17. júní 2019, Hátíðarhöld í Reykholti, Biskupstungum.

Kl. 13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Torfastaðakirkju.

Séra Egill Hallgrímsson þjónar og organisti er Glúmur Gylfason.

Kl. 14:00 Skrúðganga leggur af stað frá Bjarnabúð, reiðmenn og fánar.

            Andlitsmálun í andyri Aratungu.

Kl. 14.30 Hátíðarsamkoma sett í Aratungu.

Ávarp fjallkonu, hátíðarræða, ræða nýstúdents, tónlist.

Kaffiveitingar í Aratungu á vegum 10. bekkjar í Bláskógaskóla, Reykholti, sem eru að afla fjár fyrir útskriftarferð næsta vor. Posi verður á staðnum.

Utandyra verður margt í boði til skemmtunar, hestar verða á svæðinu og boðið uppá að teyma undir börnum, boðhlaup, liðakeppni allskonar og leikir.

Kl. 16:00 Froðu fjörið í ár verður í boði Brunavarna Árnessýslu á Selfossi!

Muna eftir aukafötum og handklæði.

Kl. 19:30 – 21:00 Sundlaugardiskótek í Reykholtslaug.

Frítt í laugina og allir velkomnir

Diskógestir fá ókeypis ís!

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll, þjóðhátíðarnefndin

 

Cafe Mika verður með nýjungar á matseðli í tilefni dagsins. Ekta heitt súkkulaði og úrvals eftirréttir. Opið 11.30 til 21.

Borðapantanir í síma 486-1110