17. fundur

17. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir og varamaðurinn Snæbjörn Sigurðsson

1. Meðferð trúnaðarmála sem koma frá Félagsmálastjóra.  Byggðaráð leggur til að trúnaðarmál sem koma frá Félagsmálastjóra verði afgreidd af sveitarstjóra en verði ekki tekin fyrir hjá byggðaráði eða í sveitarstjórn.

2. Trúnaðarmál.  Bókað í trúnaðarmálabók.

3. Ráðning aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en þeir voru: Sigmar Ólafsson skólastjóri Brekkuskóla Akureyri, kt 251049-3519, Sigurður Rúnar Símonarson yfirmaður fræðslu og menningarsviðs Vestmannaeyja, kt. 080442-3199, Björgvin Þór Þórhallsson aðstoðarskólastjóri Blönduósi, kt. 170666-2919 og Hrefna Guðmundsdóttir framhaldsskólakennari Reykjavík, kt. 131166-3629.  Arndís Jónsdóttir skólastjóri leggur til að Sigmar Ólafsson verði ráðinn aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar og samþykkir byggðaráð þá ráðningu.

4. Ákvörðun um gjaldskrá leikskóla fyrir skólaárið 2003 – 2004.  Byggðaráð leggur til að gjöldin verði hækkuð um 3% en það er sú hækkun sem miðað var við í forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.  Miðað er við að  hækkunin taki gildi þegar leikskólarnir opna að loknum sumarleyfum.

5. Afgreiðsla á breytingum á aðalskipulagi Biskupstungna og Laugardals. Í samræmi við skipulagslög 73/1997 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 10. desember 2002 að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi.  Í Laugardal, eru fjögur svæði sem öll fara úr því að vera landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði, við Efra Apavatn, Leyni I og II og við Mýri í landi Snorrastaða.  Í Biskupstungum er eitt svæði sem fer úr því að vera landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði við Rima í landi Torfastaða.  Í Haukadal III,  verði landbúnaðarsvæði breytt í opið svæði til annarra nota.  Einnig breyting á aðalskipulagi vegna línustæðis í gegnum Biskupstungur og Laugardal vegna Sultartangalínu III. Þar sem tími til að gera athugasemdir er liðinn og engin athugasemd barst þá leggur byggðaráð til að Skipulagsstofnun verði sendar breytingarnar til afgreiðslu þannig að ráðherra geti staðfest þær sem fyrst.

6. Erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 12. apríl 2003 þar sem fjallað er um áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2003.  Þar kemur m.a. fram að Bláskógabyggð fær úthlutað skuldajöfnunarframlagi vegna sameiningar sveitarfélaga kr. 5.869.000-, útgjaldajöfnunarframlög kr. 30.910.403-, framlag vagna nýbúafræðslu kr. 450.000-, almennt framlag til reksturs grunnskóla kr. 44.698.110-, greiðsla húsaleigubóta kr. 874.000- og framlög vegna breytinga á álagningarstofni mannvirkja kr. 13.058.239-.

7. Erindi frá Háskóla Íslands dags. 28. mars 2003 þar sem fjallað er um fornleifaskráningu í Þingvallasveit.  Í erindinu kemur m.a. fram að Orri Vésteinsson mun með nemendum í fornleifafræði við Háskóla Íslands gera fornleifaskráningu í Þingvallasveit sem nýtast mun við gerð aðalskipulags af svæðinu.  Formanni byggðaráðs er falið að þrýsta á að þessi vinna hefjist sem fyrst þannig að hún nýtist við aðalskipulagsgerðina.

8. Erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 20. mars 2003 þar sem fjallað er um framlög til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu árið 2003.  Eins og fram kom í 6. lið þá fékk Bláskógabyggð úthlutað vegna nýbúafræðslu kr. 450.000-.

9. Erindi frá Landgræðslu Ríkisins dags. 20. mars 2003 þar sem fjallað er um landnýtingarþátt gæðastýringar í sauðfjárrækt, nýting afréttar og upprekstrarheimalanda. Byggðaráð gerir athugasemdir við orðalag í gögnum Landgræðslunnar, þar sem talað er um “afrétt Úthlíðar”. Rétt hefði verið að tala um “heimalönd Úthlíðar”  Formanni byggðaráðs er falið að svara erindinu í samstarfi við formenn fjallskilanefnda sveitarfélagsins.

10. Erindi frá Skógræktarfélagi Árnesinga dags. 20. mars 2003 þar sem óskað er eftir fjárframlagi til félagsins.  Þar sem ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi á fjárhagsáætlun ársins 2003 til Skógræktarfélagsins í fjárhagsáætlun er beiðninni hafnað.

11. Erindi frá Löggildingarstofu vegna úttektar Rafskoðunar á áhaldahúsi sveitarfélagsins á Laugarvatni.  Starfsmanni áhaldahúss sveitarfélagsins á Laugarvatni verða sendar athugasemdirnar til athugunar með úrbætur í huga.

12. Erindi frá Sambandi sunnlenskra kvenna dags. 24. apríl 2003 þar sem beðið er um stuðning til að taka á móti NKF sumarorlofi að Laugarvatni í júní 2003.  Oddvita falið að kynna sér málið .

13. Erindi frá Skálholtskórnum þar sem farið er fram á fjárstuðning vegna ferðar kórsins til Slóveníu.  Í tilefni af ferð kórsins til Slóveníu og eins í tilefni af 40 ára afmælinu þá leggur byggðaráð til að kórnum verði veittur styrkur að upphæð kr. 50.000-.

14. Bréf frá Ferðamálaráði Íslands dags. 30. mars 2003 þar sem fram kemur að styrkbeiðni var hafnað til verkefnisins “Áningarstaðar við Tungnarétt”.

15.  Bréf frá Ferðamálaráði Íslands dags. 4. apríl 2003 þar sem fram kemur að Bláskógabyggð hefur verið veittur styrkur að upphæð kr. 100.000- til hættumerkinga við ána Iðu í Laugarási.  Ferðamálaráði hefur þegar verið þakkaður styrkurinn og hefur Snæbjörn Magnússon Iðufelli tekið að sér að láta framkvæma verkið.

16. Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 19. mars 2003 varðandi fyrirspurn um landnotkun í Þingvallasveit.  Í erindinu kemur m.a. fram að “ Stofnunin telur rétt að ákvarðanir um stækkun fyrir frístundabyggð, sem ekki eru í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var í Svæðisskipulagi Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshrepps bíði aðalskipulagsgerðar fyrir viðkomandi svæði. Byggðaráð leggur til að farið verði að óskum Skipulagsstofnunar.

17. Erindi frá félagsmálaráðneytinu dags. 31. mars 2003 varðandi jöfnun á skuldastöðu sveitarfélaga við sameiningu þeirra.  Fram kemur m.a. að Bláskógabyggð fær skuldajöfnunarframlag að upphæð kr. 23.476.000- og greiðist það á fjórum árum.  Á fundinum var lagt fram bréf oddvita til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem ítrekuð er fyrri ósk Bláskógabyggðar um að ríkið greiði stærri hluta af kostnaðinum sem hlaust af sameiningu sveitarfélaganna.

18. Erindi frá Landformi dags. 2. apríl 2003 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir grenndarkynningu vegna breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðar við Efstadal í Laugardal. Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi vegna vanhæfis. Byggðaráð leggur til að leyfi fyrir grenndarkynningu verði gefið.

19. Erindi frá Fasteignamiðstöðinni dags. 10. apríl 2003 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn falli frá forkaupsrétti að spildu úr landi Skálabrekku Þingvallasveit.  Seljandi er Hrönn Ægisdóttir kt: 150161-7549 og kaupandi Einar Örn Jónsson kt: 170163-4359.  Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.

20. Erindi frá Ómari G. Jónssyni varðandi Þingvallasiglingar ehf.  Erindið er lagt fram til kynningar.

21. Alþingiskosningar 2003. Byggðaráð samþykkir að kjördeildir verði tvær, annarsvegar Laugardalur og Þingvallasveit, sem kjósi í Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni og hinsvegar Biskupstungur þar sem kosið verði í Aratungu.

22. Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:

a. Fundargerð 2. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 25.febrúar 2003.
b. Fundargerð 3. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 25. mars 2003.
c. Fundargerð 1. fundar nefndar um samþykktir Bláskógabyggðar sem haldinn var 19. júní 2002.
d. Fundargerð 2. fundar nefndar um samþykktir Bláskógabyggðar sem haldinn var 4. júlí 2002.
e. Fundargerð 3. fundar nefndar um samþykktir Bláskógabyggðar sem haldinn var 31. júlí 2002.
f. Fundargerð 4. fundar nefndar um samþykktir Bláskógabyggðar sem haldinn var 13. mars 2003.
g. Fundargerð 5. fundar nefndar um samþykktir Bláskógabyggðar sem haldinn var 27. mars 2003.
h. Fundargerð oddvitaráðsfundar sem haldin var 7. apríl 2003.

23. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar.

a. Fundargerð 226. stjórnarfundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 21. mars 2003.
b. Fundargerð 227. stjórnarfundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 21. mars 2003.
c. Fundargerð 228. stjórnarfundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 11. apríl 2003.
d. Fundargerð 23. aðalfundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 21. mars 2003.
e. Fundargerð 103. stjórnarfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 8. apríl 2003.
f. Fundargerð 102. stjórnarfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 2. apríl 2003.
g. Fundargerð 62. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 26. mars 2003.
h. Fundargerð 63. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 14. apríl 2003.
i. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélaga vegna holræsahreinsunar.
j. Bréf frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur dags. 31. mars 2003 varðandi nemendur tónlistarskóla í Reykjavík með lögheimili í öðrum sveitarfélögum.
k. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 28. mars 2003.
l. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 15. apríl 2003 þar sem fjallað er um rekstrarframlög vegna félagslegra íbúða vegna ársins 2002.
m. Bréf frá verkefnastjórn reynslusveitarfélaga dags. 25. mars 2003 þar sem fjallað er um lokaskýrslu verkefnastjórnarinnar.
n. Fundargerð 58. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 6. mars 2003.
o. Fundargerð 3. fundar Almannavarna Árborgar og nágrennis sem haldinn var 6. mars 2003.
p. Bréf frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu dags. 10. apríl 2003 þar sem fjallað er um stjórnir sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana.
q. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 28. mars 2003 sem fjallar um námur og framkvæmdaleyfi.
r. Fundargerð 53. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 19. mars 2003.
s. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 24. mars 2003 þar sem fjallað er um húsaleigubætur.
t. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 17. mars 2003 þar sem fjallað er um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
u. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 11. mars 2003 þar sem fjallað er um reglugerðir varðandi húsaleigubætur.
v. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 25. mars 2003 þar sem fjallað er um dag umhverfisins 25. apríl.
w. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 26. febrúar 2003 þar sem fram kemur að staðfest hefur verið samþykkt um sorpflutninga og sorpeyðingu í Bláskógabyggð.
x. Bréf frá landbúnaðarráðuneytinu dags. 24. mars 2003 þar sem boðað er til námskeiðs um búfjáreftirlit og störf búfjáreftirlitsmanna.
y. Ályktanir frá 63. fulltrúaráðsfundi Sambands íslendskra sveitarfélaga sem haldinn var 10. apríl 2003 en þær fjalla um heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og um sértakt átak í sameiningu sveitarfélaga.
z. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 1. apríl 2003 en meðfylgjandi því er skýrsla menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunnskólum.  Skýrslan liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar.
aa.  Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 25. mars 2003 þar sem fjallað er umumsóknir um styrki frá Norrænu æskulýðsnefndinni.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.