172. fundur sveitarstjórnar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 7. maí 2015, kl. 9:00

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    160. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

 

1.2.    41. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

 

1.3.    88. fundur skipulagsnefndar Uppsveitanna ásamt afgreiðslufundum byggingarfulltrúa 15-04 og 15-05.

Mál 1; Mjóanes lóð 11, deiliskipulagsbreyting – 1504001.

Lagt fram erindi Samúels Smára Hreggviðssonar dags. 9. mars 2015, f.h. eigenda lóðarinnar Mjóanes lóð 11, Bláskógabyggð. Óskað er eftir breytingu á lóðarinnar sem felst í stækkun byggingarreitar þannig að hann verði 60 m frá vatnsbakka og 10 m frá lóðarmörkum. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða breytingu.

Í aðalskipulagi svæðisins kemur fram að almennt skuli miðað við að fjarlægð mannvirkja frá Þingvallavatni skuli vera 100 m og í deiliskipulagi svæðisins miðast byggingarreitir flestra við þá fjarlægð frá vatni þó svo að á nokkrum þeirra er gert ráð fyrir minni fjarlægð. Ekki er fallist að stækka byggingarreitin eins og sótt er um.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að byggingarreitur verði stækkaður umhverfis núverandi hús, en þó ekki nær vatni.

 

Mál 2; Brekkuskógur, orlofssvæði BHM, deiliskipulagsbreyting – 1502035.

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis BHM sem felst í að gert verði ráð fyrir áhaldahúsi sem er allt að 120 fm að flatarmáli og 3,8 m að hæð andspænis núverandi þjónustumiðstöð. Tillagan var grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum með bréfi dags. 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 10. apríl s.l. Fyrir liggur athugasemd Björn Jóhannessonar hrl. dags. 9. apríl 2015, f.h. landeigenda, þar sem fyrirhugaðri breytingu er mótmælt.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er ekki fallist á röksemdir athugasemdar um að óheimilt sé að vera með áhaldahús á svæðinu en samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar er heimilt að vera með geymslur á slíkum svæðum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd.

 

Mál 3; Aðkoma að þjóðgarði Þingvöllum í landi Brúsastaða og Svartagils, deiliskipulagsbreyting – 1503015.

Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Hakið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í breytingunni felst stækkun á lóð og byggingarreit fræðslumiðstöðvar á Hakinu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar. Í gildandi skipulagi var gert ráð fyrir 800 fm viðbyggingu á tveimur hæðum en nú er gert ráð fyrir allt að 900 fm viðbyggingu á einni hæð. Meðfylgjandi er deiliskipulagsbreyting ásamt umhverfisskýrslu og skýringaruppdrætti. Matsáætlun vegna umhverfisskýrslu hefur verið send til skoðunar hjá Skipulagsstofnun.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. skipulagslaga ásamt umhverfisskýrslu, með fyrirvara um minniháttar breytingar á henni til að koma til móts við hugsanlegar ábendingar Skipulagsstofnunar við matsáætlun.

 

Mál 4; Hverabraut 1, Laugarvatni, deiliskipulagsbreyting – 1504049.

Lögð fram umsókn Gufu ehf. dags. 17. apríl 2015 þar sem óskað er eftir að skipulagi verði breytt á þann veg að gönguleið neðan baðstaðar á bökkum Laugarvatns verði lokuð til að hægt verði að taka niður girðingar sem hindra útsýni baðgesta. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir breytingu á gönguleið auk uppdráttar sem sýnir hugmyndir um nýtingu svæðis í Laugarvatni utan baðstaðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælir með að lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna færslu göngustígs frá vatni verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar samræmast hugmyndir um byggingu bryggjukants út í vatnið gildandi deiliskipulagi,en huga þarf vel að útfærslu á afmörkun svæðisins í tengslum við færslu girðinga og aðgengi almennings að vatninu.

 

Mál 5; Fljótsholt, Reykholti, fyrirspurn 1502075.

Lögð fram tillaga að skipulagi lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Samkvæmt henni verður gert ráð fyrir byggingu 16 orlofshúsa á lóðinni. Tólf húsanna verða allt að 50 fm á einni hæð og fjögur allt að 70 fm. Eitt húsanna verður aðstöðu og inntakshús.

Það er mat skipulagsnefndar að ekki sé æskilegt að gera ráð fyrir uppbyggingu svo margra lítilla orlofshúsa á þessum stað í Reykholti. Ákvörðun um hvort að breyta eigi aðalskipulagi sveitarfélagsins úr íbúðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu er vísar skipulagsnefnd til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir afstöðu skipulagsnefndar og bendir á að frístundahúsasvæði innan þéttbýlismarka Bláskógabyggðar samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Oddvita er falið að ræða við lóðareiganda um útfærslu nýtingar lóðarinnar sem samræmist skipulagsstefnu sveitarfélagsins og þeirri umræðu sem átti sér stað innan sveitarstjórnar.

 

Mál 6; Lindarskógur 6 – 8, Laugarvatni, deiliskipulagsbreyting – 1504050.

Lögð fram umsókn Sigurðar Sigurðssonar dags. 17. apríl 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Lindarskóg. Óskað er eftir að byggingarreitur lóðar 6-8 verði stækkaðar um 22 m í átt að götu og verða þá 4,2 m frá húsi að lóðarmörkum. Einnig er óskað eftir að byggingarreitur stækki um 15 m til austurs.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint erindi verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum innan svæðisins.

 

Mál 7; Vatnsleysa 1 land 5, frístundalóðir, deiliskipulag – 1504043.

Lögð fram umsókn Hermanns Ólafssonar dags. 16. apríl 2015, f.h. landeigenda, um deiliskipulag fjögurra nýrra um 2,4 ha frístundahúsalóða á spildu (lnr. 217915) úr landi Vatnsleysu í Bláskógabyggð. Innan svæðisins er ein eldri 5.000 fm lóð (lnr. 167619). Skilmálar svæðisins gera ráð fyrir að á lóðunum megi byggja eitt sumarhúsa auk 25 fm aukahuss. Nýtingarhlutfall lóðanna er 0.03.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst með fyrirvara um að í skilmálum komi fram upplýsingar um hámarkshæð húsa og þakgerð. Að mati sveitarstjórnar getur hámarkshæð húss verið allt að 6,5 m. Gera þarf lagfæringar á texta greinargerðar í samráði við skipulagsfulltrúa. Helgi Kjartansson oddviti vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Mál 8; Lindarbrekka, Unnar- og Guðrúnargata, frístundabyggð í landi Skálabrekku, deiliskipulag – 1412015.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 36 ha svæði úr landi Skálabrekku í Bláskógabyggð. Tillagan var auglýst öðru sinni 8. janúar 2015 með athugasemdafresti til 20. febrúar og bárust tvö athugasemdabréf á kynningartíma. Þá liggja fyrir umsagnir Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Umsækjendur deiliskipulags hafa lagt fram endurskoðaða tillögu þar sem komið er til móts við athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi staðsetningu hreinsimannvirkja og umfjöllun um fráveitu í greinargerð, auk þess sem lega Lindarbrekku hefur verið breytt lítillega til að koma til móts við hluta athugasemda. Þá liggja einnig fyrir viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið með eftirfarandi breytingu, að lóðarmörk frístundahúsalóða verði í a.m.k. 10 m fjarlægð frá vatnsbakka. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að gert verði ráð fyrir tveimur tengingum við þjóðveg inná svæðið.

 

Mál 9; Heiði, frístundabyggð, deiliskipulagsbreyting – 1502010.

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Heiðar í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkað var sem leikvöllur er breytt í frístundahúsalóð. Tillagan var kynnt með bréfi dags. 21. janúar 2015 með athugasemdafrest til 19. febrúar. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál 29; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-04 -1503002F.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 27. mars 2015 lagðar fram til kynningar.

 

Mál 30; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-05 – 1504001F.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2015 lagðar fram til kynningar.

 

1.4.    Fundargerð vegna opnunar tilboða í verkið „Sláttur og hirðing í Laugarási og Reykholti“, Bláskógabyggð, dags. 4. maí 2015.

Fundargerð staðfest samhljóða.  Sviðstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að yfirfara innsend tilboð og sannreyna niðurstöður þeirra og hæfni til að taka að sér verkefnið.  Sviðstjóra falið að ganga til samninga við lægst bjóðanda, sem stenst allar kröfur sem gerðar eru í innkaupareglum Bláskógabyggðar og uppgefnum forsendum útboðsgagna, í samráði við sveitarstjóra.

 

1.5.    6. fundur NOS, dags. 10. apríl 2015.

Varðandi 1. dagskrárlið fundargerðar, þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar samhljóða tillögu sem fram kemur í fundargerð NOS um starf sálfræðings og að auglýst verði eftir sálfræðingi í 100% stöðu.

 

 

1.6.    Aðalfundur Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs, 22. apríl 2015.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða breytingu á samþykktum byggðarsamlagsins samkvæmt niðurstöðu aðalfundar.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    Fundur Laugaráslæknishéraðs, 30. apríl 2015 ásamt ársreikningi 2014.

2.2.    Aðalfundur Faxa, 15. apríl 2015 ásamt skýrslu formanns og ársreikningi 2014.

2.3.    Fundur um vöktun Þingvallavatns, 22. apríl 2015 ásamt minnispunktum vegna vöktunaráætlunar 2015.

2.4.    240. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.    164. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.    Opinn kynningar- og hugarflugsfundur fyrir Sunnlenska skóladaginn 2016, 27. apríl 2015.

 

  1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2014 (síðari umræða).

Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2014 lagður fram til annarrar og lokaumræðu hjá sveitarstjórn.  Helstu lykiltölur ársreiknings samstæðu eru eftirfarandi í þúsundum króna:

 

Rekstrarreikningur:

Rekstrarekjur:                                            999.940

Rekstrargjöld:                                           874.604

Fjármagnsgjöld:                                         -29.550

Tekjuskattur:                                                -4.981

Rekstrarniðurstaða:                                      90.804

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir:                                       1.003.111

Veltufjármunir:                                           235.067

Eignir samtals:                                       1.238.178

 

Skuldir og eigið fé:

Eigið fé:                                                    562.102

Langtímaskuldir:                                        518.919

Skammtímaskuldir:                                    157.157

Skuldir og skuldbindingar alls:                   676.076

Eigið fé og skuldir samtals:                     1.238.178

 

Nettó fjárfestingar ársins:                            25.850

 

Handbært fé um áramót:                            121.855

 

Veltufjárhlutfall:                                                1,5

Eiginfjárhlutfall:                                              45%

Skuldahlutfall:                                                68%

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi ársreikning Bláskógabyggðar fyrir rekstrar árið 2014 og áritaði hann.

 

 

 

 

  1. Tillögur Tæknisviðs Uppsveita til útboðs á sorphirðu.

Lögð fram tillaga Tæknisviðs Uppsveita, dags. 4. maí 2015, að sameiginlegu útboði á fyrirkomulagi sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.  Einnig er meðfylgjandi fyrri minnisblöð sem lögð hafa verið fyrir sveitarstjórn á fyrri stigum málsins.

Í tillögunni er komið fram með þrjá valmöguleika á fyrirkomulagi sameiginlegs útboðs.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að leggja til sem fyrsta valkost að leitað verði eftir að framlengja núgildandi verktakasamningi um eitt ár.

 

  1. Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið í Haukadal.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið í Haukadal.  Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi.  Skipulagsráðgjafar sem unnið hafa tillöguna hafa komið til móts við þær athugasemdir sem fram hafa komið á fyrri stigum málsins.  Sveitarstjórn bendir á að skoða þurfi heiti á gildandi aðalskipulags svæðisins, Aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000 – 2012, og gæta þess að það sé rétt fram sett í greinargerð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna almenningi með lögbundnum fresti til athugasemda.

 

  1. Fyrirkomulag sumarleyfa 2015:

6.1.    Sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar.

Lagt er til að skrifstofa sveitarfélagsins verði lokuð frá 6. júlí til og með 31. júlí n.k.  Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til.  Þessi tilhögun hefur verið rædd við starfsmenn skrifstofu og eru þeir sáttir við þetta fyrirkomulag.

Samþykkt samhljóða.

 

6.2.    Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Lagt er til að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.  Þetta er sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarin ár.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

7.1.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 29. apríl 2015; frumvarp til laga um lögræðislög (687. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að gefa umsögn um 687. þingmál, frumvarp til laga um lögræðislög.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt þingmál.

 

7.2.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 30. apríl 2015; frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (696. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að gefa umsögn um 696. þingmál, frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt þingmál.

 

7.3.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 4. maí 2015; frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (703. mál).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að gefa umsögn um 703. þingmál, frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt þingmál.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. apríl 2015; umsókn Svarta Smalans um rekstrarleyfi að Mengi-Kjarnholti fyrir gististað í flokki V.

Lagt fram bréf Sýslumanns á Suðurlandi vegna umsóknar Svarta Smalans um rekstrarleyfi að Mengi-Kjarnholti fyrir gististað í flokki V.  Umsækjandi hefur gert breytingu á fyrri umsókn sem tekin var fyrir á 160. fundi byggðaráðs.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

8.2.    Tölvuskeyti Bandalags íslenskra skáta, dags. 27. apríl 2015; styrktarlína í Skátablaðinu.

Lagt fram tölvuskeyti Bandalags íslenskra skáta þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu Skátablaðsins.  Erindinu hafnað.

 

8.3.    Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 21. apríl 2015; Gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið Gullfoss.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem kynnt er gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið Gullfoss.  Við þá vinnu er lögð áhersla á samráð og samstarf við hagsmunaaðila og óskar Umhverfisstofnun eftir að sveitarfélagið Bláskógabyggð tilnefni fulltrúa í samstarfsnefnd um gerð áætlunarinnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að tilnefna Helga Kjartansson oddvita sem fulltrúa Bláskógabyggðar í samstarfsnefndina.

 

8.4.    Bréf stjórnar Íþrótta- og heilsufræðifélags Íslands, dags. 28. apríl 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf stjórnar Íþrótta- og heilsufræðifélags Íslands þar sem óskað er eftir styrk til alþjóðlegrar ráðstefnu sem félagið stendur fyrir og verður haldið á Laugarvatni.

Erindinu hafnað.

 

8.5.    Tölvuskeyti Vímulausrar æsku, dags. 29. apríl 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Vímulausrar æsku þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu kynningarblaðs sem dreift verður með Fréttatímanum.

Erindinu hafnað.

 

8.6.    Tölvuskeyti menningarfulltrúa Ölfuss, dags. 4. maí 2015; hugmyndir um pílagrímagöngu á Suðurlandi.

Lagt fram tölvuskeyti menningarfulltrúa Ölfuss þar sem kynnt er hugmynd að verkefni sem miðar að því að vera með pílagrímagöngu á milli kirkna, þar á meðal í Bláskógabyggð.  Óskað er eftir tilnefningu á tengilið svæðisins við verkefnastjórn ef sveitarstjórn Bláskógabyggðar líst vel á verkefnið.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tilnefnir Valgerði Sævarsdóttur sem tengilið.

 

8.7.    Bréf Karlakórs Hreppamanna, móttekið 3. maí 2015; styrkbeiðni vegna kaupa á bökum við kórpalla.

Lagt fram bréf Karlakórs Hreppamanna þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á kórpöllum og bökum við kórpalla. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 100.000.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 25.000.

 

8.8.    Tölvuskeyti SASS, dags. 20. apríl 2015; skipan samráðsvettvangs vegna sóknaráætlunar Suðurlands 2015 – 2019.

Lagt fram tölvuskeyti SASS þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hún komi með ábendingar um 4 einstaklinga til þátttöku í samráðshópnum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að senda SASS ábendingar um eftirtalda aðila með fyrirvara um samþykki þeirra.

Bryndís Böðvarsdóttir,  fræðslu- og skólamál

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, lýðheilsa- og íþróttir

Sverrir Steinn Sverrisson, ferðaþjónusta

Sveinn Sæland, garðyrkja og landbúnaður

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.    Stöðugreining hjúkrunarheimila á Suðurlandi, unnin af SASS í apríl 2015.

9.2.    Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2014.

9.3.    Ársreikningur Minningarsjóðs Biskupstungna 2014.

9.4.    Ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2014 ásamt ársskýrslu.

(Lagt fram á fundinum)

9.5.    Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 22. apríl 2015; efnistökusvæði við Hrosshól í landi Syðri-Reykja í Bláskógabyggð.

9.6.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 24. apríl 2015; breytt svæðisskipulag miðhálendis, skálasvæði í Geitlandi og ísgöng í Langjökli.

9.7.    Ársreikningur Björgunarsveitar Biskupstungna 2014 ásamt skýrslu formanns.

 

 

Fundi slitið kl. 12:00.