17. júní 2016 í Reykholti

Kl. 13:00  Hátíðarmessa í Torfastaðakirkju.

Kl. 14:00  Skrúðganga leggur af stað frá Bjarnabúð, ath. engin blöðrusala á vegum nefndarinnar.

 

Kl. 14:30  Hátíðarsamkoma sett í Aratungu.

 

Ávarp fjallkonu, hátíðarræða nýstúdents, söngur drengjakórs, afhending verðlauna í ljósmyndasamkeppni með “Vatn” sem þema og afhending menningarverðlauna á vegum Menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.

 

Einnig verður skemmtun utandyra t.d. kassabíla- og hjólaþrautir, andlitsmálun og Slökkvilið Biskupstungna verður með froðusull og þess vegna væri upplagt að huga að viðeigandi klæðnaði fyrir þá sem hoppa með í gleðskapinn og hafa aukaföt og handklæði meðferðis.

 

Í framhaldi af hátíðarsamkomu verður kaffisala á vegum verðandi 10.bekkjar Bláskógarskóla, en salan er fjáröflun fyrir útskriftarferð þeirra vorið 2017.

Fullorðnir kr.1500       Grunnskólabörn kr.500       Frítt fyrir yngri og posi á staðnum.

 

Sundlaugardiskótek opnar 19:30 og er til 21:30, allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Við sláumst svo í fjörið með KK sem ætlar að mæta með gítarinn sinn og syngja og segja okkur sögur í Aratungu á meðan diskóið dunar með buslugangi í lauginni eða milli 20:00 og 22:00

 

Skráning í kassabíla- og hjólaþrautir verður á staðnum. Veitt verða verðlaun fyrir þrautina og einnig frumlegasta bílinn. Við hvetjum ykkur til að kassabíla ykkur upp eða mæta með hjólin í þraut ársins enda flottir vinningar í boði og skemmtileg þraut að keppa í.

 

Flott 17. júní tilboð fyrir kvöldverðargesti eru í boði hjá:

 

Café Mika: 3ja rétta veisla þar sem íslanska lambið er í aðalhlutverki.  Borðapantanir í S: 486-1110

 

Við Faxa:: Grillað lambalæri með tilheyrandi meðlæti frá kl.18-21. Borðapantanir í S: 774-7440

 

Þið finnið okkur líka á Facebook, undir viðburðinum „17. júní hátíð Bláskógabyggðar 2016“

 

  1. júní nefndin.