168. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

168. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. janúar 2016 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    46. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar. Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.2.    Fundur fulltrúa Eflingar stéttarfélags og fulltrúa Bláskógabyggðar, dags. 19. janúar 2016. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    245. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.2.    175. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

2.3.    501. fundur stjórnar SASS.

2.4.    502. fundur stjórnar SASS.

2.5.    503. fundur stjórnar SASS.

2.6.    23. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

  1. Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2016. Kristinn L. Aðalbjörnsson, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Bláskógabyggðar 2016 lögð fram og kynnti Kristinn L. Aðalbjörnsson hana og skýrði ýmsa liði. Umræður urðu um fyrirliggjandi áætlun um nýtingu fjármagns til viðhaldsframkvæmda og fjárfestinga, sem samþykkt var við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2016 – 2019 í desember s.l.

Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi ráðstöfun fjármagns til viðhaldsverkefna og nýframkvæmda fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

  1. Umsóknir um íbúðina Kistuholt 5c. Íbúðin Kistuholt 5c var auglýst laus til umsóknar, en umsóknarfrestur var til 15. desember s.l. Alls bárust 3 umsóknir um að taka umrædda íbúð á leigu, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka, Umsækjendur eru:

1) Guðný Höskuldsdóttur, kt. 161153-3979

2) Astrid Frederike Kooij, kt. 110976-2249

Annar þessara umsækjanda uppfyllir þau skilyrði sem sett eru til aldurstakmarks vegna úthlutunar leiguíbúða til eldriborgara, en það er Guðný Höskuldsdóttir.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að íbúðin verði leigð Guðnýju Höskuldsdóttur og hefjist leigutími þegar íbúðin er standsett til útleigu í samráði við leigutaka.

 

  1. Breytingar á póstþjónustu.

Lögð fram ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 34/2015 um heimild Íslandspósts ohf. til að fækka dreifingardögum í dreifbýli.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir óánægju sinni með þessa ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar og undrar það jafnframt að sveitarfélaginu hafi ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðni Íslandspósts, dags. 29. október 2015, um þessa beiðni og fyrirætlan. Byggðaráð Bláskógabyggðar mótmælir þessari þjónustuskerðingu sem þessi breyting hefur í för með sér.  Að mati byggðaráðs er ekki gætt að jafnræði í þjónustu við þessa ákvörðun hvort sem heldur er um þjónustuþáttinn né gjaldtöku.  Það er ljóst að íbúar þessa lands greiða sama gjald þrátt fyrir misjafna þjónustu.  Það skal einnig hafa í huga að búið er að loka afgreiðslum Íslandspósts víða á landsbyggðinni s.s. síðast 2012 á Laugarvatni.  Þetta kallar á aukin útgjöld íbúa, fyrirtækja og stofnana vegna þeirra vegalengda sem þeir þurfa að fara til að komast á næsta afgreiðslustað Íslandspósts s.s. til að sækja ábyrgðarbréf og böggla.  Allt leggst þetta á sömu sveifina, að jöfn réttindi fólks eru ekki höfð að leiðarljósi í ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar.  Það er mikið áhyggjuefni.

 

  1. Niðurstaða útboðs á tryggingum hjá Bláskógabyggð.

Sveitarstjóri lagði fram niðurstöður útboðs á tryggingum hjá Bláskógabyggð, en þar kemur Sjóvá með hagstæðustu niðurstöðu. Tilboð gilda í þrjú ár.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

 

  1. Niðurstaða kortlagningar á Tunguheiði 2015.

Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 15. janúar 2016 ásamt skýrslu um kortlagningu á Tunguheiði 2015. Að mati Landgræðslu ríkisins er uppgræðslu á Tunguheiði ekki lokið og lýsir hún sig jafnframt reiðubúna til áframhaldandi uppgræðslu á svæðinu.  Samningur um uppgræðslu á svæðinu rann út í lok árs 2015 og þarf að semja um áframhald uppgræðslu svæðisins ef vilji er fyrir hendi.  Samningsaðilar að þeim samningi sem rann út í lok árs 2015 voru Landgræðslufélag Biskupstungna, Landgræðsla ríkisins, Biskupstungnahreppur sem eigandi að Hólalandi og Bræðratungukirkja sem eigandi Tunguheiðar.

Byggðaráð vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

  1. Skipulagsmál:

8.1.    Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030; nýr kirkjugarður í Reykjavík.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030 er varðar nýjan kirkjugarð í Reykjavík. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að breytingu aðalskipulags.

 

8.2.    Umsagnarbeiðni um drög að tillögu að matsáætlun Hálendismiðstöð Kerlingafjöllum.

Lagt fram bréf Mannvits þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð gefi umsögn um drög að matsáætlun vegna Hálendismiðstöðvar í Kerlingafjöllum.

Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

9.1.    Tölvuskeyti Leikdeildar UMF Biskupstungna dags. 26. janúar 2016; leyfi fyrir veitingasölu.

Lagt fram tölvuskeyti Leikdeildar UMF Biskupstungna um leyfi fyrir veitingasölu í Aratungu samhliða sýningum leikdeildar á leikritinu „Brúkaup“. Sýningar verða í febrúar og mars.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða beiðni.

 

9.2.    Tölvuskeyti Margrétar S. Kristinsdóttur, dags. 2. janúar 2016; fyrirspurn um nýtingu líkamsræktarsals í Reykholti.

Sigurjón Pétur Guðmundsson og Kristinn L. Aðalbjörnsson mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram tölvuskeyti Margrétar S. Kristinsdóttur þar sem óskað er eftir leyfi fyrir nemendur í 10. bekk Reykholtsskóla, Reykholti, að fá aðgang í líkamsræktarsalinn í Íþróttamiðstöðinni Reykholti.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita undanþágu til reynslu fram á vor að einstaklingar, sem verða 15 ára á almanaksárinu og að 17 ára aldri, fái heimild til að nýta líkamsræktarsalinn að því tilskyldu að foreldri eða forráðamaður sé með viðkomandi í tækjasalnum til eftirlits og öryggis. Hvert foreldri eða forráðamaður má ekki taka ábyrgð á fleiri en 3 einstaklingum.

 

9.3.    Tölvuskeyti Umhverfisstofnunar, dags. 9. desember 2016; vöktun Þingvallavatns.

Lagt fram tölvuskeyti Umhverfisstofnunar um þátttöku styrktaraðila að vöktun Þingvallavatns árið 2016. Gert hefur verið ráð fyrir styrk í þetta verkefni í fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar árið 2016 að því gefnu að aðrir styrktaraðilar komi með sama hætti að verkefninu líkt og árið 2015.

 

9.4.    Tölvuskeyti Skáksambands Íslands, dags. 11. janúar 2016; Skákdagurinn 2016.

Lagt fram tölvuskeyti Skáksambands Íslands þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í Skákdegi Íslands og jafnframt er boðin aðstoð við að skipuleggja skákviðburð í sveitarfélaginu.

 

9.5.    Bréf undirbúningshóps um Sunnlenska skóladaginn 2016, dags. 12. janúar 2016; staða verkefnis.

Lagt fram bréf undirbúningshóps um Sunnlenska skóladaginn 2016 þar sem kynnt er að fallið hefur verið frá þeim áformum vegna fjárskorts.

 

9.6.    Tölvuskeyti Skálpa ehf, dags. 14. janúar 2016; beiðni um að fá aðstöðu leigða við Sandá.

Lagt fram tölvuskeyti Skálpa ehf þar sem óskað er eftir að fá leigðan skálann við Sandá frá 26. janúar til 1. apríl 2016, eða í rúma 2 mánuði. Hugmyndin er að nýta skálann fyrir starfsfólk, svo það hafi eitthvert afdrep fyrir matar og kaffitíma.  Boðið er leigugjald að upphæð kr. 250.000 fyrir þennan leigutíma.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að leigja skálann þennan umbeðna tíma á því verði sem boðið er. Gerð er krafa góða umgengni um skálann og umhverfi hans og að skálinn verði ekki í lakara ástandi í lok leigutíma, en hann er í upphafi hans.

 

9.7.    Tölvuskeyti SÍBS, dags. 18. janúar 2016; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti SÍBS þar sem óskað er eftir fjárstyrk í formi auglýsingar eða styrktarlínu. Erindinu hafnað.

 

9.8.    Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 22. janúar 2016; umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis þar sem óskað er eftir umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Byggðaráð Bláskógabyggðar óskar eftir afstöðu embættis skipulags- og byggingarfulltrú Uppsveitanna um þessar breytingar. Málinu vísað til sveitarstjórnar með von um að afstaða embættisins liggi fyrir þegar næsti fundur verður haldinn hjá sveitarstjórn.

 

9.9.    Bréf Bræðratungusóknar, dags. 11. janúar 2016; beiðni um styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna þorrablóts.

Lagt fram bréf Bræðratungusóknar þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna þorrablóts sem haldið var þann 22. janúar s.l.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 

9.10.  Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 19. janúar 2016; umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Djáknabrún 7.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Djáknabrún 7. Umsækjandi er  IG Miðlun ehf, kt. 531015-1180.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfsemi skipulagi svæðisins.

 

9.11.  Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. janúar 2016; umsókn um tækifærisleyfi fyrir þorrablótshald í íþróttahúsi HÍ, Laugarvatni.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir þorrablótshald í íþróttahúsi HÍ á Laugarvatni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt.

 

9.12.  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. janúar 2016; fyrirspurn vegna samræmdrar lóðaafmörkunar.

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kallað er eftir ábendingum og athugasemdum frá sveitarfélögum vegna nálgunar sambandsins um skilgreiningu lóða fyrir orkufyrirtæki.  Nálgunin er eftirfarandi:

Að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytisins og Þjóðskrá skal við það miða að allar þær framkvæmdir sem eru framkvæmdaleyfisskyldar séu skilgreindar innan lóða og að allt það landsvæði sem raskast vegna framkvæmda orkufyrirtækjanna innan viðkomandi sveitarfélags, verði skilgreint innan lóðar. Af þeim mannvirkjum innan lóðar verði greidd fasteignagjöld.

Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar þessu erindi til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

  1. Efni til kynningar:

10.1.  Tölvuskeyti HSK, dags. 19. janúar 2016; ályktun er varðar grunnnám í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni.

10.2.  Afrit af bréfi Drífu Kristjánsdóttur til Ferðamálastofu, dags. 18. janúar 2016; framvinduskýrsla vegna styrkveitingar „Geysir hverasvæði – hönnun, stígagerð, öryggisgrindverk“.

10.3.  Stefnumótun sveitafélags og umbætur í rekstri; erindi frá Hjalta Sölvasyni.

10.4.  Aðalskráning fornleifa í Bláskógabyggð II; Litla- og Stóra-Fljót.

10.5.  Aðalskráning fornleifa í Bláskógabyggð III; Laugarás og Iða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.