórn Bláskógabyggðar og í Oddvitanefnd Uppsveita. Oddviti leggur til við sveitarstjórn að á íbúafundi verði tillaga starfshópsins m.a. kynnt og rædd áður en sveitarstjórn tekur afstöðu til málsins.

Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar frá 26. mars 2014 var tekin fyrir á 158. fundi sveitarstjórnar þann 3. apríl 2014.  Afgreiðslu sveitarstjórnar má finna undir dagskrárlið 1.4,  en fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

1.5.    1. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar, dags. 25. nóvember 2014.
Samþykkt samhljóða.

 

1.6.    1. fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar, dags. 24. nóvember 2014.
Samþykkt samhljóða.

 

1.7.    67. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Samþykkt samhljóða.

 

1.8.    68. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Samþykkt samhljóða.  Varðandi afgreiðslu áætlana er vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar sem verður tekin fyrir síðar á þessum fundi undir dagskrárlið 5.

 

1.9.    Oddvitafundur Laugaráslæknishéraðs, dags. 20. nóvember 2014.
Samþykkt samhljóða af hálfu Bláskógabyggðar.

 

1.10.  Fundur vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 27. nóvember 2014, ásamt drögum að lýsingu vegna endurskoðunar.

Eyrún M. Stefánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Umræður urðu um fyrirliggjandi lýsingu og hugmyndir um áhersluþætti sem þyrftu að koma inn ræddir.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    4. verkfundur vegna byggingar dæluhúss í Reykholti, dags. 4. desember 2014.

2.2.    4. fundur NOS, dags. 8. desember 2014.

2.3.    17. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

2.4.    18. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

2.5.    822. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Ákvörðun um álagningu gjalda 2015:

3.1.    Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts 2015.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi álagningarprósentu fasteignaskatts 2015:

A     0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B     1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara að reglugerð verði ekki breytt).

C     1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. desember 2007 og samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

 

3.2.    Ákvörðun um gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu.  Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr. ákv. 5., 6. og 7. gr. laga nr. 32/2004.

Hámarksálagning verði kr. 26.589.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.  Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 11.719, og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá kaldavatnsveitu og felur sveitarstjóra að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

3.3.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu.

Lögð fram tölvuskeyti frá Ottó Schopka og Drífu Kristjánsdóttur sem varðar álagningu sorphirðugjalds. Efni tölvuskeytanna vísað til vinnu við endurskoðun samþykktar um sorphirðu og væntanlegu útboði á sorphirðu á næsta ári. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing, verði óbreytt frá síðasta ári og verður gjaldskrá 1277/2012 gildandi fyrir árið 2015.

Í gjaldskránni kemur fram innheimt skuli:

Sorphirðugjald:

Ílátastærð                    Grátunna                     Blátunna

240 l ílát                       13.710 kr.                       5.946 kr.

660 l ílát                       39.560 kr.                     18.203 kr.

1.100 l ílát                    65.018 kr.                     29.424 kr.

Grátunna: söfnun á 14 daga fresti.

Blátunna:  söfnun á 42 daga fresti.

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði              17.744 kr.

Frístundahúsnæði         13.970 kr.

Lögbýli                        10.870 kr.

Smærri fyrirtæki           16.184 kr.

Stærri fyrirtæki             16.184 kr.

Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3m3 vikulega.  Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðað við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er.  Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3:  4.000 kr.

 

3.4.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa fyrir árið 2015.  Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera 30.000 kr.

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins. Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,25% af álagningarstofni.

Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár skal vera eftirfarandi:

Rotþró 0 – 6000 lítra                            kr.        7.586

Rotþró 6001 lítra og stærri                   kr.        2.046 pr./m3

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað annað hvert ár skal vera eftirfarandi:

Rotþró 0 – 6000 lítra                            kr.        11.380

Rotþró 6001 lítra og stærri                   kr.        3.069 pr./m3

Fyrir aukalosun, að beiðni eiganda, skal innheimta gjald kr. 21.600 fyrir hverja losun.

Afsláttur af fráveitugjaldi til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu Heilbrigðisnefndar Suðurlands og síðan að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

3.5.    Ákvörðun um lóðarleigu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðarleiga 2014 verði 0,7% af lóðarmati.

 

3.6.    Ákvörðun um gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu og útleigu á Aratungu og Bergholti.

Lögð fram tillaga um gjaldskrá  fyrir mötuneytisins í Aratungu og fyrir útleigu á Aratungu og Bergholti, þar sem gert er ráð fyrir 2,8% hækkun gjaldskrárinnar sem taki gildi um næstu áramót.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

 

3.7.    Ákvörðun um gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss í Reykholti.

Lögð fram tillaga um gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.  Hvað varðar gjaldskrá vegna innri leigu milli stofnana þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gjaldið hækki um 2,07 % um næstu áramót.

Hvað varðar almenna notkun íþróttamiðstöðvarinnar þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gjaldskrá haldist óbreytt fyrir rekstrarárið 2015.

 

3.8.    Ákvörðun um gjaldskrá leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrá leikskóla hækki um 2,8% fyrir næsta rekstrarár, 2015.  Breytingin taki gildi frá næstu áramótum.

 

 

Gjöld liða 3.1, 3.2, 3.3, 3.4 og 3.5 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2015. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.  Greiðsluseðlar verða sendir út rafrænt ásamt álagningaseðli. Ekki verða sendir útprentaðir greiðsluseðlar eða álagningaseðlar nema gjaldendur óski sérstaklega eftir því.

 

 1. Ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta 2015.

Lögð fram tillaga um auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð 2015. Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð innanríkisráðuneytis.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2015 – 2018, síðari umræða.

Lögð fram til annarrar umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2015 til 2018.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og skýrði ýmsa liði.  Helstu kennitölur áætlunarinnar fyrir samstæðureikning eru (í þús. kr.):

 

Samstæða (A- og B-hluti) 2015 2016 2017 2018
Rekstrarreikningur
Tekjur 974.993 1.003.082 1.034.019 1.071.172
Gjöld 893.211 917.242 942.344 966.787
Niðurstaða án fjármagnsliða 81.782 85.840 91.674 104.385
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (     38.429) (      34.432 ) (      29.307 ) (      23.749 )
Rekstrarniðurstaða 43.354 51.409 62.367 80.636
Efnahagsreikningur 2015 2016 2017 2018
Eignir
Fastafjármunir 997.047 986.493 979.617 971.333
Veltufjármunir 202.771 220.348 246.710 290.384
Eignir samtals 1.199.818 1.206.841 1.226.327 1.261.717
31. desember 2015 2016 2017 2018
Eigið fé og skuldir
Eigið fé 555.587 606.996 669.363 749.999
Langtímaskuldir 477.782 431.048 380.444 326.106
Skammtímaskuldir 166.449 168.797 176.520 185.611
Skuldir og skuldbindingar samtals 644.230 599.845 556.964 511.717
Eigið fé og skuldir samtals 1.199.818 1.206.841 1.226.327 1.261.717

 

Gert er ráð fyrir nettófjárfestingu sem hér segir í þúsundum króna:

 

2015              2016              2017              2018

Eignasjóður                                                15.000            17.000            23.000            23.000

Bláskógaveita                                             30.000            15.000            10.000            10.000

Samtals fjárfesting nettó                             45.000            32.000            33.000            33.000

 

Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2015 – 2018 til samþykktar. Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda endurskoðendum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytinu afrit af samþykktri áætlun.

 

 1. Þingmál til umsagnar:

6.1.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 28. nóvember 2014; frumvarp til laga um almannatryggingar (þingmál nr. 35).
Sveitarstjórn kemur ekki fram með athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

6.2.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 2. desember 2014; frumvarp til laga um húsaleigubætur (þingmál nr. 211).
Sveitarstjórn kemur ekki fram með athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

6.3.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 28. nóvember 2014; frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku ofl. (þingmál nr. 258).
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er alfarið mótfallin færslu frídaga að helgi.

 

6.4.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 4. desember 2014; frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (þingmál 366).
Sveitarstjórn kemur ekki fram með athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

6.5.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 27. nóvember 2014; tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna (þingmál 397).
Sveitarstjórn kemur ekki fram með athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

 1. Tölvukerfi til að halda utan um tæmingu rotþróa.

Lagt fram tölvuskeyti frá Tæknisviði Uppsveita er varðar upplýsingar um kosti og kostnað vegna tölvukerfis til að halda utan um tæmingu rotþróa hjá sveitarfélaginu.  Kerfi sem leysa mun af hólmi þá þætti sem Granni hefur séð um til þessa.  Fyrir liggur samþykki sumra samstarfssveitarfélaga um að ganga til samninga við Loftmyndir um umrætt tölvukerfi.  Í ljósi tilboða er varðar kostnað um uppsetningu og rekstur tölvukerfis þá kemur tilboð Loftmynda hagstæðast út.

Á grundvelli þess að Loftmyndir gefa hagstæðasta tilboðið og að sum samstarfssveitarfélög hafa ákveðið að taka því tilboði og að Tæknisvið Uppsveita mælir með þeim kosti, þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að taka tilboði Loftmynda.

 

 1. Landbótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt.

Lögð fram umsögn Landgræðslu ríkisins um landbótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt 2015 – 2024, dags. 19. nóvember 2014.  Einnig eru lagðar fram athugasemdir bænda / upprekstrarréttarhafa vegna umsagnar Landgræðslu ríkisins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir undrun sinni á afstöðu Landgræðslunnar um fyrirliggjandi landbótaáætlun sem tekin var til afgreiðslu hjá byggðaráði Bláskógabyggðar á 154. fundi ráðsins og staðfest af sveitarstjórn á 165. fundi hennar. Í þessu tilliti má sérstaklega benda á túlkun Landgræðslunnar á reglugerð 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir fram lagðar athugasemdir sem sendar verða til Matvælastofnunar.

 

 1. Frétta- og kynningarmál Bláskógabyggðar.

Frá síðasta fundi sveitarstjórnar hefur verið kannað með kostnað við uppfærslu á heimasíðu Bláskógabyggðar.  Sveitarstjóri kynnti tilboð sem borist hafa og þar á meðal frá þeim aðila sem þjónustar sveitarfélagið með núverandi heimasíðu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnssýslusviðs að vinna málið áfram.

 

 1. Samningar:

10.1.  Samstarfssamningur um verkun og förgun seyru.

Lögð fram drög að samstarfssamningi um verkun og förgun seyru.  Samstarfsaðilar skv. umræddum samningi eru auk Bláskógabyggðar, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi og felur oddvita sveitarstjórnar eða sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

10.2.  Afnotasamningur vegna lóðar „Gámasvæði 2“ Flúðum til verkunar seyru.

Lögð fram drög að afnotasamningi milli annarsvegar Hrunamannahrepps og hins vegar Tæknisviðs Uppsveita um afnot af lóðinni Gámasvæði 2, Flúðum, til afnota við verkun seyru.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að afnotasamningi.

 

10.3.  Samningur við Menntaskólann að  Laugarvatni um máltíðir til skóla og fyrir eldri borgara.

Lagður fram viðaukasamningur við Menntaskólann að Laugarvatni um máltíðir.  Samningur hefur verið í gildi undanfarin ár vegna máltíða til skóla.  Með þessari viðbót við samninginn þá gildir hann einnig um máltíðir fyrir eldri borgara, líkt og verið hefur í Aratungu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Minnisblað um skólamál í Bláskógabyggð, dags. 29. nóvember 2014.

Lagt fram minnisblað um skólamál í Bláskógabyggð, sem unnið hefur verið af Ingvari Sigurgeirssyni.

Framlögðu minnisblaði og tillögum sem þar koma fram er vísað til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður þann 8. janúar 2015.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

12.1.  Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 27. nóvember 2014; beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til rekstur gististaðar í flokki II, Bjarkarbraut 6, Reykholti.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II að Bjarkarbraut 6 í Reykholti.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist starfsemin gildandi skipulagi svæðisins.  Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir að afrit af starfsleyfi verði sent til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og byggingarfulltrúa Uppsveitanna.

 

12.2.  Bréf Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 8. desember 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að styðja við starfssemi félagsins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja félagið að upphæð kr. 45.000.

 

12.3.  Tölvuskeyti Landssambands lögreglumanna, dags. 1. desember 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Landssambands lögreglumanna þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu blaðsins Lögreglumaðurinn.  Erindinu hafnað.

 

12.4.  Bréf Snorraverkefnisins, dags. 17. nóvember 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir fjárstyrk til styrktar á starfssemi verkefnisins.  Erindinu hafnað.

 

12.5.  Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 1. desember 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna Eldvarnarátaks 2014, sem er skipulögð fræðsla um eldvarnir í grunnskólum landsins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið að fjárhæð kr. 10.000.

 

12.6.  Bréf Sambands sunnlenskra kvenna, dags. 30. nóvember 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Sambands sunnlenskra kvenna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verði á Hótel Selfossi dagana 9. – 11. október 2015.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að styrkja sambandið um kr. 40.000 sem svarar til 10.000 á hverja konu í sveitarstjórn  Bláskógabyggð, en styrkur verður greiddur út á árinu 2015.

 

 1. Efni til kynningar:

13.1.  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember 2014; hvatning til sveitarfélaga um aukið menntunarstig starfsmanna leikskóla.

13.2.  Ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta 2013.

13.3.  Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 24. nóvember 2014; Þingvallabærinn – friðlýsing.

13.4.  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. desember 2014; viðtalsaðstaða fyrir ráðgjafa vinnumálastofnunar.

13.5.  Bréf Vegagerðarinnar, dags. 3. desember 2014; tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Skálabrekkuvegar af vegaskrá.

 

 

Fundi slitið kl. 20:00.