167. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 8. janúar 2015, kl. 15:15
í Aratungu
Mætt voru:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til kynningar:
1.1. 21. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.
1.2. 161. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
1.3. 488. fundur stjórnar SASS.
1.4. 823. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Framkvæmda- og viðhaldsáætlun Bláskógabyggðar 2015.
Kristinn L. Aðalbjörnsson, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs, sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Kristinn gerði grein fyrir fyrirliggjandi framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2015 – 2018, þ.e. einstaka verkefnum sem falla undir ýmist kaup á búnaði, viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum.
Umræða var um einstaka liði áætlunarinnar, sem er í tölulegu samræmi við fjárhagsramma sem samþykktur var við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 – 2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þá forgangsröðun verkefna sem fram kemur í áætluninni.
- Skólamál í Bláskógabyggð.
Vísað er til 11. dagskrárliðar á síðasta fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 11. desember 2014. Þá var lagt fram minnisblað um skólamál í Bláskógabyggð, sem unnið var af Ingvari Sigurgeirssyni. Í minnisblaðinu koma fram tillögur að breytingum á fyrirkomulagi skólahalds í Bláskógabyggð, sem byggðar eru á vinnu og könnun Ingvars.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að breyta fyrirkomulagi skólahalds þannig að Bláskógaskóla verði skipt upp í tvær skólastofnanir, þ.e. grunnskóli í Reykholti sem sérstök stofnun og grunn- og leikskóla á Laugarvatni sem sér stofnun. Þetta mun leiða af sér breytingu á núverandi yfirstjórn Bláskógaskóla þar sem um grundvallarbreytingu á skipulagi skólastofnana er að ræða. Þar af leiðandi þarf að segja upp núverandi samningum við alla stjórnendur Bláskógaskóla, skólastjóra og þrjá deildarstjóra, og vinna að nýju skipulagi og skipuriti fyrir næsta skólaár. Æskilegt er að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fyrri vinnuhópur um framtíðarskipan skólamála í Bláskógabyggð fái fullt umboð til þess að vinna áfram með niðurstöðu skýrslna Ingvars Sigurgeirssonar og þessari skipulagsbreytingu skólamála.
- Skipulagsmál:
4.1. Tillaga að nýju svæðisskipulagi – Höfuðborgarsvæðið 2040.
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. desember 2014, þar auglýst er tillaga að nýju svæðisskipulagi – Höfuðborgarsvæðið 2040.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu á nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
4.2. Lýsing vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli, Borgarbyggð.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 30. desember 2014, og lýsing tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli, Borgarbyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagða lýsingu dagsettri í desember 2014.
4.3. Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 19. desember 2014, þar sem tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026 er auglýst til kynningar. Athugasemdafrestur er gefin til 13. febrúar 2015. Í bréfinu kemur fram hvar hægt er að nálgast tillöguna ásamt fylgiskjölum á vef landsskipulagsstefnu og vef Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu sinni til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður fimmtudaginn 5. febrúar 2015.
- Drög að viljayfirlýsingu Hestamannafélagsins Trausta og Þjóðmenningarseturs.
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Hestamannafélagsins Trausta og Þjóðmenningarseturs um uppbyggingu þjóðmenningarseturs á félagssvæði Trausta við Laugarvatn.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bendir aðilum á að innihald viljayfirlýsingar þurfi að vera í samræmi við samkomulag milli Bláskógabyggðar og Hestamannafélagsins Trausta, dagsettu þann 1. maí 2006, með tilliti til landstærðar og nýtingu byggingarlóða. Að öðru leyti gerir sveitarstjórn engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og staðfestir jafnframt vilja sinn að koma að vinnu við endurskoðun deiliskipulags svæðisins ef þörf krefur.
- Mál til umsagnar:
6.1. Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015 – 2024 og gagnaöflun.
Lögð fram matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015 – 2024 ásamt ódagsettu bréfi Landsnets þar sem matslýsing er kynnt og óskað eftir athugasemdum og ábendingum með skilafresti 30. janúar 2015. Jafnframt óskar Landsnet eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um atvinnuuppbyggingu, með orkufreka starfsemi, skv. skipulagsáætlunum eða annarri fyrirliggjandi stefnumörkun.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að leita upplýsinga hjá garðyrkjubændum hvort þeir hafi hug á að koma einhverjum upplýsingum á framfæri.
6.2. Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Lögð fram drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að reglugerð.
- Innsend bréf og erindi:
7.1. Bréf Skálholtssóknar, dags. 15. desember 2014; umsókn um styrk vegna gamla kirkjugarðsins.
Lagt fram bréf Skálholtssóknar þar sem óskað er eftir fjárstyrk að uppæð kr. 137.500 vegna kaupa á torfi í torfvegg sem afmarka skal norðurhlið eldri kirkjugarðsins í Skálholti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.
7.2. Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 10. desember 2014; 28. Landsmót UMFÍ árið 2017.
Lagt fram bréf Ungmennafélags Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. landsmóts UMFÍ árið 2017. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafa ekki frumkvæði að umsókn um að halda umrætt landsmót.
7.3. Bréf Stígamóta, dags. 10. desember 2014; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna erindinu.
- Efni til kynningar:
8.1. Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 12. desember 2014; ályktun frá 39. sambandsráðsfundi UMFÍ.
8.2. Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 17. desember 2014; eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Álfaborg.
8.3. Ársskýrsla og ársreikningur UMFL 2013.
8.4. Ársskýrsla og ársreikningur Hestamannafélagsins Loga 2013.
Fundi slitið kl. 17:50.