17. júní á Laugarvatni

13:30 Skrúðganga frá Bláskógaskóla

Mætið tímanlega með börnin til að fá andlitsmálun og svo verða blöðrur í boði Lionsmanna. Gengið verður að Héraðsskólanum.

14:00 Hátíðarhöldin sett við Héraðsskólann

Fánakveðja

Fjallkona

Hátíðarræða flutt af Pálma Pálssyni

Afhending verðlauna Ungmennafélags Laugdæla

Karamellukast

Fyrirtækjakeppni í sápubolta. Eftir keppni gefst krökkum kostur á að leika sér á plastinu. Endilega komið með aukaföt.

Björgunarsveitin Ingunn verður með bátsferðir á Laugarvatni.

Hoppukastali verður við Bláskógaskóla þar sem kaffisala Kvenfélags Laugdæla verður.

 

20:00 – 22:00 Diskótek fyrir alla aldurshópa í Bláskógaskóla

 

Verið velkomin!

Skemmtinefnd UMFL og félögin í Laugardal