17. júní á Laugarvatni

13:30 Skrúðganga frá Bláskógaskóla.

Mætið tímanlega með börnin til að fá blöðrur og fána í boði Lionsmanna. Andlitsmálun í boði fyrir börnin. Gengið verður að Héraðsskólanum.

14:00 Hátíðarhöldin sett við Héraðsskólann.

Kynnir er Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Fánakveðja

Fjallkona

Hátíðarræða

Söngkór Miðdalskirkju leiðir fjöldasöng

Afhending verðlauna Ungmennafélags Laugdæla. Efnilegustu íþróttamenn í einstökum greinum fá viðurkenningu og tilkynnt verður um íþróttamann ársins 2013.

Leikir og hoppukastalar við Bláskógaskóla

Kaffisala kvenfélags Laugdæla verður eftir hátíðahöldin í Bláskógaskóla.

Velkomin á Laugarvatn

Hátíðarnefnd og félögin í Laugardal