17. júní 2017 dagskrá í Biskupstungum
Kl.13:00 Hátíðarmessa í Torfastaðakirkju.
Kl. 14:00 -Skrúðganga leggur af stað frá Bjarnabúð undir forystu knapa frá Hestamannafélaginu Loga.
Kl. 14:30 -Hátíðarsamkoma sett í Aratungu. Ávarp, fjallkonu, söngur ofl. Andlitsmálun.
Að því loknu mun skemmtunin færast undir bert loft og þar geta gestir spreytt sig í skemmtilegu sprelli og keppnum eins og limbó, hjólaleikniþraut, pokahlaupi, blöðrusprelli og fleira.
15:30 BMX Bros sýnir listir sínar fyrir utan Aratungu.
Slökkvilið Biskupstungna sló í gegn með froðusulli í fyrra og mun endurtaka leikinn. . Splass og gusa.
Í framhaldi af hátíðarsamkomu verður kaffisala á vegum verðandi 10.bekkjar Bláskógarskóla, en salan er liður í fjáröflun fyrir útskriftarferð þeirra.
19:30 – 21:00 Sundlaugardiskótek, allir velkomnir og ókeypis aðgangur. ‚Ís í boði þegar komið er uppúr.
20:00 Alþýðulagabandið slær botninn í hátíðarhöldin í Aratungu, fyrst með fjöldasöng og svo mun hljómsveitin halda uppi fjöri fram á kvöld með skemmtilegri tónlist. Frítt inn.
Ljósmyndasamkeppnin verður að þessu sinni með nýju sniði í takt við tíðarandann, en fer hún fram á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #17juni2017bisk og þemað er 17 júní. Hægt verður að senda inn myndir á meðan á hátíðarhöldunum stendur og fram til kl.18. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar að mati dómnefndar og valið tilkynnt um kvöldið. Einnig mun val dómnefndar verða sent inn á myllumerkið.
Skráning í keppnir verður á staðnum.
Veitingarstaðir sveitarinnar verða með tilboð fyrir kvöldverðargesti á 17.júní Athugið að panta þarf borð fyrirfram . . Nánar auglýst í dreifibréfinu. Viltu auglýsa? Hafðu samband við nefndina.
Þið finnið okkur líka á Facebook, undir viðburðinum „17. júní hátíð Bláskógabyggðar 2017“
Nefndin.