168. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 5. febrúar 2015, kl. 15:30

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    156. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Varðandi dagskrárlið 6.1 um samning um notkun seyru á Tunguheiði, þá getur sveitarstjórn ekki staðfest afgreiðslu byggðaráðs eins og málin standa.  Fyrir liggur að fyrri samningar Landgræðslunnar, sveitarstjórnar, landeigenda og Landgræðslufélags Biskupstungna rennur út á þessu ári.  Nauðsynlegt er að hlutaðeigandi aðilar komi að afgreiðslu samnings um notkun seyru á Tunguheiði.  Einnig þarf að endurskoða ákvæði fyrri samnings sem lúta að eftirliti og girðingarmálum á því uppgræðslusvæði sem samningurinn tekur til.

Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn samhljóða framlagða fundargerð byggðaráðs.

 

1.2.    82. fundur skipulagsnefndar.

Mál 10; Dalsholt: Kjarnholt 1, Deiliskipulagsbreyting – 1501010.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem varðar lögbýlið Dalsholt (lnr. 209270) í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að spildan Einiholt 1 land 1 (lnr. 217088) sunnan Einiholtslækjar felld inn í lögbýlið sem verður að því loknu 24,2 ha að stærð. Tillagan gerir jafnfram ráð fyrir að stofnuð verði 6 ha lóð, Dalsholt 1, úr lögbýlinu Dalsholt á svæðinu sunnan Einiholtslækjar og þar verði heimilt að reisa allt að tíu 60 fm gistihús og allt að 120 fm þjónustuhús. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði og er þar heimilt að gera ráð fyrir að uppbygging ferðaþjónustu („ferðaþjónusta bænda“) sem aukabúgreinar verði leyfileg innan landbúnaðarsvæða.

Miðað við umfang starfseminnar telur sveitarstjórn Bláskógabyggðar að breyta þurfi svæðinu í verslun- og þjónustu í aðalskipulagi.

 

Mál 11:  Heiðarbær lóð 170227: Fyrirspurn -1501020.

Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Helgu Ágústsdóttur dags. 18. desember 2014, f.h. lóðarhafa lóðarinnar Heiðarbær 170227, um hvor að heimilað verði að reisa nýtt 90-110 fm frístundahús á lóðinni. Á lóðinni er eldra um 35 fm frístundahús sem verður fjarlægt, en nýtt hús verður síðan reist fjær vatni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt þegar gögn liggja fyrir.

 

Mál 12: Mjóanes lóð 7: Deiliskipulagsbreyting – 1501019.

Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2014 var tekið fyrir erindi Páls Hjaltasonar arkitekts dags. 14. nóvember 2014, f.h. eigenda lóðarinnar Mjóanes lóð 7, þar sem óskað var eftir að byggingarmagn lóðarinnar yrði aukið í allt að 150 fm. Í dag er á lóðinni þrjú hús sem samtals eru 62 fm og skilmálar deiliskipulags gera ráð fyrir að það sé hámarksbyggingarmagn lóðarinnar. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu með vísun í gildandi deiliskipulag svæðisins. Í kjölfar afgreiðslu nefndarinnar barst nýtt erindi, dags. 8. desember 2014, þar sem óskað er eftir að heimilað verði að byggja allt að 120 fm á lóðinni sem fæli í sér að eldri húsin yrðu gerð upp auk þess sem tengibygging yrði reist á milli þeirra.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar erindinu með vísun í nýtingarhlutfall lóðarinnar.

 

1.3.    83. fundur skipulagsnefndar.

Mál 1: Miðhús 167150: Miðhús dælustöð: Stofnun lóðar – 1501072.

Lögð fram umsókn um stofnun 19,3 fm lóðar utan um dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur úr landi Miðhúsa, lnr. 167150. Lóðin er staðsett við veg að frístundabyggð í Miðhúsaskógi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.

 

Mál 3: Efri-Reykir lóð 2 (Ánaland): Deiliskipulagsbreyting – 1501074.

Lögð fram umsókn Kjartans Ágústsonar þar sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags fyrir lögbýlið Ánaland úr landi Efri-Reykja verði breytt á þann veg að heimild verði að byggja allt að 220 fm íbúðarhús og 60 fm gestahús. Gildandi skilmálar gera ráð fyrir 180 fm íbúðarhúsi og 40 fm gestahúsi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við breytingu á skilmálum svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

 

Mál 4: Aðkoma að svæði Eflingar: Reykholt: Aðalskipulagsbreyting – 1412012.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan Reykholts sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að íbúðarsvæði (svæði Eflingar) upp á holtinu austan við grunnskólann. Fyrirhugað er að leggja nýjan um 220 m langan veg frá Kistuholti sunnan Aratungu, framhjá skólastjórabústað og þaðan upp á holtið. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 8. janúar 2015 með fresti til athugasemda til 22. janúar. Leitað hefur verið eftir umsögn Umhverfisstofnunar en hún liggur ekki fyrir.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Æskilegt væri að hún yrði auglýst samhliða breytingu deiliskipulagi íbúðarsvæðis Eflingar sem vegurinn á að tengjast.

 

Mál 5: Norðurtúnsnáma: Syðri-Reykir: Aðalskipulagsbreyting 1412011.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja, Norðurtúnsnáma. Breyting var kynnt með auglýsingu dags. 8. janúar 2015 með fresti til að koma með athugasemdir og ábendingar til 22. janúar. Ein athugasemd barst auk umsagna frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Einnig var leitað umsagnar Umhverfisstofnunar en hefur hún ekki borist.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi svæðisins með breytingum til að koma til móts við ábendingar í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Að mati nefndarinnar er ekki þörf á að bíða með samþykkt breytingarinnar þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, þar sem gert er ráð fyrir að ferli tilkynningarskyldu fari fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

 

Mál 6: Reykjavegur: Aðalskipulagsbreyting – 1412013.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna Reykjavegar. Tillagan var kynnt með auglýsingu dags. 8. janúar 2014 með fresti til athugasemda til 22. janúar. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Einnig hefur verið leitað umsagnar Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar Íslands en þær liggja ekki fyrir.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga með breytingum til að koma til móts við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Að mati nefndarinnar er ekki þörf á að bíða með samþykkt breytingarinnar þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, þar sem gert er ráð fyrir að ferli tilkynningarskyldu fari fram áður en framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Efri-Reykja verður gefið út.

 

Mál 8: Rennslisvirkjun: Lækjarhvammur: Deiliskipulag – 151081.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsing skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi um 480 KW rennslisvirkjun í landi Lækjarhvamms í Bláskógabyggð. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins 2. október 2014 með athugasemdafresti til 14. nóvember. Ein athugasemd barst og var afgreiðslu tillögunnar frestað á fundi skipulagsnefndar 4. desember 2014 og skipulagsfulltrúa falið að leita eftir nánari upplýsingum frá umsækjenda deiliskipulags varðandi ákveðin atriði athugasemdar, þ.e. um staðsetningu frárennslisstokk virkjunarinnar. Með bréfi dags. 9. desember 2014 bárust frekari upplýsingar frá umsækjenda þar sem fram koma nánari rök fyrir hönnun virkjunarinnar eins og hún er sett frá í deiliskipulaginu. Fram kemur að með því að hafa frárennslistokkinn ofar að þá þyrfi að sprengja í gegnum klöpp sem hefði mun meira jarðrask í för með sér en að hafa stokkinn neðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ofangreint deiliskipulag, með fyrirvara um að í greinargerð komi fram að við hönnun frárennslis virkjunarinnar verði gerðar ráðstafanir til að framkvæmdir hafi ekki neikvæð áhrif á aðliggjandi land s.s landbrot.

 

Mál 15: Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2014 – 1501082.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. desember til 31. desember 2014.

 

1.4.    39. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Varðandi 1. lið telur sveitarstjórn að ekki sé tímabært að ræða um útfærslu á kennslufyrirkomulagi unglingastigs í Bláskógabyggð þar sem vinnuhópur um skólamál er enn að störfum.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.5.    5. verkfundur vegna byggingar dæluhúss í Reykholti.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.6.    Fundur vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 15. janúar 2015.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.7.    Fundur oddvita og sveitarstjóra Uppsveitanna, dags. 14. janúar 2015.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.8.    5. fundur NOS, ásamt drög að samþykktum fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, drög að nýju erindisbréfi fyrir NOS, drög að erindisbréfi Skólaþjónustu- og velferðarnefndar og drög að starfslýsingu forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti samþykktir fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, drög að nýju erindisbréfi fyrir NOS, drög að erindisbréfi Skólaþjónustu- og velferðarnefndar og drög að starfslýsingu forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagða fundargerð og fylgigögn.

 

1.9.    Íbúafundur vegna vinnu við deiliskipulags Geysissvæðisins, dags. 29. janúar 2015.

Fundargerð lögð fram til kynningar og umræðu.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    10. fundur stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi.

2.2.    237. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

  1. Kosning fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir atvinnu- og ferðamálaþing Bláskógabyggðar.

Á 166. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar var 2. dagskrárlið fundargerðar atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar frestað, sem snéri að skipun vinnuhóps til undirbúnings fyrirhugaðs atvinnu- og ferðamálaþings.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda þrjá aðila í þennan vinnuhóp:

Kristinn Bjarnason

Sölvi Arnarson

Rakel Theodórsdóttir

Vinnuhópurinn skal vinna í nánu samstarfi við atvinnu- og ferðamálanefnd Bláskógabyggðar að undirbúningi þingsins.

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.    Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað með áhersluatriðum er varðar athugasemdir og ábendingar við fyrirliggjandi tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd Bláskógabyggðar sem byggir á minnisblaðinu og þeirri umræðu sem átti sér stað á fundinum.

 

4.2.    Lýsing, Hrunamannahreppur aðalskipulag 2016 – 2028.

Lögð fram lýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Hrunamannahrepps 2016 – 2028.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu.

 

4.3.    Tillaga að lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015 – 2027 ásamt drög að auglýsingu.

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015 – 2027.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi drög að lýsingu og að hún verði auglýst til kynningar.  Fyrir liggur drög að auglýsingu sem er samþykkt samhljóða.  Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram og koma lýsingunni í auglýsingu og kynningu.

 

4.4.    Tilboð í aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Bláskógabyggð.

Lagt fram tilboð Fornleifastofnunar Íslands, dags. 19. desember 2014, í aðalskráningu fornleifa í Bláskógabyggð.  Í tilboðinu kemur fram tillaga að áætlun um framkvæmd, umfang og kostnað við verkið.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Fornleifastofnun Íslands um svæðis- og aðalskráningu á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

 

4.5.    Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2015; stefnumörkun um vindmyllur og kynnisferð.

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um stefnumörkun um vindmyllur og kynnisferð Skotlands og/eða Noregs.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar því að unnið verði að stefnumörkun um vindmyllur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri og oddviti, sem jafnframt er fulltrúi sveitarfélagsins í skipulagsnefnd, fari í umrædda kynnisferð fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

4.6.    Drög að deiliskipulagi Geysissvæðisins, greinargerð og uppdrættir.

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið í Haukadal, þ.e. drög að greinargerð ásamt uppdráttum.  Umrædd drög voru kynnt á íbúafundi á Geysi þann 29. janúar s.l.

Umræða varð um fyrirliggjandi drög að greinargerð.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að senda fyrirliggjandi drög til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa þar sem honum gæfist þá kostur á að koma fram með athugasemdir eða umsögn til Landmótunar áður en tillagan fer í lokafrágang.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

5.1.    Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 29. janúar 2015; frumvarp til laga um grunnskóla (426. mál).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem kynnt er frumvarp til laga um grunnskóla, þingmál 426.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir á þessu stigi við umrætt frumvarp.

 

5.2.    Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þingmál 244.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað, dags. 5. febrúar 2015, um þingsályktunartillöguna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur sveitarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar sem byggir á framlögðu minnisblaði.

 

  1. Samningar:

6.1.    Drög að þjónustusamningi mill Bláskógabyggðar og Markaðsstofu Suðurlands.

Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Bláskógabyggðar og Markaðsstofu Suðurlands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita umræddan þjónustusamning fyrir hönd Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að skipa sveitarstjóra sem sérstakan tengilið sveitarfélagsins við Markaðsstofu Suðurlands.

 

6.2.    Drög að ráðgjafasamningi milli Bláskógabyggðar og Consello ehf. um vátryggingar.

Lögð fram drög að ráðgjafasamningi milli Bláskógabyggðar og Consello um ráðgjafar- og sérfræðiþjónsutu um vátryggingar, vátryggingaútboð, vátryggingasamninga og annarra verka sem varðar vátryggingar.  Samningurinn er einn hluti þess að fara með vátryggingar hjá Bláskógabyggð í útboð á árinu 2015.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Consello ehf. og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 23. janúar 2015;beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi TD.LUX ehf um gististað í flokki II, Skálabrekkugötu 3.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi frá TD.LUX ehf.  kt.671169-0189 til að reka gististað í flokki II að Skálabrekkugötu 3, Þingvallasveit.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir því við Sýslumann Suðurlands að staðfesting um leyfisveitingu verði send til skrifstofu Bláskógabyggðar.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.    Bréf Embættis landlæknis dags. 28. janúar 2015; tannverndarvika 2015.

8.2.    Dagur leikskólans 6. febrúar 2015, kynning.

 

 

Fundi slitið kl. 18:50.