17. júní 2015 Hátíðarhöld í Reykholti, Biskupstungum
kl 13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Torfastaðakirkju.
Prestur: Viðar Stefánsson mag. theol. Organisti: Jón Bjarnason
Frá kl 13:30 verður Unglingadeildin Greipur með ýmiskonar 17. júní muni til sölu í kaffihorninu í Bjarnabúð
kl 14:00 Skrúðganga leggur af stað frá Bjarnabúð
Andlitsmálun verður í anddyri Aratungu.
kl 14:30 Hátíðarsamkoma sett í Aratungu
Ávarp fjallkonu, hátíðarræða nýstúdents, söngur, afhending verðlauna í ljósmyndasamkeppni o.fl.
Utandyra verður kassabílarallý, kassaklifur o.fl.
Veitt verða verðlaun bæði fyrir frumlegasta kassabílinn og fyrir hraðskreiðasta kassabílinn.
Kaffisala verður í Aratungu að lokinni hátíðarsamkomu. Kaffisalan er á vegum verðandi 10. bekkjar Bláskógarskóla í Reykholti. Salan er fjáröflun fyrir væntanlega útskriftarferð þeirra næsta vor.
Verð: kr. 1500,- fyrir fullorðna, kr. 500,- fyrir grunnskólabörn og frítt fyrir yngri
- 19:30- 21:00 Sundlaugardiskótek í Reykholtslaug. Frítt í laugina og allir velkomnir.
Þjóðhátíðarnefndin
Café Mika verður með spennandi grilltilboð fyrir kvöldverðargesti.
Borðapantanir í síma 486-1110
Við Faxa verður grillað lambalæri með tilheyrandi meðlæti í boði frá kl 18:00-21:00.
Borðapantanir í síma 774-7440