169. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

169. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. febrúar 2016 kl. 09:30.

 

Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Valgerður Sævarsdóttir, formaður byggðaráðs, leggur fram tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður 4.4. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    47. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    Fundur vegna snjómoksturs, dags. 3. febrúar 2016.

2.2.    505. fundur stjórnar SASS. Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir undrun sinni með að þingskjal 457, frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi) skuli ekki hafa verið sent út til umsagnar til sveitarfélaga.  Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur heilshugar undir bókun stjórnar SASS varðandi frumvarpið.

 

  1. Þingmál:

3.1.    Tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra (þingmál 14).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 5. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

 

3.2.    Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningastaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi (þingmál 150).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 22. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

 

3.3.    Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða – þingmál 219).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 22. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn vegna frumvarps til laga um sveitarstjórnarlög, – uppbygging ferðamannastaða.

Byggðaráð Bláskógabyggðar getur ekki séð að umrætt frumvarp leysi þann vanda sem flutningsmenn vísa til. Nauðsynlegt er að ná heilstæðri niðurstöðu í málið frekar en hluta þess þannig að viðunandi lausn og sátt náist í þessum málum.  Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða, enda liggur ekki fyrir að hvaða leyti reglugerðarákvæði komi inn í framkvæmdina.

 

3.4.    Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn – þingmál 296).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 22. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn vegna frumvarps til laga um sveitarstjórnarlög, – fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

3.5.    Tillaga til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum (þingmál 328).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 16. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

 

3.6.    Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar – þingmál 458).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 17. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn vegna frumvarps til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, – skilyrði fjárhagsaðstoðar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

3.7.    Drög að frumvarpi til breytinga á grunnskólalögum.

Lagt fram tölvuskeyti mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 22. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á grunnskólalögum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlögð drög að frumvarpi til laga.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

4.1.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. febrúar 2016; umsókn um rekstrarleyfi í flokki II.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Hrísbraut 4a í landi Drumboddsstaða. Umsækjandi er Hildur Sólveig Pétursdóttir, kt. 031169-3489.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist sú starfssemi gildandi skipulagi svæðisins.

 

4.2.    Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 15. febrúar 2016; beiðni um styrk á móti leigu í Aratungu.

Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna réttarballs sem haldið var þar í september 2015.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að veita styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna þessa viðburðar enda er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 

4.3.    Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 15. febrúar 2016; beiðni um að fá að halda réttarball í Aratungu í september 2016.

Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir leyfi til að halda réttarball í Aratungu í september 2016. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðið leyfi.

 

4.4.    Tölvuskeyti Egils Jónassonar, dags. 25. febrúar 2016; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Egils Jónassonar, þar sem Bláskógabyggð óskað er eftir birtingu auglýsingar eða styrktarlínu í söngskrá Karlakórs Hreppamanna.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að kaupa styrktarlínu að upphæð kr. 7.000 enda rýmast þau útgjöld innan fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar.

 

  1. Efni til kynningar:

5.1.    Bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. febrúar 2016; Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030, miðborgin.

5.2.    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 1. febrúar 2016; umsögn um drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2016.

5.3.    Bréf Umboðsmanns barna, dags. 4. febrúar 2016; áskorun.

5.4.    Bréf Heimils og skóla, dags. 11. febrúar 2016; ályktun.

5.5.    Ársyfirlit ferðamálafulltrúa, Ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu 2015.

Byggðaráð Bláskógabyggðar þakkar Ásborgu Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa, fyrir vel upplýsandi og greinargóða ársskýrslu.

5.6.    Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. febrúar 2016; jafnréttismál.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.