17. júní hátíðarskemmtun í Aratungu
Glæsileg ungmenni úr komu fram á hátíðarskemmtun í Aratungu og stóðu sig öll með mikilli prýði.
Fjallkona var Dýrfinna Guðmundsdóttir frá Iðu og flutti hún flutti ljóðið “ Land og þjóð“ eftir Jón Magnússon Nýstúdentinn Bjarni Sævarsson Arnarholti flutti hátíðarræðuna í ár
Söngatriði
Margrét Svanhildur Kristinsdóttir (Brautarhóli), Laufey Ósk Jónsdóttir (Drumboddsstöðum), Sigríður Kristjana Halldórsdóttir (Reykholti), Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir (Spóastöðum)
Land og þjóð eftir Jón Magnússon
Land og þjóð er orðið eitt.
Annars væri hvorugt neitt.
Götu vorra helgað hefur
hetja mörg, er fallin sefur,
fyrr sem stríddi þjáð og þreytt.
Sjórinn, haginn,
heiðin skaginn
huga barnsins að sér vefur.
Mæðra og feðra arfur er
allt sem fyrir sjónu ber.
Öll þín sorg og öll þín tár,
öll þín kvöl í þúsund ár,
öll þín frægð og gæfugengi
grípur vora hjartastrengi,
hver ein minnig sæt og sár.
Slungið harmi,
barm frá barmi
bergmál tímans varir lengi.
Undir logar orka hljóð:
allt, sem gerir menn að þjóð.
Því var ei til einskis gjörð
ævi vorrar ganga hörð.
Allt sem tímans óró gleymir
andi og mold þín móðurjörð.
Lífs þins óður,
æstur, hljóður,
eins og lind um hjartað streymir.
Guði vígt og eilíft er
allt sem fagurt býr með þér.
Tekið úr bókinni Ljóð dagsins. Sigurbjörn Einarsson valdi efnið. útg. 2003 er við 18.maí á bls 151