17. fundur
17. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Fjallasal Aratungu miðvikudaginn 18. júní 2003 kl. 13:30.
Mætt voru:
Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Kjartan Lárusson
1. Fundargerð byggðaráðs frá 27. maí 2003. Við 5. lið var samþykkt að vísa málinu aftur til byggðaráðs með það í huga að haldið verði áfram við undirbúning að vatnsöflun á svæðinu. Kjartan gerir athugasemd við orðalag í fundargerð fræðslunefndar frá 28. apríl 2003 3. lið b, þar sem hann vill að orðið “sveitarstjórn” falli út. . Aðrir liðir voru staðfestir.
2. Kosningar til eins árs:
a. Kosning oddvita. Tillaga um að Sveinn A. Sæland verði kosinn oddviti. Samþykkt með 5 atkvæðum og tveir sátu hjá.
b. Kosning varaoddvita. Tillaga um að Snæbjörn Sigurðsson verði kosinn varaoddviti. Samþykkt með 5 atkvæðum og tveir sátu hjá.
c. Kosning þriggja fulltrúa í byggðaráð og þriggja til vara. Kosin voru sem aðalfulltrúar í byggðaráði Margeir Ingólfsson formaður, Sigurlaug Angantýsdóttir og Kjartan Lárusson og til vara Sveinn A. Sæland, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir.
d. Kosning yfirkjörstjórnar. Kosin voru: Pétur Skarphéðinsson, Hilmar Einarsson og Helgi Guðbjörnsson og til vara Guðrún Sveinsdóttir, Böðvar Ingi Ingimundarson og Sveinbjörn Einarsson.
e. Kosning undirkjörstjórnar fyrir Þingvallasveit. Kosin voru: Ragnar Jónsson, Jóhann Jónsson og Steinunn Guðmundsdóttir og til vara Gunnar Þórisson, Rósa Jónsdóttir og Guðrúnu S. Kristinsdóttir.
f. Kosning undirkjörstjórnar fyrir Laugardal. Kosin voru Árni Guðmundsson, Halldóra Guðmundsdóttir og Elsa Pétursdóttir og til vara Páll Pálmason. Helga Jónsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.
g. Kosning undirkjörstjórnar fyrir Biskupstungur. Kosin voru Gústaf Sæland, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Óskar T. Guðmundsson og til vara Elínborg Sigurðardóttir , Bjarni Kristinsson og Helgi Árnason. .
3. Tillögur að deiliskipulagi. Deiliskipulag á eftirtöldum svæðum var lagt fram og samþykkt að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 73/1997.
a. Frístundabyggð á Torfastöðum. Drífa sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.
b. Frístundabyggð í landi Kjarnholta I.
c. Endurbygging þriggja sumarhúsa við Miðdal.
Áður samþykkt sem grenndarkynning á fundi byggðaráðs 25. mars 2003 en nú er lagt til að málið fari í gegn um hefðbundinn auglýsingarferil.
d. Frístundabyggð (Grænahlíð) í landi Grafar.
e. Einihlíð í landi Einiholts III. Gert er ráð fyrir 99 frístundalóðum á svæðinu í tveimur áföngum en einungis er óskað eftir samþykkt á fyrsta áfanganum en þar er gert ráð fyrir 52 frístundalóðum. Samþykkt enda er fyrsti áfanginn í samræmi við gildandi aðalskipulag.
4. Breytingar á deiliskipulagi í Brattholti. Samþykkt að auglýsa breytinguna samkvæmt skipulagslögum nr. 73/1997.
5. Kauptilboð vegna 220 ha. spildu úr landi Holtakota. Kaupendur Valgeir Harðarson kt:060966-4359 og Sigríður Runólfsdóttir kt:290366-5509. Seljendur Dóróthea Sveina Einarsdóttir kt:210232-7619, Hlíf Einarsdóttir kt:191130-4999 og Ragnhildur Einarsdóttir kt:071122-2559. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.
6. Umræður um veitumál. Drífa óskaði eftir eftirfarandi bókun: ” Í ljósi þess að Veitunefnd ákvað á fundi sínum þann 30. apríl s.l. að sinna ekki erindi sem sveitarstjórn vísaði til hennar á fundi sínum þann 25. febrúar vill Drífa taka fram að hún er ósammála veitustjórn og vill að frumkvæði og umræða um sameiningu veitna í sveitarfélaginu sé í höndum sveitarstjórnar eða þeirra sem sveitarstjórn felur verkefnið”. Þ-listinn vill í þessu sambandi bóka eftirfarandi: “Veitustjórn tók erindi það sem vísað var til hennar fyrir á fundi 30. apríl 2003 en hafnaði því. Þ-listinn tekur undir álit veitustjórnar þar sem segir að hún líti með opnum huga á sameiningu veitna en líti svo á að frumkvæðið þurfi að koma frá veitunum sjálfum. Þá vekur Þ-listinn athygli á að Drífa staðfesti hina sömu fundargerð.”
7. Umræður um götur og vegi (heimreiðar) í sveitarfélaginu.
Tillaga T-listans: Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á öllu gatnakerfi í þéttbýli og heimreiðum í dreifbýlinu og að gerð verði framkvæmdaráætlun um endurnýjun og viðhald þeirra. Samþykkt að vísa tillögunni til samgöngunefndar.
8. Heimasíða Bláskógabyggðar. Kjartan spurðist fyrir um heimasíðugerðina fyrir Bláskógabyggð. Í umræðunni kom m.a. fram að síðugerðinni er lokið en efnisöflun fer enn fram og eru fyrirtæki og einstaklingar hvattir til að tengjast síðunni.
9. Tjaldsvæðið á Laugarvatni. Kjartan spurðist fyrir um það hver hugmyndin væri með rekstur tjald- og hjólhýsasvæðisins. Fram kom í svari Sveins að stefnt er að því að sveitarfélagið selji reksturinn á svæðinu og verður það kynnt síðar.
10. Fyrirspurnir T-listans.
a. Hvaða áætlanir eru um framkvæmdir við viðhald og breytingar á skólahúsnæði Grunn- og leikskóla Bláskógabyggðar og hver er áætlaður kostnaður vegna hvers skóla fyrir sig? Hverjir eru verktakar? Sveinn fór yfir þær breytingar sem ráðgert er að gera í grunnskólanum og er áætlaður kostnaður þar kr.5.000.000.- sbr. fundargerð byggðaráðs frá 27. maí 2003 Verktaki við það er Tómas Tryggvason. Borist hefur tilboð í viðhald og breytingar á leikskólanum Lind frá Guðmundi Böðvarssyni. Tilboðið er innan ramma fjárhagsáætlunar ársins 2003 og er verið að skoða það. Málefni leikskólans Álfaborgar verða tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs.
b. Hvað líður reglugerðinni um hundahald? Fram kom í máli Margeirs að von er á staðfestingu á reglugerðinni frá ráðuneytinu á næstu dögum.
c. Hvað líður framkvæmdum við Gámasvæðið á Laugarvatni og hvenær er áætlað að verkefninu ljúki? Fram kom hjá Sveini að búið er að gera framteikningu af svæðinu en ekki var talið mögulegt að framkvæma verkið á þessu fjárhagsári.
d. Áhaldahús stefnumótun. Fram kom hjá Margeiri að nefnd sem skipuð var til að endurskipuleggja áhaldshús sveitarfélagsins er að störfum en er ekki tilbúin með tillögur að framtíðarfyrirkomulaginu. Drífa leggur áherslu á að vinnunni verði hraðað sem mest.
11. Ársreikningur 2002, staða mála. Fram kom í máli Sveins að ekki hefur enn tekist að fá endurskoðendurna til að koma og vinna í reikningnum, eins hefur vandamál verið með bókhaldsforrit sveitarfélagsins. Stefnt var á að halda sveitarstjórnarfund 1. júlí en fundurinn verður ekki haldinn fyrr en fyrri umræða um ársreikninginn getur farið fram.
Fundi slitið kl. 19:00